Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2018næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vaclav Klausvar helstiráðamaður Tékka í meira en áratug og mikill áhrifamaður þar mun lengur. Flest- ir eru samdóma um að honum svipar lítið til mynda sem dregnar eru upp af „popúl- istum“. Klaus var nýlega í athyglis- verðu viðtali við Washington Times og lýsti miklum áhyggj- um af þróuninni í ESB-lönd- unum. Þar þyrfti sárlega nýja „byltingu“ í anda „flauelsbylt- ingarinnar fyrir þremur ára- tugum“. Tveir atburðir hafi þó þegar breytt stöðunni: Ákvörð- un Breta um að yfirgefa ESB og kjör Donalds Trumps. Klaus segir þó ólíklegt að önnur lönd í ESB fylgi fordæmi Breta. Að- stæður séu svo ólíkar. „Bret- land er svo lánsamt að vera eyja.“ Tékkland, í hjarta Evr- ópu, muni ekki með þjóðar- atkvæði yfirgefa ESB. Ná- grannar Tékka eru í ESB og þótt þar séu stórir hópar og vaxandi sem vilji ólmir hverfa úr ESB hafi sameiginleg hreyf- ing ekki orðið til. Hitt sé aug- ljóst að brýn þörf sé á að frelsa Evrópu á ný og í þetta sinn úr klóm alþjóðavæðingar og fjöl- menningarafla sem stefni að eyðingu landamæra og möl- broti allra fullveldisréttinda þjóða. Óljóst sé hvernig eigi að standa að þessari stefnubreyt- ingu, en þeim fjölgar hratt sem sjá að þjóðirnar eiga ekki ann- an kost. Klaus var þungorður í garð núverandi leiðtoga ESB, Merk- el, Macrons, Junckers og ann- arra leiðtoga í Brussel. Þeir væru meðvitað að stroka þjóðirnar af landa- kortinu og nota innflutning í stórum stíl til að gera ríkin algjörlega óþekkj- anleg. Tal um lagfæringar og útlitsbreytingu er gagnslaust, segir hann. Gjörbylta verður núverandi stefnu. Klaus segir að kjör Trumps hafi verið áfall fyrir stjórn- málaelítu Bandaríkjanna. Þró- un á Ítalíu í suðri og Svíþjóð í norðri og fjölda þjóða þar á milli undirstriki þá kröfu sem liggur í loftinu. Og jafnvel frú Merkel er komin í vörn með stefnu sína. Þegar mest gekk á bauð hún 10.000 innflytjendur velkomna á dag og sagði það vera evrópska ákvörðun en ekki þýska! Þetta voru gamal- dags einræðistilburðir leiðtoga á ESB-svæðinu, segir hann. Við Brexit og kjör Trumps opnuð- ust þverbrestir í varnarveggi evrópsku elítunnar. Trump hafi opnað augu manna með því að tala fyrir vörn þjóðríkisins og gegn hugmyndafræði og „ism- um“ samtímans. Bandaríkja- forseti eigi þakkir skildar fyrir að taka fyrstur manna fast á móti stjórnlausum og ólögmæt- um innflutningi fólks. Klaus segir að Trump sé sennilega ekki maður sem hann myndi sækjast eftir að fá sér kaffibolla eða bjórkollu með. „Stíll hans og nálgun er ekki endilega að mínum smekk. En stefnumál hans og skilningur á stöðunni var nauðsyn fyrir Bandaríkin og reyndar heiminn allan.“ Sífellt fleiri augu opnast fyrir þeim hættum sem liggja í loftinu} Aðvörunarorð Klaus Hér á landi finn-ast þeir sem eru mjög upp- teknir af því að finna það út að Ís- land sé gerspillt land. Fátt ef nokkuð bendir til að þetta eigi við rök að styðjast en þó er skórinn níddur af landi og þjóð í einhverjum undar- legum tilgangi, oftast þó að því er virðist til sjálfsupphafn- ingar. Nýlegt dæmi um þetta kom úr óvæntri átt ef marka má at- hugasemd Samtaka atvinnu- lífsins, SA, við skýrslu starfs- hóps á vegum forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórn- málum og stjórnsýslu. Samtök atvinnulífsins finna að því að skortur á trausti sé skýrður með vísan til meintrar spillingar sem sé ekki stutt haldbærum rökum. Í skýrsl- unni sé vitnað til könnunar um að 70% þjóðarinnar telji spill- ingu mikla eða frekar mikla í stjórnkerfi og at- vinnulífi, en að skýrslan þegi um það að innan við 20% segist sjálf hafa reynslu af mismunun og mun færri hafi beina reynslu af alvarlegri spillingu. Samkvæmt þessu hefur spillingartalið leitt til þess að margir telji að hér sé spilling alvarlegt vandamál þó að raun- in sé sú að fáir hafi kynnst henni. Í frétt Morgunblaðsins í gær er sagt frá því að Ísland sé í 13. sæti á lista um spillingu í 180 ríkjum heims og að landið hafi aldrei farið niður fyrir 14. sæti. Þetta bendir ekki beinlínis til þess að spilling sé verulegt vandamál hér á landi, en það virðist vera töluvert vandamál hve sumir eru áhugasamir um að ýta undir spillingartal. Sumir hafa undar- legan áhuga á að tala Ísland niður} Vafasamt spillingartal Í síðustu viku var 13. ráðstefna þing- manna um norðurskautsmál í Finn- landi. Þar koma saman þingmenn þeirra landa sem eiga landamæri norð- an heimskautsbaugs og ræða sameig- inleg mál norðurskautsins. Einnig mættu þar ýmsir áheyrnarfulltrúar, til dæmis fulltrúar frá Kína, Singapúr og innfæddra í hinum ýmsu löndum heimskautalandanna. Fulltrúar Sama voru þar fjölmennir enda var ráðstefnan haldin í þingsal þeirra í Inari. Alþjóðasamstarfið er gríðarlega mikilvægt tækifæri fyrir Ísland til að hafa áhrif á gang heimsmála. Ísland getur nefnilega haft mikil áhrif þrátt fyrir að við séum lítið land og fá- menn þjóð. Ísland er í raun jafn stórt fyrir heiminum og Kleppsvegur 22 er fyrir Ísland. Að fulltrúar Íslands geti tekið þátt er hlutfalls- lega eins og íbúar Kleppsvegar 22 væru með sérstaka sendinefnd til þess að hafa áhrif á gang mála á Íslandi. Dæmi um áhrif Íslands, og ástæðuna fyrir því að mæta, komu vel fram á ráðstefnunni. Eftir að forseti Samaþings- ins hélt kynningarræðu sína þar sem hún fjallaði um erf- iðleika þeirra við að viðhalda tungumálum sínum fékk ég þá hugmynd að bera upp tillögu um samvinnu norður- skautsþjóðanna í máltækni. Ég skrifaði niður texta tillög- unnar í hádegishléinu og bar hana svo upp á fundi eftir matarhlé. Tillögunni var vel tekið og var hún samþykkt seinna um daginn, en hún hljóðaði svo: „Efla og styðja stafræna þróun allra tungumála á norðurskautssvæðinu með því að útvega aðgang að rannsóknum, tækni og menntun á sviði máltækni.“ Það er gríðarlega mikilvægt að smærri tungumálin fái tækifæri til þess að fylgja hin- um stærri inn í stafræna framtíð. Einungis með því að hjálpast að getum við gert tungu- málið okkar og önnur smærri eða stærri tungumál ódauðleg á stafrænu formi. Ísland var með fleiri tillögur sem voru lagð- ar fram fyrir fundinn og voru einnig sam- þykktar á fundinum en þessi tillaga er skýrt dæmi um mikilvægi þess að taka þátt í alþjóða- starfi, skýrt dæmi um að þótt við séum fámenn þá getum við haft áhrif. Skýrt dæmi um hvað það skiptir miklu máli að mæta og hitta full- trúa hinna landanna. Á meðan ég var í Finnlandi kom svo upp umræða um að alþjóðastarfið væri mjög dýrt. Það er vissulega rétt en hlutverk okkar þingmanna er að gera starfið verðmætt fyrir land og þjóð. Við verðum alltaf að skoða í hvað við erum að eyða og hvað við erum að fá út úr því. Tækifærið sem okkur gefst með þátttöku í alþjóða- starfi er mjög mikið og það er hægt að gera mjög góða hluti á þeim vettvangi en ef við nýtum ekki tækifærið er auðvitað tilgangslaust að taka þátt. Auðvitað eigum við alltaf að gera þá kröfu á þingmenn okkar að þeir séu að sinna starfi sínu og nýti þau tækifæri sem þeim gefast landi og þjóð til ávinnings. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Afsakið íbúar á Kleppsvegi 22 Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Tillaga Íslands um rafrænafylgiseðla með lyfjum varsamþykkt í stýrinefndEvrópuráðsins í Strass- borg. Um er að ræða tilraunaverk- efni um innleiðingu á rafrænum fylgiseðlum með lyfjum sem hefst hér á landi í byrjun næsta árs. Einar Magnússon, fulltrúi Ís- lands í stýrinefnd Evrópuráðsins um lyf og lyfjafræðilega þjónustu, bar tillöguna um verkefnið upp fyrir hönd heilbrigðisráðherra fyrr í mán- uðinum. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og vísað til sérfræðinganefndar Evrópuráðs- ins um gæða- og öryggisstaðla lyfja og lyfjafræðilega umsjón til nánari umfjöllunar. Samkvæmt fréttatilkynningu á vef velferðarráðuneytisins er verk- efninu ætla að einfalda og bæta hefðbundna upplýsingagjöf um lyf fyrir notendur en einnig er horft til þess að auðvelda fámennum þjóðum að standa sameiginlega að útboðum og kaupum lyfja. Verkefnið sem til- lagan snýst um er mótað á grund- velli þingsályktunar um lyfjastefnu til ársins 2020 þar sem segir að stefna beri að því að fylgiseðlar með lyfjum verði rafrænir. Hentar vel fyrir litla markaði „Þetta er tilraunaverkefni til að kanna hver staðan er í Evrópu og hvort rafrænn lyfseðill myndi bæta stöðu þeirra sem skilja ekki viðkom- andi tungumál en líka fyrir lítil markaðssvæði eins og Ísland. Það væri þá auðveldara að fá lyf á mark- að þannig að þetta skiptir máli fyrir lítil markaðssvæði eins og okkur en líka fyrir hinn fjölþjóða heim,“ segir Rúna Hvannberg, forstjóri Lyfja- stofnunar. Spurð hvort hugmyndin með verkefninu gæti gert framboð lyfja tryggara á smærri mörkuðum eins og Íslandi segir hún það hluta af hugmyndinni með þessari tillögu. „Við erum líka, velferðarráðu- neytið og Lyfjastofnun, að vinna þetta í gegnum norrænu ráðherra- nefndina. Þar er Siv Friðleifsdóttir í forsvari en þar horft á þetta þannig að fylgiseðlar geti valdið aðgangs- hindrunum á milli markaða. Með því að hafa þetta rafrænt minnki þessar aðgangshindranir og það auðveldi flæðið.“ Spurð hvort þetta gæti leitt til verðlækkunar á lyfjum hérlendis segir Rúna ekki hægt að segja til um það að svo stöddu. „Það er ljóst að það þarf að breyta löggjöfinni og hugsanlega verður þetta viðbót fyrir þau mark- aðssvæði sem það kjósa og það verð- ur alltaf seðill í pakkanum. Hugs- anlega verður líka hægt að prenta þetta út í apótekum en þetta snýst um að gera seðilinn aðgengilegri.“ Með rafrænum fylgiseðlum væri hægt að persónusníða hvern seðil fyrir notandann, m.a. eftir tungumáli og leturstærð fyrir þá sem sjá illa og eiga erfitt með að lesa smáa letrið á núverandi fylgi- seðli. „Það er hér fullt af fólki líka sem les ekki íslensku og því fer fjölgandi,“ segir Rúna. Rúna segir að tilraunaverkefnið verði útfært nánar í lok nóvember. Þá hefur Lyfjastofnun nú þegar sett af stað verkefni á heimasíðu sinni þar sem notendur geta sagt hvað þeim finnst um núverandi fylgiseðla og stendur til að kynna niðurstöður þess í nóvember. Verkefni um rafræna fylgiseðla samþykkt Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra segir það mikið ánægjuefni að tillaga Íslands um þetta mikilvæga mál hafi hlotið brautar- gengi. „Þetta mun auðvelda til muna sameiginleg lyfjainnkaup með öðrum þjóðum. Fyrir fámenna þjóð eins og okkur er það mjög mikilvægt, bæði til að tryggja betur nægilegt framboð nauðsynlegra lyfja og til að ná hagstæðari innkaupum,“ er haft eftir Svandísi. Þá bendir hún á að það sé mikilvægt í fjölmenningarsamfélögum og grundvallaratriði fyrir örugga notkun lyfja að fólk geti lesið sér til um rétta notkun, aukaverkanir og annað sem mikilvægt er að það hafi vitneskju um. Ánægjuefni fyrir Ísland HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Svandís Svavarsdóttir Morgunblaðið/Ómar Lyf Rafrænir fylgiseðlar munu auðvelda sameiginleg lyfjainnkaup Íslend- inga með öðrum þjóðum og tryggja þannig nægilegt framboð lyfja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 227. tölublað (27.09.2018)
https://timarit.is/issue/400710

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

227. tölublað (27.09.2018)

Aðgerðir: