Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2018næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM NISSANMICRA NISSANMICRA VERÐ FRÁ: 2.350.000 KR. NISSAN hlaut viðurkenningu bílasöluritsins AutoTrader sem BEST BÚNI BÍLLINN 2018. Viðurkenningin er byggð á könnun meðal rúmlega 40 þúsund bíleigenda á því hvaða framleiðandi uppfylli best þarfir um staðalbúnað í nýjum bifreiðum. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 7 6 4 *M ið að vi ð up pg ef na rt öl ur fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri. B íll á m yn d N is sa n M ic ra Te kn a. Ve rð 2 .7 9 0 .0 0 0 kr . BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óvíst er hvenær nýtt sjúkrahótel við Landspítala verður tekið í notkun. Framkvæmdirnar hófust árið 2016 og var upphaflega gert ráð fyrir að húsið yrði afhent vorið 2017. Gunnar Svav- arsson, fram- kvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. (NLSH), seg- ir verktaka nú miða við að skila húsinu 12. októ- ber. Hann voni að sú dagsetning haldist. Verktaki leggi allt kapp á það. „Það á eftir að ganga frá lóðinni, bílastæðum og stéttum uppi við hús- ið að norðan. NLSH tekur ekki við verkinu fyrr en búið er að ganga frá því. Þá á eftir að ljúka við svalir og dálitla flísalögn á þaksvölum. Síðan eru eftir innansleikjur eins og sagt er á verktakamáli,“ segir Gunnar og bendir á að áætlaður framkvæmda- tími hafi verið mjög knappur. Spurður nánar um tímasetningar segir Gunnar að samkvæmt samn- ingum sé dagsetning verkloka runn- in upp. Verktaki afhendi NLSH hús- ið þegar verksamningur milli verkkaupa og verktaka er efndur. „Það er miður að tímaáætlanir hafa ekki staðist. Verkkaupa, og ég tel verktaka, þykir það miður. Nú- verandi áætlanir gera hins vegar ráð fyrir skilum 12. október. Það er unn- ið í anda þess. Öryggis- og forúttekt- ir með byggingarfulltrúa og eld- varnaeftirliti hafa þegar farið fram, svo og gæðaúttektir verkkaupa og verkeftirlits. Dagsektir í verksamn- ingnum nema 300 þúsund á hvern virkan dag,“ segir Gunnar og bendir á að ákvæði ÍST 30-staðalsins sé í gildi. Af því leiði að lokauppgjör verksamnings verði ekki gert nema með aðkomu lögfræðinga. Þrískipt verkefni Verkið skiptist í þrjá hluta; hús- byggingu, gatnagerð og gerð ganga yfir til kvennadeildar spítalans. Gunnar rifjar upp að fyrst hafi verið miðað við að sjúkrahótelið yrði af- hent í mars 2017. Síðan hafi verið samið um 41 virkan dag í framleng- ingu, eða fram í júní 2017, vegna að- stæðna í jarðvinnu. Jafnframt hafi gatnagerð átt að ljúka í júlí 2017, sem hafi að sama skapi hliðrast fram í september 2017. Tengigöngin hafi átt að afhenda í desember 2017 sam- kvæmt verksamningi. Gunnar segir aðspurður að þessar tafir séu kostnaðarsamar fyrir alla sem hlut eiga að máli. „Það fellur auðvitað á okkur auka- kostnaður eins og alltaf þegar menn fá ekki fjárfestinguna afhenta. Eftir því sem lengri tími líður fer til dæmis meiri tími í verkeftirlit og verkefna- stjórn. Þá þurfa hönnuðir oft meiri aðkomu. Kostnaður verktaka eykst einnig. Það er sem áður segir lagt upp með í þessum samningum að greiddar séu 300 þúsund krónur í tafabætur á dag. Þeir sem hafa hins vegar orðið fyrir mestum skaða eru gestir sem áttu að gista í húsinu, sjúklingar og aðstandendur. Það er óbeinn skaði sem erfitt er að meta í krónum. Gera má ráð fyrir að lög- fræðingar muni meta heildarupp- gjörið þegar þar að kemur á grund- velli skaðabótareglna,“ segir Gunnar sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um þessa hlið málsins. Kostnaðurinn um 1,9 milljarðar Samkvæmt kostnaðaráætlun átti sjúkrahótelið að kosta 1.912 milljónir króna. Þær skiptust þannig að 1.416 milljónir fóru til húsbyggingarinnar, 417,3 milljónir til gatnagerðar og lóðafrágangs og 91,5 milljónir í tengigöng milli húsanna. Alls 1.925 milljónir með verðbótum. Lægsta tilboðið var frá LNS Saga og LNS AS, eða 1.834 milljónir sem var 4% undir kostnaðaráætlun. Sam- ið var við LNS Saga um verkið. Gunnar segir aðspurður að um síð- ustu áramót hafi um 16% af vinnunni við sjúkrahótelið verið ólokið. Nú sé líklegast innan við 2-3% af verk- samningi ólokið. Við þessa áætlun sé vísað til árs- reikninga vegna framkvæmdanna. Samkvæmt ársreikningum NLSH ohf. var fjárstreymi í sjúkra- hótel 74,8 milljónir 2015, 396,6 millj- ónir 2016 og 1.179,9 milljónir 2017. Alls eru þetta um 1.651 milljón króna. Verða innan óvissumarka Gunnar segir verksamninginn munu halda með vísitölubreyting- um. Þó sé vissulega um einhver aukaverk að ræða. Aukaverk og magnbreytingar stefni í að verða innan viðmiðunar- og óvissumarka. Eins og rakið hefur verið í Morg- unblaðinu hefur ýmislegt orðið til tafar við framkvæmdirnar. Ein skýringin er að í janúar 2017 var ákveðið að endurhanna burðarvirki klæðningarinnar. Það stæðist enda ekki kröfur vegna mögulegra jarð- skjálfta. Þá urðu tafir á uppsetningu klæðningarinnar. Gunnar segir að þegar verktaki afhendir húsið verði komið fyrir sjúkrarúmum og öðrum búnaði. Húsið verði svo fullbúið afhent vel- ferðarráðuneytinu og þar með ríkis- sjóði til eignar þegar allt er tilbúið. Þá segir Gunnar aðspurður að kostnaðaráætlanir innbúnaðar hafi haldist. Heildarkostnaður hafi verið metinn um 200 milljónir. Búnaður- inn sé tilbúinn til innsetningar við verkskil. Að því gefnu að núverandi áform um verkskil standist sé raun- hæft að húsið verði afhent ríkinu í nóvember. Gunnar segir Landspít- alann ekki hafa boðið út hótelrekst- ur hússins. Spítalinn muni sjálfur sjá um hjúkrunarþjónustuna. Óvíst um verklok á sjúkrahótelinu  Framkvæmdastjóri NLSH vonar að verktakar afhendi húsið 12. október  Síðan eru það tækin  Húsið mögulega afhent ríkinu í nóvember  NLSH mun fela lögfræðingum að skoða skaðabætur Morgunblaðið/Hari Sjúkrahótelið Framkvæmdirnar hófust 2016 og var upphaflega gert ráð fyrir að húsið yrði afhent vorið 2017. Tafirnar eru sagðar kostnaðarsamar. Gunnar Svavarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 227. tölublað (27.09.2018)
https://timarit.is/issue/400710

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

227. tölublað (27.09.2018)

Aðgerðir: