Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 50
Dóra Magnúsdóttir dora@mbl.is Í hlýlegu hús í Vesturbæ Reykjavík- ur býr fjölskylda sem á rætur að rekja til tveggja ólíkra landa, nefni- lega Íslands og Sambíu. Hjónin Anna Þóra Steindórsdóttir og Harry Mashinkila kynntust í Sambíu en búa hér ásamt tveimur dætrum sín- um, Ernu Kanemu og Auði Makayu, og kettinum Gloríu. Þegar hjónin kynntust var Anna Þóra í kvikmyndanámi í Finnlandi en hún fór þaðan til Sambíu og vann að kvikmynd ásamt skólafélögum sínum. Harry aðstoðaði hópinn með- an á tökum stóð og ástin kviknaði. Harry tók smá krísuvíkurleið til Ís- lands því hann kom í heimsókn til Finnlands nokkrum mánuðum eftir að þau höfðu kynnst í Sambíu og dvaldi í þrjá mánuði með Önnu Þóru. Þau ákváðu svo að hann færi aftur til Sambíu en hún myndi koma sér fyrir á Íslandi, þar sem hún hafði þá lokið sínu námi, og undirbúa farveginn fyrir komu Harrys. „Það hefði verið töluvert flóknara ef við hefðum kom- ið bæði til Íslands, án atvinnu og húsnæðis,“ segir Anna Þóra. Hún fékk vinnu sem tæknimaður og síðar við klippingar hjá RÚV en áður en Harry kom var Anna Þóra búin að útvega honum vinnu við ræstingar en hann hefur unnið ýmis störf gegnum tíðina og síðastliðin ár í bókunardeild Hótels Sögu. Hann segir að það hafi verið mjög skrýtið að koma til Íslands fyrst, bæði fannst honum fámennt á Íslandi og á þessum tíma voru enn færri þel- dökkir á götum borgarinnar en nú til dags. „Það gerðu allir ráð fyrir því á þessum tíma að ég væri hermaður af vellinum því eina þeldökka fólkið sem fólk sá á Íslandi á þessum tíma voru hermenn þaðan. Oft ef ég var í bænum heyrði ég: „Hey my man, how is the base?“ eða eitthvað álíka. Sem var allt í lagi, allir voru mjög vinalegir með það en ég þurfti oft að útskýra að ég væri ekki bandarískur hermaður.“ Lærði fljótt að klæða sig vel Harry segir að það hafi ekki verið neitt sérlega erfitt að aðlagast sam- félaginu og læra tungumálið. „Það tók bara tíma en varð alltaf betra og betra eftir því sem ég aðlagaðist bet- ur og lærði meira. Fólk var frekar lokað fyrst en um leið og ég byrjaði að tala meira og tjá mig á íslensku urðu allir strax miklu opnari.“ Anna Þóra bætir við að veðrið hafi ekkert truflað hann mikið, þótt margir hafi talið að það væri ef til vill mesta áfallið við að flytja frá Sambíu til Ís- lands. „Hann lærði bara strax að klæða veðrið af sér enda vann hann fljótlega alls konar störf úti við. Fór bara alltaf í föðurland og önnur hlý föt og lét þetta ekki trufla sig,“ segir Anna Þóra stolt af sínum manni. Þau hlæja að minningunni um hollenskan vin sinn sem lærði íslensku með Harry fljótlega eftir að hann flutti til landsins. Einhvern tíma hittu þau hann um vetur í leðurjakka, galla- buxum og blankskóm og hann kvart- aði og kvartaði yfir veðrinu. En Harry, sem þá var í lopapeysu, úlpu, í kuldaskóm með húfu og vettlinga, yppti bara öxlum og leiddi þetta hjá sér. „Hann hefur einstaka aðlög- unarhæfni myndi ég segja. Þetta hefur ekkert alltaf verið auðvelt fyr- ir hann því hér er nánast allt með öðrum hætti en hann þekkti frá Sambíu,“ segir Anna Þóra. Hlut- verkaskipting inni á heimilinu er einn þáttur sem þau þurftu að fín- pússa saman en Anna Þóra gerði honum grein fyrir því að hún myndi ekki taka upp hefðbundið hlutverk hinnar afrísku eiginkonu sem gjarna sinnir öllum eða flestum heimilis- verkum. „Þannig að við byrjuðum til dæm- is bara á því að taka hvort sína vik- una með matarinnkaup og elda- mennsku og höfum