Morgunblaðið - 27.09.2018, Side 54

Morgunblaðið - 27.09.2018, Side 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 ✝ Unnur Rann-veig Halldórs- dóttir fæddist á Ísafirði 17. apríl 1945. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 17. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Halldór Halldórsson bankastjóri, f. 27. nóvember 1900, d. 5. desember 1949, og Liv Ingi- björg Ellingsen, f. 5. janúar 1910, d. 17. mars 1967. Syst- kini hennar voru Bergljót starfsmaður utanríkisþjónustu Bandaríkjanna, þau skildu einnig. Börn Halldórs og Sifjar Svavarsdóttur eru Kári, Logi og Máni, f. 23.4. 2001. Eigin- kona Halldórs er María Hall- dórsdóttir. Börn Bryndísar eru Sandra Liv, f. 1996 , Jón Gísli, f. 2000, faðir Sigurður Gísla- son, Victoria Liv, f. 2010, og Benjamín Örn, f. 2011, faðir Jón Þórhallsson. Eftir grunnskólanám lærði Unnur hraðritun í London og stundaði verslunarnám í Bodö í Noregi. Hún starfaði síðan við ýmis skrifstofustörf, m.a. hjá Sjónvarpinu, Flugleiðum, Úr- vali-Útsýn og Stjórnunarfélagi Íslands. Útförin fer fram í Kópavogs- kirkju í dag, 27. september 2018, klukkan 13. María, f. 1936, Ótt- ar Pétur, f. 1937, d. 1992, Inga Kristjana, f. 1939, Hildur Björg, f. 1947, og Friðrik Steinn Kristjáns- son, sammæðra, f. 1956. Fyrri maður Unnar var Martin Max Meyer og börn þeirra eru Bryndís Liv Meyer, f. 1969, og Halldór Gerhard Meyer, f. 1970. Þau skildu. Seinni maður Unnar var Albert E. Schrock, Elsku mamma, það er skrítið að þú sért farin á vit annarra ævintýra og ég fái ekki að vera hluti af því. Það er gott að þú fékkst hvíldina eftir langvarandi veikindi og þú ert örugglega á góðum stað. Við systkinin áttum viðburðaríkan tíma með þér, þú varst svo sjálfstæð og sterk og barst þig með svo mikilli reisn. Ég man þegar ég var lítil hugsaði ég vá er þetta mamma mín? En líf þitt var erfitt, mikil líkamleg og andleg veikindi. Þrátt fyrir það varst þú svo mikil fyrirmynd. Bernskuárin okkar systkinanna voru eitt æv- intýri. Ekki eins og maður les í bókunum heldur sem við feng- um að upplifa á eigin skinni. Og ekkert smáræði. Við fluttum úr Háaleitishverfinu til Washington D.C. Þaðan til Tyrklands og svo fór mamma með Albert til Sene- gal og Pretoriu í Afríku. Við fengum að upplifa að heimurinn væri aðeins stærri heldur en litla Ísland. Við lærðum að bjarga okkur í allt annarri menningu og kringumstæðum. Snemma lærði ég að trúa á það góða í alls konar aðstæðum. Ég lærði að það er bara á mann sjálfan að treysta þegar upp er staðið og oft er maður einn. Þú varst frábær fyrirmynd, ólst okkur systkinin upp af mikilli hörku; agaður kærleikur. Samt svo blíð og góð. Þegar ég var yngri hélt ég að ég myndi hafa endalausan tíma með þér. Svo fór tíminn að styttast og við áttum margar stundirnar í lokin sem voru bara þögn. En minningarnar lifa. Og Guð minn góður hvað við eigum margar minningar um þig, alls- konar, broslegar, skemmtilegar, erfiðar og góðar. Þegar við bjuggum á Hjarðarhaganum áttum við tímabil þar sem við systkinin vorum vakin snemma á morgnana til fara ýta Skod- anum í gang niður brekkuna. Okkur fannst það ekkert nema sjálfsagt og alltaf svo gaman þegar hann loksins hrökk í gang. Það var svo mikið líf og fjör í kringum okkur og þetta ævintýri okkar var á svo mikilli hraðferð að það var eins gott að vera með á nótunum. Mamma var alltaf með allt á hreinu en við systkinin gátum verið svolít- ið utan við okkur. Örugglega með athyglisbrest á háu stigi. Ég gleymi því aldrei þegar við systkinin vorum svo flutt