Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 51
Heimabakað brauð er mögulega
það lekkerasta sem hægt er að
bjóða upp á auk þess sem það þykir
sérlega vandað að senda börnin
með þannig veislukost í nesti.
Þannig getur hefðbundið meðal-
foreldri skorað fjöldamörg stig
með því einu að henda í nokkrar
bollur og hafa gaman af. Það er
jafnvel hægt að gera leikinn enn
einfaldari með því að kaupa tilbúið
bolludeig frá TORO úti í næstu búð
en svo er hægt að taka leikinn á
næsta stig og breyta bollunum í
hvað sem er. Þannig er hægt að
gera fylltar bollur, kryddbollur,
kanilsnúða, pítsusnúða eða skinku-
horn – allt úr sömu grunnblönd-
unni.
Ekki þykir börnunum heldur
leiðinlegt að fá að taka þátt í
gleðinni og því má færa sannfær-
andi rök fyrir því að þetta sé með
snjallari afþreyingarmöguleikum
sem í boði eru.
Fylgið leiðbeiningum utan á pakkn-
ingunum (hér erum við að miða við
að notað sé bollumix úr búð).
Þegar komið er að því að hnoða
deigið í bollur skulið þið fletja það
út.
100 g brætt smjör
5 msk. sykur
2 msk. kanill
Penslið smjörið á deigið og sáldr-
ið síðan sykri og kanil yfir. Rúllið
deiginu upp í fallega lengju og
skerið síðan í sneiðar og leggið á
ofnplötuna. Bakið samkvæmt leið-
beiningum og munið að mynda her-
legheitin og deila á samfélags-
miðlum með uppgerðarhógværð og
krúttlegu millumerki.
Kanntu brauð að baka?
Ilmandi gleði Það er fátt frábærara en ilmurinn af nýbökuðu bakkelsi.
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Hér gefur að líta súkkulaðiköku
sem er svo einföld að það tekur ná-
kvæmlega 180 sekúndur að búa
hana til. Það þýðir að hægt er að
færa rök fyrir því að þetta sé í senn
einfaldasta og fljótlegasta súkku-
laðikaka í heimi. Súkkulaðið og fros-
in hindberin setja síðan punktinn
yfir i-ið.
Ylfa er einn af þekktustu og fær-
ustu matreiðslumönnum landsins
og hefur staðið í brúnni á veitinga-
staðnum Kopar frá upphafi – bæði
sem yfirkokkur og eigandi.
Einfaldasta súkkulaðikaka í heimi
1 dl súkkulaði
1 egg
1 skeið sykur
1 kúfuð skeið smjör
3 frosin hindber
Setjið megnið af súkkulaðinu og
smjör í bolla og inn í örbylgjuofn í 60
sekúndur. Hrærið þar til allt er
bráðnað. Bætið eggi og sykri við og
hrærið. Setjið aftur inn í örbylgju-
ofninn í 60 sekúndur.
Setjið afganginn af súkkulaðinu
yfir og leyfið að bráðna á heitri kök-
unni og skreytið með frosnum hind-
berjum.
Einfaldasta súkkulaðikaka í heimi
Einfaldleikinn er oft erfiðastur eins og hefur margs-
annað sig í hinni frábæru kokkaáskorun Fimm eða
færri sem lesendur Matarvefsins og Morgunblaðs-
ins hafa skemmt sér yfir undanfarna mánuði.
Áskorunin felst í því að fá meistarakokka landsins
til að galdra fram uppskrift sem er svo einföld – en
þó bragðgóð – að örgustu eldhússkussar ættu að
ráða við hana. Nýjasti áskorandinn er enginn annar
en Ylfa Helgadóttir, þjálfari íslenska kokkalandsliðs-
ins, og hún galdrar hér fram rétt sem er svo ein-
faldur og yndislegur að það er ekki annað hægt en
tárfella ögn af gleði.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meistarataktar
Það er ekki á allra
færi að galdra
fram gúmmelaði
úr fimm hráefnum
en það gerir Ylfa
Helgadóttir án
þess að blikna.
Dásamlegur einfaldleiki Hvað er betra en
að skella í eina svona dásemdar bollaköku
yfir góðri bíómynd eða á köldu haustkvöldi?