Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 40

Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Gagnrýndi hann sér í lagi notkun Woodwards á ónafngreindum heim- ildamönnum. Woodward segir bók- ina byggða á yfir hundrað klukku- tímum af samtölum við beina þátttakendur í atburðarásinni. Óvægið ritverk Fear er óvægnasta bók Woodw- ards frá því þeir Carl Bernstein knúðu Nixon úr embætti með tíma- mótabókinni „All the President’s Men“ sem byggðist á skrifum þeirra um Watergate-hneykslið í The Washington Post. Nýja bókin er sú 19. í röðinni sem Woodward sendir frá sér. Í henni er haft eftir starfsmannastjóra Hvíta hússins, John Kelly, að Trump for- seti sé genginn af göflunum. Í sam- tölum við annað starfsfólk hússins kallaði Kelly forsetann „hálfvita“. Þá kvartaði hann yfir því að vera stadd- ur á „vitleysingahæli“. Fyrrverandi lögmaður forsetans, John Dowd, þrýstir á kaunið og lýsir Trump sem lygara að eðlisfari. Bókin „Fear“ er ekki sú fyrsta sem ekki skjallar forsetann og stjórn hans. Hún er frábrugðin öðrum að vera með þann gæðastimpil að hinn 75 ára gamli Woodward er höfundur hennar. Áður en hann lagði blaða- mennsku fyrir sig var hann í fimm ár liðsmaður bandaríska flotans. Fyrstu umsókn hans um starf á Washington Post var hafnað vegna reynsluskorts hans í faginu. Starfaði hann á út- hverfablöðum á Washington- svæðinu til að afla sér reynslu og var seinni starfsumsókn hans á Washin- gon Post um síðir samþykkt. Þar var fyrsta starfsárið ekki liðið er þeir Bernstein duttu niður á sína fræg- ustu frétt, innbrotið í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Watergate- byggingunni árið 1972. Njósnir þeirra af málinu og rannsóknarblaða- mennska afhjúpuðu hneykslið og af þeim leiddu allskyns formlegar lög- reglurannsóknir – og svo afsögn Nix- ons 1974. Óvenjulegt aðgengi „All the President’s Men“ varð gríðarlega söluhá og á henni var byggð samnefnd kvikmynd sem vann til Óskarsverðlauna. Fór Robert Redford með hlutverk Woodwards í henni. Allt frá þessum tíma hefur hann átt greiðan aðgang að áhrifa- mönnum í Washington sem svarað hafa símhringinum hans fljótt og vel. Hann hefur sent frá sér bók að jafn- aði á tveggja ára fresti, meðal þeirra eru umfangsmikil rauntímabókverk um þrjá fyrrverandi forseta, Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama. Af öðrum verkum hans má nefna djúptæka innsýn í starfsemi Hæstaréttar Bandaríkjanna og leyniþjónustunnar CIA. Allan tím- ann hefur hann starfað á Washington Post og er sem stendur ritstjórn- arfulltrúi. Hefur hið stöðuga bóka- streymi frá Woodward gert honum kleift að viðhalda og rækta samband sitt við æðstu áhrifa- og valdamenn í Washingon og opna dyr fyrir nýliða í valdakerfinu. Vörumerki hans sem áreiðanlegur skrásetjari frásagna af því hvernig kaupin gerast í valdakerfinu þykir ekki eiga sér viðjöfnuð. Með þraut- seigju sinni við að fylgja eftir því sem innherjar lauma að honum og draga það fram í dagsljósið hefur hann áunnið sér tregablandna virðingu í bandarísku höfuðborginni. „Okkur fannst það alltaf mikilvægt fyrir forsetann og aðra að fara í við- töl hjá honum,“ segir Scott McClell- an, talsmaður George W. Bush for- seta, í byrjun aldarinnar, við AFP-fréttastofuna. „Við vildum tryggja að hann hefði aðgang að for- setanum og fleiri til að frásagnir af því sem gerðist að tjaldabaki og þankagangi þar væru ítarlegar og réttar.