Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2018næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Skömmu eftir mið- nætti 28. september ár- ið 1994 sökk skipið Estonia í Eystrasalti. Skipið var stolt Eista sem skömmu áður höfðu fengið fullt frelsi eftir hernám Rússa. Skipið var 520 fet að lengd og gat tekið 2.000 farþega. Það hafði sundlaug og sána, toll- frjálsar verslanir, bíó, spilavíti og ráðstefnusali, þrjá veitingasali og þrjá bari. Það hafði einnig bíladekk sem náði stafna á milli og út í báðar síður skipsins og var stefni skipsins lyft til að ferma bíla. Það átti að vera tryggilega lokað meðan siglt var en svo var ekki að þessu sinni og var það orsök slyssins. Estonia lagði af stað frá Tallinn klukkan rúmlega sjö um kvöldið með 989 manns um borð. Af þeim komust 852 aldrei til hafnar. Framundan var 258 mílna og 15 klukkustunda sigling til Stokkhólms. Í upphafi gekk allt með eðlilegum hætti. Hægur vindur en veðurspá greindi frá djúpri lægð yfir Osló á leið til austurs. Hvassviðri var sjald- gæft á þessum slóðum á þessum tíma árs svo að áhöfnin hafði ekki áhyggj- ur af því. Skipinu var siglt á 19 mílna hraða á klukkustund, knúið áfram af fjór- um vélum sem samtals framleiddu 23.500 hestöfl. Um kl. 22.00 var dreg- ið úr hraða skipsins niður í 17 mílur. Skipið valt ekki í sjóganginum en steyptist lítillega upp og niður að framan og eftir endilöngu. Einn þeirra sem lifði slysið af var sænskur maður, Pierre Thiger, 32 ára skipamiðlari sem var á heimleið. Hann rakst á kunningja um borð og tóku þeir stefnu á næsta bar. Með versnandi veðri fór skipið að velta meira og laust eftir miðnætti var barnum lokað. Þeir félagarnir fóru þá á The Admiral Pub á næsta dekki fyrir neðan þar sem allt var í gangi og gestir orðnir nokkuð við skál. Örvænting braust út Skömmu síðar heyrði Thiger mik- inn hávaða og skipið virtist skjálfa. Datt honum í hug að trukkar á bíladekkinu hefðu farið á hliðina. Um það bil hálfri mínútu síðar varð annað högg svipað því fyrra og nú fann Thiger að skipið breytti um stefnu. Félagi Thi- ger tók líka eftir breyt- ingunni og veltingurinn á skipinu jókst. Glös og annað leirtau féll úr hillum og fólk missti fótanna. Þeir félagar ákváðu að yfir- gefa barinn en höfðu ekki farið langt þegar þeir fundu að skipið var komið með 30 gráða halla. Örvænting braust út meðal farþega. Ísskápar losnuðu og runnu eftir gólfinu, bar- stólar og borð tóku á rás, glös og flöskur á flug. Menn runnu út í stjórnborðshliðina, stórslösuðust og jafnvel dóu. Með ærnu erfiði tókst Pierre Thiger og félaga hans að komast út. Annar Svíi, Rolf Sörman, var einn- ig á Pub Admiral þetta kvöld. Á unga aldri hafði Sörman nokkuð stundað sjósókn á sænskum ferjum. Eins og Thiger hafði Sörman óttast að skip- inu væri siglt á of miklum hraða. Við kvöldverðarborðið urðu margir úr hópnum sjóveikir og hurfu til klefa sinna en Sörman og fjórar stúlkur úr hópnum ákváðu að bregða sér inn á Pub Admiral. Þau urðu vör við nokk- ur þung högg. Þegar allt fór um koll á Pub Admiral, stukku Rolf og stúlk- urnar upp í sófa til að forða sér frá dóti sem rann eftir gólfinu og þegar skipið valt á hina hliðina notuðu þau tækifærið og flýttu sér út af barnum. Næstu veltu notfærðu þau sér til að komast eftir ganginum að stiganum. Þeim tókst að handlanga sig eftir stiganum upp tvö þilför að 7. þilfari. Skipverjar höfðu myndað keðju til að auðvelda farþegum að komast upp stigann en þegar hallinn jókst brast hún. Rolf og stúlkurnar þrjár voru með þeim fyrstu sem