Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 61
DÆGRADVÖL 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú nálgast viðfangsefni þín af mikilli sannfæringu: það gerir þig fram úr hófi verndandi. Daginn í dag ættir þú að nota til læra, spyrja spurninga og æfa þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu óhræddur að eiga skoðanaskipti við aðra. Hver er sinnar gæfu smiður og þú getur ekki sakast við neinn nema sjálfan þig ef málin eru komin í óþægilegan farveg. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að nálgast verkefni þín í vinnunni með skipulögðum hætti. Vinnusemi þín fer ekki fram hjá öðrum og þú munt hljóta umbun erfiðis þíns. Mundu að ofmetn- ast ekki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregðast rétt við. Ef þú hlustar vel, gætirðu komist að einhverju mikilvægu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Aukið álag í vinnunni gæti komið niður á þér seinna. Leggðu samt hönd á plóg þar sem þess er þörf, hvort sem það er beinlínis í þínum verkahring eða ekki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hugsanlegt er að þú lendir í útistöð- um í dag enda finnst þér sumir bæði hroka- fullir og einstrengingslegir í viðmóti. Hugs- aðu þig vel um áður en þú bregst við. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert eitthvað viðkvæmur og þarft um- fram allt að halda sjálfsstjórn innan um aðra. Forðastu að vera með stórorðar yfirlýsingar um líf annarra og láttu ekki æsa þig upp. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Taktu ekki allt bókstaflega sem þú heyrir. Alls kyns hlutir koma upp á yf- irborðið og valda vandræðagangi í sam- skiptum þínum við aðra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver átök gjósa upp á vinnu- stað þínum, en þú skalt halda þig utan við þau af fremsta megni. Reyndu að komast hjá því að taka mikilvægar ákvarðanir í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur góðar hugmyndir um breytingar í vinnunni. Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er alveg hægt að rökræða við fólk án þess að allt fari í hund og kött en ekki búast við göfuglyndi af einhverjum sem hef- ur aldrei sýnt það áður. 19. feb. - 20. mars Fiskar Farðu á þínar uppáhaldsslóðir og finndu þann frið og þá ró sem endurnýja þig til frekari athafna. Gakktu hreint til verks. Óvænt kom bókin „Þegaramma var ung“ eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur upp í hend- urnar á mér á dögunum. Þar stendur eftir Einari á Hermund- arfelli þegar hann kom til Þórs- hafnar kringum 1930: „Þá leit ég inn í Kaupfélagið, en þar var minnst um dýrðir, enda fékk sú verslun orð fyrir fábreytt vöruval og mun þar hafa komið til ráð- deild kaupfélagsstjórans, Guð- mundar Vilhjálmssonar bónda á Syðra-Lóni, sem talið hefur hag- kvæmt að venja ekki bændur á að kaupa óþarfa munaðarvarning í ráðaleysi og óhófi. Jóhann gamli Gunnlaugsson hafði einhvern tíma gert vöruval Kaupfélagsins að gamanmáli og orti eftirfarandi stöku, sem barst um allt byggðar- lagið: Esjan færist óðum nær, eymdin bráðum dvín, Kaupfélagið kannski fær klossa og sakkarín. Kaupfélagið hafði einhverju sinni fengið geysistóra sendingu af tréklossum, sem ekki þótti hentugur skófatnaður, enda dugðu birgðirnar vel og lengi. Og sakkarínið þótti ekki girnileg vara og jafnvel naumast boðleg fátæk- lingum.“ Esjan var á þessum tíma strand- ferðaskip skipaútgerðarinnar. Sagt er frá því, að sumar konur hafi fundið fyrir löngun til að losna undan hinum stanslausu og bindandi kröfum húsmóðurstarfs- ins. Theódóra Thoroddsen orti langan brag þar sem hver vísa endaði á orðunum „að staga“: Mitt var starfið hér í heim heita og kalda daga að skeina krakka, kemba þeim og keppast við að staga. Ég þráði að leika lausu við sem lamb um græna haga, en þeim eru ekki gefin grið sem götin eiga að staga. Jakobína Sigurðardóttir yrkir í önn dagsins: Ég skemmti mér við það að skammta þér formið skaplega margþvælt og snjáð – hálfþvegnum stiga. Á stónni er soðning af starfsmönnum hungruðum þráð. Nú, skólpið úr fötunni í flýti! Á borðið svo fleygi ég diskunum hröð. Fyrst vandkvæði dagsins, svo vandamál þitt. Það virðist mér náttúrleg röð. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kaupfélögunum og stagað í göt „HANN STARFAR Í SJALDSÉÐUM KIMUM ALNETSINS.“ „HLEPTU KETTINUM INN ÁÐUR EN HANN VEKUR ALLA Í GÖTUNNI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að þekkja uppáhaldsblómin hennar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVERNIG VAR Á TAÍLENSKA STAÐNUM? AF HVERJU GERÐISTU LÖGMAÐUR? FAÐIR MINN TALDI ÞAÐ GÓÐA HUGMYND! ÞAÐ ER FALLEGT... HANN LEIT TIL HAGSMUNA ÞINNA! REYNDAR VILDI HANN AÐ EINHVER GÆTI FENGIÐ HANN SÝKNAÐAN, ÓKEYPIS! Íslandsmótinu í knattspyrnu lýkurnú um helgina. Þó að fallbaráttan hafi klárast um helgina ríkir enn ör- lítil spenna um það hvaða lið verður Íslandsmeistari, þar sem þrjú lið geta tæknilega séð orðið meistari. Þá er líklega mesta spennan um það hvort af „stórveldunum“ KR eða FH nær fjórða sætinu, en það veitir að þessu sinni þátttökurétt í Evrópu- keppni. x x x Víkverja finnst það vera tímannatákn, og ekki endilega góð þróun, að nú sé það kappsmál fyrir liðin að enda í fjórða sæti, einfaldlega af því að munurinn á því að lenda í fjórða eða fimmta sæti getur verið gríðar- lega mikill fyrir fjárhag félaganna. x x x Þessi sama þróun hefur sést í stórudeildunum úti, til dæmis í enska boltanum, þar sem öllu máli skiptir að lenda í einu af efstu fjórum sæt- unum upp á að fá þátttökurétt í Meistaradeildinni og þá gríðarlegu fjármuni sem þar er um að tefla. Hef- ur þessi þróun gengið svo langt að þegar stigataflan í úrvalsdeildinni er skoðuð eru efstu fjögur sætin oft merkt sér eða aðgreind frá hinum með punktalínu. Ætli það verði ekki bráðum raunin í hinni íslensku Pepsí- deild? x x x Er ekki eitthvað skakkt við það aðþað skipti einhvern veginn minna máli að verða meistari en að verða annaðhvort númer tvö, þrjú eða fjög- ur? Vissulega vilja allir vinna mótin, en það er bara bónus ofan á það að tryggja sér þátttökurétt í Evrópu- keppni. Þá finnst Víkverja það um- hugsunarefni hvernig fjármunirnir sem fylgja geta og jafnvel hafa nú þegar skekkt samkeppnisstöðu lið- anna út fyrir það sem eðlilegt getur talist. x x x Víkverji hugsar til þess með hryll-ingi hvað myndi gerast ef eitt ís- lensku liðanna næði alla leið inn í riðlakeppnina í annarri hvorri Evr- ópukeppninni. Líklega yrði óþarfi að spila Íslandsmótið eftir það, nema ef til vill til þess að sjá hverjir enduðu í fjórða sæti. vikverji@mbl.is Víkverji Lát ekki hið vonda sigra þig en sigra þú illt með góðu Rómverjabréfið 21.21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.