Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018
hefði getað sleppt því að segja sumt
og ef ég hefði skrifað hana í dag hefði
ég skrifað margt öðruvísi. Þá var ég
bara með fókusinn á mér og því
hvernig ég hafði lifað lífinu sem alkó-
hólisti, var að skrifa um það í raun og
veru, en var náttúrlega líka að reyna
að hlífa öllum öðrum í kringum mig
og gera þetta sem snyrtilegast.
Ég var samt ekki með það sjálfs-
traust sem ég er með í dag og var
ekki búin að skoða mína fortíð með
þeim augum að skoða foreldra mína
og þeirra fortíð, það var bara ég, það
náði ekki lengra á þeim tíma. Síðan
hafa bæði mamma og pabbi dáið,
mamma 2009 eins og ég sagði og
pabbi 2015, gengu bæði í gegnum
mikil veikindi. Það hefur breytt rosa-
lega miklu um það hvernig ég lít á
þau og hvernig ég lít á æsku mína, ég
er búin að fara mjög marga hringi í
því og kannski vildi ég að mamma
mín fengi uppreist æru,“ segir Linda
og kímir.
Margt sem ekki var rætt
„Mig langaði að skrifa um ömmur
mínar og mömmu eftir að ég fór að
skoða þær með öðrum augum, skoða
þeirra líf og æsku. Maður fær líka
ættfræðiáhuga þegar maður eldist og
síðan komu líka í ljós hlutir sem ég
vissi ekki, til dæmis um móðurfjöl-
skyldu mína, þar bjó mikil sorg og
skömm í kringum langafa minn og
langömmu sem ég vissir ekkert um.
Það hefur örugglega fylgt ömmu og
afa og þau borið í sín börn án þess að
það væri kannski rætt. Það var svo
margt sem ekki var rætt, það hef ég
rekið mig á hvað eftir annað í minni
fjölskyldu, börn sem voru ekki nefnd,
fólk sem hvarf, það var ekki talað um
það og maður frétti það bara ein-
hvern tímann, kannski þegar maður
er sjálfur orðinn sextugur, það er fá-
ránlegt.“
– Var líka skemmtilegt að skrifa
það um ömmu þína og mömmu, eða
var það einhvertímann sárt?
„Það var ekki beinlínis sárt, en ég
vandaði mig ofsalega mikið við ljóðin
um mömmu og vissi lengi vel ekki
hvernig þau ættu að vera, þau komu
eiginlega síðast. Það var ekkert sárt í
þeim en það var frekar tregi, tregi yf-
ir því að ég hefði ekki getað sýnt
henni þessar tilfinningar á meðan
hún var lifandi.
Ég var ekkert ósátt við foreldra
mína en ég hefði viljað verið búin að
sjá þau í öðru ljósi, bæði tvö, áður en
þau dóu. Ég er mjög sátt við síðustu
árin hans pabba og hvernig við syst-
urnar fylgdum honum í gegnum veik-
indin en mér finnst ég líka hafa feng-
ið að sjá hann í öðru ljósi en áður.“
– Maður kynnist foreldrum sínum
eiginlega bara þegar það er orðið of
seint.
„Það er svolítið þannig, ég held að
ég sé ekki ein um það.“
Ekki ósátt við líf mitt
„Systur mínar spyrja mig oft þeg-
ar ég er að skrifa æskuminningar:
hvernig manstu þetta allt saman? Í
rauninni man ég það ekki fyrr en ég
fer að skrifa og þá kemur í ljós að ég
man miklu meira en ég held að ég
muni. Ég held að ég hugsi og skoði
þetta svolítið öðruvísi en margir aðrir
af því ég á ekki börn. Ég held að for-
tíðin og nútíðin horfi bara öðruvísi við
mér heldur en þeim sem hafa alið
upp börn og eru komin með barna-
börn, ég er að skoða aðra hluti.“
– Þú nefnir það í lokaljóðinu að þú
gætir hugsað þér að eiga barnabörn:
„eftir að ég komst yfir miðjan aldur
hef ég hins / vegar oft óskað mér þess
á vorin að eiga svolítinn / garðskika
og ekki endilega uppkomin börn en /
nokkur barnabörn samt til að reyta
með mér arfa / og tína upp rusl svo
gróðurinn megi dafna“.
„Já, þar er ég að horfa til ömmu
minnar og er að segja að ég sé í raun-
inni ekki eftir því að hafa ekki átt
börn. Ég var samt alla tíð hissa á því
að mér væri sama um barnleysið,
fannst það ekki eðlilegt. Það eru ekki
mörg ár síðan ég uppgötvaði, í sál-
fræðimeðferð, að það viðhorf hafði
orðið til þegar ég var fimm ára og
horfði bjargarlaus á þriggja ára syst-
ur mína drukkna næstum því í sund-
laug á sumardvalarheimili sem við
vorum sendar á. Þar hafði ég sagt við
sjálfa mig að ég ætlaði aldrei að bera
ábyrgð á annarri manneskju. Eftir
þessa uppljómun gat ég loksins farið
í gegnum ævi mína á réttum for-
sendum og leyft mér að syrgja það að
hafa ekki átt barn. Ég er samt ekki
ósátt við líf mitt, þekki ekkert annað
en barnleysið enda hef ég það einmitt
á orði í síðasta ljóðinu í bókinni að ég
vilji ekkert endilega eiga uppkomin
börn, en engu að síður vildi ég gjarn-
an eiga barnabörn,“ segir Linda og
skellir upp úr.
