Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Gaman Þetta er ungt og leikur sér, gæti einhver hafa sagt sem sá unga fólkið skemmta sér í Hafnarfjarðarhöfn, þar sem það lék sér að því að stökkva í sjóinn af bátum sem lágu við höfnina. Eggert Nýlega var tilkynnt um sölu á íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Með sölunni er staðfest að sérfræð- ingar í stærsta og hraðast vaxandi af- þreyingariðnaði ver- aldar telja að hugvit sem var byggt upp al- farið á Íslandi sé allt að 46 milljarða króna virði. Þeirri staðreynd út af fyrir sig ber að fagna. Til að setja kaupverðið í samhengi væri hægt að kaupa 900 glænýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu fyrir þessa upphæð eða 20 nýja togara í flotann en salan er sú stærsta á há- tæknifyrirtæki í sögu Íslands. En hvað gerir CCP svona merki- legt? Í sögu fyrirtækisins leynast ýmsar áhugaverðar staðreyndir. Upphaf og vöxtur  CCP var stofnað af nokkrum vinum sem höfðu lítil sem engin tengsl við alþjóðlega leikjaiðnaðinn.  Fyrsta verkefnið sem stofnend- urnir réðust í var að búa til Hættu- spilið sem seldist í meira en 10 þús- und eintökum. Hagnaðurinn af spilinu var síðan notaður til að hefja þróun á tölvuleiknum EVE Online.  Reksturinn var lengi vel mikið hark og var t.d. ekki hægt að greiða laun starfsmanna í nokkra mánuði þegar fyrirtækið var ungt.  EVE Online var þrjú ár í for- framleiðslu og önnur þrjú í fram- leiðslu og kom leikurinn út 6. maí 2003.  Áskrifendahópur EVE jókst síðan stöðugum skrefum og sex ár- um eftir útgáfu leiksins var EVE Online með fjölmennara hagkerfi en Ísland.  Það gekk á ýmsu við að koma getu fyrirtækisins á þann stað að halda utan um svo stórt hagkerfi og árið 2005 þurfti fyrirtækið til að mynda að fá undan- þágu frá Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, til að flytja út tölvubúnað sem hafði aldrei verið notaður af óbreyttum borgurum en var nauð- synlegur til að geta eflt netþjóna og gagna- grunn fyrirtækisins.  Í dag hafa yfir 8 milljón sálir spilað þetta íslenska hugverk.  Íslensk fingraför eru sjáanleg víða í leiknum, bæði í nöfnum á geim- skipum og stjörnukerfum en einnig kröftuglega í þeirri staðreynd að gjaldmiðillinn sem spilararnir nota heitir ISK.  Í dag þjónustar CCP fleiri við- skiptavini en sem nemur öllum Ís- lendingum í hverjum mánuði.  EVE Online hefur á 15 árum aflað meira en 700 milljóna dollara í erlendum gjaldeyri beint inn í ís- lenskt hagkerfi eða 77 milljarða kr. m.v. gengi dagsins í dag. Bent hefur verið á að þetta sé ein besta ávöxtun á kílóvattstund sem finnst í hagkerf- inu þar sem framleiðsla leiksins gengur að mjög takmörkuðu leyti á endanlegar náttúruauðlindir og byggir þekkingarmargfaldara á meðan.  CCP hefur einnig reynst mikil landkynning fyrir Ísland enda er leikurinn vel þekktur í tölvuleikja- iðnaðinum sem er orðinn stærri en kvikmyndaiðnaðurinn og tónlistar- iðnaðurinn til samans. Sem dæmi um þetta má nefna að MoMA-safnið í Bandaríkjunum tók leikinn inn sem hluta af „permanent collection“ safni sínu árið 2013 sem ómetanlegt menningarframlag Íslendinga til veraldarinnar. Rannsóknarstarf og þekkingaruppbygging Hagkerfið í EVE Online er talið vera algjör fjársjóðskista af gögnum og fær CCP í hverri viku beiðnir frá helstu rannsóknarstofnunum heims, líkt og Oxford og Harvard, um að komast í gagnasettið til að gera rannsóknir sem varða hegðun, hag- rannsóknir, markaðsrannsóknir eða félagsvísindarannsóknir. Ástæðan fyrir þessum ítrekuðu beiðnum er að EVE Online er talið vera gríðarlega skilvirk eftirlíking af raunhagkerfum vegna þess frelsis sem leikmenn fá í leiknum til að taka ákvarðanir og byggja upp verðmæti og mynda samstarfseiningar. Út úr rannsóknum á gögnum úr leiknum hafa komið ýmsar áhuga- verðar niðurstöður. Bandarískur prófessor í félagsvísindum komst t.d. að því að fólk hegðar sér öðruvísi eftir því hvort kynið það velur að spila í leiknum þar sem áhættuspil- un og árásarhneigð eykst hjá þeim sem velja að spila sem karlmenn og öfugt fyrir þá sem velja að spila kvenkyns karaktera. Þá hafa stærri rannsóknarverk- efni farið dýpra, en með Project Discovery var próteinatlas mannsins kortlagður með