Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 59
Agnes varð umsjónarmaður
Stundarinnar okkar á RÚV 1985 og
starfaði við það í tvo vetur ásamt
annarri þáttagerð þar. Hún var
kennari við Grandaskóla einn vetur,
en eftir það hóf hún störf hjá Stöð
2, þar sem hún sinnti innkaupum,
dagskrárgerð og fleiri störfum í
fimm ár.
Agnes vann um skeið á eigin veg-
um við ýmislegt tengt framleiðslu
og þáttagerð. Hún var yfirmaður
framleiðsludeildar Saga film í tvö
ár, sem þá var verið að stofna form-
lega. Hún gekk síðan til liðs við
Baltasar Kormák árið 2001, sem þá
var að undirbúa kvikmyndina Hafið,
og var þar framleiðslustjóri. Í kjöl-
farið gekk hún til liðs við fram-
leiðslufyrirtæki Baltasars, Sögn
ehf., og starfar enn við framleiðslu
kvikmynda og sjónvarpsefnis, nú
hjá RVK Studios: „Við framleiddum
lengi kvikmyndir undir Sögn ehf. en
með breyttum áherslum og nýjum
samstarfsaðilum framleiðum við nú
hvort tveggja kvikmyndir og sjón-
varpsþætti undir nafninu RVK
Studios.“
Í hverju felst það að vera kvik-
myndaframleiðandi?
„Það er áreiðanlega ekki til nein
ein einföld skilgreining á því og auk
þess nokkuð misjafnt eftir því hver
á í hlut hverju sinni. Í mínu tilfelli
hef ég komið að verkefnunum frá
því hugmynd verður til, fylgt þeim
eftir og unnið við alla þróun þeirra,
sem oft getur verið nokkurra ára
ferli, þ.á m. fjármögnun, sem í okk-
ar tilfelli er yfirleitt í samstarfi við
erlenda aðila. Ég er kannski fyrst
og fremst að gæta samræmis í
heildarferlinu. Þetta er því mjög
skapandi starf og ekki síst afar fjöl-
breytilegt og spennandi.“
Fjölskylda
Börn Agnesar og Friðjóns Ein-
arssonar eru: 1) Kristín Una, f.
3.12. 1981, alþjóðastjórnmálafræð-
ingur og verkefnastjóri í Fellabæ,
en maður hennar er Kristján Ketill
Stefánsson, doktor í uppeldis- og
menntunarfræðum og fram-
kvæmdastjóri Skólapúlsins, og eru
dætur þeirra Agnes Katla, f. 2011,
og Bergþóra, f. 2017. 2) Tanja Mar-
ín, f. 10.3, 1984, dansari í Brussel.
Systkini Agnesar eru: Johan
Thulin, f. 23.11. 1959, kaupmaður í
Reykjavík, búsettur í Hafnarfirði;
Svava Þorgerður, f. 7.1. 1964, kaup-
maður í Reykjavík, búsett þar;
Berglind, f. 14.5. 1966, sölu- og
markaðsstjóri, búsett í Reykjavík;
Ásgeir, f. 3.3, 1971, framkvæmda-
stjóri, búsettur í Garðabæ, og
Kristín, f. 3.3. 1971, kaupmaður í
Reykjavík, búsett í Garðabæ.
Foreldrar Agnesar: Rolf Johan-
sen, f. á Reyðarfirði 10.3. 1933, d.
23.8. 2007, stórkaupmaður í Reykja-
vík, og Kristín Ásgeirsdóttir, f. 26.1.
1940, húsmóðir.
Agnes
Johansen
Mundíana Guðný
Guðmundsdóttir
ljósm. í Grímsey
Matthías Eggertsson
pr. í Grímsey, bróðursonur sr.
Matthíasar Jochumssonar skálds
Agnes Matthíasdóttir
húsfr. á Akureyri
Ásgeir Ásgeirsson,
kaupm. á Akureyri og í Rvík
Kristín Ásgeirsdóttir
húsfr. í Rvík
Sólveig Guðmundsdóttir
húsfr. á Stað
Ásgeir Jónsson
hreppstj. á Stað í HrútafirðiGuðbjörg
Ásgeirs-
dóttir
húsfr. í Rvík
Sólveig Ás-
geirsdóttir
biskupsfrú
í Rvík
Aagot Vilhjálmsson hannyrðakona á Vopnafirði og í Rvík
Atli Gunnar Eyjólfsson
yfirlæknir í Sádi-Arabíu
Jón Ásgeir Eyjólfsson tann-
læknir og forseti Golfsamb. Ísl.
Guðný
Guð-
munds-
dóttir
konsert-
meistari
Anna Þórhallsdóttir söngkona í Rvík
Guðmundur Eggert Matthí-
asson kennari og organisti
Eggert Sigurmundsson
skipstjóri og b. í Ölfusi
Sigurður Sigurmundsson
fræðim. og b. í Hvítárholti
Dr. Pétur Pétursson prófessor
Sólveig Pétursdóttir
félagssálfræðingur
Kristjana Anna Eggerts-
dóttir húsfr. í Laugarási
Ingbjörg Friðgeirsdóttir
húsfr. á Höfn
Þórhallur Daníelsson
kaupm., útgm. og frumbyggi á Höfn í Hornafirði
Svava Þorgerður Þórhallsdóttir
húsfr. á Reyðarfirði og í Rvík
Johan Thulin Johansen
fulltr. á Reyðarfirði, síðar í Rvík
Kitty Johansen
húsfr. á Reyðarfirði, frá Stavanger
Rolf Johansen
kaupm. á Reyðarfirði frá Stavanger í Noregi
Úr frændgarði Agnesar Johansen
Rolf Johansen
stórkaupm. í Rvík
Morgunblaðið/Golli
Tvær kjarnakonur Agnes og Vigdís
Finnbogadóttir á forsýningu á Dís.
ÍSLENDINGAR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018
Þorsteinn Erlingsson fæddist áStórumörk undir Eyjafjöll-um 27.9. 1858 en ólst upp í
Hlíðarendakoti eins og segir í kvæð-
inu sem svo oft er sungið. Foreldrar
hans voru Erlingur Pálsson að Ár-
hrauni, og k.h., Þuríður Jónsdóttir.
Matthías Jochumsson og Stein-
grímur Thorsteinsson komu Þor-
steini til mennta. Hann lauk stúd-
entsprófi 1883, las lögfræði við
Hafnarháskóla um skeið en hætti
námi og vann m.a. fyrir sér með
tímakennslu í Kaupmannahöfn.
Þorsteinn var kominn undir fer-
tugt er hann snéri heim til Íslands,
var ritstjóri Bjarka á uppgangs-
tímum á Seyðisfirði 1896-1900 og
Arnfirðings á Bíldudal 1901-1903.
Eftir það sinnti hann lengst af
kennslu og ritstörfum í Reykjavík.
Auk þess safnaði hann þjóðsögum og
stundaði þýðingar.
Um aldamótin var Þorsteinn orð-
inn eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar
og naut skáldastyrks eftir það.
Ljóðabók hans, Þyrnar, kom fyrst
út 1897, en Eiðurinn 1913. Hann orti
leikandi létt kvæði, hefðbundin í
formi og háttum, oft ferskeytlur, og
alþýðleg í einfaldleik sínum. Hann
var framan af rómantískt náttúru-
skáld og handgenginn Matthíasi og
Steingrími og góðvinur Benedikts
Gröndal, en varð þó fyrir miklum
áhrifum af raunsæisstefnunni og um
skeið beittasti og róttækastir sam-
félagsrýnirinn hér á landi, í bundnu
og lausu máli. Auk þess var hann
jafnarðarmaður, brautryðjandi í
dýravernd og yfirleitt málsvari
þeirra sem minnst mega sín.
Þorsteinn byggði sér hús, 1911,
sem enn stendur, númer 33 við Þing-
holtsstræti. Þar bjó skáldið síðustu
æviárin og þar var meistari Þór-
bergur leigjandi hans, 1913, er hann
flutti úr Bergshúsi.
Brjóstmyndir eru af Þorsteini í
Reykjavík og á Skógum undir Eyja-
fjöllum og minningarreitur um hann
og brjóstmynd í Hlíðarendakoti.
Þorsteinn lést 28.9. 1914.
