Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samkvæmt áætlun um aflamagn ís- lenskra skipa árið 2019 má gera ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs af veiði- gjaldi, að teknu tilliti til frí- tekjumarks, muni nema rúmlega sjö milljörðum króna. Þetta kemur fram í skýringum á ákvæði til bráðabirgða með nýju veiðigjaldafrumvarpi, en í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar sem kalla á söfnun og vinnslu upplýsinga til ákvörðunar veiðigjalds og nokkurn undirbúning í stjórnsýslunni. Næmt fyrir afkomu fiskveiða Í greinargerð með frumvarpinu segir: „Með frumvarpi þessu er lagt til að veiðigjaldið verði næmt fyrir af- komu fiskveiða hverju sinni. Vegna sterks gengis krónunnar og óhag- stæðrar þróunar þeirra þátta sem myndað hafa reiknigrunn veiðigjalds, m.a. olíu og launa, er útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi drag- ist saman á næstu árum og verði um 6–8 milljarðar kr. á ári næstu þrjú ár- in. Af þessum þáttum hefur gengi krónunnar hvað mesta þýðingu um þróun veiðigjalds.“ Í frumvarpinu eru talin upp eftir- farandi meginatriði: Nýr reiknistofn veiðigjalds sem verði byggður á af- komu við veiðar hvers nytjastofns, veiðigjald verði 33% af reiknistofni, reglur um frítekjumark veiðigjalds verði óbreyttar, veiðigjald verði ákveðið fyrir almanaksár, stjórnsýslu veiðigjalds verði breytt og dregið verði úr töf við meðferð upplýsinga. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er lagt til að hagnaður af fisk- vinnslu komi ekki til útreiknings veiðigjalds líkt og verið hefur, þar sem fiskvinnslan sé ekki hluti af auð- lindanýtingu. Ef gildandi lög, sem renna út um áramót, væru framlengd óbreytt yrði stuðst við skýrslu Hagstofunnar vegna ársins 2016 til ákvörðunar gjalda fiskveiðiársins 2018–2019. Með þeirri aðferð sem lögð er til með frumvarpinu minnka þessar tafir um átta mánuði, segir í greinargerð. Frumgögn í stað hagtalna Meðal annars er lagt til að embætti ríkisskattstjóra hafi með höndum út- reikning reiknistofns veiðigjalds og geri tillögu til ráðherra um upphæð veiðigjalds komandi almanaksárs. Lagt er til að byggt verði á frum- gögnum frá rekstraraðilum, en ekki stuðst við hagtölur eins og áður. Lagt er til að veiðigjaldsnefnd verði lögð niður, embætti ríkisskattstjóra taki við stórum hluta verkefna hennar og áfram verði gert ráð fyrir því að Hag- stofa Íslands safni og birti sérstakar upplýsingar um hag veiða og vinnslu. Verkefni Fiskistofu samkvæmt lög- unum verði lítið breytt. Fram kemur í greinargerð að afla- verðmæti hvers nytjastofns fyrir hvert fiskiskip muni byggjast á upp- lýsingum sem tíundaðar verða í greinargerð um aflaverðmæti og rekstrarkostnað sem fylgir skatt- framtölum rekstraraðila í sjávar- útvegi. „Sérstakrar ákvörðunar er þörf um meðhöndlun vinnsluskipa vegna vinnslu afla um borð og á grundvelli lauslegs samanburðar við afkomu við veiðar á óunnum afla er lagt til að skráð aflaverðmæti frysts afla verði lækkað um 10%. Að auki er lagt til að verðmæti alls uppsjávarafla verði hækkað um 10% í þessum reikn- ingum þar sem fyrirliggjandi gögn um aflaverðmæti botnfisksafla og uppsjávarafla eru ekki að öllu leyti sambærileg vegna ólíkra aðstæðna sem uppi eru bæði við veiðar og vinnslu þeirra tegunda sem um ræð- ir....“ segir í greinargerðinni. Margir þættir ráða ákvörðunum Í kafla í greinargerð um mat á áhrifum lagasetningar er sérstaklega vikið að mikilvægi sjávarútvegs í verðmætasköpun þjóðarinnar og fjöl- breytni greinarinnar. Þar segir með- al annars: „Í þjóðfélagsumræðu heyrist oft að fyrirkomulag framseljanlegra afla- hlutdeilda sem tekið var upp fyrir rúmum aldarfjórðungi hafi leyst úr böndum sem næst sjálfkrafa þróun til samruna og samþjöppunar í sjáv- arútvegi. Því til sannindamerkis er bent á atriði eins og að við upphaf fiskveiðrsins 2017–2018 hafi nærri 90% aflamarks verið í handhöfn 50 útgerðaraðila (87,8%) samkvæmt töl- um Fiskistofu. Á síðustu árum hefur því með líkum hætti verið haldið fram að veiðigjöld geti hraðað eða ýtt undir þessa þróun og þannig leitt til frekari fækkunar sjávarútvegsfyr- irtækja. Varast ber að draga of sterkar ályktanir í þessu sambandi. Ákvarð- anir í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja ráðast af fjölmörgum þáttum, svo sem möguleikum á ávöxtun fjármuna í öðrum greinum atvinnulífsins, al- mennri þróun efnahagsmála o.fl. Má að auki nefna þætti eins og auðveld- ari viðskipti með fisk milli landshluta með tilkomu fiskmarkaða og bætta flutningsþjónustu. Þá má geta atriða eins og hertra krafna af hendi mark- aðarins um afhendingaröryggi og einsleitni sem geta orðið til þess að smærri fyrirtæki eigi fremur á bratt- ann að sækja. Mikil framleiðniaukning hefur raunar orðið í bæði veiðum og fisk- vinnslu undanfarna áratugi. Með því víkur sjávarútvegur frá flestum öðr- um atvinnugreinum hérlendis en árið 2014 áleit efnahagssvið Samtaka at- vinnulífsins að framleiðni hefði tvö- faldast í greininni frá árinu 1997 (www.sa.is; frétt 7. október 2014). Þetta er samtímis því að bendingar eru um að framleiðni vinnuafls hér á landi sé um 20% lægri en í helstu ná- grannalöndum ef frá er greindur sjávarútvegur (Skýrsla McKinsey 2014: Charting a Growth Path for Iceland).“ Verulegt skattaspor Og ennfremur segir í greinargerð- inni: „Við mat á áhrifum veiðigjalda verður að athuga að íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi, m.a. lax og tilapíu, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmark- aðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu sjávarafurða. Þá þekkjast enn ríkisstyrkir í sjávar- útvegi meðal annarra iðnvæddra þjóða sem skekkir samkeppnisstöðu. Athuga verður einnig að skatta- spor íslensks sjávarútvegs er veru- legt. Auk tekjuskatts og trygginga- gjalds má nefna kolefnisgjaldið sem hækkað hefur verulega og áætlað er að muni árið 2018 nema um 1,3 millj- örðum kr. fyrir fiskiskipaflotann í heild.“ Yfir sjö milljarðar í veiðigjöld 2019  Álagning færð nær rekstrarstöðu og tímatöf minnkar um átta mánuði með nýju fyrirkomulagi  Íslensk fyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi Morgunblaðið/Eggert Reykjavíkurhöfn Mörg störf tengjast sjávarúrtvegi beint og óbeint. Innheimt veiðigjald 2009-2018 og reiknað veiðigjald skv. frumvarpi Skattar og gjöld sjávarútvegsfyrirtækja 2013-2017 10 8 6 4 2 0 10 8 6 4 2 0 Greiddur tekjuskattur Greitt tryggingagjald Veiðigjald Innheimt veiðigjald Reiknað veiðigjald skv. frumvarpi 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2013 2014 2015 2016 2017 Heimild: Sjávarútvegsráðuneytið Heimild: Sjávarútvegsráðuneytið milljarðar króna milljarðar króna Í stuttri frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeig- enda er sagt frá því að frum- varp um veiðigjald hafi verið lagt fram. Þar segir að það valdi gríðarlegum vonbrigðum að í frumvarpinu sé ekki gert ráð fyrir leiðréttingu til lítilla og meðalstórra útgerða eins og stjórnvöld höfðu ákveðið í frumvarpi atvinnuveganefndar í júní. Í frumvarpinu sé af- sláttarprósenta jöfn hvort heldur sé um stórar eða smá- ar útgerðir að ræða. „Hætt er við að frumvarpið, verði það samþykkt óbreytt, auki enn á ójöfnuð milli út- gerðarflokka. Landssamband smábátaeigenda mun beita sér af öllu afli fyrir leiðrétt- ingu veiðigjalda sem smábáta- eigendur greiddu á sl. fisk- veiðiári. Ennfremur að veiðigjöld sem lögð eru á smábáta verði miðuð við af- komu þeirra en ekki stór- útgerðarinnar,“ segir í frétt- inni. Gríðarleg vonbrigði EYKUR Á ÓJÖFNUÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.