“ „Ekki mitt að dæma“ Í öllum bókum sínum hefur Wo- odward rakið af vandvirkni fundi, umræður og stefnumál á þunglama- legan og ódramatískan hátt og forð- ast að setja skrif sín í víðara sam- hengi. „Þetta eru bækur þar sem mælanlega heilastarfsemi er tæpast að finna,“ sagði rithöfundurinn Joan Didion í ritgerð þar sem hann gagn- rýndi sex bækur Woodwards árið 1996. Stuðningsmenn rannsóknar- blaðamannsins segja aftur á móti að staðreyndaupptalningarstíll hans sé hin bjargfasta undirstaða trúverðug- leika hans. „Á tímum „annars staðreynda- vals“ og tæringartísts um „fals- fréttir“ er Woodward gulls ígildi sannleikans,“ sagði hin reynda blaða- kona Jill Abramson í grein sem hún ritaði um bókina „Fear“ í Washing- ton Post. „Hlutskipti mitt er ekki að bera dóm á borð,“ sagði Woodward við vefsíðuna Vox fyrr á árinu, heldur væri hlutverk hans „að rekja ná- kvæmlega það sem fólk hefur gert, hvað það gæti táknað, hvað drífur það áfram og hvert það er.“ Kipptu skjölum undan Rauði þráðurinn í aðferðafræði Woodwards segir til sín í „Fear“, sem lýsir meiri óhæfu en fyrri opin- ská ritverk hans. Hún hefst á stuldi efnahagsráðgjafans Gary Cohns á skjali af skrifborði forsetans til að koma í veg fyrir að hann undirritaði það, en með því vildi hann koma í veg fyrir að þjóðaröryggi Bandaríkjanna yrði skaðað. Greinir Woodward frá fundum með Trump þar sem honum virtist forsetinn ekki bera skynbragð á þýðingarmikil viðfangsefni. Auð- mýktir aðstoðarmenn forsetans lögðu á ráðin sín á milli til að koma í veg fyrir að forsetinn framkvæmdi einhverja vitleysu og til að koma í veg fyrir að hættulegustu fyrirmæli hans næðu fram. Aukinheldur reyndu þeir að sefa æðisköstin þegar skapofsi forsetans blossaði upp. Woodward hefur sérlega skaðleg ummæli eftir Jim Mattis varnar- málaráðherra þess efnis að Trump sé svo illa að sér í alþjóðamálum að hann hafi ekki meiri skilning á þeim en 11 ára piltur. Dæmi er tekið í bók- inni um það þegar sýrlenski stjórnar- herinn beitti efnavopnum í Sýrlandi í fyrra, 2017. Þá hefði forsetinn sagt að Bandaríkin ættu að drepa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. „Drepum hann, fjandinn hafi það. Förum inn. Drepum heilan helling af þeim,“ á Trump að hafa sagt. Mattis mun hafa lofað að brugðist yrði strax við en hann hafi látið hugmyndina um af- tökuna hverfa mjög laumulega. Hef gert það sem þurfti Vegna þess hversu mikilsvirtur blaðamaður Woodward er og vægi hans mikið munu uppljóstranir í bók hans koma sér enn verr fyrir forset- ann en fyrrnefndar bækur aðrar sem fjalla um forsetatíð Trumps. Í bók- inni kemur fram að Trump geri ítrekað lítið úr rágjöfum sínum þegar þeir heyri ekki til. Til að mynda hafi hann hæðst að þjóðaröryggis- ráðgjafa sínum. Þá hafi hann kallað Reince Priebus, forvera Kellys í starfi starfsmannastjóra, „litla rottu sem þeyttist út um allt“. Jeff Sess- ions, dómsmálaráðherra landsins, mun hann hafa kallað „andlega skertan“. Hann væri bara heimskur suðurríkjamaður sem hafi ekki getað starfað sem lögmaður í Alabama. Eins og við var að búast brást Trump harkalega við bókinni. Sagði hann „Fear“ vera „uppspuna“ og kallaði Woodward „fífl“. Ýmsir af ráðgjöfunum, þar á meðal Mattis og Kelly, vísuðu á bug ummælum sem eftir þeim eru höfð í bókinni og sögð- ust engar upplýsingar hafa látið Wo- odward í té. Sjálfur segir hann að margir heimildarmenn hans hafi tek- ið fram við sig að þeir myndu neita öllu sem vísaði til þeirra eftir að bók- in kæmi út. „Ég lýg engu,“ sagði Woodward í sjónvarpsþætti í síðustu viku. „Hver er víglínan í Bandaríkjunum önnur en stjórnmálin?