Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun hyggst byggja göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá við Búrfellshólma. Tilgangurinn er að bæta aðgengi að Búrfellsskógi sem hefur versnað vegna fram- kvæmda við Búrfellsstöð 2. Brúin mun tengja saman kerfi reiðvega og göngustíga sem eru beggja vegna Þjórsár, það er að segja í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Bygging brúarinnar er liður í mótvægisaðgerðum vegna fram- kvæmda við Búrfellsstöð 2 sem var gangsett í sumar. Leiðin í Búrfellsskóg að vestanverðu lá yf- ir frárennslisskurð sem ekki var vatn í fyrr en Búrfellsvirkjun 2 var tekin í notkun. Breytt áform Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, kynnti áform um brúargerð á fundi með fulltrúum sveitarstjórna Skeiða- og Gnúp- verjahrepps og Rangárþings ytra fyrr í mánuðinum. Óli Grétar segir að áformin hafi breyst vegna óska Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem fram komu í rammaskipulagi Þjórsárdals frá árinu 2013. Nú sé ætlunin að byggja brú á gamla farveg Þjórsár, ofan við Þjófafoss, á milli Bjarnalóns og Búrfells- stöðvar. Með þessu móti verður aðgengi að Búrfellsskógi auðveldað til muna fyrir gangandi umferð og ríðandi. Þetta þýðir að reiðvega- og göngustígakerfi Rangárþings ytra tengist við Búrfellsskóg með smá viðbót frá Þjófafossi og jafn- framt við reiðleiðir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Auknir útivistar- möguleikar „Við erum mjög jákvæð fyrir þessu,“ segir Kristófer A. Tóm- asson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, um brúar- áformin. Hann segir að þessi um- ræða hafi vaknað þegar ákveðið var að stækka Búrfellsvirkjun. Sveitarstjórn hafi viljað að Lands- virkjun kæmi til móts við íbúa sveitarfélagsins vegna þess rasks sem fylgdi framkvæmdinni en tók þó fram að Landsvirkjun hefði haldið því í lágmarki og gengið vel frá eftir sig. Þess má geta að stöðvarhús Búrfellsstöðvar 2 er grafið djúpt inn í Sámsstaðaklif. Ofanjarðar eru aðrennslisskurður sem leiðir vatnið úr lóninu og frá- rennslisskurður sem tekur við vatninu úr stöðvarhúsinu og leiðir út í Fossá. Kristófer segir að útivistar- möguleikar batni mjög við betra aðgengi að Búrfellsskógi og þar skapist einnig tækifæri til að planta trjám til að kolefnisjafna verkefni. Óli Grétar segir að þeir sem nauðsynlega þurfa að aka í Búr- fellsskóg geti áfram farið fyrir frárennslisskurð Búrfells 2 og eftir slóða inn í Búrfellsskóg. Hestamenn geti einnig farið þá leið. Kostar 300-400 milljónir Sú útfærsla á brú sem nú er rætt um yrði 45 metra löng og 2,5 metrar að breidd. Kostnaður er áætlaður 300-400 milljónir. Breyta þarf aðalskipulagi sveitarfélaganna, gera jarðfræði- rannsóknir, hanna brú og bjóða út. Talið hefur verið raunhæft að miða við að byggja brúna sum- arið 2020. Óli Grétar segir að vinna við breytingar á aðal- skipulagi sveitarfélaganna sé á lokastigi og texti um þessa breytingu verði settur þar inn. Því sé hugsanlegt að hefja fram- kvæmdir fyrr, eða haustið 2019. Tengir saman stíga við Búrfell  Landsvirkjun áformar að byggja göngu- og reiðbrú við Búrfellshólma  Bætir aðgengi að Búrfellsskógi og tengir við reiðleiðir austan Þjórsár  Auknir útivistarmöguleikar í Búrfellsskógi Göngubrú yfir Þjórsá Heimild: Landsvirkjun Búrfells- stöð II Búrfells- stöð II BjarnarlónBúrfells- stöð Búrfells- stöð Búrfellsskógur Bú rfe ll Bú rfe llReið- og göngubrú við Búrfellshólma Reið- og gönguslóði Reið- og gönguslóði Reið- og gönguslóði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjórsá Slóðar hafa verið lagðir austan Þjórsár að Þjófafossi. Fyrirhuguð göngubrú er ofar á ánni en litla viðbót þarf til að tengja slóðakerfið við brúna. Bragð af vináttu • Hágæðagæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. F IM M TU DAGSLEIKU R • M O RGUNBLAÐ SI N S • FINNDU HAPPATÖLUNA Í BLAÐINU – og þú gætir dottið í lukkupottinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.