Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2018næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Athygli vekur að þingmenn Við-reisnar skuli enn staðfastir í þeirri trú sinni að koma verði Ís- landi inn í Evrópusambandið með öllum tiltækum ráðum. Jón Stein- dór Valdimarsson kvaddi sér til dæmis hljóðs á Alþingi í fyrradag og fann að orðum utanríkisráðherra um Brexit-ferlið.    Orð utanríkis-ráðherra voru þessi: „Stóra málið kannski fyrir okkur Íslendinga þegar við horfum á þetta. Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópu- sambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekkert mál að fara út ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir sem enginn getur notað aftur.“    Við blasir að þetta er rétt lýsinghjá utanríkisráðherra, en hún hentar ekki sanntrúuðum ESB- sinnum og þess vegna andmælti Jón Steindór henni og sagði hana „með miklum eindæmum. Túlkun og greining hæstvirts ráðherra er al- gerlega út í hött.“ Svo bætti hann við að auðvitað væri hægt að ganga úr ESB og að það myndu Bretar gera nema breska þjóðin gripi í taumana.    Staðreyndin er þó vitaskuld sú aðEvrópusambandið reynir allt sem það getur til að gera Bretum sem erfiðast að ganga úr samband- inu og tryggja að þeir fari sem verst út úr útgöngunni.    Þegar sambandið kemur þannigfram við eina af sínum öflug- ustu þjóðum, hvernig halda þing- menn Viðreisnar þá að ESB færi með minni þjóð sem reyndi að sleppa úr vistinni? Jón Steindór Valdimarsson Trúarhitinn blindar STAKSTEINAR Guðlaugur Þór Þórðarson Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tvær tillögur eru gerðar um stækkun og eflingu sveitarfélaga á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer á Akur- eyri. Annars vegar er lagt til óbreytt orðalag í stefnuyfirlýsingu sambandsins um stækkun sveitar- félaga með frjálsum sameiningum og hins vegar að sambandið styðji stækkun og eflingu sveitarfélaga. Landsþingið þarf að taka afstöðu til málsins, velja á milli tillagnanna. Fyrir liggur skýrsla þar sem lagt er til að sveitarfélög verði sameinuð með lögum með tilliti til fólksfjölda á tilteknu árabili. Stefnumörkun til næstu fjögurra ára verður afgreidd á þessu þingi, eins og venja er við upphaf kjör- tímabils. Þá verður einnig kosinn nýr formaður og stjórn. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, gefa kost á sér í formannsembættið. Meðal nýrra markmiða í tillögu að stefnu- mörkun má nefna að miðlægu sam- starfi sveitarfélaga verði komið á sem greitt geti götu þeirra í staf- rænni framþróun. Lagt er til að sambandið beiti sér fyrir heild- stæðu lagaumhverfi um byggingu og starfsemi vindorkuvera og að það taki virkan þátt í mótun heild- stæðrar stefnu um fiskeldismál. helgi@mbl.is Styðji stækkun og eflingu sveitarfélaga  Tillögur að stefnumörkun Sambands sveitarfélaga afgreidd á þingi á Akureyri Kópavogur Stefnumörkun fjallar um allt starfssvið sveitarfélaga. Björgun ehf. átti langlægsta tilboð í dýpkun í og við Landeyjahöfn næstu þrjú árin. Tilboð fyrirtækisins reyndist 200 milljónum króna undir áætlun Vegagerðarinnar um verk- takakostnað. Í útboði Vegagerðarinnar er mið- að við dýpkun um 300 þúsund rúm- metra á ári, alls um 900 þúsund rúm- metra. Er það talsvert minna en undanfarin ár. Tilboð lægstbjóðanda, Björgunar ehf., hljóðaði upp á tæpar 618 millj- ónir kr. sem er liðlega 75% af áætl- uðum verktakakostnaði sem var 817 milljónir. Tvö önnur tilboð bárust, Jan De Nul n.v. bauðst til að taka verkið að sér fyrir 1.179 milljónir. Það er belgíska fyrirtækið sem ann- ast hefur dýpkunina undanfarin þrjú ár og notað dýpkunarskipið Galilei 2000 við verkið. Þá bauð Tohde Niel- sen A/S í Kaupmannahöfn tæpar 1.400 milljónir. Hæsta tilboð er því meira en tvöfalt hærra en það lægsta. Eftir að meta tilboðin Ekki er búið að yfirfara tilboðin, að sögn Sigurðar Áss Grétarssonar, framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar, og því ekki fullvíst hvaða tilboð er best, samkvæmt út- boðsskilmálum. Sigurður er þó ánægður með að hagstætt tilboð hafi borist. Við val á verktökum verður miðað við tvennt; annars vegar verð og hins vegar hversu vel búið og afkastamik- ið dýpkunarskip á að nota. Verðið hefur mun meira vægi en tæknin. Sigurður á von á því að niðurstaða Vegagerðarinnar um mat á tilboðum liggi fyrir í næstu viku. Samningur mun taka gildi um næstu áramót og verður fyrsta dýpkun nýs verktaka seinnihluta vetrar. helgi@mbl.is 200 milljónum undir áætlun  Lágt tilboð í dýpkun Landeyjahafnar Morgunblaðið/Styrmir Kári Dæling Skip Björgunar við störf í Landeyjahöfn fyrir nokkrum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 227. tölublað (27.09.2018)
https://timarit.is/issue/400710

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

227. tölublað (27.09.2018)

Aðgerðir: