Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 16

Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 5 1 7 2 # Draghálsi 4 110 Reykjavík sími: 535 1300 verslun@verslun.is LT 1400 - Kæling -18/-20°C . Hægt að læsa með lykli. - Stærð (LxWxH) cm 142x80x205 - Þyngd 210kg LT 700 - Kæling -10/-20°C .Hægt að læsa með lykli. - Stærð (LxWxH) cm 72x80x207 - Þyngd 150kg AF12EKOMBTPV - Kæling -18/-20°C - Stærð (LxWxH) mm 1460x750x2200 - Þyngd 189kg EKO 11 Tveggja hólfa - Kæling -2/+8°C .Hægt að læsa með lykli. Stærð (LxWxH) cm 142x70x90 Ítölsk gæðavara Bernhard - Honda á Íslandi Vatnagörðum 24 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.honda.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 VERÐ KR. 1.690.000 4X4 • AFLSTÝRI • DCT SJÁLFSKIPT SJÁLFSTÆÐ FJÖÐRUN • VATNSKÆLT TRX420FA6 Á laugardaginn kl. 14.00 verða í Bergi í Hljómahöll í Reykjanesbæ haldnir hátíðartónleikar til heiðurs Eiríki Árna Sigtryggssyni tónskáldi sem á 75 ára afmæli um þessar mundir. Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hefur verið í aðalhlutverki við undirbúning tónleikanna sem hafa átt sér langan aðdraganda. Á tónleikunum verður flutt kammertónlist eftir Eirík en öll verkin að einu undanteknu eru sam- leiks- og samsöngsverk. Eiríkur Árni er fæddur í Keflavík ár- ið 1943. Hann er tónlistarkennari, tónskáld og myndlistarmaður og hef- ur síðari hluta ævi sinnar búið í Reykjanesbæ. Starfað þar og í Grindavík, meðal annars við tónlist- arkennslu. „Markmiðið með tónleik- unum er að heiðra Eirík Árna og þakka honum fyrir störf hans í ára- tugi í þágu tónlistarmenningar á Suðurnesjum,“ segir Haraldur Árni. Flytjendur eru nokkrir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar á sviði klassískrar tónlistar; píanóleikarinn Helga Bryndís Magnúsdóttir, gítar- leikarinn Þorvaldur Már Guðmunds- son, einsöngvararnir Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Dagný Þórunn Jónsdóttir og strengjakvartett, en hann skipa Sigrún Eðvaldsdóttir, Vera Panitch, Þórarinn Már Baldurs- son og Sigurgeir Agnarsson. Einnig mun Kvennakór Suðurnesja koma fram undir stjórn Dagnýjar Þórunnar Jónsdóttur, en meðleikari kórsins er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Tónleikarnir eru styrktir af Upp- byggingarsjóði Suðurnesja, Menning- arráði Reykjanesbæjar og Tónlistar- félagi Reykjanesbæjar. Hátíðartónleikar í Bergi í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ Klassík og kammertónlist Tónlist Eiríkur Árni hefur verið at- kvæðamikill í tónlistarlífinu. gjörðinni. Með öðrum orðum sagt á þar að vera svigrúm fyrir fullorðna að geta staldrað við í dagsins önn og sinnt sínum erindum, til dæmis í fartölvunni, á meðan börnin leika sér. Nú er leitað að húsnæði fyrir væntanlegt kaffihús sem hefur fengið nafnið Smástund; rétt eins og söfnunarsíðan á Karolina Fund og Facebook-síða verkefnisins heita. Tryggja öryggi barnanna Segja má að hin væntanlega Smástund, sem verður væntanlega miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, verði ný vídd í annars fjölbreyttri kaffihúsaflóru landsins. Þetta verð- ur staður allra aldurshópa, en segja verður að ekki hefur endilega verið gert ráð fyrir börnum á þessum stöðum. Í samfélagi þar sem fjöl- skyldu- og barnvæn gildi eru æ of- ar á blaði séu breytingar á kaffi- húsamenningunni eðlilegar. „Smástund er kaffihús sem þjónustar foreldra jafnt sem börn, með góðum veitingum fyrir alla, leiksvæðum fyrir börn og hentugri aðstöðu fyrir foreldra til að gera helling eða hreinlega ekki neitt,“ sagði Salvör í samtali við Morgun- blaðið. „Viðskiptalíkanið er byggt á nýrri nálgun við þjónustu við þessa tvo hópa. Markmið okkar er að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í umhverfi sem er afslappað, fallegt og praktísk og höfðar jafnt til barna sem og fullorðinna. Við spáum í stóru smáatriðin eins og foreldrar gera á sínum heimilum til að tryggja öryggi barna sinna og auðvelda þeim sjálfum lífið.“ Safnað fyrir kubbum Salvör segist greina ríka þörf fyrir kaffihús líkt því sem Smá- stund á að vera. Þar eigi að gefa Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is N æstkomandi mánu- dag, 1. október, hleypa vinkonurnar Salvör Thorlacius og Kolbrún Tara Frið- riksdóttir af stokkunum netsöfnun á Karolina Fund en þær stefna nú að opnun kaffihúss þar sem leik- völlur fyrir börn er hluti af um- fólki með börn tækifæri til þess að eiga stund fyrir sig. Á afmörkuðu svæði inni á kaffihúsinu verði leik- svæði fyrir börn frá tveggja ára aldri; leikvöllur með hreyfanlegum kubbum sem gefa börnum tækifæri til að búa til sinn eigin leikvöll og skapa sína eigin veröld. Er mark- miðið með söfnuninni að fjármagna kaupin á kubbunum og fá þá senda til landsins sem kostar 1,5 milljónir króna. „Inni á kaffihúsinu sjálfu verða svo svæði fyrir yngri börn og verður tilgangurinn með þeim að fanga athygli þeirra, bjóða þeim að skoða, snerta og efla ímyndunarafl sitt. Við verðum með eitthvað fyrir alla.“ Margar gæðastundir Vænst er að hægt verði að opna kaffihúsið nýja næsta vor. „Við viljum vera miðsvæðis, nærri samgönguæðum og helst í námunda við gott útivistarsvæði. Allar ábendingar um húsnæði og góða staðsetningu eru því vel þegn- ar,“ segir Salvör. Hún var fyrir nokkrum í námi hjá Nýsköpunar- miðstöð Íslands, þar sem konur með góðar viðskiptahugmyndir fá stuðning við að raungera málin og koma rekstri á laggirnar. Þar seg- ist Salvör hafi lært til verka, en að mörgu sé að hyggja þegar setja á atvinnustarfsemi af stað. Þær Kol- brún Tari hafi kynnst þegar þær voru samtímis í fæðingarorlofi árið 2016 og í rabbi þá hafði þær verið sammála um að barnvænt kaffihús væri þarft framtak. Þær hafi því ákveðið að taka málið lengra og nú sé allt komið á fleygiferð. „Í samfélagi nútímans sem ein- kennist af hraða er mikilvægt að börn og foreldrar geti átt saman sem flestar gæðastundir,“ segir Salvör. Smástund fyrir alla Börn fá leikaðstöðu á kaffihúsi sem stendur til að opna í Reykjavík. Í af- slöppuðu umhverfi eiga foreldrar að geta sinnt sínum erindum meðan krakkarnir leika sér með kubba en nú er safnað fyrir kaupum á þeim. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Börn Í samfélagi nútímans sem einkennist af hraða er mikilvægt að börn og foreldrar geti átt saman sem flestar gæðastundir, segir Salvör í viðtalinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vinkonur Salvör Thorlacius og Kolbrún Tara Friðriksdóttir eru konur stórra og skemmtilegra hugmynda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.