hingað heim, við áttum bókað flug til Senegal. Við byrjuðum á að læsa okkur úti, fenginn var lyklasmiður, áttum eftir að sækja passana um morguninn, flugum til Parísar. Misstum af fluginu frá París til Senegals, þurftum að láta bólusetja okkur í París en á leiðarenda komumst við. Mamma, þú varst hrikalega skemmtileg og dásamlegt að það skuli ekki allir vera eins. Þú hafðir kjark til að vera öðruvísi á köflum. Gast farið þínar eigin leiðir, þrjósk og þver. Svona var þetta bara. Þrátt fyrir erfið lík- amleg veikindi, áföll og miklar þjáningar, vantaði ekki húmor- inn og blíðuna. Svo fallegt hjarta sem lifir með mér um ókomin ár. Blessuð sé minning þín, elsku mamma mín. Tárin streyma í stríðum straumum Hvað geri ég ég án þín, elsku mamma mín Hvernig get ég lifað út daginn? Allt svo tómlegt hér án þín! Ég veit að þú munt yfir mér vaka verða mér alltaf nær þú varst og ert alltaf mér best Elsku móðir mín kær. (Katrín Ruth) Bryndís Liv Meyer. Ver þú sæl, elsku litla rós – systir mín! Sumarið er horfið – langt á braut. Allir söngfuglar þess eru horfnir. (Jóhann Jónsson) Nú þegar haustar og farfugl- arnir fljúga á brott kveður Unn- ur systir mín þetta líf og fer í ferðina sem við öll munum fara fyrr eða síðar. Við vorum sex systkinin, tveir bræður og fjórar systur, og var ég næst á eftir Unni í röðinni. Eins og títt var í barnmörgum fjölskyldum þurftum við Unnur að deila herbergi saman. Og eins og oft vill vera gekk á ýmsu í sambúðinni en þetta var líka til að styrkja böndin enda var kært á milli okkar alla tíð. Unnur var hávaxin, sterk- byggð og glæsileg kona. Hún var gegnheil, skemmtileg og víð- lesin. Hún átti gott með að læra en þurfti að hverfa frá námi í MR vegna veikinda. Hún greindist með sjaldgæfan rist- ilsjúkdóm og fór móðir okkar með hana til London í uppskurð. Þessi sjúkdómur gerði vart við sig með hléum, mestan hluta ævinnar. Unnur fór síðar til náms í verslunarfræðum í Bodö í Nor- egi og lærði síðar hraðritun í Minneapolis. Unnur var lengst af einstæð móðir tveggja barna og vann oft myrkranna á milli til þess að ná endum saman. Hún vann sem ritari m.a. hjá Sjónvarpinu, Flugleiðum, Úrvali-Útsýn og Stjórnunarfélagi Íslands. Það var ekki hægt annað en dást að því hversu dugleg og atorkusöm hún var í sínum störfum. Unnur var tvígift og með seinni manni sínum, sem starf- aði í bandarísku utanríkisþjón- ustunni, bjó hún um áratug er- lendis, m.a. í Tyrklandi, Senegal, S-Afríku og Bandaríkj- unum. Hún naut þess að kynn- ast þar framandi menningar- heimum. Mér eru alltaf minnisstæðir dagar sem við hjónin áttum með Unni þegar hún bjó í Washington, þar var hún öllum hnútum kunnug. Hún tók á móti okkur og ók með okk- ur um borgina og sýndi okkur allt það markverðasta. Undanfarin þrjú ár þurfti Unnur að takast á við illvígan sjúkdóm. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þrautseigju hennar og æðruleysi í veikind- unum. Það er óskiljanlegt hvernig henni tókst, helsjúkri, að vera heima eins lengi og raun bar vitni. Börnin hennar, Bryndís og Halldór og fjölskyldur þeirra, reyndust Unni vel í veikindum hennar og sendi ég þeim og barnabörnunum innilegar sam- úðarkveðjur. Einnig stóðu vin- konur hennar, Auður frænka og Sigrún, vel við bakið á henni all- an tímann sem hún var veik. Unnur var sátt við að fara og hvíldinni fegin. Guð blessi minningu Unnar systur. Hildur Björg. Elskuleg systir mín, Unnur Halldórsdóttir, er látin úr krabbameini eftir langvarandi og erfið veikindi. Hún tókst á við sjaldgæfan sjúkdóm (Peutz- Jeghers