Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 VERÐ FRÁ 78.900 KR. 5 daga ferð, 3-4 stjörnu gisting, beint flug með Icelandair NÁNAR Á UU.IS 10.–14. OKTÓBER LJÚFA VALENCIA VINSÆL OG VINALEG SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Einkaskjalasafn Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Ís- lands, sem afhent var Þjóðskjalasafn- inu fyrir tveimur árum, er enn lokað sagnfræðingum og öðrum fræði- mönnum. Starfsmenn safnsins eru um þessar mundir að leggja loka- hönd á skráningu þess og frágang. Njörður Sigurðs- son, sviðsstjóri skjalasviðs, segir stefnt að því verk- inu verði lokið fyrir áramót. Þá verður gengið frá samningi við Ólaf Ragnar um það hvernig aðgangi að safninu verður háttað. Skjöl Ólafs Ragnars voru flutt frá Bessastöðum í byrjun júní 2016, nokkru áður en hann lét af embætti. Safnið innihélt 223 kassa og þrjá fulla skjalaskápa. Samtals er skjalasafnið nú eftir upp- röðun um 50 hillumetrar. Til sam- anburðar er hið umfangsmikla skjalasafn fjármálamannsins Egg- erts Claessen, sem var í fréttum í fyrra, um 20 hillumetrar. Safn Ólafs er eitt stærsta safn einstaklings í Þjóðskjalasafninu. Stærri einka- skjalasöfn eru frá félögum og fyrir- tækjum en stærsta einkaskjalasafnið er frá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga. Það barst árið 2012 og er um 600 hillumetrar að stærð. Njörður segir að Ólafur Ragnar greiði fyrir frágang og skráningu á skjalasafninu samkvæmt samningi sem gerður var í ágúst 2017. Áætl- anir gera ráð fyrir að 816 vinnu- stundir taki að ganga frá og skrá safnið. Ólafur Ragnar greiðir um 3,5 milljónir króna fyrir verkið. Í þeirri tölu er kostnaður við vinnu og skja- laumbúðir utan um skjölin. Fjölbreytt gögn Gögnin sem Ólafur Ragnar afhenti eru fjölbreytt og spanna allan feril hans í opinberu lífi. Þau ná frá skóla- árum hans í Menntaskólanum í Reykjavík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, einnig frá árunum þeg- ar hann lét að sér kveða í Framsókn- arflokknum og síðar Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, kennslu hans við Háskólann, og þing- mennsku og ráðherratíð fyrir Al- þýðubandalagið. Loks eru skjöl frá forsetatíð hans 1996 til 2016 sem lík- legt er að mestur áhugi verði á. Um er að ræða bréf, ljósmyndir, kvik- myndir, gögn af heimasíðu, dag- bækur, minnisbækur, uppköst að ræðum og yfirlýsingum svo eitthvað sé nefnt. Eiríkur G. Guðmundsson þjóð- skjalavörður segir engum vafa undir- orpið að skjalasafn Ólafs sé afar mik- ilvægt og áhugavert til margvíslegra rannsókna. Fram kom í viðtali við Ólaf Ragnar í þætti Loga Bergmanns í Sjónvarpi Símans á dögunum að meðal gagn- anna væru uppköst að yfirlýsingu hans þegar Icesave-samningnum var synjað. „Það tók mig margar vikur að átta mig á því hvernig ég ætti að formúlera það,“ sagði Ólafur Ragnar í þættinum. „Þessu hef ég öllu haldið til haga. Menn hafa verið með alls konar kenningar um hvers vegna ég tók þessar ákvarðanir. Skjölin sem nú er verið að flokka í Þjóðskjalasafni þau munu veita svör við því öllu sam- an.“ Einkaskjöl og opinber Njörður Sigurðsson var spurður að því hvort uppköst Ólafs Ragnars að yfirlýsingum teldust ekki opinber skjöl og ættu því fremur heima í gögnum forsetaembættisins. „Í safninu eru auðvitað skjöl sem tengjast fyrri störfum hans, úr Há- skóla Íslands, Alþingi, sem ráðherra og sem forseta. Skjöl framan- greindra embætta og stofnana (fyrir utan Alþingi) eru afhendingarskyld til Þjóðskjalasafns skv. