Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fjaðrárgljúfursvegur er hættulegur
og þarfnast viðhalds hið bráðasta,
að mati Bryndísar Fanneyjar
Harðardóttur hjá bílaþjónustunni
Framrás í Vík í Mýrdal. Framrás
aðstoðar ökumenn sem lenda í vand-
ræðum og óhöppum. Starfsmenn
Framrásar hafa m.a. þurft að fara
að Fjaðrárgljúfri til að draga upp
bíla sem voru við það að velta út af
veginum.
„Vegkanturinn hefur sigið og
hallast ofan í skurð. Vegurinn er
orðinn svo kúptur á síðasta spel-
inum að gljúfrinu að bílar hafa
næstum oltið út af,“ sagði Bryndís.
„Þetta endar bara með ósköpum
verði ekkert gert til að laga veginn.“
Lagað fyrir veturinn
Vegagerðin ætlar að laga veginn
og bílaplanið við Fjaðrárgljúfur fyr-
ir veturinn. Ágúst Freyr Bjartmars-
son, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni
í Vík í Mýrdal, reiknar með að veg-
urinn verði lagaður í næsta mánuði.
Einnig á að stækka bílaplanið við
Fjaðrárgljúfur, þótt ekki sé pláss til
að stækka það mjög mikið. Búið er
að tryggja fjármagn í framkvæmd-
ina og verið að ganga frá leyfum til
efnistöku. Beðið er eftir því að verk-
takinn ljúki öðru verki áður en hann
fer í þetta.
Ágúst segir að bæta eigi efni ofan
á veginn og fylla upp í skurð sem nú
liggur alveg með brún vegarins.
Grafinn verður nýr skurður fjær
veginum.
„Við verðum að finna lausn með
stærra bílaplan. Þetta er orðið svo
yfirlestað. Það eru öll bílastæði
sprungin hjá okkur, alveg frá Selja-
landsfossi og austur úr,“ sagði
Ágúst.
Um 300.000 gestir á ári
Fanney Gunnarsdóttir, land-
vörður í Fjaðrárgljúfri, segir að að-
sóknin sé svo mikil og bílastæðið svo
lítið að ferðafólk leggi bílum sínum í
vegkantinum. Með því verði veg-
urinn bara einbreiður. Umferðar-
þunginn hefur valdið því að vegur-
inn hefur sigið og er farinn að
hallast í átt að skurðinum.
„Það er nauðsynlegt að laga veg-
inn fyrir veturinn því stundum verð-
ur hann svo klakaður. Ég sé fyrir
mér að verði þetta ekki lagað muni
margir enda ofan í skurði,“ sagði
Fanney. Hún segir að um 300.000
ferðamenn hafi komið í Fjaðrár-
gljúfur í fyrra. Aðeins hefur dregið
úr aðsókninni nú frá því sem hún
var um háannatímann. „En það er
stanslaus umferð hérna og allan vet-
urinn,“ sagði Fanney. Hún var
þarna við landvörslu í fyrrahaust og
segir að í desember hafi yfirleitt
alltaf verið 10-15 bílar á bílastæðinu.
Fjaðrárgljúfur er víðfræg og ein-
staklega fögur náttúrusmíð. Frægð-
in kann m.a. að stafa af því að Justin
Bieber lagði leið sína þangað við
gerð tónlistarmyndbands, sem naut
mikils áhorfs. Eins hefur fjöldi
mynda úr gljúfrinu birst á ýmsum
samfélagsmiðlum og myndasíðum
frá Íslandi.
Vegurinn við Fjaðrár-
gljúfur verður lagaður
Vegurinn er að sligast vegna umferðar Bílar hafa
næstum oltið Um 300.000 heimsóttu gljúfrið í fyrra
Ljósmynd/Bryndís Fanney Harðardóttir
Slæmur vegur Vegbrúnin hefur sigið. Aðstoð þurfti svo þessi bíll ylti ekki.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Á þeim áratugum sem MS hefur
notað köttinn KLÓA til auðkenning-
ar á kókómjólk hefur fyrirtækið
skapað auðkenninu markaðsfestu og
áunnið því viðskiptavild. MS telur
því einnig að notkun Borgar á auð-
kenninu feli í sér óréttmæta við-
skiptahætti sem séu til þess fallnir
að afla félaginu viðskipta með ótil-
hlýðilegum hætti á kostnað ára-
langrar markaðssetningar MS,“ seg-
ir í bréfi sem Mjólkursamsalan, MS,
hefur sent Borg brugghúsi þar sem
farið er fram á að brugghúsið láti af
notkun á auðkenninu KLÓI í starf-
semi sinni.
Borg brugghús, sem verið hefur í
fararbroddi handverksbrugghúsa á
Íslandi síðustu ár, sendi í sumar frá
sér nýjan bjór sem bar nafnið KLÓI
kókó porter. Var þar um að ræða
súkkulaði-porter sem innihélt
súkkulaðihismi frá Omnom og mælt-
ist bjórinn vel fyrir. Hann var aðeins
til sölu í takmarkaðan tíma á börum
og veitingastöðum.
Forvarsmenn Mjólkursamsölunn-
ar eru ósáttir við nafngift bjórsins
eins og fram kemur í um-
ræddu bréfi, sem ritað er
af Huldu Árnadóttur, lög-
manni hjá Lex lögmanns-
stofu. Í bréfinu er þess ósk-
að að staðfest verði innan 15
daga frá dagsetningu þess að
látið hafi verið af notk-
un auðkennisins KLÓI
eða lausn fundin á mál-
inu. „Verði ekki við
þessu orðið á MS þann
kost einan að leita réttar
síns fyrir viðeigandi
stjórnvöldum eða dóm-
stólum landsins,“ seg-
ir í bréfinu.
„Notkun Borgar á
auðkenninu
KLÓI felur
í sér aug-
ljósa tilvís-
un í kókó-
mjólk og
köttinn
KLÓA, sem
meðal annars
má glöggt ráða
af litanotkun
á orðinu
KLÓI en ein-
kennislitir kattarins KLÓA eru
bleikur og gulur,“ segir ennfremur.
Hætta sé á ruglingi og þau hughrif
gætu skapast hjá neytendum að
tengsl séu á milli kókómjólkur og
bjórtegundarinnar.
Árni Theodór Long, bruggmeist-
ari hjá Borg, kveðst furða sig á upp-
hlaupi MS. „Jú, við fengum einhvern
svona póst. Ég var nú alveg búinn að
gleyma þessu súkkulaðimjólkur-
dæmi – ég var líka alltaf meiri
Kappa-maður. Svo er ég litblindur í
þokkabót. Þetta er þá annars ekki í
fyrsta skipti sem köttur er að þvæl-
ast í nágrannahúsum í Reykjavík.
Klói sló allavega í gegn og seldist
upp á örfáum dögum. Maður er ann-
ars mest að undirbúa jólabjórinn
núna og lítið að spá í þetta. Við mun-
um brugga fjórar tegundir fyrir
þessi jól og ein þeirra gengur einmitt
undir nafninu Skyr.is-gámur þessa
dagana.“
Telja illa vegið að Klóa og kókómjólk
Vörumerkjadeila Sitt er hvað, Klói og Klói kókó porter.
Mjólkursamsalan hótar Borg brugghúsi lögsókn vegna notkunar á vörumerkinu Klóa Vísa til ára-
tuga markaðssetningar á kettinum og einkennislitum hans Bruggmeistari furðar sig á upphlaupinu
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES,
birtir að öllu óbreyttu ráðgjöf um
veiðar næsta árs á makríl, norsk-ís-
lenskri síld og kolmunna á föstudag.
Nú hafa samtök útgerðarmanna,
uppsjávarfyrirtækja, sjómanna og
fleiri samtök í Noregi hins vegar far-
ið fram á það að hafrannsóknastofn-
un Noregs beiti sér fyrir því að ekki
verði tilkynnt um makrílráðgjöf á
föstudag.
Í bréfi samtakanna segir að ráð-
gjöf myndi ekki byggjast á traustum
grunni og óvissa sé um stofnstærð.
Þrír óvissuþættir eru nefndir sér-
staklega; niðurstöður tengdar merk-
ingum Norðmanna á makríl, líkana-
útreikningar á stofnstærð og að
mikil óvissa sé tengd togleiðangri í
Norðurhöfum. Varðandi síðast-
nefnda atriðið þá voru niðurstöður
sameiginlegs uppsjávarleiðangurs
Íslendinga, Grænlendinga, Færey-
inga, Norðmanna og Dana í sumar til
að meta magn makríls og fleiri upp-
sjávarfiska í NA-Atlantshafi m.a.
þær að lífmassi makríls var metinn
6,2 milljónir tonna sem er 40% lækk-
un frá árinu 2017 og 30% lægri en
meðaltal síðustu fimm ára.
Óttast mikla niðursveiflu
„Við óttumst mikla niðursveiflu í
ráðgjöfinni. Náttúran breytist ekki
eins hratt og rannsóknir gera núna,“
er haft eftir Kristian Sandtorv, vara-
formanni samtaka uppsjávarfyrir-
tækja, í Fiskaren. Erfitt sé að búa
við óvissu og gríðarlegar sveiflur.
Bent hefur verið á að sambærileg
staða hafi komið upp árið 2014 þegar
ICES byggði ráðgjöf sína á meðal-
tali þriggja ára á undan.
Vilja ekki að makríl-
ráðgjöf verði birt
Norsk samtök segja óvissuna mikla
Makríll Óvissa er sögð um stofnstærð.
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði
sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina
má flest allt um ástand bílsins og gæði.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.