Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Þýska myndlistarkonan Isa Genz- ken mun hljóta Nasherverðlaunin á næsta ári en þau eru veitt af Nasher Sculpture Center í Texas fyrir framúrskarandi árangur í skúlp- túrgerð og nemur verðlaunaféð 100 þúsund dollurum, nær 11 milljónum króna. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt en síðasti verðlaunahafi, Theas- ter Gates, ræddi á dögunum við Ragnar Kjartansson í Listasafni Reykjavíkur og var samtalið einn viðburða sem tengjast verðlaun- unum. Í frétt The New York Times segir að í fjóra áratugi hafi verk Isa Genz- ken verið lofuð en hún vinnur í ýmsa miðla, svo sem vídeó, ljósmyndun og samklipp. Hugvekjandi og arkitekt- úrískar innsetningar hennar eru sagðar hafa ýtt undir orðspor henn- ar sem einn af helstu listamönnum síðustu áratuga. Verk Genzken hafa verið sýndi í virtum söfnum og á fjölda listahá- tíða, svo sem á Feneyjatvíær- ingnum, Documenta í Þýskalandi og árið 2013 var yfirlitssýning á skúlp- túrum hennar í MoMA í New York. Auk Theaster Gates hafa Pierre Huyghe og Doris Salcedo hreppt þessi eftirsóttu verðlaun. Genzken verðlaunuð Isa Genzken Tónskáldafélag Íslands heiðraði í gær tón- skáldin Jón Nordal og Atla Heimi Sveinsson við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. Á aðal- fundi félagsins 14. apríl síðastliðinn var sú ákvörðun tekin að gera Jón og Atla Heimi að heiðursfélögum en þeir hafa báðir verið mikils- virt tónskáld og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og tónlistarlífs í landinu, eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Var af því tilefni boðið til móttöku í Norræna húsinu þar sem þeir Jón og Atli voru heiðraðir. Tónskáldafélagið var stofnað árið 1945 að frumkvæði Jóns Leifs og er tilgangur þess að safna í félagsskap íslenskum tónskáldum og efla samvinnu þeirra, gæta hagsmuna tón- skálda eftir því sem tilefni eru til, vera mál- svari félagsmanna gagnvart almenningi og hinu opinbera og vinna að vexti og viðgangi tónmenntar í landinu og útbreiðslu tónlistar innan lands sem utan, eins og segir á vefsíðu félagsins. Morgunblaðið/Eggert Heiðraðir Jón og Atli Heimir voru heiðraðir í gær, hér eru þeir með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, Diddú og Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Jón Nordal og Atli Heimir heiðraðir Allt var í sínum föstum skorð-um hjá Sinfóníunni og yfir-borðið í senn kyrrlátt ogsmekklegt við höfnina í boði hljómsveitarstjórans síðastliðið fimmtudagskvöld. Aðalheiðursstjórn- andi og heiðursstjórnandi eiga t.a.m. hvor sína þóftuna á hverjum vetri sem og Finninn Petri Sakari sem leiddi hljómsveitina tvívegis undir lok síðustu aldar á miklu framfaraskeiði hljómsveitarinnar. Verkefnaskrá kvöldsins var með grænu sniði með auðmeltanlegri tón- verk fyrir herskarann, en var að þessu sinni óvenjubitastæð fyrir jafnt byrj- endur sem lengra komna. Hljóm- heimur Strauss er það sérstakur að fingraförin berast langar leiðir, oftar en ekki gáskafullir hljómar og hraði líkt og í Ugluspeglinum. Stefin hljóma fersk, uppátækjasöm og bernsk á yfir- borðinu en leyna á sér í smáatriðunum fyrir þá lengra komnu; prakkarinn Strauss m.a. steypir ensku horni, óbó og klarinettu djúpt í innyfli Tristan- hljómsins fræga úr Wagner-dramanu. Hljómsveitin naut sýn vel í endur- teknum rondostefjum ævintýrisins í bland við mismunandi millikafla. Horn, klarínettur og slagverk (ásamt fleiri) dregur fram gáskafullan sögu- þráðinn þar sem prakkarinn Till ým- ist hrekkir og spottar samferðamenn allt þar til hann er leiddur til aftöku. Hornsólóið fræga í upphafi, eitt af því snúnara í horntónbókmenntunum, var leikið af stakri snilld Stefáns Jóns, sólóhornleika hljómsveitarinnar. Næsta verk Strauss á efnisskránni, Fjórir síðustu söngvar, er andhverfan við Ugluspegilinn – innhverft og tregafullt sem Þóra Einarsdóttir söng af öryggi, næmni og fegurð. Hughrifin urðu svo gott sem áþreifanleg í fjórða og síðasta kvæðinu: „Við höfum leiðzt hönd í hönd gegn- um neyð og gleði: Nú hvílumst við [bæði] af göngunni yfir kyrrlátu land- inu.“ „Ó víði, kyrrláti friður! Hve göng- ulúin erum við orðin, svona djúpt inni í kvöldroðanum – er þetta kannski dauðinn?“ Fimmta sinfónía Tsjajkovskíjs er víst einn af nokkrum hússlögurum hljómsveitarinnar. Hún hljómaði nú í 18 sinn í flutningi Sinfóníuhljómsveit- arinnar samkvæmt prýðilegri tón- leikaskrá kvöldsins, hæg og melan- kólsk. Enn á ný átti Stefán Jón stórleik á sólóhorn við uppaf annars þáttar með flauelsmjúkum fraser- ingum. Hljómsveitin fer nú í gegnum skörp kynslóðaskipti líkt og gengur og gerist með landsliðin. Hornaflokkurinn er t.a.m. kominn í háskerpu með tilkomu nýs uppfærslumanns, Danans As- björns IbsenBruun, sem átti góða ein- leiksinnkomu í öðru Strauss-kvæðinu. Hornaflokkurinn íslenski ber nú af sem gull af eiri og gæti án efa tekið sæti í hvaða sinfóníuhljómsveit sem er á Norðurlöndunum, og jafnvel víðar. Og það má ganga að gæðunum vísum hjá Petri Sakari; handbragðið í senn ósvikið og öfgalaust líkt og áður, og gæti hæglega tekið við hljómsveitinni þriðja sinni. Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbn Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari. Einsöngvari: Þóra Einarsdóttir. Efnisskrá: Richard Strauss: Ævintýri Ugluspegils op. 28 (1895), Vier letzte Lieder (1948), Frühling, September, Beim Schlafengehen, Im Abendrot. Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 5 í e-moll, op. 64 (1888), Andante – Allegro con anima, Andante cantabile, con alcuna licenza, Valse: Allegro moderato, Finale: Andante maestoso – Allegro vivace – Moderato assai e molto maestoso. 20. september 2018. INGVAR BATES TÓNLIST Morgunblaðið/Eggert Afburða-Strauss Næmni Þóra Einars- dóttir söng af öryggi, næmni og fegurð á sinfóníutónleikunum 20. september. Hér sést hún á æfingu fyrir tónleikana 19. september. Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.