Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018
Þýska myndlistarkonan Isa Genz-
ken mun hljóta Nasherverðlaunin á
næsta ári en þau eru veitt af Nasher
Sculpture Center
í Texas fyrir
framúrskarandi
árangur í skúlp-
túrgerð og nemur
verðlaunaféð 100
þúsund dollurum,
nær 11 milljónum
króna.
Þetta er í
fjórða sinn sem
verðlaunin eru
veitt en síðasti verðlaunahafi, Theas-
ter Gates, ræddi á dögunum við
Ragnar Kjartansson í Listasafni
Reykjavíkur og var samtalið einn
viðburða sem tengjast verðlaun-
unum.
Í frétt The New York Times segir
að í fjóra áratugi hafi verk Isa Genz-
ken verið lofuð en hún vinnur í ýmsa
miðla, svo sem vídeó, ljósmyndun og
samklipp. Hugvekjandi og arkitekt-
úrískar innsetningar hennar eru
sagðar hafa ýtt undir orðspor henn-
ar sem einn af helstu listamönnum
síðustu áratuga.
Verk Genzken hafa verið sýndi í
virtum söfnum og á fjölda listahá-
tíða, svo sem á Feneyjatvíær-
ingnum, Documenta í Þýskalandi og
árið 2013 var yfirlitssýning á skúlp-
túrum hennar í MoMA í New York.
Auk Theaster Gates hafa Pierre
Huyghe og Doris Salcedo hreppt
þessi eftirsóttu verðlaun.
Genzken
verðlaunuð
Isa Genzken
Tónskáldafélag Íslands heiðraði í gær tón-
skáldin Jón Nordal og Atla Heimi Sveinsson
við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. Á aðal-
fundi félagsins 14. apríl síðastliðinn var sú
ákvörðun tekin að gera Jón og Atla Heimi að
heiðursfélögum en þeir hafa báðir verið mikils-
virt tónskáld og unnið mikið og óeigingjarnt
starf í þágu félagsins og tónlistarlífs í landinu,
eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Var af
því tilefni boðið til móttöku í Norræna húsinu
þar sem þeir Jón og Atli voru heiðraðir.
Tónskáldafélagið var stofnað árið 1945 að
frumkvæði Jóns Leifs og er tilgangur þess að
safna í félagsskap íslenskum tónskáldum og
efla samvinnu þeirra, gæta hagsmuna tón-
skálda eftir því sem tilefni eru til, vera mál-
svari félagsmanna gagnvart almenningi og
hinu opinbera og vinna að vexti og viðgangi
tónmenntar í landinu og útbreiðslu tónlistar
innan lands sem utan, eins og segir á vefsíðu
félagsins.
Morgunblaðið/Eggert
Heiðraðir Jón og Atli Heimir voru heiðraðir í gær, hér eru þeir með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, Diddú og Þórunni Grétu Sigurðardóttur.
Jón Nordal og Atli Heimir heiðraðir
Allt var í sínum föstum skorð-um hjá Sinfóníunni og yfir-borðið í senn kyrrlátt ogsmekklegt við höfnina í
boði hljómsveitarstjórans síðastliðið
fimmtudagskvöld. Aðalheiðursstjórn-
andi og heiðursstjórnandi eiga t.a.m.
hvor sína þóftuna á hverjum vetri
sem og Finninn Petri Sakari sem
leiddi hljómsveitina tvívegis undir lok
síðustu aldar á miklu framfaraskeiði
hljómsveitarinnar.
Verkefnaskrá kvöldsins var með
grænu sniði með auðmeltanlegri tón-
verk fyrir herskarann, en var að þessu
sinni óvenjubitastæð fyrir jafnt byrj-
endur sem lengra komna. Hljóm-
heimur Strauss er það sérstakur að
fingraförin berast langar leiðir, oftar
en ekki gáskafullir hljómar og hraði
líkt og í Ugluspeglinum. Stefin hljóma
fersk, uppátækjasöm og bernsk á yfir-
borðinu en leyna á sér í smáatriðunum
fyrir þá lengra komnu; prakkarinn
Strauss m.a. steypir ensku horni, óbó
og klarinettu djúpt í innyfli Tristan-
hljómsins fræga úr Wagner-dramanu.
Hljómsveitin naut sýn vel í endur-
teknum rondostefjum ævintýrisins í
bland við mismunandi millikafla.
Horn, klarínettur og slagverk (ásamt
fleiri) dregur fram gáskafullan sögu-
þráðinn þar sem prakkarinn Till ým-
ist hrekkir og spottar samferðamenn
allt þar til hann er leiddur til aftöku.
Hornsólóið fræga í upphafi, eitt af því
snúnara í horntónbókmenntunum, var
leikið af stakri snilld Stefáns Jóns,
sólóhornleika hljómsveitarinnar.
Næsta verk Strauss á efnisskránni,
Fjórir síðustu söngvar, er andhverfan
við Ugluspegilinn – innhverft og
tregafullt sem Þóra Einarsdóttir söng
af öryggi, næmni og fegurð. Hughrifin
urðu svo gott sem áþreifanleg í fjórða
og síðasta kvæðinu:
„Við höfum leiðzt hönd í hönd gegn-
um neyð og gleði: Nú hvílumst við
[bæði] af göngunni yfir kyrrlátu land-
inu.“
„Ó víði, kyrrláti friður! Hve göng-
ulúin erum við orðin, svona djúpt inni í
kvöldroðanum – er þetta kannski
dauðinn?“
Fimmta sinfónía Tsjajkovskíjs er
víst einn af nokkrum hússlögurum
hljómsveitarinnar. Hún hljómaði nú í
18 sinn í flutningi Sinfóníuhljómsveit-
arinnar samkvæmt prýðilegri tón-
leikaskrá kvöldsins, hæg og melan-
kólsk. Enn á ný átti Stefán Jón
stórleik á sólóhorn við uppaf annars
þáttar með flauelsmjúkum fraser-
ingum.
Hljómsveitin fer nú í gegnum skörp
kynslóðaskipti líkt og gengur og gerist
með landsliðin. Hornaflokkurinn er
t.a.m. kominn í háskerpu með tilkomu
nýs uppfærslumanns, Danans As-
björns IbsenBruun, sem átti góða ein-
leiksinnkomu í öðru Strauss-kvæðinu.
Hornaflokkurinn íslenski ber nú af
sem gull af eiri og gæti án efa tekið
sæti í hvaða sinfóníuhljómsveit sem er
á Norðurlöndunum, og jafnvel víðar.
Og það má ganga að gæðunum vísum
hjá Petri Sakari; handbragðið í senn
ósvikið og öfgalaust líkt og áður, og
gæti hæglega tekið við hljómsveitinni
þriðja sinni.
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikarbbbbn
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari.
Einsöngvari: Þóra Einarsdóttir.
Efnisskrá: Richard Strauss: Ævintýri
Ugluspegils op. 28 (1895), Vier letzte
Lieder (1948), Frühling, September,
Beim Schlafengehen, Im Abendrot.
Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 5 í e-moll,
op. 64 (1888), Andante – Allegro con
anima, Andante cantabile, con alcuna
licenza, Valse: Allegro moderato, Finale:
Andante maestoso – Allegro vivace –
Moderato assai e molto maestoso.
20. september 2018.
INGVAR BATES
TÓNLIST
Morgunblaðið/Eggert
Afburða-Strauss
Næmni Þóra Einars-
dóttir söng af öryggi,
næmni og fegurð á
sinfóníutónleikunum
20. september.
Hér sést hún á æfingu
fyrir tónleikana 19.
september.
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Margar gerðir
af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar
innihurðir frá Grauthoff.
Mikið úrval, sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Margar gerðir
af innihurðum