“ spurði hann og svaraði samstundis: „Það er tekist á um sannleikann.“ Bætti hann svo við: „Ég hef gert það sem þurfti, það er það besta sem ég get.“ agas@mbl.is Frá Watergate til óttans við Trump  „Fear“ er nýjasta bókin í hópi ritverka þar sem aðilar sem jafnvel eru nánir – eða hafa verið nánir – samverkamenn Donalds Trumps forseta, eru helstu heimildarmenn AFP Ótti Nýja bókin eftir Woodward í stöflum í Costco verslun í Alhambra í Kaliforníu. Bókin hefur selst í bílförmum. AFP Afkastamikill Bob Woodward hef- ur skrifað bækur um átta forseta. BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Hin æsilega bók bandaríska rann- sóknarblaðamannsins Bobs Woodw- ards, „Fear: Trump in the White House“, seldist í 1,1 milljón eintaka á fyrstu viku eftir að hún kom í versl- anir um miðjan mánuðinn. Engin bók hefur selst hraðar í 94 ára sögu for- lagsins Simon and Schuster. Hún fjallar um Donald Trump Banda- ríkjaforseta og starfslið hans. Þar er sagt að starfsfólk Hvíta hússins sé á barmi taugaáfalls og að Trump sé haldinn ofsóknaræði á háu stigi. Hið opinskáa 357 blaðsíðna yfirlit um innra gangverk í starfsliði Trumps frá valdatöku hans seldist í 900.000 eintökum útkomudaginn, 11. september, þar með talin prentuð eintök, hljóðbækur og stafræn ein- tök. Engin bók hefur selst jafnhratt í heiminum í hálfa öld að minnsta kosti. Stráféllu eldri sölumet höfunda á borð við Dan Brown og JK Rowl- ing. „Það er aðeins hægt að lýsa söl- unni á Fear með einu orði og það orð er „gríðarleg“,“ sagði Jonathan Karp, forstjóri forlagsins. Viku eftir útkomuna varð að hefja tíundu prentun og útgáfuréttur á bókinni hafði þá verið seldur til 24 landa. Að hluta til getur Woodward þakkað Trump söluna með harðskeyttum viðbrögðum sínum við bókinni. „Fear“ er nýjasta bókin í hópi rit- verka þar sem aðilar sem jafnvel eru nánir – eða hafa verið nánir – sam- verkamenn forsetans eru helstu heimildarmenn. Hún þykir jafnvel taka fram bókinni „Fire and Fury“ eftir Michael Wolff sem seldist í rúm- lega milljón eintaka í fyrstu viku eftir útkomu hennar í janúar síðast- liðnum. Í kjölfar bókar Wolffs sigldu bækur eftir James Comey, fyrrver- andi yfirmann bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, „A Higher Loyalty“ og „Unhinged“ eftir Omarosa Mani- gault Newman, fyrrverandi ráðgjafa forsetans. Hröktu Nixon úr starfi Trump hefur freistað þess að grafa undan bók Woodwards og hefur sagt að fjöldi staðhæfinga blaðamannsins sé rangur. Woodward gat sér fyrst frægðar er hann ásamt Carl Bern- stein, starfsfélaga sínum á blaðinu Washington Post, fletti ofan af Wa- tergate-hneykslinu svonefnda. Um- fjöllun þeirra átti sinn þátt í að Rich- ard Nixon hrökklaðist úr starfi forseta árið 1974. Trump hefur sagt bókina vera „brandara“, „þvætting“ og eitt verk í viðbót í „árásum“ á sig. Sundaborg 1 104Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is SÓLARFILMUR! Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.