Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Útsölulok
laugardaginn 29. september
30-60%
afsláttur
af völdum
vörum
Undirföt • Sundföt • Náttföt • Sloppar
Unnið hefur verið að endurbótum á
þjóðveginum við Laugarvatn og því
verki verður fram haldið. Alls verða
gerðar endurbætur á 8,8 kílómetra
kafla, slitlag fræst upp, vegurinn
styrktur og lögð út ný klæðing.
Tilboð voru nýlega opnuð hjá
Vegagerðinni í endurbætur á 4,6
kílómetra kafla á Laugarvatnsvegi,
frá Þóroddsstöðum að Grafará. Vet-
urinn 2018-2019 skal vinna við efnis-
útvegun og breikkun vegarins. Eftir
8. apríl 2019 verður núverandi slit-
lag fræst upp, vegurinn styrktur og
lögð út klæðing. Verkinu skal að
fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2019.
Fimm tilboð bárust í verkið:
Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir,
Selfossi, bauð best, eða 166 milljónir
og 186 þúsund. Tilboð Þjótanda hf.,
Hellu var örlitlu hærra eða 166
milljónir og 297 þúsund. Áætlaður
verktakakostnaður var 164,1 millj-
ón. Aðrir sem buðu í verkið voru
Magnús I. Jónsson ehf., Svínavatni,
Suðurtak ehf., Grímsnesi og Borg-
arverk ehf., Borgarnesi.
Samkvæmt upplýsingum G. Pét-
urs Matthíassonar upplýsingafull-
trúa Vegagerðarinnar er ekki búið
að ganga frá samningum við verk-
taka en stefnt að því að hefja samn-
ingaviðræður fljótlega við lægst-
bjóðanda.
Í fyrrahaust voru opnuð tilboð í
endurbætur á 4,2 km kafla á Laug-
arvatnsvegi, frá Grafará að Laug-
arvatni. Samið var við lægstbjóð-
anda, Þjótanda ehf. á Hellu, sem
bauðst til að vinna verkið fyrir 184
milljónir. Vinna hófst í fyrrahaust
og lauk verkinu síðsumars.
sisi@mbl.is
Laugarvatns-
vegur lagaður
Endurbætur á 8,8 kílómetra kafla
Laugarvatn
Apavatn
Selfoss
Ko
rt
ag
ru
nn
ur
:
O
pe
nS
tr
ee
tM
ap
Kortagrunnur:
OpenStreetMap
Grafará–Laugarvatn
Kaflinn sem unnið
var við sl. vor
Þóroddsstaðir–Grafará
Kaflinn sem unninn
verður í haust og
næsta sumar
Laugarvatnsvegur
Þingve
llir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Endurskoða þarf framkvæmd fyr-
irhugaðrar Sundabrautar. Allar til-
lögur um þverun Kleppsvíkur eru
margra áratuga gamlar. Frá þeim
tíma að þær voru settar fram hafa
orðið miklar breytingar og ýmsar
forsendur mannvirkjagerðar í dag
talsvert aðrar en áður voru.
Þetta er niðurstaða Jóns Þor-
valdssonar aðstoðarhafnarstjóra
Faxaflóahafna sf. en hann hefur
tekið saman minnisblað og kynnt á
fundi hafnarstjórnar.
Jón bendir á að forsendur
byggðaþróunar í dag séu aðrar en
þær voru í upphafi. Spurning sé
hvernig hraðbrautarforsendur
ganga upp inni í miðri borgar-
byggð.
Efast megi um það að Sæbrautin
hafi afkastagetu til að taka við um-
ferð frá Sundabraut verði ráðist í
þá framkvæmd. Þess sjáist merki á
álagstíma umferðar. Þetta segir
Jón m.a. í minnisblaðinu. Hann seg-
ir að ýmis uppbyggingaáform á ná-
lægum svæðum séu í farvatninu.
Þeim fylgi óhjákvæmilega aukið
umferðarálag á stofnbrautina, Sæ-
braut. Fyrir Sundahöfn, sem meg-
ingátt vöruflutninga til höfuðborg-
arinnar og Íslands alls, sé það lykil-
atriði að vegatengingar við
Sæbrautina verði góðar.
Í skipulagi í meira en 30 ár
Jón rifjar upp að Sundabraut hafi
verið sýnd á Aðalskipulagi Reykja-
víkur frá árinu 1984, eða yfir 30 ár.
Hún hafi verið kynnt sem megin-
stofnleið um höfuðborgarsvæðið,
tenging fyrir norðurhluta Reykja-
víkur að Kjalarnesi og vegtenging
fyrir Vestur- og Norðurland.
Á árinu 1995 hafi hafist formleg
vinna á vegum Vegagerðarinnar og
Reykjavíkurborgar, þar sem skoð-
aðir voru mögulegir valkostir.