syndrome) gegnum árin og var hún aðeins 16 ára þegar einkennin urðu fyrst ljós. Þá var hún í þriðja bekk í Menntaskól- anum í Reykjavík og var lögð inn á spítala vegna blóðleysis. Leit hófst að ástæðunni. Efir sex mánaða legu á borg- arsjúkrahúsinu Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg var hún send á Hammersmith-spítala í London og skorin upp. Fundust þá smáæxli í mjógirni, sem blæddi úr, og hluti af görn var fjarlægður. Þetta var einn af 17 uppskurðum sem hún gekkst undir. En sjúkdómur þessi veld- ur því að æxli vaxa í mjógirni og þegar þau stækka loka þau görninni og þá er bráðaupp- skurður nauðsynlegur. Þetta var mesti ógnvaldur sem hún þurfti að lifa við og sem fáir kunnu skil á þá enda tíðnin talin 1 á móti milljón. Í dag er tíðni sjúkdóms- ins sögð 1 á móti 300 þúsund. Önnur sjúkdómseinkenni frá fæðingu eru brúnir blettir á vörum. Unnur var bókhneigð, las góðar bókmenntir, tónlistargáfa hennar einstök og hún var heim- spekingur sem sífellt var að gera sér grein fyrir tilverunni. Lífshlaup hennar var, þrátt fyrir ævilanga vanheilsu, viðburða- ríkt. Með fyrri manni sínum, Mart- in Meyer, eignaðist hún tvö ynd- isleg börn, Halldór og Bryndísi Liv, og barnabörnin eru orðin sjö. Seinni maður Unnar var Al- bert Schrock, starfsmaður í ut- anríkisþjónustu Bandaríkjanna. Þau bjuggu víðsvegar um heim- inn ásamt börnum Unnar af fyrra hjónabandi. Þau voru í Washington DC í Bandaríkjun- um, í Izmir í Tyrklandi, seinna í Senegal í Afríku og í Pretoria í Suður-Afríku. Unnur var heimsborgari, sem talaði mörg tungumál og þar á meðal reiprennandi tyrknesku. Hún var hávaxin og grönn, bar sig eins og drottning. Innri ró og æðruleysi einkenndi hana og hún var því vinamörg. Missir okkar allra er mikill því ynd- islegri mannveru er varla að finna. Fari hún í friði og Guð vaki yfir henni. Unnur trúði á annað líf, efaðist aldrei. Með söknuði kveð ég elsku systur mína um leið og ég votta börn- um og barnabönum hennar mína dýpstu samúð. Bergljót systir. Ég kveð þig, hugann heillar minnig blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðarstund, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.) Það leið nákvæmlega eitt ár og einn dagur á milli komu okk- ar Unnar Halldórsdóttur í þenn- an heim. Þrátt fyrir að vera í sama í stjörnumerkinu vorum við mjög ólíkar, en okkur samdi alveg ljómandi vel og ég man ekki til að við höfum nokkurn tíma rifist. Það líkaði öllum við Unni, hún var þannig manneskja. For- dómalaus, afslöppuð, þrautseig, ljúf í lund og mjög gestrisin, hún talaði ekki illa um náung- ann og tók fólki eins og það er. Svo var hún falleg, há og grönn, göngulagið tignarlegt. Kynni okkar hófust fyrir rúmlega 40 árum er við unnum báðar hjá Flugleiðum, en sam- einingu Loftleiða og Flugfélags Íslands var þá nýlokið. Það var líf og fjör hjá hinu nýstofnaða félagi og lengi eftir sameiningu mátti heyra „vinnur hjá okkur“ eða „vinnur hjá hinum“ þegar rætt var um ýmis mál sem snertu starfsmenn hins nýja fé- lags. Hún kom frá „okkur“ og ég frá „hinum“. Þetta breyttist hratt og fyrr en síðar voru allir orðnir Flugleiðastarfsmenn. Þetta voru skemmtileg ár. Góðir vinnufélagar sem einnig hittust stundum utan vinnu og gerðu sér glaðan dag. Þarna var lagð- ur grunnur að okkar vináttu sem stóð til hinstu stundar. Oft hittumst við ekki í langan tíma, en þegar það svo gerðist, var það eins og við hefðum sést í gær og þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið. Á Flugleiðaárunum var Unn- ur nýorðin einstæð móðir og lít- ið