Morgunblaðið/Eggert
Sjálfstraust Linda Vil-
hjálmsdóttir ákvað að skrifa
eitthvað sem henni þætti
bara skemmtilegt.
»Mig langaði aðskrifa um ömmur
mínar og mömmu eftir
að ég fór að skoða þær
með öðrum augum,
skoða þeirra líf og
æsku.
Maðurinn er leiddur inn í stjórnar-
byggingu eftir miklum ranghölum
inn á skrifstofu þar sem bíður nokk-
uð ábúðarmikill yfirmaður. Þegar
maðurinn biður um lyklana að bíln-
um er honum rétt eyðublað, sem
hann er beðinn um að undirrita.
Hann hváir þegar hann áttar sig á
að það stendur alls ekki til að af-
henda bílinn heldur á að taka hann
eignarnámi. Hann byrjar að mögla
en er kurteislega beðinn um að und-
irrita plaggið. Þegar hann þver-
skallast við færist ógn í fyrirmælin.
Að endingu er honum sagt að nú
þurfi hann að borga 100 þúsund
dollara að auki fyrir möglið og haldi
hann áfram muni upphæðin hækka
jafnt og þétt. Við kveðjum bíleig-
andann þar sem hann hefur verið
leiddur inn í stóran sal þar sem
ganga um 20 til 30 menn með far-
síma í hendi í óða önn að öngla sam-
an fyrir lausnargjaldinu.
Í öðru atriði koma hermenn með
mann, sem þeir kalla „útrýmanda“
og binda hann við staur. Vegfar-
endur spyrja hver þetta sé og fá að
vita að hann sé úr Úkraínuher.
Smám saman safnast saman múgur
manns á götunni og byrjar að hrópa
á hann og ganga í skrokk á honum.
Donbass er nöpur ádeila á stríðs-
brölt. Góði dátinn Svejk kemur upp
í hugann og sömuleiðis það yfir-
gengilega úr myndum Emirs Kustu-
rica og þolinmæði gluggagægisins
úr myndum Michaels Haneke. Loz-
nitsa fékk verðlaun á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes í ár fyrir leikstjórn
og það fer vel á að þetta magnaða
verk skuli vera opnunarmynd al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í
Reykjavík í ár.
Ádeilumynd Donbass er nöpur ádeila á stríðsbrölt. Góði dátinn Svejk kemur upp í hugann og sömuleiðis það
yfirgengilega úr myndum Emirs Kusturica og þolinmæði gluggagægisins úr myndum Michaels Haneke.
Sýnd í Bíó Paradís 27. september
kl. 19, 29. september kl. 12.45.
Ronja Ræningjadóttir (None)
Sun 30/9 kl. 13:00 6. s Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s
Sun 30/9 kl. 16:00 7. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka
Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s
Sun 7/10 kl. 13:00 8. s Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka
Sun 7/10 kl. 16:00 9. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s
Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka
Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s
Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s
Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s
Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 18/11 kl. 16:00 21. s
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fös 28/9 kl. 19:30 Frums Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s
Sun 30/9 kl. 19:30 2. s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s
Lau 6/10 kl. 19:30 3. s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Lau 3/11 kl. 19:30 13. s
Sun 7/10 kl. 19:30 4. s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s
Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Ég heiti Guðrún (Kúlan)
Fös 5/10 kl. 19:30 Frums Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Fös 19/10 kl. 19:30 Auka
Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Lau 20/10 kl. 17:00
Sun 7/10 kl. 17:00 2. s Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 21/10 kl. 17:00 9. s
Mið 10/10 kl. 19:30 3. s Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Þri 23/10 kl. 19:30 10. s
Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s
Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 27/9 kl. 19:30 12. s
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 29/9 kl. 19:30 40. s Fös 5/10 kl. 19:30 41. s Fös 19/10 kl. 19:30 42. s
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s
Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Lau 10/11 kl. 19:30 5. s Lau 24/11 kl. 19:30 8. s
Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6. s
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Insomnia (Kassinn)
Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fös 16/11 kl. 19:30 3. s Fös 23/11 kl. 19:30 5. s
Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 4. s
Brandarinn sem aldrei deyr
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 6/10 kl. 13:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 13:00
Lau 6/10 kl. 15:00 Lau 13/10 kl. 15:00 Lau 20/10 kl. 15:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 28/9 kl. 22:00
Daður og dónó
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 3/10 kl. 20:00 Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00
Mið 10/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00
Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 29/9 kl. 20:00 59. s Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Lau 20/10 kl. 20:00 63. s
Fös 5/10 kl. 20:00 60. s Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Fös 2/11 kl. 20:00 aukas.
Besta partýið hættir aldrei!
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fim 27/9 kl. 20:00 6. s Lau 6/10 kl. 20:00 9. s Lau 13/10 kl. 20:00 12. s
Fös 28/9 kl. 20:00 7. s Sun 7/10 kl. 20:00 10. s Lau 20/10 kl. 20:00 13. s
Lau 29/9 kl. 20:00 8. s Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s
Gleðileikur um depurð.
Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið)
Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Sun 30/9 kl. 20:00 aukas. Sun 7/10 kl. 20:00 9. s
Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Mið 10/10 kl. 20:00 aukas.
Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Fim 11/10 kl. 20:00 10. s
Athugið, sýningum lýkur 3. nóvember.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Elly (Stóra sviðið)
Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 18/10 kl. 20:00 157. s
Fös 28/9 kl. 20:00 151. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Fös 19/10 kl. 20:00 158. s
Sun 30/9 kl. 20:00 150. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Sun 21/10 kl. 20:00 159. s
Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s
Stjarna er fædd.
Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar