Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018
MANDUCA
BURÐARPOKINN
Manduca burðarpokinn er hannaður með
það markmið að leiðarljósi að barn geti
viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma.
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is bambus.is
Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Hitatækni
Skynjarar í miklu úrvali
Hitanemar | rakanemar | þrýstinemar | C02 nemar | hitastillar
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
útlit bygginga, sem verða misháar,
með mismunandi þakform og efnis-
val. Einnig verði lögð áhersla á aðlað-
andi útirými. Lagt er til í tillögunni
að heimilt verði að opna eina verbúð-
ina við Grandagarð að hluta til að
styrkja tengsl svæðisins við þær.
Gert er ráð fyrir bílastæðahúsi í
norðausturhorni deiliskipulagsreits-
ins, sem er breyting frá fyrri tillögu,
þar sem einungis var gert ráð fyrir
bílastæðakjallara.
Halldóra segir að við skipulag
hafnarsvæðisins sé mikilvægt að hafa
til hliðsjónar þá þróun sem átt hefur
sér stað í sjávarútvegi hér á landi
undanfarin misseri. Greinin hafi ver-
ið að tæknivæðast mikið og megi
segja að hún hafi smám saman verið
að færast frá því að takmarkast við
veiðar og vinnslu sjávarafurða í það
að þróa frekari tækniframfarir,
samanber starfsemi Sjávarklasans
og ýmissa hátæknifyrirtækja. Þetta
hafi haft í för með sér aukningu í
byggingu á skrifstofu- og þjónustu-
húsnæði sem m.a. þjóni sjávar-
útveginum og nokkuð öruggt að svo
verði til lengri framtíðar.
Á fundi stjórnar Faxaflóahafna
var farið var yfir fyrirliggjandi
gögn. Hafnarstjórnin fellst á meg-
inefni fyrirliggjandi tillögu að deili-
skipulagi með fyrirvara um nánari
útfærslu áfangaskiptingar fram-
kvæmda og útlit bílastæðahúss verði
deiliskipulagið samþykkt. Þá verði
leitast við að draga úr bílaumferð og
efla virka ferðamáta, eins og það er
orðað.
Reiturinn er nefndur eftir eiganda
lóðanna, sem er Línberg ehf., stofnað
í júní 2015. Stofnandi þess félags er
ADVEL eignarhaldsfélag ehf., Suð-
urlandsbraut 18. Á vef ríkisskatt-
stjóra er Hjörleifur Þór Jakobsson
skráður stjórnarmaður. Fjárfestinga-
félagið Gift, sem stofnað var utan um
eignir eigenda og tryggingataka
Samvinnutrygginga, átti þessar lóðir
áður.
Mikil uppbygging á Grandanum
Faxaflóahafnir vilja heimila niðurrif átta bygginga á Línbergsreitnum Mikil uppbygging yrði í
kjölfarið, allt að 45 þúsund fermetrar Tillaga send borginni sem hefur áður hafnað hugmyndinni
Tölvumynd/ASK arkitektar ehf.
Uppbygging Línbergsreitur er norðan við verbúðir á Grandagarði. Gegnt verbúðunum er Bakkaskemman, sem m.a. hýsir Sjávarklasann og matarmarkað.
Línbergsreiturinn Á reitnum eru núna átta byggingar, sem allar verða rifnar. Í húsunum er margvísleg starfsemi.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur sam-
þykkt fyrir sitt leyti nýtt deiliskipulag
fyrir lóðirnar Fiskislóð 16-32 í Örfir-
isey, svokallaðan Línbergsreit. Þarna
er fyrirhugað niðurrif eldri húsa og
stórfelld uppbygging í kjölfarið. Gísla
Gíslasyni hafnarstjóra var falið að
óska eftir formlegri meðferð skipu-
lags- og samgönguráðs Reykjavíkur
um tillöguna. Að sögn Gísla hefur er-
indið verið sent borginni nú þegar.
Deiliskipulagstillagan er í megin-
atriðum eins og tillaga sem send var
til borgarinnar seinni hluta árs 2017,
en þá í kynningarformi. Meirihlutinn í
borgarráði og umhverfis- og skipu-
lagsráði hafnaði þessum hugmyndum,
m.a. með tilvísun í umsögn skipulags-
fulltrúa borgarinnar. Þar kom m.a.
fram að hvorki hefði verið mörkuð
stefna um uppbyggingu á Vestur-
höfn-Örfirisey til lengri tíma, né
mörkuð stefna um breytingar á heim-
ilaðri notkun á svæðinu. Ekki væri
hægt að taka afstöðu til einnar lóðar
eða brots af svæði án þess að skoða
alla Vesturhöfnina heildstætt
Síðan þessi samþykkt var gerð hafa
farið fram kosningar til borgar-
stjórnar og inn er komið nýtt fólk.