komust upp á göngudekkið og hófu þau strax leit að og fundu kistur með björgunar- beltum sem þau aðstoðuðu hvert annað við að setja á sig. Það er af Pierre Thiger og félaga hans að segja að þeir voru seinni að komast út af Pub Admiral sem leiddi til þess að þeim tókst ekki að hag- nýta sér veltinginn á skipinu til að brjótast eftir löngum og þröngum ganginum. Thiger og félögum hans tókst að brjótast upp á 7. þilfar. Þeir voru með þeim seinustu sem náðu þangað. Um það bil 8 mínútur voru liðnar frá því skipið tók alvarlega að hallast þar til hallinn var orðinn 40 gráður og þegar hann var 3 mínútum síðar orðinn 45 gráður var nánast vonlaust að komast út. Kapphlaup við tímann Að lifa af þessa nótt var fyrst og fremst kapphlaup við tímann. Þeir sem brugðust seint við eða hikuðu af einhverjum ástæðum höfðu enga möguleika til björgunar. Merkilegt er að í sumum tilvikum skipti ekki máli þótt stutt væri í björgun. Í áhafnarklefum á 7. þilfari fundu kaf- arar 7 manns en t.d. vegnaði mörg- um íbúa kjallarans undir bíladekk- inu, neðan sjólínu, mun betur. Nálægð þeirra við stefni skipsins virðist hafa haft tvo kosti: Ann- arsvegar óþægindi vegna siglingar skipsins sem hélt fyrir þeim vöku og hinsvegar hávaði og skruðningar sem þeir urðu varir við löngu áður en skipið fór að hallast og olli þeim áhyggjum. Þetta skýrir það hvers vegna nokkrir þeirra sem komust af voru af 1. þilfari og höfðu tekið strax til fótanna eftir fyrstu veltur skips- ins. En þeir sem eftir urðu á því þil- fari áttu sér engrar björgunar von. Í þessu gluggalausa gímaldi sátu menn fastir í klefum sínum eða voru of máttfarnir til að komast upp. Á þilförum nr. 4, 5 og 6 var ástand- ið lítið betra. Farþegar fóru úr klef- um sínum út á þrönga ganga sem ekki var auðvelt að fara um þegar skipið tók að hallast og auðveldara var að ganga eftir veggjunum en gólfinu. Meðal þeirra sem björguðust var ungur maður sem hafði reynt að bjarga foreldrum sínum og unnustu. En þau orðin svo máttfarin að þau komust ekki lengra og kölluðu til hans að bjarga sjálfum sér. Hann átti ekki annars kost en að yfirgefa þau. Í veltingnum skullu spilakassar á fjölda manns og krömdu þá sem fyrir urðu og limlestu aðra. Á göngudekkinu báðum megin í skipinu voru kistur með björgunar- beltum. Þar voru einnig björgunar- flekar og þar yfir héngu í davíðum 10 björgunarbátar. Vegna hallans á skipinu tókst ekki að sjósetja bátana. Þegar skipið sökk flutu þeir upp ým- ist á hvolfi eða stór skemmdir. Eftir því sem skipið sökk dýpra dró úr veltingnum en hallinn jókst að sama skapi. Þegar hallinn á dekkinu var orðinn 45 gráður reyndu menn að hanga í hverju sem hönd á festi og nærri allir sem af komust voru sam- ankomnir þar á þilfarinu. Um það bil 250 manns komust þangað upp. Hjálpfýsi og illar hvatir Einn farþeganna gekk um og sannfærði aðra um að allir myndu bjargast og aðstoðaði við að klæða menn í björgunarbelti og hlúa að öðrum. Hinsvegar fundust einnig í þeim hópi þjófar og glæpamenn, þar á meðal hópur eistneskra ungmenna sem rændu öllu sem þau náðu í. Þar á meðal rifu þau gullkeðju af hálsi Sörmans og kúguðu peninga og skartgripi út úr farþegum sem ekki gátu borið hönd fyrir höfuð sér. Ann- ar hópur ribbalda óð um og reif björgunarbelti af þeim sem mátt- farnir voru og lentu þá í áflogum við farþega, sem leiddu meðal annars til þess að hópur Sörmans tvístraðist. Sá félagi Sörmans, sem eftir var, var miðaldra sænsk kona Bernevall að nafni. Hún var líkamlega sterk og þeim tókst að klifra upp á 8. þilfar til