Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 VIÐTAL Anna Margrét Björnsson amb@mbl.is „Forðastu kvikmyndaskóla, fylgdu eigin hugsjón og festu allt sem þú sérð á filmu,“ eru nokkur þeirra ráða sem hinn óviðjafnanlegi Jonas Mek- as gefur upprennandi kvikmynda- gerðarfólki. Hann er heiðursgestur RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- arinnar í Reykjavík, í ár en hún hefst í dag. Mekas er þekktur sem guðfaðir bandarískrar framúrstefnukvik- myndagerðar. Hann vann náið með listamönnum á borð við Andy War- hol, John Lennon, söngkonunni Nico og Salvador Dali svo aðeins fáir séu nefndir. Nafn hans er órjúfanlega tengt listasenu New York-borgar á sjöunda áratugnum, senu sem setti mark sitt á heiminn allan. Mekas er meðal annars þekktur fyrir kvikmyndir sínar í dagbók- arformi en margir merkir ein- staklingar og listamenn hafa birst í þeim, meðal annars Allen Ginsberg, Jackie Kennedy, Warhol, Dali og góðvinur hans George Maciunas sem var upphafsmaður Fluxus- stefnunnar. Handtekinn af nasistum Fyrri hluti ævi Mekasar var erfið- ur. Mekas flúði heimaland sitt Lithá- en í seinni heimsstyrjöldinni en var handtekinn í Þýskalandi og settur í vinnubúðir nasista. Eftir stríð, þegar hann var 26 ára, var hann fluttur til Bandaríkjanna sem flóttamaður og settist að í Brooklyn í New York og lærði um stund hjá Avant-gardist- anum Hans Richter. Mekas er 95 ára en lætur það ekki stöðva sig. Hann opnar sína fyrstu listasýningu hérlendis í Ásmundar- sal í næstu viku og situr fyrir svör- um 3. október eftir sýningu á The Sixties Quartet, fjórum stutt- myndum sem gerðar eru upp úr dag- bókarmyndum hans. Þar er að finna viðtöl við Jackie Kennedy, John Lennon, Andy Warhol og George Maciuna. Fæddist í litlu þorpi í Litháen „Ég bý til kvikmyndir og þess vegna er ég kvikmyndagerðar- maður. Ég skrifa ljóð og er því ljóð- skáld. En ég er ekki listamaður af því að orðið er svo óljóst í dag, eng- inn veit hvað það þýðir lengur,“ seg- ir Mekas þegar ég spyr hann við hvaða listform hann kenni sig helst í dag. Hann segist líka enn vera að sinna tónlist. „En hljómsveitin mín, sem var leidd af þeim Ken Wollesen og Dalius Naujo og lék alltaf á frönskum bistro í Brooklyn, leystist upp þegar okkur var hent út af staðnum fyrir að vera með of mikinn hávaða. Við erum að setja hana sam- an aftur núna í Los Angeles.“ Mekas fæddist í litlu sveitaþorpi í norðurhluta Litháens árið 1922. „Ég ólst upp í algjörum samhljómi við náttúruna. Fyrsta starfið mitt sem unglingur var að tína blóm fyrir grasalækni þar sem ég þekkti öll blóm og jurtir sem uxu í nágrenninu. Í stórborginni líður mér eins og út- laga.“ Sá fyrstu kvikmyndina 15 ára Spurður um hvaða kvikmyndir hann sá fyrst sem ungur maður seg- ist hann hafa séð fyrstu kvikmynd- ina fimmtán ára gamall. „Það var eitthvert bandarískt melódrama, ég man ekki eftir neinu úr henni leng- ur. Síðar, þegar Sovétmenn hertóku Litháen, var ég neyddur til þess að horfa á áróðursmyndir þeirra. Þær voru mjög leiðinlegar. Ég uppgötv- aði ekki alvörukvikmyndir fyrr en árið 1949 þegar ég kom til New York-borgar. Ég ákvað um leið að kaupa mér kvikmyndatökuvél og byrja að taka upp. Þá hófst líf mitt í kvikmyndagerð, þegar ég var 27 ára gamall,“ segir Mekas. Ég spyr hvernig hann hafi endað í New York-listasenunni eftir að hafa kom- ið þangað sem flóttamaður. „Ég kom ekkert sjálfur til New York,“ út- skýrir hann. „Ég var fluttur þangað af flóttamannasamtökum Samein- uðu þjóðanna eftir að hafa verið í þýskum vinnubúðum í eitt ár og svo í flóttamannabúðum næstu fimm ár, eftir stríðið.“ Hann segist hafa byrj- að á dagbókarforminu þegar hann var sex ára gamall. „Ég var með þrá- hyggju fyrir að halda dagbók. Ég hugsa að það hafi verið sú þráhyggja ásamt þeirri staðreynd að ég hef alls enga hæfileika í að græða mikinn pening á að gera stórar kvikmyndir í fullri lengd að ég fór út í þessa grein.“ Heimilið var afdrep fyrir upprennandi listamenn Mekas hitti Andy Warhol fyrst heima hjá sér. „Ég bjó í svona „loft“ íbúð á árunum 1961 til 67. Ég elska að búa í svoleiðis heimkynnum, þoli ekki venjulegar íbúðir. Heimili mitt var einskonar afdrep fyrir upprenn- andi listamenn á þessum tíma; ljóð- skáld, málara, tónlistarfólk, kvik- myndagerðarmenn. Enginn þeirra var þekktur. Andy byrjaði að venja komur sínar þangað líka og bara hékk í kringum okkur. Hann var ekki byrjaður að gera kvikmyndir. Hann hitti þessar fyrstu ofur- stjörnur sínar þarna og fékk inn- blástur til að gera eigin kvikmyndir. Það var mjög eðlilegt. Við veittum hvert öðru innblástur.“ – Nú hefur þú unnið með mörgum stórnöfnum í heimi tónlistar og myndlistar. Hvað af þessu fólki þótti þér eftirminnilegast? „Fólk tekur yfirleitt eftir stóru nöfnunum af þeim sem ég hef unnið með. En þessi stóru nöfn hefðu ekki orðið stór ef þau hefðu ekki verið innblásin af litlu nöfnunum, fólkinu sem byrjar með hugmyndirnar, fólki eins og Angus McLise, Barbara Rubin, Tony Conrad, Piero Heliczer, Jack Smith, Harry Smith, lista- mönnunum sem bjuggu til landa- kortið fyrir þá stóru,“ svarar Mekas. Ég segi honum að ég sé mikill aðdáandi Nico og Velvet Under- ground og er forvitin um hvernig hann kynntist henni. „Ég kynntist Nico í gegnum Nico Papatakis sem var að hjálpa rithöfundinum Jean Genet að gera Un Chant D’Amour og var meðframleiðandi að Shadows eftir Cassavetes. Ég kynnti Nico og Velvet Underground fyrir Andy,“ segir Mekas. Hann segist alltaf hafa haldið sig innan neðanjarðargeirans. „Ég held mig frá yfirborðs- kenndum heimi þar sem gróðasjón- armið ráða ríkjum. Það eru aðrir heimar tónlistar, kvikmynda og myndlistar sem eru miklu meira spennandi. Staðir eins og Brooklyn og London, og um allt. Nýir staðir, ungt fólk, ung orka, ný orka.“ Hluti af lífinu að skapa tónlist Hvaða ráðleggingar myndi hann gefa ungu kvikmyndagerðarfólki í dag? „Fáðu þér myndavél og byrj- aðu að taka upp. Allt, hvað sem er. Forðastu kvikmyndaskóla. Fylgdu eigin hugsjón. Sökktu þér ofan í kvikmyndir, horfðu á þær allar. Líka þær slæmu. Sérstaklega þær slæmu og þær gömlu.