Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 69

Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Olíumálverkin á sýningunni Minnig um lit, sem Erla S. Haraldsdóttir myndlistarmaður opnar kl. 17 í dag í Galleríi Gróttu eru öll abstrakt og af allt öðrum toga en hún hefur áður sýnt opinberlega hér á landi. Og hef- ur hún þó á umliðnum árum haldið hér nokkrar sýningar sem og víða í útlöndum, til dæmis í Berlín þar sem hún býr og er með vinnustofu. „Sýningin samanstendur af tutt- ugu verkum, sem ég hef verið að vinna að undanfarin ár. Ég er svolítið að leika mér með olíulitinn, sem er mjög efniskenndur, eða físískur, ef svo má segja,“ segir Erla og lýsir nánar: „Olíumálning er hvort tveggja þung og þykk, tekur langan tíma að þorna og oft er ómögulegt að segja hvernig niðurstaðan verður á strig- anum. Maður hefur ekki fullkomna stjórn og er eiginlega í stöðugum „díalók“ við efnið á sama tíma og ég leitast við að nýta eiginleika málning- arinnar til að skapa rými, ljós og skugga.“ Að sögn Erlu eru aðferðafræðin og ferlið sjálft lykilþættirnir í verkunum á sýningunni. Málverkin eru misstór, þau minnstu 20 x 20 og stærstu 50 x 30. Erla lauk við sjö þeirra í hitti- fyrra og sýndi í Dómkirkjunni í Lundi og Galleríi Konstepidemin í Gautaborg ásamt stórum, fígúratíf- um verkum. Hin hafa ekki áður kom- ið fyrir almenningssjónir. „Ekki mynd af neinu“ „Sum verkanna hef ég verið að byggja upp í tvö ár. Ég mála kannski smávegis á hverjum degi, leyfi máln- ingunni að þorna, mála aftur og end- urtek leikinn þar til ég er orðin ánægð. Fyrir vikið verða verkin marglaga, þykk og þung, og þegar þau eru komin í volduga blindramma líkjast þau jafnvel frekar skúlptúrum en málverkum.“ Aðferðin er ný af nálinni hvað Erlu varðar að minnsta kosti og í rauninni eru málverkin „ekki mynd af neinu“ eins og hún segir brosandi. „Alls kon- Marglaga minningar  Erla S. Haraldsdóttir myndlistarmaður sýnir abstraktmálverk í Galleríi Gróttu  Nýtir eiginleika olíumálningarinnar til að skapa rými, ljós og skugga í verkum sínum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ar litir á striga, sem áhorfandinn túlkar á sinn hátt. Fyrir mér fólst ákveðið frelsi í að vinna þessi verk, þau eiga sér engar fyrirmyndir því ég var ekki að reyna að herma eftir einhverju öðru. Stundum leik ég mér að því að mála með litum sem mér finnast ljótir. Ég er ekki endilega að reyna að mála alveg ofboðslega flotta mynd, heldur gera tilraunir – og þær mega líka vera mistök.“ Að þessu sögðu er Erla spurð hvort sjálfri finnist henni málverkin sín ekki flott. „Jú, jú, þau verða ein- hvern veginn alveg óvart flott,“ svar- ar hún hlæjandi. Tilraunir með liti hafa verið henni sérstaklega hug- leiknar allar götur frá því hún tók aftur að fást við málverkið fyrir tæp- um áratug eftir margra ára hvíld. „Stundum þegar ég er búin að blanda lit til að mála lauf, svo dæmi sé tekið, eða annað smáatriði í hlut- bundnu málverki, sé ég að akkúrat sama blanda hentar í abstrakt- málverkið.“ Þannig bregða litirnir sér á milli hlutbundinna og óhlutbundinna verka Erlu, en bæði listformin segir hún innblásin af dramatíkinni í veðr- inu og náttúrunni og tilfinningum í bland. Grunnurinn í málverkinu Málverkið er bakgrunnur Erlu, sem nam myndlist á sínum tíma við Konunglega listaháskólann í Stokk- hólmi, Listaháskólann í Valand í Gautaborg og San Francisco Art Institute. Þegar henni var boðið að taka þátt í vinnustofu í Künstlerhaus Bethanien í Berlín fyrir allmörgum árum hreifst hún svo af borginni að hún ílentist þar. „Í Berlín er af- skaplega skapandi og frjálslegt um- hverfi fyrir listamenn, ódýrt og nóg pláss fyrir alla og list þeirra líka,“ segir Erla. Á tímabilinu þegar hún sagði að mestu skilið við málverkið áttu hreyfimyndir, myndbands- og ljós- myndaverk mest upp á pallborðið hjá henni. „Ég var orðin leið á að sitja alltaf við tölvuna, vildi fara að nota hendurnar aftur og mála myndir. Hins vegar tek ég ennþá mikið af ljósmyndum og hef gaman af.