Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 52
Semur lög á milli æfinga Már Gunnarsson er einn þeirra íþrótta- manna sem stefna á Ól- ympíuleikana í Tókýó 2020 og á dögunum var hann áberandi er sam- starfssamningur Toyota við Íþrótta- og ólympíu- samband Íslands og Íþróttasamband fatl- aðra var undirritaður. Um síðustu helgi setti hann svo fimm Íslandsmet á Evr- ópumóti fatlaðra í Dublin á Írlandi og næsta verkefni er HM í Malasíu. Á milli þess sem Már þeytist á milli landa í keppni, eða íþróttahúsa á milli æfinga, semur hann lög og er ansi afkastamikill á því sviði. Á næstunni er vænt- anleg plata úr hans smiðju sem ber heitið Söngur fuglsins og er nefnd eftir samnefndu lagi á henni sem er virðingarvottur Más við flugmanninn Arn- grím Jóhannsson, sem brotlenti 9. ágúst 2015, ásamt kanadískum vini sínum í fjallshlíð inn- arlega í Barkárdal, norður af Hörg- árdal. Með honum á plötunni koma fram Villi Naglbítur, Salka Sól, Ívar Daníelsson, Sigga Ey, Natalia Przy- bysz og Ísold Vilberg sem er jafn- framt systir Más. Hæfileikaríkur Má Gunnarssyni er ýmislegt til lista lagt. Hann sagði Huldu og Hvata á K100 frá væntanlegri plötu sem ber heitið Söngur fuglsins. Plötuumslagið Móðir Más Lína Rut hannaði umslagið. Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir „Ég er að fara að vera með einn svona kúrs í hljóðtækni í Tækniskól- anum núna í október, ég var þar í námi fyrir nokkrum árum. Þetta er mjög framsækið og skemmtilegt nám,“ segir fjölhæfi tónlistarmað- urinn Logi Pedro sem gaf núverið út smáskífuna Fagri blakkur en þar má meðal annars finna lagið Fuðrið upp og Reykjavík en það lag samdi Logi til Bjarts, sonar síns, sem fagnar eins árs afmæli á mánudaginn. Logi segir foreldrahlutverkið hafa breytt lífinu til hins betra. „Þetta er svolítið spes hlutverk, það er ekki hægt að undir- búa sig beint. En þetta er mjög skemmtilegt.“ Erfitt að ná öllum saman Nú eru rétt tæp tvö ár síðan hin vinsæla hljómsveit Retro Stefson hætti skyndilega en margir tengja enn bræðurna Loga Pedro og Unn- stein Manuel við hljómsveitina. Að- spurður af hverju í ósköpunum hljómsveitin hætti segir Logi að það hafi hreinlega verið orðið þannig að erfitt hefði verið að ná öllum átta meðlimum hljómsveitarinnar saman. „Það var bara fínt að fara aðeins svona í sitt hvora áttina. Við erum náttúrulega svo góðir vinir og bjugg- um saman um tíma í tveggja her- bergja íbúð í Berlín en þar sömdum við okkar bestu lög sem urðu svo vin- sæl hérna á Íslandi eftir að við flutt- um heim.“ Vandræðaleg tilfinning Nýja smáskífan Fagri blakkur er nefnd eftir bresku metsölubarnabók- inni Black Beauty og fjallar um sam- nefndan hest og sýn hans á heiminn. En Logi er svo sannarlega ekki að syngja um hesta á smáskífunni held- ur hreifst hann hreinlega af nafninu einu saman. Logi semur bæði texta og lögin sjálf auk þess sem hann hljóðblandar og leggur lokahönd á verkin. „Mér finnst svo næs að sitja bara í stúdíói og gera þetta allt sjálf- ur en svo finnst mér líka gaman að vinna fyrir aðra í stúdíóinu.“ Fyrra lagið á plötunni, Fuðrið upp, er samið um tilfinningu sem margir kannast við að hafa upplifað en fáir vilja kannski tala um, tilfinninguna að hitta gamlan elskhuga. „Sambandið var kannski aldrei neitt en maður hittir elskhugann og er kannski svona kvíðinn og líður eins og það sé að kvikna í manni. Svona vandræða- leg og stirð tilfinning,“ segir Logi Pedro að lokum. Myndband við lagið verður frumsýnt í kvöld á skemmti- staðnum Miami en þangað til má hlusta á smáskífuna á Spotify. islandvaknar@k100.is Vandræða- leg og stirð tilfinning Hinn fjölhæfi tónlistarmaður Logi Pedro Stefáns- son sendi frá sér smáskífuna Fagri blakkur í vik- unni en hún inniheldur lögin Fuðrið upp og Reykja- vík. Hann segir föðurhlutverkið hafa breytt miklu og lítur björtum augum til framtíðar. K100/Rikka Kátur Logi Pedro er að vonum ánægður með lífið og tilveruna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.