bara haldið því, og það hefur gengið mjög vel. Harry hafði ekki eldað mikið áður en finnst það núna mjög gaman,“ segir Anna Þóra. „Já, elskan mín! Ég er orðinn mik- ill femínisti núna enda ekki annað hægt með þrjár konur inni á heim- ilinu,“ segir Harry og skellihlær. „Já, meira að segja kötturinn okkar er læða, þannig að þetta er algert kvennaofríki hérna,“ bætir Anna Þóra við. Öðruvísi uppeldi í Sambíu Erna Kanema bætir við að pabbi sinn hafi stundum verið dálítið mikið strangur við sig, sérstaklega þegar hún var yngri, en þau gera sér öll grein fyrir því að þannig eru hlut- irnir þaðan sem hann kemur. For- eldrarnir beita börnin sín meiri aga en hér og heimilisfeðurnir eru ráð- andi inni á heimilunum og þannig var Harry alinn upp. Þetta snerist nú aðallega um útivistartíma og frelsi en Erna Kanema segir að sér hafi oft fundist þetta ósanngjarnt þegar hún var yngri en núna skilji hún pabba sinn miklu betur. Blaða- kona á reyndar afar erfitt með að sjá þennan elskulega heimilisföður, sem kemur fyrir sem sérstakt ljúfmenni, vera strangan, en eins og þau nefna öll mótast fólk af uppeldi sínu. En hvað heillaði Önnu Þóru við Sambíu – fyrir utan Harry? „Ég féll bara algerlega fyrir landi, þjóð og menningu. Það eru allir svo opnir og hlýir og heillandi og mikil andstæða við stemninguna hér á Norðurlöndum.“ Á þeim tíma sem Anna Þóra kynntist sambískri menningu hafði hún búið í sex ár í Finnlandi og frændur okkar þar eru svo sem ekki þekktir fyrir að vera opnir frekar en við Íslendingar. „Það var einhvern veginn allt; stemningin, gleðin, litirnir, tónlistin og bara þjóðarsálin. Allir svo opnir og þægilegt viðmót. Mér finnst Sam- bíubúar almennt mjög forvitnir um mann án þess að vera hnýsnir. Spyrja mikið um mann en ég upp- lifði það alltaf bara sem mannlega forvitni.“ Anna Þóra er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona og leikstýrði nú síðast og framleiddi heimildar- myndina Söng Kanemu. Myndin er afskaplega persónuleg þar sem í henni býr móðir til mynd um dóttur sína og tengsl hennar við tvö mjög ólík lönd. Tónlistin er gegnumgang- andi þema í myndinni eins og nafn hennar ber með sér en yngri dóttirin Auður Makaya spilar á trompet og Erna Kanema stundar nám í FÍT og leggur þar stund á djasssöng. – En hvernig er það, kunna þá all- ir á hljóðfæri í Sambíu? „Nei, ekkert frekar en hérna. En tónlistin er bara fólki í blóð borin. Ef þú kannt ekki á hljóðfæri geturðu sungið. Og ef þú getur ekki sungið geturðu alla vega dansað eða slegið takt. Það er enginn að dæma þig eða meta frammistöðuna. Fólk syngur einfaldlega og dansar þegar það hittist, það er hluti af menningunni,“ segir Harry. Tónlistin er líka stór hluti af uppeldi barna, það er sungið og dansað í kirkjum og skólum. Tón- listin og dansinn er einfaldlega alls staðar. Blaðakona veltir upp með þessari hláturmildu fjölskyldu þeirri stöðu ef fólk myndi almennt bresta í söng og dans í fermingarveislum hérlendis og við urðum sammála um að þær yrðu miklu skemmtilegri. En nei, hér dansar fólk ekki nema í dansskólum, í ræktinni eða drukkið. Erna Kanema segir að þetta komi svo greinilega með móðurmjólkinni og uppeldinu í Sambíu. Dæturnar bæði sambískar og íslenskar Þessar andstæður koma einmitt mjög skýrt fram í mynd Önnu Þóru og birtast vel í dætrum þeirra, eink- um Ernu Kanemu, eldri dóttur hennar. „Stelpurnar mínar eru ekk- ert hálfsambískar eða hálfíslenskar. Þær eru alveg 100% hvort tveggja en bara svo heppnar að eiga rætur í báðum menningarheimum,“ segir Anna. Erna Kanema hefur heimsótt Sambíu þrisvar en Auður Makaya tvisvar, hún er sex árum yngri en stóra systir og var því ekki fædd þegar fjölskyldan fór fyrst út. „Auð- vitað hefðum við viljað fara oftar út og vera lengur en höfum ekki átt kost á því,“ segir Anna Þóra. „En ferðirnar hafa skipt okkur miklu máli.