Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 68

Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Bókaútgáfan Benedikt, sem fagnar tveggja ára afmæli um þessar mund- ir, gefur út fimm skáldsögur, smá- sagnasafn, ljóðabók og ljóðasafn, svo taldar séu upp íslenskar bók- menntir, en einnig barnabók og end- urútgáfu á bók eftir Murakami. Auður Ava Ólafsdóttir sendir nú frá sér skáldsöguna Ungfrú Ísland, en hún fékk Íslensku bókmennta- verðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Ör. Sögusviðið er Reykjavík ár- ið 1963. Ung skáldkona flytur vestan úr Dölum með nokkur handrit í fór- um sínum, á tímum þegar karlmenn fæddust skáld en ungum konum var boðið að taka þátt í fegurðar- samkeppni sem Fegrunarfélag Reykjavíkur stóð fyrir. Hið heilaga orð heitir skáldsaga eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, annað skáldverk hennar. Í bókinni segir frá því er ung kona hverfur frá nýfæddu barni sínu og bróðir henn- ar leggur í leit að henni. Þórdís Gísladóttir sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu, Horfið ekki í ljósið, en Þórdís hefur hlotið Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar og að auki verið þrisvar sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóð sín. Í bókinni rifjar andvaka sögu- kona upp ævi sína, segir frá sam- ferðafólki, raðar saman minninga- brotum og gerir tilraun til að greina samhengi hlutanna. Ritgerð mín um sársaukann er fimmta skáldsaga Eiríks Guðmunds- sonar. Bókin er ástarsaga um fölar minningar, um kynslóðir sem bugast og neyðast til að játa uppgjöf sína og sársauka sem er rýtingur í hjarta okkar. Vættir eftir Alexander Dan gerist í torkennilegri Reykjavík; vættir birtast á hverju húshorni, þökum, upp úr holræsum. Tré vex á gatna- mótum Hofsvallagötu og Hring- brautar, hnífum rignir niður af himnum. Alexandar Dan sendi frá sér bókina Hrímland fyrir fjórum árum, en hún og framhald hennar eru væntanlegar í enskri þýðingu. Smásagnasafnið Ég hef séð svona áður hefur að geyma tólf nýjar smá- sögur eftir Friðgeir Einarsson, höf- und smásagnasafnsins Takk fyrir að láta mig vita og skáldsögunnar For- maður húsfélagsins. Eva Rún Snorradóttir er sviðs- listakona og ljóðskáld og hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur: Heimsendir fylgir þér alla ævi og Tappi á himninum. Væntanleg er ný ljóðabók, Fræ sem frjóvga myrkrið, en í henni yrkir Eva meðal annars um sólarlandaferðir. Reykjavíkurmyndir er safn ljóða eftir Óskar Árna Óskarsson sem komu út á árunum 2006-2016. Jón Kalman Stefánsson ritar formála. Einnig hyggst Benedikt gefa út að nýju þýðingu Ugga Jónssonar á bók Harukis Murakamis, Sunnan við mærin, vestur af sól, sem hefur lengi verið ófáanleg, og franska harð- spjaldabók fyrir yngstu lesendurna, Bókina um hljóðin. arnim@mbl.is Íslenskar bók- menntir í öndvegi Eva Rún Snorradóttir Auður Ava Ólafsdóttir Sigríður Hagalín Björnsdóttir Þórdís Gísladóttir Óskar Árni Óskarsson Alexander Dan Vilhjálmsson Friðgeir Einarsson Eiríkur Guðmundsson  Nýjar íslenskar skáldsögur og ljóðabækur væntanlegar frá Benedikt Þriðja bindi svonefndra Landsnefnd- arskjala kemur út í dag, en Lands- nefndin fyrri var þriggja manna nefnd á vegum konungs sem ferð- aðist um Ísland á árunum 1770-1771 og safnaði upplýs- ingum um land, þjóð og aðstæður í samfélaginu. Emb- ættismenn lands- ins fengu sértækar spurningar frá nefndinni, svo sem um fólksfjölda, kirkju, heilbrigðismál, verslun, handverk, landbúnað, sjáv- arútveg, samgöngur og fleira, en al- menningur var hvattur til að senda nefndinni sína sýn á landsins gagn og nauðsynjar að ógleymdum eigin að- stæðum. Í skjalasafni nefndarinnar eru því bréf frá almenningi, prestum, sýslu- mönnum og öðrum embættis- mönnum, auk greinargerða og gagna frá nefndarmönnum sjálfum. Þjóð- skjalasafn Íslands gefur skjöl Lands- nefndarinnar fyrri út í samstarfi við Ríkisskjalasafn Danmerkur og Sögu- félag. Fyrsta bindið kom út 2016 og verða bindin sex talsins. Útgáfuhóf þriðja bindisins verður haldið í dag í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, 3. hæð í fundarsalnum Viðey. Hófið hefst kl. 17 og stendur