Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 ✝ Halldóra Frið-riksdóttir fæddist 27. september 1937 í Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði, nú Sunnuhvoli. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 17. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Friðrik Kristján Hall- grímsson, f. 14. janúar 1895, d. 30. maí 1990, og Una H. Sig- urðardóttir, f. 25. október 1898, d. 10. janúar 1979. Halldóra var tekin í fóstur sem kornabarn og ólst upp hjá Davíðsínu Sigurðardóttur (systur Unu) saumakonu, f. 20. október 1900, d. 1. maí 1969, og eiginmanni hennar, Haf- steini Björnssyni verkamanni, f. 17. maí 1899, d. 1. apríl 1960. Systkini hennar voru Elín, f. 8. ágúst 1923, d. 15. maí 2017, Sigurður, f. 11. september 1924, d. 26. október 1997, Hall- grímur, f. 8. mars 1926, d. 11. mars 1929, Helga, f. 25. apríl Halldóra lauk prófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands árið 1958. Síðar á ævinni lærði hún til aðstoðarmanns tann- læknis. Hún starfaði við bæði þessi fög um árabil, m.a. í Laugarnesskóla og hjá Skóla- tannlækningum Reykjavíkur. Þá fékkst hún um tíma við leikfimikennslu sem ætluð var fyrir eldri borgara. Halldóra giftist 25. desem- ber 1960 Inga Sigurðssyni vél- smiði, f. 28. ágúst 1934. Heim- ili þeirra var lengst af í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Þaðan fluttu þau á efri árum í sambýlishús fyrir eldri borgara í Breiðholti. Börn Halldóru og Inga eru Davíð, f. 27. febrúar 1962, Sig- urður, f. 3. september 1964 og Hafdís, f. 4. nóvember 1969. Maki Davíðs er Matilda Gregersdotter, f. 25. janúar 1970, maki Hafdísar er Björg- vin Friðriksson, f. 29. ágúst 1968. Börn Davíðs og Matildu eru Agnes, f. 24. apríl 1997, Ið- unn Elísabet, f. 31. júlí 1998, Ágúst Ingi, f. 18. ágúst 2003, og Assa f. 28. apríl 2005. Börn Hafdísar og Björgvins eru Sif, f. 5. júlí 1997, Halldóra, f. 18. janúar 1999, og Jökull, f. 29. júlí 2008. Útför Halldóru fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtu- daginn 27. september klukkan 15. 1927, d. 21. ágúst 1961, Friðrik, f. 12. maí 1928, bú- settur í Mos- fellsbæ, Þórunn, f. 30. október 1929, búsett í Flóa- hreppi, Hall- grímur, f. 10. októ- ber 1931, búsettur í New York, Guðný, f. 15. júní 1934, d. 7. maí 2006, Halldóra Sigríður, f. 18. janúar 1936, búsett í Noregi, Árni, f. 6. júní 1939, búsettur í Hveragerði, Bjarni Leifs, f. 5. júlí 1940, d. 3. febrúar 2009, Guðrún, f. 9. mars 1943, búsett á Akureyri. Uppeldisbróðir Halldóru var Eiður Hafsteinsson, f. 9. september 1931, d. 17. apríl 2015. Fyrstu árin bjó Halldóra ásamt fósturforeldrum sín á Blönduósi. Hjónin skildu og Davíðsína flutti með Halldóru og Eið til Reykjavíkur. Fljót- lega eftir að þangað var komið fluttu þau á Langholtsveg og þar bjó Halldóra ásamt fjöl- skyldunni fram á fullorðinsár. Orð mín eru stirð, þau eru fá og munu sjálfsagt aldrei flugi ná eins og segir í laginu. Já, orðin koma stirðlega þegar maður þarf mest á þeim að halda og það getur verið snúið að koma frá sér kveðjuorð- um þegar lýsa skal kærri móður sem fylgt hefur manni í gegnum allt lífið. Þá verður manni orða vant því minningarnar eru margar. Mamma var sterkur karakter, hrein og bein og aldrei með neina uppgerð. Hún sagði hlutina eins og henni fannst þeir vera og hafði sterkar skoðanir á ýmsum málefn- um. Hún var einnig ljúf og góð og hafði endalausa þolinmæði fyrir manni þó örugglega hafi nú reynt stundum á það hér áður. Mamma kenndi mér margt. Hún var góður kennari og vel að sér. Sérstaklega þótti henni skemmtilegt að hlýða mér yfir skólaljóðin og sá til þess að maður kynni þau hnökralaust utan að. Mikilvægast var þó það að hún kenndi mér að þakka fyrir það sem maður hefur. Hún þoldi ekki óþarfa bruðl og sóun og nýtti hluti lengi og stund- um svo lengi að manni þótti nóg um. Hún bjó alltaf til útikerti fyrir gamlárskvöld úr kertaafgöngum, flokkaði pappír og plast löngu áð- ur en það komst á dagskrá hjá flestum og gaf gömlum hlutum nýtt hlutverk svo eitthvað sé nefnt. Hún var einstök amma og var einkar lagið að búa til ævintýra- heim úr hversdagslegum hlutum enda elskuðu barnabörnin að fara til hennar og pabba. Þá var nú oft- ar en ekki farið í hina ýmsu leið- angra og ævintýraferðir inni eða úti. Alltaf sýndi hún einlægan áhuga á því hvað ömmubörnin væru að gera og hvernig þeim liði. Hún var einstaklega minnug og mundi ótrúlegustu smáatriði allt undir það síðasta. Hún var æðrulaus og þrautseig og þeir eiginleikar hennar komu vel í ljós eftir að hún greindist með Parkinson-sjúkdóminn. Hún var óþreytandi að gera það sem hún gat til að styrkja sig og þjálfa þeg- ar líkaminn var farinn að bregðast henni. Elsku pabbi, missir þinn er mikill en minningarnar eru dýr- mætar. Þið voruð einstaklega samstillt og falleg hjón. Ég á þér svo margt að þakka, elsku mamma. Þakka þér fyrir allt það sem þú hafðir að gefa mér. Þín Hafdís. Mamma þurfti einhverju sinni að fjarlægja tré af lóðinni hjá sér í Árbænum. Hún lét taka tréð með rótum og það skyldi gróðursett á ný á milli raðhúsahverfisins og Höfðabakka innan um mörg önn- ur tré. Síðan leit mamma oft til trésins til að athuga hvort það væri ekki örugglega allt í lagi með það. Þetta var nefnilega hennar tré. Síðasta heillega samtal mitt við mömmu var þegar hún hringdi í mig á afmælinu mínu 3. septem- ber síðastliðinn með aðstoð úr hópi hins frábæra starfsfólks Sól- túns. Einhvern veginn átti hún auka orku til þess í tilefni dagsins að óska mér til hamingju með dag- inn þegar ég hélt að allir hennar kraftar væru á þrotum. Þey mig er að dreyma ef þú vekur mig hverfur draumurinn en ég verð eftir – (Vilborg Dagbjartsdóttir) Sigurður Ingason. Við erum þakklátar fyrir ömmu Dóru eins og við kölluðum hana alltaf. Hún var alltaf til í að gant- ast og hlæja og gera eitthvað skemmtilegt með okkur. Við feng- um reglulega hláturskast með henni og enginn skildi af hverju við vorum að hlæja. Við fórum í margar ævintýraferðir með henni þar sem við fórum meðal annars í Elliðaárdalinn með nesti, fundum leynigöng eða fórum í París. Hún gat gert allt spennandi og skemmtilegt. Hún kenndi okkur á klukku og stundum spiluðum við ólsen ólsen