Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 ✝ Erling GarðarJónasson fædd- ist í Reykjavík 24. júní 1935. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. ágúst 2018. Erling Garðar var sonur hjónanna Jónasar Sveins- sonar, fram- kvæmdastjóra Dvergs í Hafnar- firði, f. 1903, d. 1967, og Guð- rúnar Jónsdóttur húsmóður, f. 1903, d. 1985. Hann ólst upp í Mjósundi 15 í hópi systkina sinna, Sveins, f. 1925, d. 1974, Jóns Aðalsteins, f. 1926, d. 2011, Kristínar Sigurrósar (Rósu), f. 1930, Guðmundar Helga, f. 1933, d. 2006, og Guðrúnar Marsibilar (Maju), f. 1939. Erling Garðar kvæntist Jó- hönnu Guðnadóttur, f. 1937, ár- ið 1955. Börn þeirra eru fimm talsins: 1) Þorbjörn Ágúst, f. 1955, d. 2015. Börn hans og Hildar Karenar Jónsdóttur eru: a) Hneta Rós, f. 1980. Hún er gift Styrmi Guðmundssyni, f. 1978. Börn þeirra eru Freyja, f. 2008, Ýmir, f. 2011 og Alvar, f. 2016; b). Margrét Rán, f. 1984. Dóttir hennar og Hectors Silva 1950-1954, rafvirki og verk- stjóri hjá RARIK frá 1955 til ársins 1960 og um skeið ljósa- meistari í Þjóðleikhúsinu. Hann hélt síðan til frekara náms í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi í raforkutæknifræði árið 1965 frá Köbenhavns Teknik- um. Erling Garðar hóf störf sem forstjóri RARIK á Austurlandi árið 1966 og gegndi því starfi fram á mitt ár 1990. Samhliða því var hann skólastjóri Iðn- skóla Egilsstaða á árunum 1968- 1972. Hann var síðan í þrjú ár innkaupastjóri RARIK í Reykja- vík áður en hann tók við fram- kvæmdastjórn umdæmis RARIK á Vesturlandi árið 1993 og starf- aði þar til ársins 2000. Hann sat í stjórn RARIK á árunum 1979- 1982. Erling Garðar vann að fjöl- mörgum framfaramálum á Austur- og Vesturlandi. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- og fé- lagsstörfum. Hann var jafnaðar- maður og tók virkan þátt í póli- tísku starfi, bæði á sveitar- stjórnarstigi og landsvísu. Hann var um tíma oddviti Egilsstaða- hrepps og sat í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar sem oddviti S-listans. Síðustu árin áttu Sam- tök aldraðra hug hans allan; hann sat þar í stjórn og var for- maður samtakanna í átta ár eða til ársins 2015. Útför Erlings Garðars fer fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði í dag, 6. september 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. er Alma Ariana Silva, f. 2011; c) Jó- hann Garðar, f. 1988. Sambýliskona hans er Jónína H. Ólafsdóttir, f. 1986. 2) Karl Guðni, f. 1963. Eiginkona hans er Vaiva Dril- ingaité, f. 1962. Þau eiga tvö börn a) Ig- nas, f. 1986, og b) Moniku Jóhönnu, f. 2000. 3) Irma Jóhanna, f. 1968. Eiginmaður hennar er Geir Svansson, f. 1957. Þau eiga tvö börn a) Grímu, f. 1996, og b) Svanhildi, f. 2002. 4) Rósa Guð- rún Erlingsdóttir, f. 1970. Sam- býlismaður hennar er Otti Hólm Elínarson, f. 1967. Börn þeirra eru fjögur, a) Rebekka, f. 1995, Hildur Agla, f. 2004, Jóhanna Katrín, f. 2005, Erling Hólm, f. 2008. 5) Jónas Garðar, f. 1973. Fleiri börn ólust upp á heimili þeirra Erlings Garðars og Jó- hönnu á Egilsstöðum, lengst þau Guðjón Sveinsson, f. 1950, d. 2006, Ingibjörg Gunnarsdóttir, f. 1960, d. 2015, og Karólína Gunnarsdóttir, f. 1958. Erling Garðar lauk sveins- prófi í rafvirkjun árið 1958, var sjómaður hjá Eimskip á árunum „Þarna kemur besti vinur minn,“ sagði pabbi á sjúkra- stofunni nokkrum dögum fyrir andlátið. Hann hélt áfram og sagði starfsfólkinu að við tveir gætum ekki án hvor annars verið. Það voru orð að sönnu. Pabbi minn var mikill fram- kvæmdamaður og hann náði yf- irleitt markmiðum sínum. Hann gafst ekki upp, hvorki gagnvart verkefnum sínum né ástvinum. Hann elskaði börnin sín og þegar á móti blés sleppti hann ekki af okkur hendinni. Ég reyndist honum nokkur áskor- un. Þegar verst lét í lífi mínu var hann til staðar og ég mun aldrei getað fullþakkað honum lífsbjörgina. „Þetta kemur allt saman,“ sagði pabbi iðulega og þetta endurtók hann þegar ekki sást til sólar í mínu lífi. Hann kom mér til manns þó að væri það nokkur barátta. Þannig var pabbi. Hann var einstaklega kærleiksríkur maður. Hann átti friðsælt andlát umvafinn nánustu ástvinum sínum. Þegar andlátið var stað- reynd minntist ég stefs úr ljóði Tómasar Guðmundssonar sem hann fór gjarnan með og lýsir honum mjög vel: Þú hafðir fagnað með gróandi grös- um og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Pabbi hafði glímt við lang- varandi veikindi og ég trúi því að hann hafi verið hvíldinni feg- inn. Ég uni honum hvíldarinnar en ég mun samt sakna hans. Pabbi vildi gefa og kenna. Þegar ég lagði við hlustir kenndi hann mér ótalmargt. Nú þegar hann er allur er minningin um hann mér hins vegar fyrst og fremst áminning um mikilvægi þess að ég sé til staðar fyrir mína nánustu og að ég lifi sem réttsýnn og heið- arlegur maður. Vinátta hans og kærleikur lifir sem ljós í huga mínum og hjarta og mun gefa mér styrk til að takast á við líf- ið af æðruleysi. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Jónas Garðar Erlingsson. Faðir okkar var rafveitu- stjóri Austurlands og var leið- andi í uppbyggingu samfélags- ins á Egilsstöðum. Hann var jafnaðarmaður og var m.a. odd- viti bæjarstjórnar fyrir Alþýðu- flokkinn á Egilsstöðum. Móðir okkar, Jóhanna Guðnadóttir, var ekki síður atorkusöm og hélt stórt heimili í húsi Raf- magnsveitunnar þar sem gesta- gangur var mikill. Þangað komu vinir og ættingjar, stjórnmálamenn og börn í heimabyggð og að sunnan. Sum börnin komu reyndar til lengri dvalar og voru í umsjá mömmu og pabba. Á Egilsstöðum voru allir í fjölskyldunni kenndir við Rarik: Jóhanna í Rarik, Irma og Rósa í Rarik, o.s.frv. Heim- ilið var hálfgert félagsheimili þar sem mikið var um að vera. Þaðan eigum við góðar minn- ingar um kærleiksríkt heimili og góða foreldra. Við lögðum hart að okkur við skíðaæfingar, oft í lyftulausum brekkum, og var faðir okkar óþreytandi þjálfari og áhuga- maður um velgengni okkar. Hann stóð fyrir uppbyggingu skíðasvæðisins í Fagradal og ók oft með okkur systkinin á skíði í Oddskarðið. Hann var jafnan fararstjóri okkar og annarra keppniskrakka að austan, hvort heldur sem haldið var norður á Andrésar And- arleikana eða í aðra landshluta á landsmót. Við kepptum líka í frjálsum, fótbolta og handbolta, enda var það pabba mikið kappsmál að við söfnuðum stig- um fyrir íþróttafélögin á svæð- inu. Hann sá líka til þess að við lærðum öll á hljóðfæri og skil- aði það sér í tónlistarferli eldri bræðra okkar. Gott er að minnast lengri og styttri ferðalaga um landið með pabba. Hann var mikill nátt- úruunnandi og naut sín hvergi betur en íslensku fjallaum- hverfi. Hann sagði oft að fjöllin hafi dregið sig heim frá Dan- mörku þar sem hann hafði menntað sig. Þegar hann fékk boð um að starfið á Egilsstöð- um fór hann úr mun betur launuðu starfi í Kaupmanna- höfn. Hann fræddi okkur um stað- hætti og náttúru Íslands, sagði okkur sögur um ábúendur bæja, miðlaði skemmtiefni úr öllum landsfjórðungum, kenndi okkur hvar væru helstu veð- urskil og um samspil jökla og veðurfars. Pabbi var náttúru- unnandi, en á sama tíma var hann líka virkjanasinni, enda starfaði hann að rafvæðingu og uppbyggingu hitaveitu á stórum landssvæðum. Pabbi var ekki orðinn tíu ára þegar hann byrjaði að skutla Alþýðublaði Hafnarfjarðarinn um lúgur í Hafnarfirði. Það lýs- ir eldmóði hans, en hann tók virkan þátt í pólitísku starfi allt sitt líf – jafnt á heimaslóðum, í Kaupmannahöfn og síðar frá Austurlandi og Stykkishólmi. Sigurrós Sveinsdóttir, föður- systir hans, var þar mikill áhrifavaldur og hann minntist hennar, vegna einstakrar góð- vildar og baráttuþreks. Hún var í framlínu íslenskr- ar jafnréttis- og verkalýðsbar- áttu í áratugi. Hann talaði um að hún lýsti veg hans og þegar litið er til baka má sjá að það voru orð að sönnu. Bæði brunnu þau fyrir bættum hag og öryggi aldraðra á efri árum. Ef einhverju þurfti að breyta, gekk pabbi í málin og lét ekki úrtölur eða óvinveittar aðstæð- ur draga úr sér. Hann var óþreytandi og óeigingjarn bar- áttumaður fyrir auknum jöfn- uði. Við systur og börn okkar munum minnast hans af mikilli hlýju og þakklæti. Irma Jóhanna og Rósa Guðrún. Erling Garðar tengdafaðir minn tók mér einstaklega vel frá fyrstu kynnum okkar, er Irma kynnti mig fyrir foreldr- um sínum. Hann var sérlega ljúfur maður, ræðinn, opinn fyrir öllu og algerlega fordóma- laus. Við deildum áhuga á bók- um og bóklestri. Ljóðin voru uppáhald Erlings og hann gat lygnt aftur augum og farið með helstu perlur eftirlætisskálda sinna, einkum Jóhannesar úr Kötlum. Síðar átti ég eftir að koma Erling af stað í golfíþróttinni, sem reyndist ávísun á ótal un- aðsstundir því hann unni úti- verunni, íþróttinni og félags- skapnum nánast frá fyrsta degi. Um tíma lagði hann næst- um nótt við dag á golfvöllunum. Honum tókst með ástundum og metnaði að verða prýðisgóður kylfingur, þó að hann kynntist íþróttinni seint, og ég minnist með hlýhug þeirra stunda sem við áttum saman á golfvöllun- um. Þegar dætur okkar, Gríma og Svanhildur, voru komnar til sögu kynntist ég afanum Er- lingi Garðari, barnelskum og mildum. Þau Jóhanna hlupu oft undir bagga við barnagæslu. Þá kom vel í ljós hvað Erling var í blóð borið að nálgast alla á jafningjagrundvelli, einnig barnungar dótturdætur. Hann virti skoðanir þeirra og vilja, og var örlátur á ástúðina. Hann var jafnaðarmaður eins og þeir gerast bestir og virti rétt barna jafnt sem full- orðinna og var reiðubúinn að berjast fyrir því að sá réttur yrði ævinlega virtur. Erling Garðar var glettinn maður og geðprúður, stundum dálítið stríðinn. Kátínan og lífs- gleðin gagnaðist honum vel í lífinu, líka þegar hann þurfti að glíma við erfiðleika og harm. Ég er þakklátur fyrir kynnin og rausnina sem Erling sýndi jafnan mér og mínum í öllum okkar samskiptum. Hans verð- ur sárt saknað. Vertu nú kært kvaddur, elskulegur. Geir Svansson. Elsku afi með bláu blíðlegu augun. Það var svo dýrmætt að fá að eiga með þér stund rétt áður en þú kvaddir í faðmi fjölskyld- unnar. Ég minnist þín sem ljúfs og góðs afa. Með stórt hjarta og stórt faðmlag. Afi var alltaf á ferðinni og við vorum mikið saman í bíl, sérstaklega á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Mörg góð samtöl áttu sér stað í þessum bílferðum. Við rifjuðum saman upp eina minnisstæða bílferð skömmu fyrir andlátið. Við vorum á leiðinni austur á Egilsstaði. Ég var lítil skotta nýkomin frá Danmörku og var að kynn- ast öllu þessu fólki sem við átt- um að. Frændur og frænkur, amma og afi sem ég hafði ekki hitt svo oft vegna áranna í Kaupmannahöfn. Nú var ferð- inni heitið til Egilsstaða að heimsækja ömmu og afa. Afi var vel undirbúinn með dýnu aftur í svo ég gæti hvílt mig á leiðinni. Hann notaði hvert tækifæri til að dekra við mig og ég ljómaði með munninn fullan af sælgæti. Við fórum síðan nokkrum sinnum þessa löngu leið saman. Þegar fór að bera á bílþreytu efndi afi til samkeppni, sá far- þegi sem var fyrstur að berja áfangastaðinn augum fékk ís að launum. Þessi leikur rifjast enn upp fyrir mér, svona kenndi afi okkur að lesa í landið og átta okkur á því hvar við vorum stödd. Elsku afi, takk fyrir að halda mér í faðminum þínum daginn áður en þú kvaddir. Ég mun alltaf varðveita þá minningu. Hneta Rós. Nú þegar Erling Garðar mágur minn er fallinn frá koma minningar í hugann. Ég var 15 ára er ég kynntist honum. Hafði ég orðið var við að systir mín og hann væru að skjóta sér saman. Njósnaárátta unglingsins fór að sjálfsögðu af stað og fékk ég rækilega staðfestingu. Skömmu síðar hittumst við. Hann heill- aði mig gersamlega, talaði við mig sem jafningja, sagði svo skemmtilega frá. Hann var um þær mundir í millilandasigling- um. Hafði komið til ótal staða og var nýkominn frá Rio de Ja- neiro. Frásagnir hans af þess- um ferðum voru svo skemmti- legar, litríkar og sannfærandi að unglingurinn ég varð frá mér numinn. Á þessum árum var það ekki algengt að ungt fólk færi til útlanda, en mikið langaði mig. Hugsaði sem svo hvort það myndi nokkurn tíma gerast. Erling Garðar, eða Gæi eins og við kölluðum hann, vann sér strax traust móður minnar og föður. Ekki aðeins það heldur sinnti hann ömmu minni Guð- rúnu í Holti af mikilli alúð og natni. Hann las fyrir hana næstum blinda og kom lífi í til- veru hennar og varð hún strax aðdáandi hans. Svo barst mér fregn um að ekkert yrði af samvistum Gæa og Jóhönnu. Man ég greinilega hvar ég var þegar mér barst þetta til eyrna. Það greip mikil angist. Skyldi ég missa hann Gæa. Allt fór þetta samt vel og var ég þakklátur Jóhönnu stóru systur minni og er það enn. Ég tók gleði mína aftur. Það var mikill kraftur í Gæa. Hann nam raf- virkjun og lét ekki staðar num- ið. Hann fór til Danmerkur í tæknifræðinám ásamt fjöl- skyldunni. Hann var jafnaðar- maður inn að beini og tók þátt í starfi ungra jafnaðarmanna þar og víðar, sem Ingvar Carlsson seinna forsætisráðherra Svía, minntist síðar. Er heim kom bjuggu þau hjón fyrst í Hafnar- firði. Hann var mikill og stoltur Hafnfirðingur og þar vildi hann helst búa, eðal „Gaflari“ ef svo má segja. Það varð hlutskipti þeirra hjóna starfs hans vegna að búa lengi á Egilsstöðum og í Stykkishólmi. Hann tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum á báðum stöðum með góðum ár- angri. Hann var líka í framboði til Alþingis fyrir Alþýðuflokk- inn í Austurlandskjördæmi. Er þau hjón bjuggu á Egilsstöðum reyndum við hjón að heim- sækja þau eins oft og fært var. Þangað var gott að koma, reyndar yndislegt. Móttökurn- ar voru alltaf með eindæmum. Jóhanna alltaf með veislumat og Gæi fór með okkur um alla nærliggjandi firði og miðlaði fróðleik. Á þeim ferðum er mér minnisstætt hve marga vini hann átti og alls staðar velkom- inn. Gæi var frumkvæðismaður og hvar sem hann beitti sér hafði hann áhrif. Hann naut virðingar og þakklætis þeirra er til þekkja. Í stórfjölskyld- unni var hann sem klettur. Þrátt fyrir gríðarlegt annríki hafði hann alltaf tíma, alltaf reiðubúinn að aðstoða, hjálpa. Dætur mínar eru þakklátar fyrir ráðleggingar er leitað var til hans um hans sérfræðisvið. Við hjónin erum þakklát fyrir frábær kynni. Ég hefi núna misst Gæa, sem ég óttaðist mest 15 ára gamall. Elsku Jóhanna systir mín og afkomendur hafa auðvitað misst mest og höfum við ríka samúð með þeim. Áreiðanlegt er að Erling Garðar Jónasson á góða heimvon. Karl Steinar Guðnason. Ég hef þekkt Erling Garðar alla mína tíð. Framan af var hann maðurinn hennar Jó- hönnu föðursystur minnar eða pabbi Tobba, Kalla, Irmu, Rósu og Jonna. Hann kenndi mér á skíði en í seinni tíð var hann mér haukur í horni. Það eru um tveir mánuðir síðan ég átti síðast erindi við Erling Garðar. Þá hafði ég ekki hitt hann í langan tíma. Það skipti engu máli, þegar ég leit- aði til hans, hvort sem það sneri að rafmagni, hitaveitu eða sveitarstjórnarmálum almennt, þá brást hann við hress og kát- ur. Hann gaf sér tíma til að ræða og aðstoða við úrlausn þeirra mála sem lágu fyrir. Hann var ráðagóður og fljótur að átta sig á kjarna málsins. Erling Garðar Jónasson ✝ Sigríður Krist-jánsdóttir fæddist 27. nóv- ember 1928 á Suð- ureyri við Súg- andafjörð. Hún lést á Elliheimilinu Grund 29. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristján Guðmundsson, f. 14.9. 1895, d. 19.9. 1965, og Sveinbjörg Elín Júlíusdóttir, f. 2.1. 1897, d. 16.1. 1971. Systkini Sigríðar: Esther Haf- liðadóttir (sammæðra), f. 1921, d. 2011, Unnur, f. 1923, d. 2015. Helgi, f. 1925, d. 2002. Karl, f. 1926, d. 1944. Marta, f. 1930, d. 2016. Dagrún, f. 1936, Sólveig, f. 1937, Karlotta, f. 1947 Sigríður giftist Þorleifi Hall- bertssyni 14.9. 1955, f. 27. apríl 1931, d. 27.10. 2010. Sigríður og Þorleifur eignuð- ust fjögur börn. 1) Kristján, f. 1952. Maki Kristín Kristjáns- dóttir. Þeirra börn: a) Sveinbjörg Erla, sambýlismaður Claus Skovmosen, barn hennar er Hrafnkell Már. b) Sigríður K. Maki Karsten Storm. Þeirra börn eru Kristján og Cornelius, og c) Guðmundur Unnar, sambýliskona hans er Jeanette Tand- rup. Sonur Krist- jáns er Ólafur Þórður. Maki er Guðrún Sólveig. Þeirra börn: Gabrí- el Óli, Margrét Líf og Hákon Dan. 2) Ingunn Margrét, f.1957. Maki Leó Pálsson. Þeirra börn: a) Þorleifur Fannar. Börn hans Óskar Leó, Ernir Ingi og Karl Ís- ar. b) Unnur Ósk. 3) Sigurbjörg, f. 1959. Maki Sölvi Bragason. Barn Sigurbjargar: a) Oddbjörg Kristjánsdóttir. Maki Ægir Örn Símonarson. Börn þeirra eru Sig- urbjörg Ósk og Guðmundur Örn. Barn Ægis: Stefán Kári. Barn Sölva: Rannveig Ósk 4) Sigþór, f. 1967. Maki Aðalheiður Gylfadótt- ir. Þeirra börn: a) Gylfi Þór, sam- býliskona Elísabet Albertsdóttir og barn þeirra Aron Mikael. b) Dagbjört Heiða. Útförin fer fram frá Digranes- kirkju í dag, 6. september 2018, klukkan 13. Elsku Sigga okkar, á kveðju- stund hvarflar hugurinn til baka. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur fækkað ört í okkar stóra systkinahópi sem áður taldi níu. Það var oft glatt á hjalla í Sandgerðinni, litla húsinu okkar á Suðureyri. Áttum við skemmtileg og ynd- isleg ár og það var gaman að alast upp í litla þorpinu okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Guð blessi þig og við þökkum samfylgdina. Þínar systur, Dagrún, Sólveig, Karlotta og Soffía. Sigríður Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.