að forðast átökin. Þar uppi var meira skjól af stýris- húsinu og stórum strompi. Eftir því sem skipið sökk dýpra fjölgaði þeim sem náðu upp á 8. þilfarið en fljót- lega varð þó ófært þangað vegna aukins halla á skipinu þegar skutur skipsins seig í hafið. Skipið var búið björgunarbúnaði fyrir meira en 2.000 manns. Menn reyndu í örvænt- ingu að leysa björgunarfleka. Margir þeirra skemmdust við tilraunirnar en fáir komust heilir á flot og fólkið slóst um að komast um borð í þá. Sörman var önnum kafinn við að reyna að leysa fleka handa þeim sem þó ekki tókst. Brátt var halli skipsins orðinn 90 gráður og strompar þess að fara á kaf. Menn óttuðust að skip- inu myndi hvolfa yfir þá og þeir sem enn héldu sér í lunninguna létu sig falla í hafið og freistuðu þess að synda burt frá flakinu. Sörman treysti á að björgunarbeltið myndi halda honum á floti og haldandi í höndina á Yvonne féllu þau í sjóinn. Pierre Thiger hafði komist upp. Þegar halli skipsins var orðinn 45 gráður klifraði hann yfir lunninguna út á síðu skipsins og hélt sér þar. Voru þá einungis liðnar 10 til 12 mín- útur frá því að hann yfirgaf Pub Admiral. Hann hafði misst af félaga sínum og hugsaði um það eitt að bjarga sjálfum sér. Þegar hallinn varð 80 gráður beið hann enn og fylgdist með hvort skipinu myndi al- veg hvolfa. Hann stefndi á að komast á kjöl skipsins með viðkomu á velti- kili þess. Um það bil hundrað manns tókst að komast út á síðu skipsins og stefndu öll sömu leið og Thiger, upp á kjölinn. Það var ekki auðvelt þótt veltan minnkaði þegar hallinn var orðinn um 135 gráður. Þegar hann leit við var Estonia horfin Óvænt alda reif Thiger með sér í sjóinn. Hann fór á bólakaf en flaut að lokum upp. Tóm björgunarbelti flutu allt í kringum hann. Honum tókst að ná nokkrum þeirra. Hann heyrði í manni á sundi kalla á hjálp og gat að- stoðað hann og kom þá auga á flotp- ramma, synti að honum og komst upp á hann. Kjölurinn á Estonia blasti nú við honum. Skipið seig hægt undir yfirborðið með skutinn á undan. Honum virtist stefnið hafa dottið af skipinu. Mennirnir á sundi dóu nú hver af öðrum af kuldanum og það gerðu reyndar einnig margir sem komist höfðu upp á björgunar- flekana 22 sem flutu upp. Sjór gekk stöðugt yfir þá. Rolf Sörman var ekki svo heppinn að ná í flotpramma. Hann hélt í höndina á Yvonne Bernevall þegar þau lentu í sjónum af 8. þilfarinu. Þau syntu um í leit að einhverju til að fleyta sér á en fundu ekkert og urðu við það viðskila. Sörman sá síðast til Yvonne efst á öldutoppi þegar hann var niðri í öldudalnum. Sörman fann gúmmígólfdúk á floti og reyndi að nýta sér hann til að fleyta sér en það mistókst. Þá kom hann auga á björg- unarbát á hvolfi. Hann var hálfur upp úr sjó. Hann synti að bátnum og komst á kjöl hans. Þar voru sjö far- þegar fyrir. Þar á meðal var ung kona sem hlotið hafði mikið höfuðsár og var mikið þjáð. Sörman hlúði að henni eftir bestu getu. Veran á kili bátsins var ekki góð. Sjór gekk stöð- ugt yfir bátinn sem rak að stefni Estonia þar sem það gapti upp úr sjónum og Sörman óttaðist að bátur- inn myndi sogast inn um stefnið og niður með því. Á síðustu stundu bar alda bátinn framhjá stefninu og við þeim blasti opið sárið sem ógæfunni olli. Sörman snéri sér undan eitt augnablik. Þegar hann leit við, var Estonia horfin. Með skipinu fórust 852 menn en einungis 137 komust af. Estonia – mesta sjó- slys í sögu Evrópu Eftir Valgarð Briem »Estonia lagði af stað frá Tallinn klukkan rúmlega sjö um kvöldið með 989 manns um borð. Af þeim komust 852 aldrei til hafnar. Valgarð Briem Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur niðurjöfnunarmaður sjó- tjóna. AFP Sjóskaði Stefni ferjunnar Estoniu lyft af hafsbotni tæpum tveimur mánuðum eftir að hún sökk 28. september 1994. 