til 18.30. Flutt verða erindi um þriðja bindið og efni þess, um Magnús Ket- ilsson sýslumann og skrif hans 1771 sem birtast í hinu nýútgefna riti og um „Dönsku sendinguna“ 1928 og landsnefndarskjöl sem þar er að finna, en það ár afhentu Danir Íslend- ingum mikið magn skjala. Einnig verður sett upp sýning á frumritum skjala Landsnefndarinnar. Allir eru velkomnir í útgáfuhófið, fræðimenn jafnt sem aðrir áhuga- menn um sögu. Þriðja bindi skjala Landsnefndar  Útgáfuhóf í Þjóðskjalasafni RIFF - Reykjavík International Film Festival Aðkomumaður flytur inn Bíó Paradís 15.00 Skorsteinninn + Snjóæði + Halló hestur! Bíó Paradís 15.00 S stendur fyrir sundrung Bíó Paradís 15.15 Lukkulendur + Þýðingar Bíó Paradís 17.00 Það jafnast ekkert á við dömu Bíó Paradís 17.00 Hæ, Rasma! + Stuttmynd um lífið + Hótel og bolti Bíó Paradís 17.15 3 dagar í Quiberon Bíó Paradís 19.00 Donbass Bíó Paradís 19.00, 19.30 Skrúfjárn Bíó Paradís 21.15 Velkomin til Sódómu Bíó Paradís 21.15 Westwood: Pönkari, íkon, róttæklingur Bíó Paradís 21.45 Sýruskógur Bíó Paradís 23.00 Endurminningar af reisu til Litháen Bíó Paradís 23.15 Studio 54 Bíó Paradís 23.15 Peppermint 16 Ung móðir, sem hefur engu að tapa, ætlar nú að endur- heimta líf sitt frá þeim sem eyðilögðu það fyrir henni. Metacritic 29/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Smárabíó 19.50, 22.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 19.50, 22.00 Juliet, Naked 16 Metacritic 67/100 IMDb 7,0/10 Háskólabíó 18.20, 20.40 Little Italy 12 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00 The Nun 16 Metacritic 46/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 21.50, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 21.50 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 22.20 The Meg 12 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 46/100 IMDb 6,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 The House with a Clock in Its Walls Lewis missir foreldra sína og er sendur til Michigan til að búa með frænda sínum. Metacritic 57/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.10, 17.40, 19.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.20, 19.40, 21.50 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00 Crazy Rich Asians Metacritic 74/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.30 Mission: Impossible - Fallout 16 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 86/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.30 Sambíóin Egilshöll 20.00 Alpha 12 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 63/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 20.00, 22.20 Háskólabíó 20.50 The Spy Who Dumped Me 16 Metacritic 52/100 IMDb 6,4/10 Laugarásbíó 22.25 Kona fer í stríð Metacritic 81/100 IMDb 7,7/10 Morgunblaðið bbbbb Háskólabíó 18.10 Mæja býfluga Laugarásbíó 17.40 Smárabíó 15.00, 17.30 Össi Össi er hundur sem býr hjá góðri fjölskyldu. En einn góðan veðurdag fer fjöl- skyldan í ferðalag og skilur Össa eftir í pössun. Laugarásbíó 17.40 Smárabíó 15.20, 17.40 Christopher Robin Metacritic 59/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Kringlunni 17.20 Sambíóin Akureyri 17.40 Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.30 A Simple Favor 12 Morðgátutryllir um hús- móður sem rannsakar dular- fullt hvarf bestu vinkonu sinnar. Háskólabíó 21.00 Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.10 Smárabíó 15.50, 16.30, 19.00, 19.40, 22.40 Háskólabíó 18.00, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30 Lof mér að falla 14 Mamma Mia! Here We Go Again Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og lærir um fortíð móður sinnar á sama tíma og hún er ófrísk sjálf. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 20.00 Smárabíó 17.20 Háskólabíó 17.50 Borgarbíó Akureyri 17.00 The Predator 16 Rory opnar fyrir slysni leið fyrir „Rándýrin“, grimmar og blóðþyrstar geimverur, til að snúa aft- ur til jarðar. Metacritic 49/100 IMDb 6,1/10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.20 Smárabíó 20.00, 22.50 Borgarbíó Akureyri 22.15 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.