Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 12
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þegar Anna Wintour settist íritstjórastól bandarísku út-gáfu tískubiblíunnar Voguevar Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna. Fiskurinn Wanda og Die Hard voru meðal vinsælustu bíó- myndanna og Phil Collins sat á toppi allra vinsældalista með lagið sitt Groovy kind of love. Þetta var fyrir 30 árum, árið 1988. Síðan þá hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og margt breyst, ekki síst í tískuheiminum. En eitt má stóla á: hin tæplega 69 ára gamla Wintour situr sem fastast í ritstjórastólnum og á henni er ekkert fararsnið. Á tískuvikunni í New York fyrr í þessum mánuði mátti að venju sjá Önnu Wintour í fremstu röðinni, auð- þekkta af sólgleraugunum og beinni klippingunni. Á þeim tíma sem hún hefur stýrt bandaríska Vogue hefur tískan breyst úr því að vera hálf- gerður menningarafkimi, sem nánast eingöngu vel stæðar konur höfðu áhuga á, yfir í fyrirbæri sem snertir hvern krók og kima mannlífsins. Vogue Önnu Wintour er blaðið þar sem Beyoncé ræðir um svarta for- feður sína og þar sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, situr fyrir í þröngum leðurbuxum. Það er líka blaðið með Serenu Williams og nýfæddri dóttur hennar á forsíðu. Í grein í breska dagblaðinu The Guardian segir að Wintour hafi breytt viðhorfum okkar til þess hvernig við klæðum okkur. Þar er hún sögð aðalhöfundurinn að þeim fatastíl sem kallaður hefur verið soft power eða „mjúk völd“ og til að út- skýra það nánar í greininni er bent á að undanfarna tvo áratugi eða svo hafi forsetafrúr Bandaríkjanna klæðst litríkum hnepptum peysum og mynstruðum kjólum, sjónvarpskonur um allan heim séu í skærlitum að- sniðnum kjólum á skjánum og nýju bresku hertogaynjurnar, þær Katrín og Meghan, sjáist gjarnan í vel sniðn- um kápum og húðlituðum skóm. Dæmin eru fleiri og allt er þetta rakið til áhrifa Wintour. Útlit hennar sjálfrar hefur litlum breytingum tekið á þessum þremur áratugum. Til dæmis klæðist hún aldr- ei buxum, a.m.k. ekki á almannafæri, hún er hrifin af skærum litum og áber- andi mynstrum og lætur umræðu um að það sé siðferðilega rangt að klæðast dýrafeldum sem vind um eyru þjóta. Hún sést sjaldan með handtösku, fyrir um 20 árum var hún alltaf með Filofax í kjöltunni á tískusýningunum, núna er hún eingöngu með snjallsíma. Fékk ung áhuga á tísku En hver er hún og hvaðan er hún? Hin bresk-bandaríska Anna Wintour fæddist 3. nóvember 1949, elsta dóttir Charles Wintour, sem var ritstjóri Lundúnablaðsins Evening Standard, og Eleanor Trego Baker sem var bandarísk. Hún ólst upp í London, fékk ung áhuga á tísku, eða eins og hún sagði eitt sinn sjálf: „Þú hefðir þurft að ganga um með hauspoka á 7. áratugnum til að komast hjá því að taka eftir því að eitthvað stórfenglegt var að gerast í tísk- unni.“ 15 ára gömul fékk hún starf í Biba, sem var vinsæl tískubúð í London á 7. ára- tugnum og ári síðar gerðist hún lærlingur í hinni víðfrægu verslun Harrod’s. Að hvatn- ingu foreldra sinna hóf hún nám í tískuhönnun en hætti því innan skamms. „Annað- hvort veistu hvað tíska er eða ekki,“ sagði hún síðar um þá ákvörðun. Fyrstu kynni Win- tour af blaðamennsku voru á blaðinu sem faðir hennar ritstýrði; Evening Standard en hann fékk hana til að ráðleggja sér um efni sem átti að höfða til unga fólksins. Árið 1970 var hún ráðin til starfa á tímarit- ið Harper’s & Queen og þá þegar sagði hún við vinnufélaga sína að einn góðan veðurdag myndi hún verða rit- stjóri Vogue. Hún þótti sýna mikið frumkvæði og fara nýjar leiðir í starfi en eftir ágreining við ritstjóra tíma- ritsins sagði hún upp, flutti vestur um haf og hóf störf hjá Harper’s Bazaar í New York og starfaði í kjölfarið hjá allnokkrum breskum og bandarísk- um tískutímaritum þangað til hún var ráðin ritstjóri breska Vogue árið 1985. Því starfi gegndi hún til 1987 og á þeim stutta tíma tókst henni að um- bylta efnistökum blaðsins. Í stað yfir- stéttarkvenna höfðaði það til mennt- aðra og útivinnandi kvenna og þessa áherslu átti hún eftir að yfirfæra á bandarísku útgáfu blaðsins. Kemur sífellt á óvart Það var síðan árið 1988 sem Anna Wintour settist í stól ritstjóra bandaríska Vogue. Frá fyrsta degi var ljóst að hún var þangað komin til að breyta blaðinu. Forsíðurnar, sem áður prýddu nærmyndir af fyrir- sætum í hátískufatnaði sem teknar voru í ljósmyndastúdíóum, sýndu nú ýmsar konur sem voru áberandi í samfélaginu; sumar voru á gangi ut- andyra og stundum klæddar ódýrum fatnaði í bland við dýra hönnun. Til dæmis var fyrirsætan á fyrstu forsíðu Vogue undir stjórn Wintour í 50 doll- ara gallabuxum og 10.000 dollara jakka frá Christian Lacroix. Það er ekki á neinn hallað þegar Anna Wintour er kölluð valdamesta kona tískuheimsins og um hana hefur verið sagt að hún geti ýmist hafið feril tískuhönnuða upp til skýjanna eða drepið hann með því einu hvernig fjallað er um þá í blaði hennar. Hún þykir hafa áttað sig á því öðrum fremur hversu mikilvægt það er að vera alltaf a.m.k. einu skrefi á undan öðrum í þessum breytilega heimi. Þá hefur hún byggt upp gríð- arlega sterkt tengslanet valdafólks á ýmsum sviðum. Henni hefur tekist það sem fáum hefur tekist sem er að ríkja á toppnum í þessum hverfula heimi áratugum saman. Og það gerir hún með því að koma sífellt á óvart. Frá árinu 2013 hefur Wintour, auk þess að ritstýra Vogue, verið listrænn stjórnandi Condé Nast, sem gefur Vogue og fleiri tímarit út. Hæfileikaríkur leiðtogi Lauren Weisberger, fyrrverandi aðstoðarkona hennar, skrifaði bókina The Devil Wears Prada árið 2003 sem síðar varð að vinsælli kvikmynd með Meryl Streep í aðalhlutverki. Fáum duldist að aðalpersónan, hin kald- lynda og kröfuharða Miranda Priestly, var byggð á persónu Winto- ur. Sjálf sagði hún að sér hefði verið „skemmt“ við að horfa á myndina. Hún giftist barnasálfræðingnum David Shaffer árið 1984 og þau eign- uðust soninn David árið 1985 og dótt- urina Katherine, Bee, 1987. Wintour og Shaffer skildu árið 1999. Síðan þá hefur ýmsum sögum farið af sam- böndum hennar við ýmsa menn en fátt verið staðfest í þeim efnum. Og nú, þegar Wintour hefur ver- ið ritstjóri bandaríska Vogue í þrjá áratugi, hafa verið vangaveltur um að hún myndi láta af störfum við þessi tímamót og að Edward Enninful, rit- stjóri breska Vogue, myndi taka við af henni en Bob Sauerberg, forstjóri Condé Nast, hefur kveðið allan slíkan orðróm í kútinn. Í Twitter-færslu skrifaði hann að Anna Wintour væri „hæfileikaríkur og skapandi leiðtogi“ sem væri ómissandi í framtíðarsýn fyrirtækisins. „Hún hefur samþykkt að vinna með mér áfram um óákveð- inn tíma sem aðalritstjóri Vogue og listrænn stjórnandi Condé Nast,“ sagði í færslu Sauerbergs. Og því lítur út fyrir að Anna Wintour verði áfram við stjórnvölinn í tískuheiminum. Wintour við völd á Vogue í 30 ár Anna Wintour, ritstjóri bandarísku útgáfu tímarits- ins Vogue og valdamesta kona tískuheimsins, hefur haft gríðarmikil áhrif langt fyrir utan tískuheiminn á þeim 30 árum sem hún hefur setið í ritstjórastóli. Á toppnum í 30 ár Ekkert fararsnið er á Wintour úr ritstjórastóli Vogue. AFP Tíska Í kunnuglegum aðstæðum; í fremstu röð á tískusýningu. Anna Wintour Ritstjórinn á tískuvik- unni í Míl- anó fyrr í vikunni. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 Haust 2018 Smart föt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.