Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Gjáin er falleg, sama á hvaða tíma árs þú kemur hingað. Kannski hefur þessi staður aldrei fallegri svip ein- mitt þessa dagana, þegar haustlit- irnir hafa sett svip sinn á gróðurinn hér. Þetta er heilt ævintýraland,“ segir Björgvin Skafti Björg- vinsson, oddviti Skeiða- og Gnúp- verjahrepps. Sveitarstjórn þar sendi fyrir skemmstu erindi til Umhverfis- stofnunar um að Gjáin í Þjórs- árdal yrði friðlýst. Vegna tilnefn- ingar um friðlýsingu hefur Gjáin verið tekin út og málið er komið í formlegan farveg. Næsta skref í málinu verður að óska eftir umsögn- um frá stofnunum, útivistarfélögum og fleiri slíkum um friðlýsingar- tillöguna. Þetta er ferli sem tekur nokkurn tíma, en Skafti bindur von- ir við að málið verði komið í höfn næsta vor. Uppsprettur og úfnir klettar Gjáin er fyrir miðjum austan- verðum Þjórsárdal. Þetta er gljúf- urdalur eða hvilft, vin við hálendis- brúnina og örskammt frá rústum fornbýlisins á Stöng. Þaðan liggja bæði göngustígur og jeppaslóði að Gjánni og ofan hennar er bílastæði þar sem sést vel yfir þessa kvos sem bergtær Rauðá með tveimur fossum fellur um. Þarna eru líka vatns- uppsprettur, úfnir klettar og ýmis mosagróður, lyng, víðir, hvönn og birki. Á sumrin má heyra kvikan fugla- söng í Gjánni, sem myndaðist fyrir þúsundum ára þegar hraun frá Tungnaársvæðinu í minnst fjórum eldgosum rann þarna fram. Rauðáin og veðráttan hafa svo haldið áfram að móta Gjána, landslag og náttúru sem er um margt einstök. Því er staðurinn skiljanlega fjölsóttur, en fyrir vikið liggur hann undir skemmdum af völdum álags. Úrbóta er þörf sem er meðal annars ástæða þess að friðlýsingar er nú óskað. Stígar og gróður troðast niður „Við höfum lengi haft áhyggjur af stöðu mála í Gjánni; stígar og gróð- urþekja hafa troðist niður, víða er rusl og svo þarf að benda fólki á t.d. með skiltum að um 10 mínútna gangur sé að salernum við Stöng. Fyrir nokkrum árum vorum við komin með skissur og tillögur að göngustígum á svæðinu sem síðan reyndist ekki hljómgrunnur fyrir hér í sveitinni. Einnig hefur komið til tals að loka jeppaslóðunum sem liggja að Gjánni, svo þangað verði aðeins fært um göngustíg frá Stöng. Þyrfti þá til að mynda ekki að end- urbyggja hlaðinn stíg frá bílastæð- unum niður í Gjá,“ segir Björgvin Skafti og heldur áfram: „Umferð um svæðið hefur aukist mikið í seinni tíð; meðal annars eftir að atriði í einum þætti af sjónvarps- myndaspyrpunni Game of Thrones var tekið upp þarna fyrir nokkrum árum. Það verður að segjast að sveitarfélagið hefur ekki getað brugðist við stöðu mála í Gjánni svo vel sé. Því leituðum við til Umhverf- isstofnunar þar sem við höfum feng- ið ýmis ráð og landvörður kemur á svæðið reglulega. Verði friðlýsing svo að veruleika, sem ég tel raunar víst, tekur Umhverfisstofnun alfarið við svæðinu. Fer þá til dæmis í framkvæmdir sem þarf á þessum slóðum, án þess að sveitarfélagið beri kostnað af.“ Björgvin Skapti segir ýmis sjónarmið vera uppi um hve víð- feðmt svæði skuli friðlýsa. Efst á blaði séu Gjáin og nágrenni Stang- arbæjarins, en líka sé til í dæminu að friðlýsa svonefndan Fossárdal innan við Stöng og þar með talinn Háafoss, annan hæsta foss landsins. Í sínum huga myndi það auka vægi Þjórsárdalsins alls, bæði sem nátt- úruvættis og útivistarsvæðis. Ýmsar útfærslur geti svo alltaf verið á frið- lýsingu og styrkur hennar misjafn frá einu svæði til annars. Hverfisvernd er góður vilji Í dag nýtur Gjáin svonefndrar hverfisverndar samkvæmt aðal- skipulagi Skeiða- og Gnúpverja- hrepps, en í slíku felst yfirlýsing um almennt góðan vilja til verndar fremur en að um beinar ráðstafanir eða aðgerðir sé að ræða „Aðalmálið er að náttúra í Þjórs- árdals fái nauðsynlega vernd og að gripið verði til viðeigandi aðgerða. Umhverfisstofnun hefur sett upp kaðlagirðingar í og við Gjána en að- kallandi er að þar verði settar upp fleiri slíkar girðingar og að blind- stígum verði lokað. Þá þarf að setja upp fleiri leiðbeiningarskilti, ein- földum plönkum þarf skipta út fyrir brýr og svo framvegis. Svipað þarf raunar að gera víðar í dalnum, sem tugir þúsunda ferðamanna leggja leið sína um á ári hverju,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason oddviti. Vin fái vernd  Gjáin í Þjórsársdal verði friðlýst  Álag á viðkvæma náttúru  Umferð jókst með Game of Thrones  Paradís Björgvin Skafti Bjarnason Tignarlegur Áhugi er fyrir því að Háifoss, 122 metra hár, verði með í friðlýsingartillögunni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ljósmyndarar Tugir þúsunda ferðmanna koma á ári hverju í Gjána, sem í haustlitunum er sérstaklega myndræn. Gjáin Þessi fallega kvos eða dalur myndaðist fyrir þúsundum ára í hraungosi. Vatn og veðrátta hafa svo mótað svæðið á löngum tíma, en þar má finna ýmsar fallegar hraunmyndanir og fallegan gróður, svo sem hvönnina sem skýtur víða upp kollinum þar sem nægur raki er í jörðu. Gjáin í Þjórsárdal Þjóðveldisbærinn ÞJÓRSÁR- DALUR Hjálparfoss Búrfells- virkjun Þjófafoss Kortagrunnur: OpenStreetMap BÚ RF EL L Þjórsá Gjáin Stöng Háifoss Spre ngi- sand ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.