Það mun svo koma í ljós hvort Faxa-
flóahafnir fá jákvæðari undirtektir að
þessu sinni.
Verða tveggja til fimm hæða
byggingar
Fyrir fund stjórnar Faxaflóahafna
var lögð greinargerð Halldóru Hrólfs-
dóttur skipulagsfulltrúa fyrirtækis-
ins. Þar kemur m.a. fram að á grund-
velli samkomulags Faxaflóahafna sf.
og Línbergs ehf. dagsett 16. febrúar
2016 hafi lóðarhafar Fiskislóðar 16-32
látið vinna tillögu að breytingu á deili-
skipulagi fyrir lóðirnar ásamt verbúð-
um við Grandagarð 39-93 í samvinnu
við Faxaflóahafnir sf. Í breytingunni
felst að núverandi húsnæði á reitnum,
átta byggingar, sem reistar voru sem
iðnaðarhúsnæði á 9. og 10 áratug síð-
ustu aldar, verði rifið og í staðinn
komi tveggja til fimm hæða bygg-
ingar fyrir fjölbreytta atvinnu-
starfsemi, mest skrifstofuhúsnæði.
Samkvæmt gögnum málsins verður
heimilt að reisa allt að 45 þúsund fer-
metra ofanjarðar á reitnum. Í þeim
húsum sem rifin verða er að finna
margvíslega starfsemi, sem ekki telst
vera hafnsækin, svo sem bílaleigur,
rútufyrirtæki, dekkjaverkstæði og
veisluþjónustu.
Yfirbragð svæðisins muni taka mið
af gangandi umferð og rólegri um-
ferð. Lögð verði á hersla á fjölbreytt
Aðeins voru gefin út 2.343 íslensk
vegabréf í ágústmánuði sem er
mikil fækkun frá í fyrra en til sam-
anburðar voru 5.098 vegabréf gefin
út í ágúst 2017. Fækkar því útgefn-
um vegabréfum um 54% milli ára.
Fram kemur í frétt á vefsíðu
Þjóðskrár að útgáfa vegabréfa var
einnig miklu meiri framan af sumri
en í ágúst eða nær tvöfalt meiri í
júní þegar gefið var út 4.231 vega-
bréf og í maí voru gefin út 4.524
vegabréf. Útgáfa vegabréfa í ágúst
síðastliðnum var einnig mun minni
en í sama mánuði á umliðnum árum
en í ágústmánuði árið 2016 voru til
að mynda gefin út 5.660 vegabréf
og þau voru 6.190 talsins í sama
mánuði á árinu 2015.
Engar skýringar koma fram í
umfjöllun Þjóðskrár á þeirri
óvenjulegu fækkun vegabréfa að
sumri til sem varð í seinasta mán-
uði.
Vegabréfum fækkar
um 54% milli ára
Örfirisey er dýrmætt svæði í ná-
grenni við miðborg Reykjavíkur,
segir í greinargerð Halldóru
Hrólfsdóttur.
„Við Grandagarð hefur átt sér
stað áhugaverð þróun í átt að
meiri miðborgarstarfsemi síð-
ustu árin sem gerir svæðið
einnig eftirsóknarverðara fyrir
fjölbreyttari starfsemi en áður.
Sú starfsemi getur almennt lif-
að í sátt við útgerð og fisk-
vinnslu á svæðinu. Flestar
óbyggðar eða vannýttar lóðir í
Örfirisey eru við Fiskislóð og að
hluta við Eyjarslóð og því eðli-
legt að skoða hvernig uppbygg-
ing á því svæði geti komið til
móts við breyttar þarfir í sjávar-
útvegi og þjónustu tengdri sjáv-
arútvegi.“
Línbergsreiturinn sé í mikilli
nálægð við þá miklu grósku sem
orðið hefur við Grandagarð.
Önnur svæði í Örfirisey séu
meira og minna fullbyggð.
Örfirisey er
afar dýrmæt
GRÓSKA Á GRANDAGARÐI