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Það er þó ekki óeðlilegt að í einka- skjalasöfnum sé að finna skjöl sem tengjast störfum viðkomandi. Þess vegna hefur Þjóðskjalasafnið lagt mikla áherslu á að fá einkaskjalasöfn embættismanna til varðveislu, t.d. ráðherra og forseta, því skjöl úr þeirra fórum geta varpað öðru og jafnvel nýju ljósi á mál sem komu til kasta yfirvalda. Má þar t.d. nefna dagbækur,“ svaraði hann. Njörður sagði að um opinber skjöl gilti 30 ára skilaregla. Skjöl frá for- setatíð Ólafs Ragnars myndu sam- kvæmt því ekki berast Þjóðskjala- safni fyrr en á árunum 2026 til 2046 eftir atvikum. Greiðir 3,5 milljónir fyrir vinnuna  50 hillumetrar af einkaskjölum Ólafs Ragnars Grímssonar í Þjóðskjalasafninu bíða fræðimanna  Meðal skjalanna eru dagbækur sem ná yfir áratugi og gætu varpað nýju ljósi á stjórnmálasöguna Morgunblaðið/Hari Skjöl Skjalasafn Ólafs Ragnars Grímssonar er fyrirferðarmikið. Að mörgu þarf að huga við flokkun þess og skráningu. Hér eru þau Eiríkur G. Guðmunds- son þjóðskjalavörður, Njörður Sigurðsson, sviðstjóri skjalasviðs, og Kristjana Vigdís Ingvadóttir skjalavörður að þinga um safnið. Ljósmynd/Myndasafn Morgunblaðsins Saga Ólafur Ragnar Grímsson á að baki langan og litríkan feril í opinberu lífi, ekki síst í stjórnmálum. Hér er hann á Alþingi í lok áttunda áratugarins. Morgunblaðið/Hari Fjölbreytt Ýmissa grasa kennir í skjalasafni Ólafs Ragnars. Auk dagbóka og pappírsskjala í frumriti eru þar ljósmyndir, kvikmyndir og prentmál. Ólafur Ragnar Grímsson Þjóðskjalasafnið hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fá til varðveislu skjalasöfn stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka. Njörður Sigurðs- son, sviðsstjóri skjalasviðs, segir að t.d. hafi borist einkasöfn Jóns Bald- vins Hannibalssonar, Svavars Gests- sonar, Geirs Hallgrímssonar, Gylfa Þ. Gíslasonar og Kjartans Jóhanns- sonar. Einnig skjöl nokkurra stjórn- málaflokka. Í Borgarskjalasafni eru varðveitt einkaskjöl tveggja áhrifa- mestu stjórnmálaforingja 20. aldar, Ólafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar. Mörg skjöl áhrifamanna frá fyrri tíð, sem fyllt gætu upp í eyður sög- unnar, eru hins vegar glötuð. Lík- legt er að í flestum tilvikum hafi þeim verið fargað, oft af afkom- endum sem ekki gerðu sér grein fyr- ir mikilvægi þeirra eða kærðu sig ekki um umfjöllun. Þá ber að hafa í huga að ýmsir stjórnmálamenn héldu ekki gögnum sínum til haga, varðveittu ekki til lengdar bréf og önnur gögn sem þeim bárust og tóku ekki afrit af eigin bréfum. Meðal skjala sem íslenskir sagnfræðingar vildu gjarnan hafa aðgang að er bréfasafn Jónasar Jónssonar frá Hriflu, eins valdamesta stjórnmála- manns á fyrri hluta 20. aldar. Talið er að bréfum og öðrum skjölum í fór- um hans hafi verið eytt en ekki er kunnugt um hvers vegna það var gert. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Úr safni. Ráðherrar Jónas frá Hriflu og Magnús Kristjánsson við stjórnarráðið. Mikilvæg skjöl sögunnar ekki varðveist  Einkaskjölum stundum fargað af afkomendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.