852 menn fórust með ferjunni og var þetta mannskæðasti skipskaði í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld. Víða um Evrópu er mikill uppgangur í hægri afturhalds- flokkum sem sjá meginógnina í sístækk- andi hópum flóttafólks. Ekki vilja þessir stjórnmálamenn bregð- ast öðruvísi við en að hvetja til þess að bægja flóttamanna- straumnum eitthvað annað en til sín í viðkomandi landi. Ekki er minnst einu orði á orsök vandans og hvernig mætti leysa hann. Þarna er verið að velta sér upp úr afleiðingum mun alvarlegri staðreynda og sjónum sjaldnast beint í þá átt. Flóttamaðurinn tekur sig upp í þeim löndum þar sem hans bíður lít- il lífsvon. Hann vill, meðan hann hef- ur tök á, flýja stríðsástand sem hef- ur verið viðvarandi áratugum saman í heimalandi hans eða nágrannalönd- um. Er von um raunverulegan frið þegar meginkapp er lagt á vopna- væðingu heils heimshluta? Þegar ofurvopnavæðing á sér stað í heilum heimshluta eins og Vestur- Asíu þá er lítil von um frið. Sádi- Arabar hafa keypt gríðarlega mikið af vopnum á undanförnum áratugum og ekki séð ástæðu til annars en halda því áfram. En hvernig hafa þessi var- hugaverðu vopn verið notuð? Eru þau af- hent áfram til aðila sem koma af stað ófriði og viðhalda hon- um? Því miður reynist svo vera og framtíð friðsamlegra sam- skipta verður sífellt erfiðari. Nú hyggjast Sádi-Arabar kaupa vopn fyrir olíuauð sinn fyrir rúm- lega 100 billjónir dollara um þessar mundir, en á liðnum áratug hefur Sádi-Arabía verið einn stórtækasti kaupandi vopna í heiminum. Um fyrirætlanir yfirvalda Sádi-Araba er fjallað á þessari síðu: www.aljazeera.com/news Er aukin hervæðing Sádi-Araba til þess fallin að stuðla að auknum friði í vestanverðri Asíu? Varla. Flóttafólk í stríðshrjáðum löndum reynir eftir megni og meðan tæki- færi er að bjarga lífi sínu líkt og þeir sem vildu ekki lenda í kruml- um nasista fyrir um átta áratugum. Engin von er meðan vopnavæðingin heldur stjórnlaust áfram rétt eins og á uppgangstíma nasista. Þarna er meginorsökina að flótta- mannavandanum að finna! Flóttafólk hefur alltaf verið til og mun ætíð vera til þegar ofstopa- menn fara með völd og hafa að baki sér öflugt og vel búið herlið. Lík- lega mun frægasta flóttafólkið vera María og Jósef með Jesúbarnið þá þau flúðu ofstæki og ofbeldisverk Heródesar konungs. Ef við eigum að eiga einhverja von um lausn flóttamannavandans þá þarf öll heimsbyggðin að setjast niður og hugsa sinn gang. Vinna þarf stöðugt að viðvarandi friði í heiminum án þess að beita þurfi vopnum. Og þau mega ekki undir neinum kringumstæðum lenda í höndum öfgamanna, sem því miður er of mikið af í heiminum. Fyrir þeim eru mannslíf einskis virði gangi áætlanir þeirra eftir til auk- inna valda og auðæfa. Óhófleg auðsöfnun er sjúkleg og fyrirlitleg enda yfirleitt alltaf á kostnað annarra. Orsök og afleiðing Eftir Guðjón Jensson »Ef við eigum að eiga einhverja von um lausn flóttamannavand- ans þarf öll heims- byggðin að setjast niður og hugsa sinn gang. Guðjón Jensson Höfundur er leiðsögumaður og fyrrverandi bókavörður. arnartangi43@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 227. tölublað (27.09.2018)
https://timarit.is/issue/400710

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

227. tölublað (27.09.2018)

Aðgerðir: