Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 46
SKÝRSLAN UM BANKAHRUNIÐ46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018
Í skýrslu þeirri, sem ég gerði
fyrir fjármálaráðuneytið um er-
lenda áhrifaþætti bankahrunsins
2008, leiddi ég rök að því, eins
og kom fram í grein hér í
blaðinu í gær, að beiting hryðju-
verkalaganna bresku 8. október
2008 gegn Íslendingum, stofn-
unum og fyrirtækjum, hefði ver-
ið í senn ruddaleg og óþörf: Til-
skipun frá breska Fjármála-
eftirlitinu til útbús Lands-
bankans í Lundúnum fimm
dögum áður hefði nægt til að stöðva alla ólög-
lega fjármagnsflutninga. Ég benti líka á, að á
sama tíma og bresk stjórnvöld lokuðu tveim-
ur breskum bönkum í eigu Íslendinga, björg-
uðu þau öllum öðrum breskum bönkum. Með
því brutu þau líklega reglur innri markaðar
Evrópska efnahagssvæðisins um bann við því
að mismuna eftir þjóðerni. Hér ætla ég hins
vegar að leita skýringa á því, að íslensku
bankarnir féllu.
Aðför vogunarsjóða
Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á
bankahruninu, sem birtist vorið 2010, var
bankahrunið íslenska skýrt með því, að bank-
arnir hefðu vaxið of hratt og orðið of stórir
fyrir Ísland. Þessi skýring er alls ekki röng.
En með henni er ekki öll sagan sögð. Stærð
bankakerfisins var nauðsynlegt skilyrði fyrir
bankahruninu, en ekki nægilegt skilyrði. Þótt
eitthvað sé brothætt, þarf það ekki að brotna.
Margir erlendir bankar voru hætt komnir í
fjármálakreppunni, til dæmis UBS í Sviss og
RBS í Skotlandi. Bankakerfið svissneska er
tíföld landsframleiðsla, en samt hrundi það
ekki. Bankakerfið skoska er tólfföld lands-
framleiðsla, en samt hrundi það ekki. Hver
var munurinn á íslenska bankakerfinu annars
vegar og hinu svissneska og skoska hins veg-
ar? Sá, að Íslendingum var neitað um aðstoð,
sem aðrir fengu. Erlendis virðist þegjandi
samkomulag hafa myndast um að skilja Ís-
lendinga eftir úti í kuldanum. Raunar hafði
hinn virti hagfræðingur William R. White
spáð þessu í samtali við einn íslenska seðla-
bankastjórann 31. júlí 2008: „Áður en stjórn-
völd fara að ausa almannafé í fjármálakerfið,
verður eitt stórt fjármálafyrirtæki látið fara,
og ég spái því, að það verði Lehman Brot-
hers, og eitt lítið Evrópuland látið fara, og ég
spái því, að það verði Íslandi.“
Ekki má heldur horfa fram hjá því, að vog-
unarsjóðir komu snemma auga á helsta veik-
leika íslenska bankakerfisins, sem var, eins
og Rannsóknarnefnd Alþingis benti á, að
Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið höfðu
ekki bolmagn til að veita bönkunum nægilega
aðstoð, ef mikið lausafé tók skyndilega að
skorta. Sjóðirnir byrjuðu að taka stöðu gegn
íslensku bönkunum þegar haustið 2005. Þeg-
ar ég hitti skoska sagnfræðinginn Niall
Ferguson að máli í september 2016, sagðist
hann hafa verið ræðumaður á málstofum vog-
unarsjóða fyrir bankahrun, þar sem lögð voru
á ráð um veðmál gegn Íslandi. Vorið 2006
slóst Danske Bank í för með vogunarsjóðum,
sagði upp öllum lánsviðskiptum við Ísland og
tók að veðja gegn íslensku bönkunum og
krónunni. Héldu vogunarsjóðir að minnsta
kosti tvær ráðstefnur hér á landi og fóru mik-
inn. Hitt er annað mál, að bankakerfið og
krónan hefðu líklega staðið aðför sjóðanna af
sér, eins og Hong Kong gerði árið 1998, hefði
íslenski seðlabankinn fengið nægilega lausa-
fjárfyrirgreiðslu erlendis. Vandi hans var, að
hann gat prentað krónur, en ekki pund, dali
eða evrur.
Sammæli evrópskra seðlabanka
Þegar íslensku bankarnir hófu útrás sína
um og eftir 2004, nutu þeir eins og Rann-
sóknarnefnd Alþingis tekur fram, hins góða
orðspors, sem Ísland hafði aflað sér með
styrkri stjórn efnahagsmála árin 1991-2004.
Bankarnir fengu því gnótt lánsfjár á góðum
kjörum, og íslenskir kaupsýslumenn fjárfestu
í mörgum grannríkjanna. Haustið 2006 hófu
bankarnir hins vegar innlánasöfnun í Evrópu,
Landsbankinn á Icesave-reikningum, Kaup-
þing á Edge-reikningum. Evrópskir seðla-
bankar virðast hafa talið útrásina vera innrás.
Á lokuðum fundi seðlabankamanna í Basel í
mars 2008 sagði þýski seðlabankastjórinn,
Alex Weber, óbeinum orðum, að innrás ís-
lensku bankanna í sparifjármarkaðinn evr-
ópska ógnaði innstæðutryggingakerfi álf-
unnar. Nú var líka skollin á fjármálakreppa í
heiminum. Þótt Ísland væri aðili að innri
markaði Evrópu, töldu evr-
ópskir seðlabankar sig eiga nóg
með að halda eigin bönkum
gangandi, svo að hinir íslensku
bættust ekki við.
Í fjármálakreppunni steðjaði
mikill og skyndilegur lausa-
fjárskortur að íslensku bönk-
unum eins og öllum öðrum
bönkum. Seðlabankinn reyndi
því vorið 2008 að gera gjaldeyr-
isskiptasamninga við erlenda
seðlabanka, fá dali, evrur og
pund hjá þeim gegn krónum. En
evrópski seðlabankinn, Eng-
landsbanki og bandaríski seðla-
bankinn synjuðu beiðni hans, og skýrði Mer-
vyn King, nú Lothbury barón, synjunina með
því, að íslenska bankakerfið væri orðið of
stórt og yrði að minnka. Það var hins vegar
ekki auðhlaupið að því í miðri kreppu, þegar
eignir seldust á lágu verði. Seðlabankinn
lagði þó til við bankana, eins og getið er í
skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að
Kaupþing flytti bækistöðvar sínar til útlanda,
Glitnir seldi norska Glitni og Landsbankinn
færði Icesave-reikningana úr útbúi í dóttur-
félög. En í lokuðum kvöldverði seðlabanka-
stjóra G-20 ríkjanna í Basel 4. maí 2008 varð
bersýnilega samkomulag um það, að Íslandi
væri ekki við bjargandi. Það jók á gremju
evrópskra seðlabanka, sem var þegar ærin
vegna innlánasöfnunar íslensku bankanna, að
þeir höfðu líka eftir krókaleiðum selt evr-
ópska seðlabankanum mikið af skuldabréfum.
Þótt aðrir evrópskir bankar hefðu gert þetta,
þar á meðal breskir bankar, leyfðist hinum ís-
lensku það ekki.
Áhugaleysi Bandaríkjamanna
Eftir mikið þóf gat Seðlabankinn gert
gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Sví-
þjóðar, Danmerkur og Noregs. Seðlabankinn
leitaði líka í vestur. Eftir að Bandaríkin
gerðu herverndarsamning við Ísland vorið
1941, voru þau ómetanlegur bakhjarl fá-
mennrar, herlausrar þjóðar. Þau komu áreið-
anlega í veg fyrir, að Bretar beittu meiri
hörku í þorskastríðunum, og þau útveguðu
Íslendingum miklu hagstæðari styrki og lán
en öðrum stóð til boða. Lítill vafi er líka á því,
að Loftleiðir og síðar Flugleiðir nutu varnar-
samstarfsins. En áhugi Bandaríkjanna á Ís-
landi hvarf, um leið og Kalda stríðinu lauk og
landið var ekki lengur hernaðarlega mikil-
vægt. Af fundargerðum bandaríska seðla-
bankans frá 2006 sést, að gert var gys að
landinu fyrir smæðina. Vorið og sumarið 2008
synjaði bandaríski seðlabankinn oftar en einu
sinni beiðnum frá íslenska seðlabankanum
um gjaldeyrisskiptasamninga.
Sú skýring, sem gefin var í einkasamtölum
á þessum synjunum, var aðallega sú, að ís-
lenska bankakerfið væri svo stórt, að gjald-
eyrisskiptasamningarnir hefðu þurft að vera
talsvert hærri en beðið væri um til að hafa
tilætluð áhrif. Rætt væri um 3-4 milljarða
dala, þegar þyrfti um 10 milljarða dala. Þær
upphæðir, sem íslensku seðlabankamennirnir
nefndu, voru að vísu við það miðaðar, að ann-
að eins kæmi frá evrópskum seðlabönkum.
En ef íslenski seðlabankinn þurfti 10 millj-
arða dala gjaldeyrisskiptasamning, af hverju
var honum þá ekki veittur slíkur samningur?
Þetta var Bandaríkjamönnum lítilræði. Sú
ákvörðun að fela skrifstofufólki í seðlabank-
anum forræði málsins var í eðli sínu stjórn-
málaákvörðun og endurspeglaði, að Banda-
ríkin litu ekki lengur á Ísland sem
mikilvægan bandamann. Synjaði bandaríski
seðlabankinn tvisvar í viðbót beiðnum frá ís-
lenska seðlabankanum um gjaldeyrisskipta-
samninga, í september og nóvember 2008.
Hins vegar gerði bandaríski seðlabankinn
slíka samninga við seðlabanka Svíþjóðar,
Danmerkur og Noregs í september, skömmu
fyrir bankahrun. Það fór ekki fram hjá nein-
um á fjármálamarkaði, að Ísland var þá
hvergi nærri.
Hverjir fengu aðstoð?
Þótt bandaríski seðlabankinn synjaði Ís-
landi um lausafjárfyrirgreiðslu, fengu ýmis
önnur ríki slíka aðstoð, þar á meðal Sviss og
Svíþjóð, sem aldrei höfðu verið bandamenn
Bandaríkjanna. Svissneski seðlabankinn gat í
krafti þeirrar fyrirgreiðslu bjargað stærsta
banka landsins, UBS. Í ljósi þess, að Lands-
bankinn var í bankahruninu settur á lista yfir
hryðjuverkasamtök, er saga UBS síðustu ára-
tugi um margt fróðleg. Bankinn varð til
dæmis uppvís að því í lok síðustu aldar að
reyna að eyða á laun skjölum um innstæður
gyðinga, og komst aðeins upp um það fyrir
tilviljun. UBS tók líka þátt í því með öðrum
bönkum að hagræða vöxtum á millibanka-
markaði og aðstoða auðuga útlendinga við að
svíkja undan skatti. Hefur hann orðið að
greiða bandaríska dómsmálaráðuneytinu háar
sektir fyrir vikið.
Danmörk fékk líka lausafjárfyrirgreiðslu
frá bandaríska seðlabankanum. Það gerði
danska seðlabankanum kleift að bjarga
stærsta banka landsins, Danske Bank. Sá
banki hafði ekki aðeins frá og með 2006 tekið
stöðu gegn íslensku bönkunum og krónunni
ásamt vogunarsjóðum, heldur líka neitað
Glitni um fyrirgreiðslu í september 2008, þeg-
ar hann var að reyna að selja hinn norska
banka sinn, en sú neitun knúði bankann til að
leita á náðir íslenska seðlabankans, og það
setti af stað þá keðjuverkun, sem olli banka-
hruninu. Nýbirt rannsókn leiðir í ljós, að
Danske Bank virðist hafa tekið þátt í stór-
kostlegu peningaþvætti allt frá 2007. Notuðu
skuggalegir aðilar frá Rússlandi, Aserbaíjan
og fleiri fyrrverandi ráðstjórnarlöndum eist-
neskt útbú bankans til stórfelldra fjármagns-
flutninga. Einnig kann Danske Bank að vera
flæktur í Magnítskíj-málið svonefnda, en því
lýsir kaupsýslumaðurinn William Browder í
bókinni Eftirlýstur, sem komið hefur út á ís-
lensku.
Bretar vildu ekki
fjármálamiðstöð á Íslandi
Þeir bresku bankar, sem ríkisstjórn Verka-
mannaflokksins bjargaði með ærnum til-
kostnaði í fjármálakreppunni, reyndust líka
hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Ýmis aðstoð
við Royal Bank of Scotland, RBS, nam 256
milljörðum punda, en bankinn hefur síðan
orðið að greiða stórfé í sektir í Bandaríkj-
unum, Bretlandi og víðar fyrir peningaþvætti,
hagræðingu vaxta og villandi upplýsingagjöf.
Talið er, að breska ríkið, sem varð aðal-
hluthafinn í bankanum, muni tapa stórfé á
honum. Í því sambandi má minna á, að
bresku bankarnir tveir í eigu Íslendinga,
Heritable og Kaupthing Singer & Friedl-
Íslendingum var neitað um aðstoð,
Eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
»Hver var munurinn á
íslenska bankakerfinu
annars vegar og hinu
svissneska og skoska hins
vegar? Sá, að Íslendingum
var neitað um aðstoð.
Í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu var Ísland skilið
eftir úti í kuldanum. Erlendir seðlabankar neituðu
hinum íslenska um sömu lausafjárfyrirgreiðslu og
seðlabankar annarra Norðurlanda fengu.