Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 67

Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Bjarni Rafn Kjartanssonhefur fengist við raftónlistaf ýmsum toga síðan árið2009. Hann gaf út sitt fyrsta lag á vormánuðum það ár þeg- ar hann var enn búsettur í heimabæ sínum, Egilsstöðum. Tveimur mán- uðum síðar tók hann svo þátt í tónlistar- vinnustofu á listahátíðinni Lunga, sem haldin er ár hvert á Seyðisfirði, og það má segja að boltinn hafi ekkert hætt að rúlla síðan þá. Þrátt fyrir að hafa verið iðinn við kolann og gefið út fjöldann allan af smáskífum, stuttskífum og endurhljóðblöndunum fyrir aðra listamenn er Empire einungis önnur breiðskífa Muted. Inni á muted- .bandcamp.com má finna mikið af því efni sem komið er út og það er gaman að bera saman og heyra hljóminn breytast og meitlast, og í raun og veru sjálfan „Muted- hljóminn“ verða til. Á Black & White EP sem kemur út árið 2011 má greinilega heyra að þarna er eitt- hvað verulega spennandi á ferð. Á fyrstu breiðskífunni, Muted World sem kom út 2015 er svo enn greini- legra að þarna er raftónlistarmaður á ferð sem hljómar mjög frumlega, og er afskaplega tilbúinn til að setja mark sitt á heiminn. En hvað er svo „Muted-hljómur- inn“? Það hefur að minnsta kosti heilmikil áhrif að Bjarni vinnur mik- ið með Zoom-upptökutækið sitt og safnar þannig hljóðum sem hann vinnur svo áfram inn í lögin sín. Það býr til einhverja blöndu af mjög líf- rænum heimi, en að sama skapi afar dularfullum. Á fyrri breiðskífunni, Muted World, er meiri orka en jafn- framt örlítið minni fókus, sem skrif- ast líklega bara á ungan tónlistar- mann sem er mikið niðri fyrir og vill koma öllu að í einu. Lagið Special place sem Jófríður Ákadóttir söng er áberandi áheyrilegast og með þægi- lega stemningu sem skilaði sér í ein- hverri útvarpsspilun og það er ein- mitt þar sem margir heyrðu fyrst í Muted. Það er frábært að bera Muted World og svo nýju plötuna, Muted Empire, saman og heyra hvaða risa- stökk verkefnið hefur tekið fram á við. Hljómurinn er allur meitlaðri, yfirvegaðri, og lagasmíðar eru komnar á nýjan og betri stað. Maður finnur fyrir einhverjum slaka og ró sem höfundur er búinn að ná, og hann skilar því alla leið til hlustand- ans í gegnum tónlistina. Þetta er samt engan veginn á kostnað spennunnar og ævintýr- anna, sem enn má greina og finna fyrir í lögunum sjálfum. Það er nefnilega auðvelt að gera sveimandi ambient tónlist svo rosalega „tjill- aða“ að hún haldi ekki athygli. Það sé hreinlega allt svo hrikalega pollrólegt að tónlistin rennur bara milli fingra manns og maður nær engu tangarhaldi á neinu. Muted er dæmi um hið gagnstæða. Lögin eru vissulega „tjilluð“ en þau virka aldr- ei sem einhver ládeyða. Það er alveg hægt að láta plötuna rúlla í bak- grunni meðan verið er að bjóða upp á eftirmiðdagste í stofunni, en á ein- hverjum tímapunkti mun pottþétt einhver gestanna spyrja hvað sé ver- ið að spila og allir fara að leggja við hlustir. Það eru tvö sungin lög á hvorri hlið vínylplötunnar: Á A-hlið er Jó- fríður aftur mætt í afbragðsfínu og dreymandi lagi og svo er framúr- skarandi lag, Núna, sungið af Fann- eyju Ósk Þórisdóttur. Á B-hliðinni heyrum við svo bæði í Ásdísi Maríu Viðarsdóttur og Steinunni Harðar- dóttur, sem kallar sig stundum Dj.flugvél og geimskip. Það verður eiginlega að koma fram líka að Steinunn málaði fram- og afturhlið plötuumslagsins og fyrir það eitt og sér er vínylplatan mikil og góð fjár- festing því umslagið getur farið beint upp á vegg, svo fínt er það. En aftur að tónlistinni á Empire: Söngkonurnar fjórar eru virkilega vel valdar og þrátt fyrir þeirra ólíku nálgun og mismunandi raddsvið og tíðni þá gengur allt hundrað prósent upp. Milli sungnu laganna eru svo ósungin lög, hekluð úr einhverju æv- intýragarni sem býr til lungamjúkt og notalegt teppi sem er afar auðvelt að vefja um hlustir sínar og kúra sig í sófanum. Raddirnar fjórar gegna samt mikilvægu hlutverki, því án þessara sterku kvenna væri einbeit- ing plötunnar mun minni og söng- konurnar virka því eins og fjórir vit- ar sem beina ljósum sínum í allar réttu áttirnar svo hlustandinn rati nú í gegnum hljóðheiminn heill á húfi. Empire er góður gripur sem á fullt erindi til alls kyns hlustenda og hér er tvímælalaust einn okkar flink- asti raftónlistarmaður á ferð. Ratað í gegnum hljóðheiminn Iðinn Þrátt fyrir að hafa verið iðinn við kolann og gefið út fjöldann allan af smáskífum, stuttskífum og endurhljóðblöndun- um fyrir aðra listamenn er Empire einungis önnur breiðskífa Muted sem heitir réttu nafni Bjarni Rafn Kjartansson. Raftónlist Muted – Empire bbbbn Tónlist eftir Bjarna Rafn Kjartansson. Textar eftir Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, Fanneyju Ósk Þórisdóttur, Jófríði Áka- dóttur og Steinunni Harðardóttur. Hljóðblöndun: Bjarni Rafn Kjartansson og José Diogo Neves. Tónjöfnun: José Diogo Neves. List á plötuumslagi: Stein- unn Harðardóttir. Muted gefur út í ágúst 2018. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Ljósmynd/Bjarni Rafn Kjartansson Við látum framtíðina rætast. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Touareg Offroad. 3.0 TDI V6. Verð 9.290.000 kr. Tiguan Offroad. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 5.790.000 kr. Tilboðsverð 4.990.000 kr. T- Roc. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 4.590.00 kr. Tiguan Allspace. 7 manna og rúmgóður. Verð 7.635.000 kr. Tilboðsverð 6.990.000 kr. Vetrardekk, dráttarkrókur og gúmmímotta í farangursrými fylgir öllum nýjum jeppum og jepplingum í september. Vetrarpakki fylgir með í september. Fjórhjóladrifna fjölskyldan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.