“ Spurð hvað sé helst á döfinni nefn- ir hún sýningu í Listasafni Reykja- ness næsta vor þar sem uppistaðan verður mannamyndir með suðurafr- ísku mynstri í bakgrunni. „Undan- farið hef ég verið að mála eftir göml- um myndum af ömmu minni og konum í fjölskyldunni upp úr alda- mótunum 1900. Þar sem þær voru yf- irleitt í peysufötum fór ég að velta fyrir mér hugtakinu sjálfsvitund þjóðar og um leið mynstrum sem til- heyra ákveðnum ættbálkum í Suður- Afríku. Hugmyndin að tefla þessu saman kviknaði vegna þess að eigin- maður minn er í doktorsnámi í suðurafrískri listasögu og við erum einmitt að fara þangað til þriggja mánaða dvalar eftir jólin,“ segir Erla. Tilraunir hennar halda áfram að taka á sig ýmsar myndir. Samspil Verk Erlu S. Har- aldsdóttur á sýningunni spegla samspil minninga, tilfinninga og skynjunar. Sverrir Jakobsson, prófessor í mið- aldasögu við Háskóla Íslands, held- ur fyrirlestur hjá Miðaldastofu Há- skóla Íslands í dag kl. 16.30 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Hvernig skal Krist kenna? Nútímasagnaritun um forna sögu. Fyrir fáeinum vikum kom út bók Sverris, Kristur – Saga hug- myndar, en í henni fjallar hann um upphaf rótgróinna hugmynda um Krist, hvernig þær mótuðust og af hverju þær eru svo eðlisólíkar. Um fyrirlesturinn segir m.a. í til- kynningu: „Saga Jesú er mikil- vægur hluti af menningu kristinna manna og hefur verið það í tæplega 2.000 ár. Samfélag nútímans hvílir hins vegar í æ ríkari mæli á öðrum gildum og hugmyndum en hinum kristnu. Hvernig er hægt að segja þessa fornu sögu með nýjum hætti í upphafi 21. aldar? Er hægt að fjalla um sögu kristni á öðrum forsendum en trúarlegum? Hvernig getur sagnfræðingur nálgast á hlutlausan hátt persónu sem margir líta á sem guð og hefur mótað líf flestra sem kennivald og fyrirmynd?“ Prófessor Sverrir Jakobsson. Spyr hvernig skuli Krist kenna Arnar Eggert Thoroddsen, að- júnkt við Háskóla Íslands og dægurtónlistarfræðingur, flytur tölu um samfélag dægurtónlistar- manna á Íslandi í Hljóðbergi í Hannesarholti sem byggð er á doktorsritgerð hans um sama efni. Arnar mun fjalla um ein- staka virkni hins íslenska dægur- tónlistarsamfélags. Ritgerðin byggist á tugum viðtala Arnars sem og reynslu af skrifum um tónlist sem blaðamaður á Morg- unblaðinu. Arnar er með BA gráðu í fé- lagsfræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu frá Edinborgarhá- skóla þar sem hann mun verja doktorsritgerð sína í haust. Arnar hefur um- sjón með fjöl- miðlafræðinámi við HÍ á BA stigi og hefur staðið fyrir ýms- um viðburðum tengdum dægur- tónlistarfræðum á þeim vett- vangi. Hann er höfundur þriggja bóka um dægurtónlist og er að skrifa þá fjórðu fyrir erlent for- lag. Af samfélagi dægurtónlistarmanna Arnar Eggert Thoroddsen Enska leikkonan Judi Dench er ósátt við að vini hennar, leikar- anum Kevin Spa- cey, hafi verið skipt út fyrir annan leikara í kvikmyndinni All the Money in the World. Sagði hún það óverjandi, burtséð frá því hvað Spacey hefði gert af sér. Spacey hefur verið sakaður um kynferðis- lega áreitni af fjölda manns en hann hefur neitað allri sök. Ridley Scott, leikstjóri kvikmyndarinnar, fékk Christopher Plummer til að taka að sér hlutverk Spaceys. Kemur vini sínum Spacey til varnar Judi Dench Nýjasta verk hins margfræga myndlistarmanns Davids Hockneys var afhjúpað í gær en það er kirkju- gluggi sem hann hannaði í iPad- spjaldtölvu sinni fyrir Westminster Abbey í Lundúnum. Eins og við mátti búast er glugginn litríkur og sýnir m.a. bláan himin, rauðleitan göngustíg og rósarunna. Verkið var pantað hjá Hockney til að fagna langri valdasetu Elísabetar II. Eng- landsdrottningar. Hockney hannaði kirkjuglugga í iPad AFP Sáttur Hockney við gluggann góða. ICQC 2018-20 ÚSI UTH N Opið virka daga kl. 11-18, lokað laugardaga í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Vinsælu vörurnar frá Klippan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.