“ Í síðustu ferð dvöldu þau lengst og tengdust fjölskyldu Harr- ys mun nánar en þau höfðu gert áð- ur. Þau stefna á að fylgja myndinni út til Sambíu í október og verður það þá í þriðja og fjórða skipti sem dæt- urnar heimsækja föðurfólkið sitt sem þær nú hafa bundist sterkum böndum. Síðasta heimsókn hafði mikil áhrif á þau öll, ekki síst Ernu Kanemu sem segir að sig langi til að fara til Sambíu á næstu árum, læra móður- mál föður hennar, sem reyndar á tvö móðurmál, lamba og lenge, en í Sambíu eru töluð 72 tungumál. Enskan er það tungumál sem tengir hópa og þjóðflokka innan landsins saman. Þau Harry og Anna Þóra leggja áherslu á að Sambía njóti töluverðrar sérstöðu meðal ná- grannalanda sinna en það hefur ver- ið mikið um stríð og átök undan- farna áratugi í löndunum í kringum Sambíu, eins og Angóla, Simbabve, Mósambík og Bótsvana. En ekki í Sambíu. Harry segir það vera vegna þess að umbreytingin frá nýlendu- tíma Breta til sjálfstæðis hafi gengið friðsamlega fyrir sig og hann telur að tónlistin og stemningin í landinu, sem Anna Þóra heillaðist svo af á sínum tíma, sé að miklu leyti afleið- ingin af þeim friði sem einkennt hef- ur landið og allir Sambíubúar eru mjög stoltir af. „Auðvitað er þarna mikil mis- og stéttaskipting og töluverð fátækt víða en við höfum séð töluverðan mun á milli heimsókna á þann veg að millistéttin er að stækka og það er minna um betlara á götum úti.“ Mikil virðing borin fyrir hinum látnu Annað sem Anna Þóra nefnir að sé allt öðruvísi er sú mikla virðing sem sé borin fyrir hinum látnu. Sumpart kristni í bland við andatrú en umfram allt mikil virðing fyrir hinum látnu. Harry er til dæmis nýbúinn að missa tvo bræður sína og þar sem þau eru að fara aftur til Sambíu er til að mynda óhugsandi að koma ekki að gröfum þeirra og minnast þeirra. Fólk hittist gjarna við grafir forfeðra og talar um þá og minnist ýmissa atvika úr lífi þeirra á mjög áhrifaríkan hátt. Í myndinni um Kanemu í Sambíu heimsækir hún gröf ömmu sinnar, sem einnig hét Kanema, en hún fæddist níu mánuðum eftir að amma hennar lést. Í huga margra eldri ættmenna fjöl- skyldunnar er það engum vafa und- irorpið að Kanema yngri er amma hennar. Sem er óneitanlega afar fyndið en um leið skrýtið og ljúft fyr- ir Ernu Kanemu og tengir hana enn þéttar við ættingja hennar og fjöl- skyldu í Sambíu. Þær systur eru ein- mitt ekkert hálfir Sambíubúar þegar þær eru þar, þær eru alveg sam- bískar, rétt eins og þær eru alveg ís- lenskar þegar þær eru hérlendis og ganga í FÁ og Hagaskóla. Sumir eru bara heppnari en aðrir og með fjölbreyttari rætur. Sambía og Ísland sameinast á Öldugötunni Árið 1995 bjó Anna Þóra Steinþórsdóttir í Finnlandi. Hún fór í ferðalag til Sambíu og hitti þar ást lífs síns, Harry Mashinkila. Ári seinna fluttu þau bæði til Íslands og tveimur árum síðar fæddist eldri dóttir þeirra. Anna Þóra leikstýrði heimildarmyndinni Söng Kamenu sem fjallar um tvöfaldar rætur dætranna en Fjölskyldunni lék forvitni á að heyra meira um þessa heillandi fjölskyldu. Hjónin Anna Þóra Steindórsdóttir og Harry Mashinkila ásamt dætrum sínum Ernu Kanemu og Auði Makayu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.