og kleppara eða lögð- um kapal. Stundum heilsuðum við líka upp á búálfinn á háaloftinu. Einu sinni fundum við kött sem var heimilislaus. Amma gaf hon- um að borða og leyfði honum að gista og daginn eftir fórum við saman með hann í Kattholt. Við gistum oft hjá ömmu og afa og lék- um okkur í hringjunum eða tví- slánni í úti inni, borðuðum hunda- súrur eða rabarbara í garðinum, fórum í vatnsstríð eða skoðuðum morgunfrúrnar. Hún eldaði besta hafragraut og fisk í heimi og oft gaf hún okkur jarðarberjasúr- mjólk með spariseríósi. Við erum heppnar að hafa átt svona góða ömmu að, sem við eigum dýrmæt- ar minningar um og gerði svo ótal margt skemmtilegt með okkur. Takk, elsku amma, fyrir allt. Sif og Dóra. Elsku amma. Ég sakna þess að geta ekki komið í heimsókn til þín og hitt þig. Það var alltaf svo gaman að koma eftir tónlistarskóla til þín og fá ömmu súrmjólk og svo spiluð- um við oftast ólsen ólsen. Góða ferð inn í draumalandið, amma mín, þinn Jökull. Halldóra Friðriksdóttir ✝ Kristín Jó-hannsdóttir fæddist 14. október 1928 í Sandvík á Hauganesi á Ár- skógsströnd við Eyjafjörð. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 7. sept- ember 2018. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Friðrik Jónsson, útgerðarmaður og bóndi, f. 10.5. 1899, d. 4.10. 1974, og Málfríður Baldvinsdóttir, hús- freyja, 9.9. 1901, d. 12.3. 1995. Systkini Kristínar eru Reyn- ir, f. 1927, d. 2012, Karitas Rósa, f. 1930, d. 1998, Erla, f. 1932, Jón, f. 1934, d. 1941, Baldvin Kristinn, f. 1935, d. 1936, Óskar Baldvin, f. 1938, og Selma, f. 1940. Eiginmaður Kristínar var Jón Maríus Jónsson, vélstjóri, verkstjóri og verslunarmaður, f. 30.6. 1926, d. 23.12. 1986. Börn þeirra eru: 1) Heiða býlismaður hennar er Hrafn Ingvarsson. Sonur þeirra er Hjörtur Ingi; 4) Pétur Örn, f. 30.4. 1962, kvæntur Guðrúnu Helgu Ragnarsdóttur. Börn þeirra eru a) Dagný Rut, gift Alexander Tonini. Börn þeirra eru Rakel Björk og Arnar Mikael. b) Arnar Þór. Sambýlis- kona hans er Hildur Hjörvar; 5) Jón Mar, f. 14.10. 1964, d. 10.2. 1988. Kristín ólst upp á Hauganesi og gekk í Árskógarskóla, sinnti frá barnæsku almennum sveit- arstörfum og fiskverkun, síðar símvörslu og skrifstofustörfum hjá Norðursíld á Raufarhöfn, vann verslunarstörf í Hús- gagnaversluninni Kjarna á Akureyri og var matráðskona bæði á Akureyri og í Hafnar- firði. Lengst af var Kristín hús- freyja, rak stórt heimili og hlúði að börnum sínum og barnabörnum, og saumaði föt. Kristín bjó lengst af á Akur- eyri, en líka á tveimur tímabil- um í Hafnarfirði. Síðustu árin átti hún heima í Víðilundi 24 á Akureyri og hélt þar eigið heimili þar til í sumar þegar hún lagðist inn á Sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hún lést. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Björk, f. 20.9.1949, gift Hafþór Jónas- syni. Börn þeirra eru: a) Kristín Hrönn, gift Birni Halldóri Sveins- syni. Þeirra börn eru Silja Björk, sem á ónefndan Silju- og Ísaksson, og Heiða Hlín. b) Íris Björk, gift Finni Jörundssyni. Þeirra börn eru Lena Kristín og Hafþór Orri. c) Jónas Þór; 2) Óttar Strand, f 25.7. 