„Tillögur um veglínur og gerð
umferðarmannvirkja eru að grunni
til þær tillögur sem fram komu fyr-
ir rúmum þrjátíu árum og byggðust
á forsendum sem þá voru uppi varð-
andi hönnun og viðmið um öryggi
og frágang samgöngumannvirkja,“
segir Jón. Sumar gerðir samgöngu-
mannvirkja, sem þá voru skoðaðar,
séu í dag vart taldir raunhæfir kost-
ir, m.a. með tilliti til öryggiskrafna.
Jón rifjar upp að upphaflega hafi
verið skilgreindir fjórir staðir þar
sem Sundabrautin tæki land í
Reykjavík. Landtaka Sundabrautar
á Holtavegi í Kleppsvík og við Ell-
iðaárósa og að brú á Elliðaánum
hafi fljótlega verið slegin út af borð-
inu. Þá hafi sú ákvörðun Reykjavík-
urborgar að skipuleggja byggð á
Gelgjutanga útilokað landtöku þar.
Þá er aðeins eftir einn möguleiki
fyrir landtöku botnganga milli
Gufuness og Reykjavíkur, þ.e. á
milli Holtagarða og Klepps. Loks sé
eftir sá möguleiki að Sundabraut
verði í jarðgöngum, Sundagöngum,
sem mögulega kæmu upp norðan
Sundahafnar, t.d. í Laugarnesi.
Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur
verið með til umfjöllunar skipulag
hafnarlands í Sundahöfn. Tók Jón
Þorvaldsson saman þetta minnis-
blað vegna þeirrar vinnu.
„Landtaka Sundabrautar þarf
verulegt landrými og þrengir þá að
nálægri starfsemi þar sem að í dag
er orðið þröngt um og skortur á
rými fyrir hafnarstarfsemi,“ segir
Jón aðspurður. Hann telur ekki
ólíklegt að rífa þyrfti einhver mann-
virki í Sundahöfn og nágrenni til að
koma fyrir nauðsynlegum sam-
göngumannvirkjum sem tengjast
Sundabrautinni, svo sem aðkomu-
vegum og slaufum.
Endurskoða þarf Sundabraut
Aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir að tillögur um þverun Kleppsvíkur séu áratuga gamlar
Forsendur hafi breyst síðan þá Efast um að Sæbrautin geti tekið við umferð frá Sundabraut
Morgunblaðið/sisi
Sundahöfn Þessi mynd er tekin af Kleppsbakka að svæðinu milli Klepps og Holtagarða. Þetta svæði er eini mögu-
leikinn þar sem botngöng úr Gufunesi geta tekið land. Aðrir möguleikar, nema Sundagöng, eru út úr myndinni.
Fyrirhuguð lega Sundabrautar
Sæbraut
Skútuvogur
Sæ
br
au
t
Kleppsspítali
Sundahöfn
Holtagarðar
Sundabraut (göng)
Sundabraut
Heimild: Faxaflóahafnir
og Verkfræðistofan HNIT
„Undirrituð lýsa yfir vilja sín-
um til að verkefnahópurinn
leiði, að þessum viðræðum
loknum, til lykta málefni
Sundabrautar.“ Svo segir í
viljayfirlýsingu um uppbygg-
ingu samgangna á höfuðborg-
arsvæðinu sem Sigurður Ingi
Jóhannsson samgöngu-
ráðherra og sex bæjarstjórar á
höfuðborgarsvæðinu undirrit-
uðu síðastliðinn föstudag.
Hreinn Haraldsson, fyrrverandi
vegamálastjóri, mun leiða við-
ræðurnar. Hvert sveitarfélag
mun tilnefna tvo fulltrúa í
verkefnahópinn. Niðurstöður
eiga að liggja fyrir eigi síðar
en 15. nóvember 2018.
Reykjavíkurborg ákvað að
skipuleggja íbúðabyggð í
Gelgjutanga við Elliðaárvog og
þar með var svokölluð innri
leið Sundabrautar útilokuð. Í
september í fyrra kynnti borg-
in hugmyndir um að 1. áfangi
fyrirhugaðrar Sundabrautar
myndi liggja í botngöngum frá
Kleppsbakka upp í Gufunes.
Vegagerðin tilkynnti Reykja-
víkurborg með bréfi í maí í
fyrra að hún liti svo á að
Reykjavíkurborg bæri að fjár-
magna aukinn kostnað af lagn-
ingu Sundabrautar, sem næmi
mismun kostnaðar á vali á ytri
leið og þeirri leið sem Vega-
gerðin lagði til, þ.e. innri leið.
Þessu hafnaði borgin. Kostn-
aðaraukinn hefur verið metinn
allt að 10 milljarðar króna.
Verkefnahóp-
ur á að leiða
málið til lykta
VILJAYFIRLÝSING