um peninga. Þegar buddan var tóm varð samt að redda salti í grautinn og vinnufélagarnir léttu undir með smáláni, svo komu mánaðamót og hún skilaði lánsfénu samviskusamlega. Svona gekk þetta upp. Þetta voru hennar aðstæður og það tók því ekki að fjargviðrast yfir því. Máltækið „þetta reddast“ átti hún með rentu. Unnur átti við talsvert heilsu- leysi stríða allt frá unga aldri. Hún sigraðist á flestu og átti löng tímabil þar sem hún naut sín vel. Albert, seinni maður hennar, var í bandarísku utan- ríkisþjónustunni og bjó hún með honum í Washington DC, Izmir, Pretoríu og Senegal. Á þessum stöðum fengu vinir og fjölskylda herlegar móttökur og ekkert var til sparað við að skemmta gest- unum. Fyrir tveimur vikum hittumst við í síðasta sinn og áttum afar ljúfa stund. Henni leið alveg bærilega og var vel spjallfær. Við rifjuðum upp margt sem við höfum brallað saman og hlógum dátt. Ferðin til Hawaii, samvera og ferðalög í Tyrklandi og Suð- ur-Afríku. Eilífðarmálin bar einnig á góma án þess að nein niðurstaða fengist, enda ekki á okkar valdi. Þegar ég svo kvaddi sagði hún: „Nú ætla ég að sofa vel og fá mér göngutúr í fyrramálið.“ „Ekki málið,“ svaraði ég, „hringdu bara“. Það varð ekkert af þessum áformum, því rúmum sólarhring síðar var hún lögð upp í lokaferðina. Ég votta börnum hennar Bryndísi Liv og Halldóri og fjölskyldu hennar samúð mína. Far þú í friði, kæra vinkona. Sigrún Hlín. Unnur Halldórsdóttir Ástkær faðir minn, sonur, bróðir og frændi, GUÐJÓN VÍDALÍN MAGNÚSSON, lést mánudaginn 10. september. Útför hans fer fram frá Landakirkju laugardaginn 29. september klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Kraft, stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein. Tómas Ingi Guðjónsson Magnús S. Magnússon Sigurlína Sigurjónsdóttir Signý Magnúsdóttir Hermann Guðmundsson Birgir Magnússon Guðný Ósk Guðmundsdóttir Magnús S. Magnússon og fjölskyldur Eiginmaður minn, ástvinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÚÐVÍG A. HALLDÓRSSON, fv. skólastjóri í Stykkishólmi, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 19. september. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 28. september klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Alzheimersamtökin. Guðrún R. Kristjánsdóttir Guðrún I. Árnadóttir Grétar F. Jakobsson Guðrún H. Hjálmarsdóttir Lára Lúðvígsdóttir Sigurður G. Guðjónsson Halldór Lúðvígsson Margrét Sigurðardóttir María R. Lúðvígsdóttir Björgvin G. Sigurðsson afa- og langafabörn Faðir okkar og tengdafaðir, STEFÁN KEMP, Skagfirðingabraut 23, sem lést þriðjudaginn 4. september, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 28. september klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabet Kemp Jón F. Hjartarson Helga Kemp Jean Gudeman Kristbjörg Kemp Guðni Kristjánsson Birna Kemp Ragnar G. Þórðarson Ástkær eiginkona mín og besti vinur, VIKTORIYA SEMINA OLEGOVNA, lést 12. september. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 29. september klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Arnar Berg Grétarsson Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, INGIBJÖRG EÐVARÐSDÓTTIR, lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð 24. september. Útför hennar fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnlaugur Kárason og fjölskylda Elskulegur sonur minn KENNETH PÁLL PRICE andaðist þriðjudaginn 11. september. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðalheiður Þórhallsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.