Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Í fyrsta lagi er þetta skýrsla sem beðið var um af öðrum ráðherra á öðru kjörtímabili. Starfshópurinn skilaði áfanga- skýrslu áður en ég tók við. Við birt- um þessa skýrslu síðastliðið vor, reyndar með ein- hverjum tak- mörkunum. Það voru í henni ágæt- ar ábendingar sem voru komnar í vinnslu og aðrar ábendingar sem við tókum til skoð- unar og höfum hrint í framkvæmd. En það voru líka ábendingar frá þess- um starfshóp sem ég hafnaði. Þetta er að hluta til pólitísk skýrsla, hún er ekki bara formleg og fagleg,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Morgunblaðið hefur í vikunni fjallað um vinnu starfshóps sem Jón Gunnarsson, forveri Sigurðar Inga á ráðherrastóli, skipaði til að greina verkefni Samgöngustofu. Starfshóp- urinn skilaði áfangaskýrslu í október í fyrra þar sem fram kom gagnrýni á innri störf Samgöngustofu og tillaga um úrbætur hjá stofnuninni. Gagn- rýnt hefur verið að lítið eða ekkert hafi verið gert með hluta skýrslunnar. Hvaða hlutar skýrslunnar telur þú að séu pólitískir? „Það eru þarna hugmyndir um að útvista alls konar hlutum sem ég tel óeðlilegt. Það hafa komið upp slíkar hugmyndir áður, til að mynda um skoðunarstofur í matvælaeftirliti, sem síðan var kollvarpað. Menn mega hafa slíkar skoðanir og það má skrifa slíkt í skýrslur. En það er ekki þar með sagt að það þurfi að fara eftir þeim.“ Í skýrslunni er sett fram alvarleg gagnrýni á innri starfsemi Sam- göngustofu og stjórnun stofnunarinn- ar. Meðal annars voru gerðar athuga- semdir við að samskipti stofnunar- innar við Isavia hafi hvorki verið nægilega fagleg né formleg. Eins að skoða þurfi hvernig unnið er úr erf- iðum starfsmannamálum innan Sam- göngustofu. Þegar skýrslan var send út úr ráðuneytinu voru ákveðnir hlutar hennar afmáðir. „Skjalið hefur að geyma umfjöllun um störf og starfs- hætti Samgöngustofu sem nýtast mun við áframhaldandi vinnu við að bæta stjórnsýslu á málefnasviði ráðuneytis- ins. Er sú vinna þegar farin af stað. Jafnframt er rétt að hafa í huga að þeir aðilar sem fjallað er um í skýrslunni hafa ekki fengið tækifæri til að and- mæla því sem þar kemur fram enda um áfangaskýrslu að ræða sem ætluð var til frekari úrvinnslu,“ sagði í orð- sendingu ráðuneytisins. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri sagði í blaðinu í gær að „tillögur sem snúa að daglegri stjórnun og yfirstjórn eru til athugunar eftir því sem við á“. Telur þú að brugðist hafi verið við þessum athugasemdum? „Eins og komið hefur fram voru ekki allar upplýsingar úr skýrslunni birtar. Það voru þarna bæði persónulegar og viðkvæmar upplýsingar og þannig eru þær áfram. Þeim ábendingum um stjórnunarhætti sem við teljum nauð- synlegt að bregðast við höfum við fylgt eftir. Ég hef í raun og veru ekki meira um það að segja,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta er að hluta til pólitísk skýrsla“  Sigurður Ingi Jóhannsson kveðst hafa brugðist við sumum athugasemdum í skýrslu um Samgöngu- stofu en hafnað öðrum  Óeðlilegt að útvista  „Persónulegar og viðkvæmar“ upplýsingar í skýrslunni Morgunblaðið/Hari Samgöngustofa Alvarleg gagnrýni var lögð fram á innri starfsemi stofn- unarinnar í skýrslu starfshóps sem skilaði áfangaskýrslu fyrir ári. Sigurður Ingi Jóhannsson Tveir lögreglumenn slösuðust í árekstri á Suðurlandsvegi við Sand- skeið þegar bíl var ekið aftan á kyrr- stæða lögreglubifreið þeirra skömmu fyrir klukkan þrjú í gær. Voru lögreglumennirnir við hraða- mælingar og ræddu við ökumann sem grunaður var um að hafa ekið of hratt. Alls voru fjórir fluttir á slysadeild, en annar lögreglumannanna slasað- ist verr en hinn og sömuleiðis slas- aðist illa ökumaðurinn sem stöðvað- ur hafði verið. Fjórði maðurinn slasaðist ekki mikið og er enginn mannanna alvarlega slasaður. Lögreglubíllinn stórskemmdur Atvikið átti sér stað skammt vest- an við Bláfjallaafleggjara og var Suðurlandsvegi við Bláfjallaveg lok- að tímabundið í vestur vegna slyss- ins og umferð beint inn á Bláfjalla- veg til Reykjavíkur. Fjórir sjúkra- bílar voru sendir á vettvang slyssins og tveir dælubílar frá slökkviliði. Fyrstur á vettvang var sjúkrabíll sem var á leið til Reykjavíkur frá Selfossi. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglubíllinn hafi verið kyrrstæður og staðsettur vel utan akreinar og ekki inni á akbraut Suðurlandsvegar þegar áreksturinn varð. Lögreglu- bíllinn sem um ræðir er mjög mikið skemmdur líkt og sjá má á myndum frá vettvangi. Fjórir slasaðir eftir að ekið var aftan á lögreglubifreið  Voru við hraða- mælingar þegar áreksturinn varð Ljósmynd/lögreglan Tjón Lögreglubifreiðin stórskemmdist við áreksturinn, en hún var kyrrstæð þegar slysið varð. Fjórir voru fluttir á slysadeild vegna meiðsla. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 . heimsferdir.is 11. október í 18 nætur kr. 115.395 á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn Stökktu aa+ eða 119.995 m.v. 2 fullorðna 29. október í 16 nætur kr. 107.195 á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn Stökktu aa+ eða 109.995 m.v. 2 fullorðna 28. nóvember í 13 nætur kr. 90.198 á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn Jardin del Atlantico aaa eða 106.165 m.v. 2 fullorðna 11. desember í 10 nætur kr. 72.213 á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn Jardin del Atlantico aaa eða 85.180 m.v. 2 fullorðna Gran Canaria Uppáhalds vetraráfangastaður Íslendinga yfir vetrarmánuðina – enda ekki furða Veður víða um heim 26.9., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 4 léttskýjað Akureyri 5 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 9 skúrir Ósló 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 alskýjað Stokkhólmur 12 skúrir Helsinki 11 skýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 19 heiðskírt Dublin 19 skýjað Glasgow 16 súld London 21 heiðskírt París 20 heiðskírt Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 17 skýjað Berlín 16 heiðskírt Vín 14 heiðskírt Moskva 8 heiðskírt Algarve 28 léttskýjað Madríd 26 léttskýjað Barcelona 22 skýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 21 heiðskírt Aþena 17 léttskýjað Winnipeg 6 rigning Montreal 22 rigning New York 25 rigning Chicago 14 léttskýjað Orlando 27 skýjað  27. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:26 19:13 ÍSAFJÖRÐUR 7:32 19:17 SIGLUFJÖRÐUR 7:15 18:59 DJÚPIVOGUR 6:55 18:42 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Suðvestan 15-23 m/s, hvassast norð- vestantil á landinu. Víða rigning, hiti 5 til 10 stig. Á laugardag Norðvestan 8-13 norðanlands og skúr- ir eða él. Vestlægari suðvestantil framan af degi. Styttir upp seinnpartinn, yfirleitt þurrt og bjart veður á Austur- og Suðausturlandi. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast suðaustantil. Velferðarráðuneytið telur að Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, hafi ekki farið út fyrir verksvið sitt í Hafnarfjarð- armálinu svonefnda. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Ráðuneytið samþykkti í sumar endurupptöku á máli Braga eftir að óháð úttekt leiddi í ljós að ráðu- neytið hefði brotið á honum við rannsókn málsins, en hann var tal- inn hafa farið út fyrir verksvið sitt í samskiptum við föðurafa barns er málið varðaði. Niðurstaða ráðuneytisins nú er að misbrestur hafi orðið á máls- meðferðinni og ekki verði séð að Bragi hafi í starfi sínu farið út fyrir verksvið sitt og áréttar ráðuneytið fyrri niðurstöðu sína. Bragi hafi ekki farið út fyrir verksvið sitt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.