1951, kvæntur Þorbjörgu Björns- dóttur. Börn þeirra eru: a) Börkur Strand, kvæntur Önnu Guðrúnu Hallsdóttur. Þeirra börn eru Þorri Strand, Frosti Strand og Mirra Strand. b) Darri Strand. Sambýliskona hans er Harpa Lilja Björns- dóttir; 3) Óðinn, f. 5.8. 1958, kvæntur Gerði Róbertsdóttur. Börn þeirra eru a) Bryndís. Sonur hennar er Elvar Snær Arnarsson. b) Hrefna. Sam- Þegar komið er niður á Hauga- nes blasa við mörg þeirra húsa sem voru þarna á meðan afi og amma bjuggu í Sandvík. Þetta litla útgerðarþorp í landi Selár varð til um og eftir aldamótin 1900. „Það er seigt í Selárættinni,“ hafði mamma eftir gömlum manni um leið og hún undraðist hversu teygðist úr ævi hennar sjálfrar. Þarna bjó móðurfjöl- skyldan fyrst í torfhúsi en síðan byggðu langafi og afi fyrsta stein- húsið á nesinu. Útgerðarmaður- inn Jóhann og Málfríður sköpuðu kærleiksríkt heimili á árum kreppu og stríðs. Víst knúði sorg- in dyra en oftar ríkti gleðin og andinn í húsinu var rómaður. Gamall Hríseyingur spurði mig eitt sinn um eyfirsku tengslin og ljómaði allur þegar Sandvík var nefnd. Þar var öllum tekið vel. Mamma sagði sögur af fólkinu sem fékk inni, stundum margar fjölskyldur í einu, einhverjir í kjallaranum, þar sem veiðarfæri voru geymd og kýrin góða. Ekk- ert rafmagn, enginn sími. Það var sungið, spilað og dansað. Afi og amma lásu á kvöldin hvort fyrir annað uppi í rúmi og hinum meg- in veggjar lágu börnin og hlustuðu. Nú er hún Stína í Sandvík horfin og með henni svo margt sem tengir okkur nútímabörnin við þennan gamla heim. Ekki svo að skilja að stúlkan með þykka rauðjarpa hárið hafi ekki einmitt viljað kynnast nýjum heimi. Nú- tíminn var kominn. Hún fer í vist í Vestmannaeyjum, kynnist fólki og hugmyndum. Er síðan kölluð heim til að létta undir, fær löm- unarveikina og dvelur á sjúkra- húsi á Siglufirði. En sjómaðurinn ungi frá Brimnesi beið hennar og þau gifta sig á jóladag 1948, eign- ast saman fimm börn. Fjölskyld- an bjó lengst af á Akureyri, en á fyrstu árunum líka í Hafnarfirði. Hann á sjónum, hún heima. Síðan var flutt aftur norður og fjöl- skyldan stækkar. Frá Akureyri var á vorin farið í síld á Rauf- arhöfn, þar sem súldin af hafinu og reykurinn úr bræðslunni mættust. Þar var saltað sumar- nóttina bjarta. Eftir að síldin hafði verið elt út á heimsenda og hvarf tóku við ný verkefni. Að- eins 58 ára gömul missir mamma eiginmanninn – og rúmu ári síðar yngsta soninn. Þessi áföll voru þung en góðar minningar lifa, börn fæðast og lífið heldur áfram. Í mínum huga var mamma sig- urvegari, bjó að innri friði, var listfeng, elskaði söng, tóna og liti. Hún saumaði og málaði, las mikið og leysti krossgátur, jafnvel eftir að sjónin var nánast horfin. Þá brá hún upp stækkunarglerinu og rýndi í með skárra auganu. Henni þótt gott að vera ein en all- ir voru velkomnir, fram var borið bakkelsi og bjartur hláturinn hljómaði. Sögur frá liðnum tíma streymdu fram í bland við þjóð- málaskraf. Mamma hafði sínar skoðanir, jafnaðarmaður í hjarta, með ríka réttlætiskennd. Hún hækkaði róminn um stund – en svo varð aftur lygnt eins og á ey- firskum sumarmorgni. Þegar móðir manns kveður vakna minningar um dýrmætar samverustundir. Barnabörn minnast gleðinnar, leikjanna, sögulestranna og ljúfra veiting- anna. Öll þökkum við fyrir tím- ann með þessari góðu konu sem hélt sinni reisn og skýrri hugsun til lokastundar og trúum því að friður og kærleikur umvefji hana að eilífu. Óðinn Jónsson. Kristín Jóhannsdóttir Elsku Ásta frænka mín, þegar ég hugsa um þig man ég eftir blíðu röddinni þinni sem var svo ró- andi og fyllti mann öryggi. Fal- legu brúnu augun þín. Það var gott að sitja í eldhúsinu þínu, spjalla um lífið og teikna og lita á pappírinn sem kom úr Odda. Fallegur, hvítur pappír með glans öðrum megin og möttu hinum megin. Svo lastu stundum fyrir mig Herramennina. Ég man eftir sjálfri mér pínulítilli í ævintýraferðum um húsið þitt sem mér fannst eins og kastali. Brattur stiginn og ævintýralegur glugginn út í stigaganginn, rang- halar hér og þar og svo Inga amma í íbúðinni í kjallaranum. Falleg stofan þín og stór út- saumuð mynd af kóngi og drottningu í öndvegi. Magnað- Ásthildur Salbergsdóttir ✝ Ásthildur Sal-bergsdóttir fæddist 25. ágúst 1939. Hún lést 2. september 2018. Útför Ásthildar fór fram 21. september 2018. asta róla heims úti í garði með breiðu sæti þar sem maður gat dinglað sér og horft á friðsælan garðinn. Alltaf þeg- ar voru viðburðir í lífi fjölskyldunnar minnar varstu mætt með þína góðu og blíðu nærveru. Þeg- ar ég fór að búa sjálf langaði mig að bjóða þér heim, þú varst ein af fyrstu gestunum í íbúðinni minni, komst þangað með hlýju og góðan anda. Alltaf tilbúin að taka þátt í gleðilegum viðburðum og fagna áföngum í mínu lífi, elsku frænkan mín. Mér þótti líka svo vænt um að fá þig í nafn- veislu Seifs, mér fannst svo mikilvægt að þú fengir að sjá börnin mín og að þeir fengju að kynnast svona yndislegu fólki eins og þér. Ég er svo heppin að hafa orðið samferða Ástu frænku í gegnum lífið, einni af þeim sem mynduðu mitt örugga og hlýja umhverfi í æsku og á fullorðinsárum. Ég mun ætíð minnast þín með mikl- um kærleika og þakklæti. Sofðu nú blundinum væra, blessuð sé sálin þín hrein. Minningin, milda og tæra, merluð, í minningar stein. Man ég þig ástkæra meyja, meðan að lifi ég hér. Minning sem aldrei skal deyja samverustundin með þér. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Friðriks, Berglindar, Tóta og allrar þinnar yndislegu fjölskyldu. Ásta Sigurjónsdóttir. Elsku frænka. Við systur eig- um þér það að þakka hvað við er- um miklir teiknarar og föndrar- ar. Alltaf gafstu okkur fullan poka af teikniblöðum í öllum regnbogans litum, stærðum og gerðum þegar við kíktum í heim- sókn í Selbrekkuna. Úr þessu bjuggum við til mikil listaverk og montuðum okkur af öllum þess- um skrítna pappír sem Ásta frænka galdraði ofan í pokana og aldrei voru sendingarnar eins. Okkur langar að skilja eftir hérna bænina hans pabba með þökk fyrir allt. Eyddu Drottinn öllum fljótt, ótta úr huga mínum. Svo ég geti sæl í nótt, sofið í faðmi þínum. Hrund og Sigríður. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.