Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 58
58 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Héðinn Gilsson, húsasmíðameistari og handboltakappi, á 50 áraafmæli í dag. Hann hóf ferilinn með FH, lék fjölmarga leikimeð landsliðinu, skoraði 300 í mörk í þeim og spilaði í tíu ár í Þýskalandi, hjá Düsseldorf, Dormagen og Fredenbeck. Hann lagði handboltaskóna á hilluna árið 2004. „Ég var síðan aðstoðarþjálfari hjá HK í tvö ár en sá að ég hafði ekki áhuga á að vinna við þjálfun og hef fylgst með handboltanum úr fjarlægð síðan.“ Héðinn er húsasmíðameistari og starfar sjálfstætt. „Ég er búinn að vera í sumar að vinna fyrir Háskóla Íslands, við erum að opna skrif- stofurými og innrétta klósett fyrir fatlaða. Áhugamál Héðins eru bílar og hundar fyrst og fremst. Ástralskir fjárhundar eru uppáhaldshundategundin hans og á hann tvo slíka. Þeir heita Bassi og Boli „Við erum nokkrir frændur sem eigum fjalla- jeppa og förum á fjöll á veturna og á sumrin hef ég verið að hjálpa einum vini mínum sem keppir í torfæru. Ég er ekki mikið afmælisbarn og myndi sjálfur gleyma afmælisdeg- inum ef það væru ekki einhverjir í kringum mig að minna mig á hann. Þetta verður því allt hófstillt, en ég fæ systur mínar, foreldra og tengdafjölskylduna í mat til mín á laugardaginn.“ Eiginkona Héðins er María Þorvarðardóttir sem vinnur í mót- tökunni hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti. Foreldrar Héðins eru Gils Stefánsson og Rósa Héðinsdóttir. Hundalíf eftir handboltann Héðinn ásamt ástralska fjárhundinum Roða, en hundar Héðins eru undan honum. Skoraði 300 mörk með landsliðinu Héðinn Gilsson er fimmtugur í dag A gnes Johansen fæddist í Reykjavík 27.9. 1958 og ólst þar upp, lengst af í Safamýri. Þegar Agnes var 12 ára flutti fjölskyldan á Laugarásveg. Hún var í Álftamýrarskóla, Langholtsskóla, lauk landsprófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík 1974 og stúdents- prófi frá Verslunarskóla Íslands 1978. Agnes æfði auk þess dans frá fimm ára aldri og varð Íslands- meistari í samkvæmisdönsum árið 1981. Eftir stúdentspróf dvaldi Agnes í Aix-en-Provence í Frakklandi þar sem hún var við nám í frönsku og frönskum bókmenntum, tók dans- kennarapróf í London en hóf síðan nám við Kennaraháskóla Íslands þar sem hún lauk B.Ed.-prófi 1983. Agnes Johansen kvikmyndaframleiðandi – 60 ára Slakað á með dótturdætrunum Agnes með Agnesi Kötlu Kristjánsdóttur og Bergþóru Kristjánsdóttur, nýfæddri. Í spennandi og afar fjölbreytilegu starfi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Málin rædd Agnes og Baltasar Kormákur í hrókasamræðum í Cannes. Vinkonurnar Eygló Angaríta Moreno og Hafrún Ægisdóttir söfnuðu 1.650 kr. handa Rauða kross- inum. Einnig færðu þær Konukoti heilan helling af framandi bananasnakki. Söfn- unin fór fram fyrir framan Krónuna í Nóatúni. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is TONON Concept borðstofustóll Viðarfætur verð 74.900,- stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.