Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Veður Nýjar vörur streyma inn Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Veltan af framleiðslu kvikmynda á Íslandi í fyrra var sú fjórða mesta undanfarinn ára- tug. Engu að síð- ur var veltan mun minni en 2016 sem er metár í þessari grein á Ís- landi. Fjallað var um mikinn samdrátt í erlendum kvik- myndaverkefnum hjá True North í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var. Sagði Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður True North, veltu fyrirtækisins hafa minnkað úr 5 milljörðum árið 2016 í 1 milljarð í fyrra. Stóraukinn fram- leiðslukostnaður á Íslandi vegna gengis- og launaþróunar ætti þátt í að hingað kæmu ekki lengur fjöl- menn tökulið vegna erlendra mynda. Þegar litið er á greinina í heild kemur hins vegar í ljós að síðasta ár var í heild með betri árum í fram- leiðslu kvikmynda. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Saga Film, segir meginskýringuna á sam- drætti milli áranna 2016 og 2017 vera þá að hingað komu ekki stór, erlend verkefni í fyrra. Árið 2016 sker sig úr „Árið 2016 var frábært í íslenskri kvikmyndagerð og sker sig hrein- lega úr. Því má spyrja hvort það sé rétta viðmiðunarárið,“ segir Hilmar. Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25% af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Spurður um þetta hlutfall bendir Hilmar á að slíkar endurgreiðslur hafi hækkað í samkeppnislöndum. „Það eru ekki aðeins endurgreiðsl- urnar sem þurfa að breytast. Við er- um fyrst og fremst að glíma við sterkt gengi. Það er enn áhugi á Ís- landi sem tökustað. Við erum með áhafnir sem eru fullkomlega færar um að sinna risaverkefnum. Endur- greiðslan er til staðar en krónan er of sterk fyrir þessi verkefni. Svo hafa samkeppnislönd, á borð við Írland, hækkað sínar endurgreiðslur. Við höfum spurnir af því að í Eystrasaltslöndunum er verið að hækka hlutfallið upp í jafnvel 35%. Ungverjar voru að hækka endur- greiðsluna og í Búlgaríu eru stjórn- völd að koma með nýtt styrkjaverk- efni. Þannig að samkeppnin er mjög hörð,“ segir Hilmar. Hefur næstum tvöfaldast Hann tekur undir með Leifi hjá True North að innlendur kostnaður hafi hækkað mikið á Íslandi. „Kostnaður við aðföng hefur hækkað gífurlega. Á tíu ára tímabili hefur kostnaðurinn næstum tvöfald- ast,“ segir Hilmar um þróunina. Hann bendir á að umfang verk- efna hjá Saga Film hafi aukist, sér- staklega í verkefnum fyrir sjónvarp. „Við seljum orðið mun meira efni á erlenda markaði en áður. Við þurfum að skila vandaðri vinnu og erum með stærri áhafnir en áður. Á sama tíma er Kvikmyndasjóður að leggja fram sömu upphæðir í krónum talið til framleiðslu sjónvarpsefnis og fyrir tíu árum. Þá er hlutfall sjónvarps- stöðva í framleiðslukostnaði svipað í krónum talið og fyrir 10 árum, eða eilítið hærra, en hlutfallslega er það orðið miklu, miklu lægra.“ Mikil tækifæri í sjónvarpinu Með þetta í huga telur Hilmar rétt að endurskoða innlendu styrkina. „Leiknar innlendar sjónvarps- þáttaraðir hafa notið velgengni er- lendis. Við gætum nefnt nokkrar. Við sjáum að okkar bíða nú mikil tæki- færi í Evrópu en sjónvarpssjóðurinn, sem er í eigu Kvikmyndasjóðs, er svo lítill og veikburða. Það mætti auka styrkina til innlendra verkefna og gefa þar hressilega í. Okkar bíður nú opinn gluggi til Evrópu,“ segir Hilm- ar og vísar til sóknarfæra í útflutn- ingi íslensks sjónvarpsefnis. „Það kom tilskipun frá ESB í apríl um að minnst 30% af efni hjá öllum veitum og útsendingaraðilum í Evrópu skyldu vera evrópsk. Sú breyting þýðir að það vantar efni á markaðinn. Þangað höfum við farið með litla álfamálið okkar, íslenskuna, og gert ótrúlega hluti,“ segir Hilmar um þessi tækifæri. Ísland á orðið í harðari samkeppni  Þrátt fyrir samdrátt frá metárinu 2016 var framleiðsla kvikmynda á Íslandi umfangsmikil í fyrra  Forstjóri Saga film segir nýjar kröfur ESB skapa tækifæri fyrir íslenskt sjónvarpsefni í Evrópu Framleiðsluvelta og erlend verkefnavelta Byggt á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu 2013-2017 20 16 12 8 4 0 milljarðar 30% 24% 18% 12% 6% 0% Framleiðsluvelta (milljarðar kr.)* Erlend verkefnavelta (milljarðar kr.)** Veltuhlutfall erlendra verkefna (%) Hlutfall endurgreiðslu af veltu (%) 2013 2014 2015 2016 2017 Heimildir: *Hagstofan. Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni. **www.kvikmyndamidstod.is/ kvikmyndasjodur/endurgreidslukerfi-kvikmynda/yfirlit-yfir-endurgreidslur-eftir-arum/ 15,0% 25,2% 15,7% 21,2% 18,4% 7,7% 10,2% 7,3% 7,6% 8,5% Hilmar Sigurðsson Veður víða um heim 5.9., kl. 18.00 Reykjavík 14 heiðskírt Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 10 rigning Ósló 18 skýjað Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 22 skúrir Brussel 23 þoka Dublin 18 skúrir Glasgow 16 skýjað London 19 alskýjað París 24 léttskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 22 léttskýjað Berlín 24 heiðskírt Vín 25 heiðskírt Moskva 23 heiðskírt Algarve 24 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað Róm 26 heiðskírt Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 24 skýjað New York 29 skýjað Chicago 28 heiðskírt Orlando 31 rigning  6. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:26 20:28 ÍSAFJÖRÐUR 6:25 20:38 SIGLUFJÖRÐUR 6:08 20:21 DJÚPIVOGUR 5:54 19:59 EÐUR KL. 12 Í DAG SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 10-18 SV-til og þykknar upp, en annars hægari og þurrt að kalla og birtir til fyrir norðan. Hiti 6 til 16 stig, veður fer hlýnandi fyrir norðan. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Það hversu langt þetta er frá eldissvæðinu staðfestir grun okkar um að lax sem sleppur getur ferðast langt. Við óttumst mjög að þetta sé aðeins forsmekkurinn að því sem kemur og að það fari að veiðast eld- isfiskar í öllum helstu laxveiðiám okkar,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiði- félaga. Staðfest hefur verið að laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá 31. ágúst sé eldislax. Sérfræðingar Hafrann- sóknastofnunar telja að hann hafi strokið beint úr eldi og af einhverj- um ástæðum leitað upp í Vatnsdalsá. Geta borist langt Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri í fiskeldi og fiskirækt hjá Hafrann- sóknastofnun, segir að laxar sem sleppi úr kvíum í síðbúnu stroki séu venjulega ráðvilltir og láti sig reka með straumum. Þeir geti borist mjög langt, allt að 1.000 kílómetra, áður en það detti í þá að fara upp í ár. Straumurinn með Norðurlandinu er í austur og getur það bent til þess að laxinn sé úr eldi á Vestfjörðum en Ragnar segir ekki hægt að staðfesta það, enn sem komið er. Hann segir að laxarnir fari helst upp í árnar þeg- ar þeir verði kynþroska. Það er ekki raunin með Vatnsdalsárlaxinn. Hann var ekki orðinn kynþroska. Samkvæmt upplýsingum á vef Hafró er óvenjulegt að ókynþroska fiskur gangi í ár og þekki sérfræðingar stofnunarinnar þess varla dæmi. Ragnar segir að gangan í ána geti stjórnast af fleiri þáttum en kyn- þroska. Hefur ekki áhrif á stofnana Laxinn er fjórði eldislaxinn sem staðfest er að hafi gengið upp í lax- veiðiár í sumar og haust. Tveir veiddust í ám við Ísafjarðardjúp, sá þriðji í Steingrímsfirði og Vatnsdals- árlaxinn er sá fjórði. Ef miðað er við að annar hver lax veiðist í ánum svarar þetta til átta laxa. Ragnar segir að laxinn sem gekk í Vatnsdalsá raski ekki forsendum áhættumats Hafró til varnar blönd- un eldislax við náttúrulega stofna. Einn lax og þótt þeir væru tveir sé langt undir þeim mörkum sem miðað er við í áhættumatslíkani stofnunar- innar. Þótt einn lax næði að hrygna í ánni myndi það ekki hafa neikvæð áhrif á stofninn sem fyrir er í ánni. Sömu sögu sé að segja um alla lax- ana fjóra. Mörkin séu sett við 4% af stofni árinnar. Jón Helgi bendir á að þetta gerist þótt sagt sé að engin stór slysaslepp- ing hafi orðið í laxeldinu í ár. Miklu fleiri laxar myndu hafa komið upp í árnar ef stór slepping hefði orðið. Þá bendir hann á að þótt einn og einn lax sé að fara upp í árnar núna sé verið að stækka eldið mikið og því sé ætlað að vera í mörg ár. Eldislöx- unum muni fjölga, gangi það eftir, og það ógni stofnum sem fyrir eru. „Við teljum að menn eigi ekki að vera með eldi á frjóum laxi hér við land, það er ekki forsvaranlegt vegna náttúrunn- ar,“ segir Jón Helgi. Óttast að sé forsmekkurinn  Staðfest að eldislax gekk upp í Vatnsdalsá  Innan marka áhættulíkans Hafró  Formaður veiðifélaga óttast að eldislax fari að veiðast í öllum helstu laxveiðiám Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Óvelkominn Hrognasekkir eldislax- ins úr Vatnsdalsá voru óþroskaðir. Tillaga stjórnar Arion banka um að greiða hluthöfum bankans tíu millj- arða króna í arð var samþykkt á hlut- hafafundi Arion sem var haldinn í höfuðstöðvum bankans í gær. Sam- kvæmt tilkynningu frá bankanum verður arðurinn greiddur hinn 28. september og jafngildir arðgreiðslan 5 krónum á hvern hlut. Á fundinum var einnig gerð breyt- ing á stjórn bankans og var Benedikt Gíslason kjörinn nýr stjórnarmaður. Auk Benedikts eru í stjórn Arion þau Eva Cederbalk, formaður, Brynjólfur Bjarnason, varaformaður, Herdís Dröfn Fjeldsted, Måns Hög- lund og Steinunn Kristín Þórðar- dóttir. Samþykkt var að fella út í heild sinni ákvæði til bráðabirgða í sam- þykktum sem felur í sér undanþágu frá ákvæðum samþykkta um boð- unarfrest til hluthafafunda. Sam- kvæmt ákvæðinu skyldi það falla nið- ur þegar hlutabréf yrðu tekin til viðskipta hjá Nasdaq Iceland. Hluthafar Arion fá 10 milljarða Á föstudag Suðaustan 10-18 m/s SV-til, en annars hægari. Skýjað og lítilsháttar rigning, en bjartviðri fyrir norðan. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-til.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.