“ Mekas hefur komið oft til Íslands, meðal annars á Listahátíð árið 2008. Hvernig er upplifun hans af Íslandi og listasenunni hér? „Mér finnst gaman að allir syngja og allir flytja tónlist. Það er alveg eins og í þorp- inu sem ég ólst upp í. Við sungum alltaf en tókum okkur ekkert alvar- lega sem tónlistarfólk. Að skapa tón- list var bara hluti af lífi okkar. Það er eðlilegt, eða það er eins og þetta á að vera. Ég er líka hrifinn af því að á Íslandi eru tveir hópar, sá sýnilegi og sá ósýnilegi. Ég get bara rétt ímyndað mér hverskonar tónlist er búin til í hinu ósýnilega Íslandi.“ Björk Guðmundsdóttur bregður fyrir í mynd eftir Mekas. Hvernig kom það til? „Ég myndaði hana þeg- ar hún fór með mig og Marinu Abramovic út á flugvöll fyrir svona fjórum eða fimm árum, hún var að benda mér á hvar hún hefði átt heima. Það var fallegt augnablik og ég notaði það skot til að enda mynd- ina.“ Eðlilegt að ná 100 ára aldri Sýning Mekas í Ásmundarsal er samsett, að hans sögn, af innsetn- ingum og ýmsum eldri kvikmynda- verkum. „Viðfangsefni mín eru öll tengd lífinu í kringum mig, vinum mínum, daglegu lífi. Ég hef engan áhuga á fortíðinni. Ég hef áhuga á samtímanum, hann er það eina sem skiptir máli og við höfum stjórn á, ef við viljum það. Það er svo mikill ljót- leiki í fortíðinni og það hefur enn áhrif á samtímann, horfðu bara á það sem er að gerast í heiminum í dag, þjóðernishyggjan, úrelt skipu- lögð trúarbrögð, langærar minn- ingar frá tímum ættbálkanna sem snúast um hefnd, rasisma, þetta kemur allt frá minningum. Mér finnst best að halda mig við augna- blikið sem við lifum í og framtíðina. Ég er sjálfur súfisti þegar kemur að andlegu hliðinni. Ég trúi á dýrlinga, engla, spámenn og dulspekinga, eins og Jakob Boehme, Meister Eck- hardt, Hermes Trismegistus og Sankti Teresa frá Avilu. Lestu ævi- sögu hennar! Og já, hinn mikla Ibn Arabi.“ Nú er Mekas að nálgast hundr- aðasta æviár sitt. Ég spyr hann hverju hann þakki almennan hress- leika og háan aldur. „Hár aldur minn er ekkert sérstakur. Það er eðlilegt fyrir fólk að lifa þar til það verður hundrað ára, finnst mér. Ef maður deyr fyrr hefur eitthvað farið úr- skeiðis. Of mikill matur, of miklar áhyggjur, of mikið kynlíf og svo framvegis. Áhyggjur af morgundeg- inum. Ég hef aldrei áhyggjur af hon- um. Ég læt engla leiða mig áfram í lífinu. Maður verður bara að hlusta á himinhvelfingarnar. Það er erfiðasti hluti lífsins, endalausi parturinn. Mér líkar það. Það er það sem ég geri, það er vinnan mín. Afgangur- inn gerist svo sjálfkrafa.“ Upplýsingar um myndirnar eftir Mekas sem sýndar verða á RIFF má finna á vef hátíðarinnar, www.riff.is. Ljósmynd/Liz Wendelbo Fjörkálfur Jonas Mekas bregður á leik á einni af götum heimaborgar sinnar, New York. „Held mig frá yfirborðskenndum heimi“  Jonas Mekas, guðfaðir bandarískrar framúrstefnukvikmyndagerðar, er heiðursgestur RIFF  „Ég hef áhuga á samtímanum, hann er það eina sem skiptir máli,“ segir hinn 95 ára gamli Mekas Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra o rafma nsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Merkivélarnar frá Brother eru frábær lausn inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu og kíktu á úrvalið hjá okkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.