Merkir Íslendingar
Þorsteinn
Erlingsson
95 ára
María Jónsdóttir
90 ára
Nanna Guðjónsdóttir
Þórunn Pálsdóttir
85 ára
Sigfrid Valdimarsdóttir
Sigurbjörn Pálsson
80 ára
Guðrún Jónsdóttir
75 ára
Dómhildur S. Glassford
Konráð Jónas Hjálmarsson
Nikulás S. H Óskarsson
Sigríður Guðmundsdóttir
Sigrún Ísleifsdóttir
70 ára
Ingibjörg K. Benediktsdóttir
Óðinn G. Gunnarsson
Ómar Sigurðsson
Sigríður G. Jóhannsdóttir
Tryggvi Árnason
Valþór Sigurðsson
Þóra Sigríður Sveinsdóttir
60 ára
Barði Sæmundsson
Gauja Björg Aradóttir
Guðný Ó. Sigurbergsdóttir
Guðný Steina Erlendsdóttir
Guðrún Erla Gunnarsdóttir
Hólmgeir Guðmundsson
Hulda G. Halldórsdóttir
Maria M.Lenares Cuestas
Ólafur Gylfi Gylfason
Rúnar J. Hjartar
Signý B. Rafnsdóttir
Þórhildur Ólafsdóttir
50 ára
Berglind Guðmundsdóttir
Björn Óli Ketilsson
Guðrún Magnúsdóttir
Hjálmar Þröstur Pétursson
Jón Þórólfsson
Katrín Jóna Svavarsdóttir
Margrét Á. Haraldsdóttir
Rósa Steingrímsdóttir
Valtýr Kristjánsson
Zbigniew Marian Rzepka
Þorsteinn Jóhannsson
40 ára
Brynhildur Magnúsdóttir
Daníel Snær Ragnarsson
Edda Guðrún Sigvaldadóttir
Edyta Laskowska
Elín Margrét Kristinsdóttir
Harry Bjarki Gunnarsson
Helga Hauksdóttir
Henrik Linnet
Hugrún Elfa Hjaltadóttir
Ívar Guðlaugur Ingvarsson
Jóhann Gunnar
Sigurðsson
Liza P. Mulig
María Einarsdóttir
Nebojsa Manojlovic
Paola M. Sveinsdóttir
Radoslaw Piotr Kisly
Ragnheiður Gunnarsdóttir
Romans Ivanovs
Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Trausti Maack
Vilborg B. Þorsteinsdóttir
Þóra Björg Clausen
30 ára
Alicja A. Zborowska
Arnór Trausti Halldórsson
Árný Ösp Daðadóttir
Baldvin Atli Björnsson
Berglind B. Sverrisdóttir
Guðrún Elín Gunnarsdóttir
Helga M. Ásgeirsdóttir
Marek Tadeusz Mazurek
Sigríður Jóna Bjarnadóttir
Sindri Aron Viktorsson
Tinna Þórsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Maríanna lauk BA-
prófi í uppeldis- og
menntunarfræði, MA-
prófi í kynjafræði og er
forstöðukona frístunda-
heimilis í Snælandsskóla.
Maki: Egill Árni Sigur-
jónsson, f. 1988, starfar á
sambýli.
Börn: Erik Óli Egilsson, f.
2016.
Foreldrar: Guðbergur
Péturson, f. 1953, og
Hjördís Guðrún Ólafs-
dóttir, f. 1958.
Maríanna Guð-
bergsdóttir
30 ára Hjörtur ólst upp í
Hafnarfirði, býr í Reykja-
vík, lauk stúdentsprófi frá
Flensborg og leikur með
FH í meistaraflokki í
knattspyrnu.
Maki: Anna Þrúður Guð-
björnsdóttir, f. 1988, flug-
freyja.
Sonur: Hermann Darri
Logason, f. 2016.
Foreldrar: Hildur Harðar-
dóttir, f. 1961, og Val-
garður Valgarðsson, f.
1960.
Hjörtur Logi
Valgarðsson
30 ára Einar Karl býr í
Garði, er framkvæmda-
stjóri Víðis í Garði og
vaktstjóri Íþróttamið-
stöðvarinnar í Garði.
Maki: Sylvía Sigurgeirs-
dóttir, f. 1993, starfar hjá
Icelandair, í fæðing-
arorlofi.
Sonur: Vilhjálmur Stein-
ar, f. 2015.
Foreldrar: Karen Heba
Jónsdóttir, f. 1960, og Vil-
hjálmur Steinar Einars-
son, f. 1961.
Einar Karl
Vilhjálmsson
Meira til skiptanna