hjálp spilara í leikn- um. Þetta var gert þannig að CCP hóf samstarf með sænsku líftækni- fyrirtæki og bjó til leik sem notaðist við raunmyndir af próteinum og þurftu leikmenn að myndgreina til þess að fá verðlaun í leiknum. Þessi vinna leikmanna var notuð til þess að smíða reiknirit (e. algorithm) til að geta greint betur prótein- uppbyggingu mannsins. Þetta reyndist vera svo mikið afrek að 9. september sl. var EVE Online á for- síðu Nature Biotechnology, elsta og þekktasta vísindatímarits í heimi. Næsta Project Discovery- rannsóknarverkefnið er nú þegar komið í gang en þar eru leikmenn EVE að leita að plánetum þar sem mannlegt líf kunni að þrífast. Þetta gera leikmenn með því að greina myndgögn úr stjörnusjónauka til þess að freista þess að sjá ljós- mynstur sem einkenna plánetur á sporbaug um stjörnur. Verkefnið er samstarfsverkefni fjölda aðila, s.s. Háskólans í Reykjavík, Háskólans í Genf og ýmissa stofnana Evrópu- sambandsins og hefur hlotið Horizon 2020-styrk. Mikilvæg þekkingar- uppbygging á Íslandi CCP hefur lagt mikla áherslu á að efla tæknikunnáttu á Íslandi og tók fyrirtækið meðal annars þátt í því að styðja við Microbit-verkefnið til að efla forritunarþekkingu grunn- skólanema. CCP greiðir einnig fyrir stöðu í Háskólanum í Reykjavík til að efla þar kennslu í hátækni ásamt því að eiga í margvíslegu samstarfi við Háskóla Íslands. Með nýjum höf- uðstöðvum á háskólasvæðinu er stefnt að því að auka samstarfið enn frekar. Mikilvægasta framlag CCP til þekkingaruppbyggingar á Íslandi er þó líklegast þekkingin sem starfs- menn fyrirtækisins hljóta en fyrr- verandi og núverandi starfsmenn CCP hafa stofnað tugi nýsköpunar- fyrirtækja á undanförnum árum. CCP byggði líka upp mikla þekk- ingu í þróun á sýndarveruleika- lausnum. Þekkingin var orðin svo mikil að stærstu skjákortaframleið- endur heims, AMD og Nvidia, sendu teymi til Íslands til að fá ráðgjöf hjá fyrirtækinu um hvernig ætti að smíða næstu kynslóð skjákorta. Nú- verandi kynslóð skjákorta sem keyr- ir tölvur í dag er því hönnuð með ráð- gjöf frá CCP. Geta CCP við að búa til sýndar- veruleikaefni var óumdeild enda leit- uðust öll helstu fyrirtæki í heimi sem voru að smíða sýndarveruleikagler- augu eftir því að fá vörur frá CCP til að gefa út með gleraugum sínum, t.a.m. Google og Facebook/Occulus. Við þróun á sýndarveruleika braut CCP niður marga veggi og fékk t.d. þjú einkaleyfi við þróun á síðustu vöru sinni á þessu sviði, E- íþróttaleiknum Sparc. Margir fyrrverandi starfsmenn CCP hafa verið ráðnir til stærstu tæknifyrirtækja í heimi, t.d. Google, Facebook og Microsoft, eftir störf hjá CCP og síðan snúið aftur til Ís- lands með mikilvæga þekkingu fyrir hagkerfið. Uppbyggingin heldur áfram Saga CCP er ansi löng, ströng og skrautleg en hún hefur leitt til þess að orðið hafa til mikil verðmæti í ís- lenska hagkerfinu. Uppbygging á fyrirtækinu mun halda áfram í Reykjavík og CCP heldur áfram að stuðla að þekkingaraukningu á Ís- landi ásamt því að bjóða áhugaverð störf og krefjandi alþjóðlegar áskor- anir. Vísar eru nú þegar komnir að mörgum efnilegum leikjafyrir- tækjum sem eru í vexti, en sama dag og CCP var selt fékk eitt þeirra, sem stýrt er af fyrrverandi fram- kvæmdastjóra CCP, nokkur hundr- uð milljónir króna í fjárfestingu frá einu stærsta fyrirtæki í heimi og er sú saga ekkert einsdæmi. Ég vil að sonur minn sem er sjö ára í dag hafi fjölbreytt val um spennandi alþjóðleg störf á Íslandi þegar hann vex úr grasi. Til þess að það geti gerst þarf að stuðla að upp- byggingu á öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi á Íslandi og efla menntun á sviði hátækni og hug- verka en slíkt er hagur allra Íslend- inga. Tryggjum saman að það verði til fleiri fyrirtæki eins og CCP á Ís- landi og að þau geti vaxið og dafnað hér. Eftir Tryggva Hjaltason »EVE Online hefur á 15 árum þénað meira en 700 milljónir dollara í erlendum gjaldeyri sem hafa farið beint inn í íslenskt hagkerfi, eða 77 milljarða kr. m.v. gengi dagsins í dag. Tryggvi Hjaltason Höfundur er formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður CCP. Vissir þú þetta um CCP?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.