Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Ósló. AFP. | Borgaryfirvöld í Ósló hafa jafnt og þétt unnið að því að gera 1,9 ferkílómetra svæði í mið- borginni bíllaust að mestu til að draga úr loftmengun og losun koltví- sýrings og auðga mannlífið á göt- unum. Sumir borgarbúar hafa fagnað þessum ráðstöfunum en aðrir hafa lýst þeim sem „stríði gegn bílum“ og atlögu að persónufrelsi. „Við þurfum að færa borgina aftur til fólksins, til að börn geti leikið sér án þess að vera í stöðugri hættu, til að gamla fólkið geti fengið fleiri bekki til að sitja á,“ segir Hanna Marcussen, sem er í Umhverfis- flokknum og fer með skipulagsmál í borgarráði Óslóar. „Til að gera þetta þurfum við að losna við bíla, sem taka of mikið pláss.“ Borgaryfirvöldin hafa gert ýmsar ráðstafanir til að draga úr bílaumferð í miðborginni, m.a. fækkað bílastæð- um um 700, breytt umferðargötum í göngugötur og hækkað veggjöld sem ætlað er að koma í veg fyrir um- ferðarteppur. Borgaryfirvöldin gengu þó ekki svo langt að banna bílaumferð í mið- borginni, eins og sumir höfðu óttast, þeirra á meðal þingmaður sem sakaði þau um að reisa „Berlínarmúr gegn ökumönnum“. Um 5.500 manns búa og 120.000 starfa á svæðinu sem borgaryfir- völdin vilja að verði bíllaust að mestu. Einu bílarnir sem sjást þar eru leigu- bílar, bílar fatlaðra og sjúkra-, slökkviliðs- og lögreglubílar, auk þess sem sjá má nokkra ráðvillta ökumenn sem virðast hafa villst af leið. Hanna Marcussen segir að mark- miðið sé að svæðið verði að mestu án einkabíla ekki síðar en árið 2020. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur tilnefnt Ósló sem „græna höfuðborg Evrópu“ næsta árs og borgaryfirvöldin segja að ráð- stafanirnar til að draga úr bílaumferð í miðborginni séu liður í að ná því markmiði að minnka losun koltvísýr- ings um 95% ekki síðar en árið 2030. Kaupmenn kvarta Rúmur helmingur Óslóarbúa er hlynntur því að í miðborginni verði „eins fáir bílar og mögulegt er“ en aðrir hafa gagnrýnt yfirvöldin fyrir að ganga of langt. „Það sem er sorglegast við þetta stríð gegn bílum er að stjórnmála- mennirnir eru að ráðast gegn frelsi fólksins og seilast í veski borgarbúa,“ segir Jarle Aabø, almannatengsla- ráðgjafi sem stjórnar Facebook- hópnum „Nyhetsavisen Ja til bilen i Oslo“. Nær 23.000 manns eru í hópn- um. „Fólkið óttast að þetta geri út af við miðborgina, að hún verði mjög dapurlegur staður,“ segir Aabø og andmælir þeirri staðhæfingu yfir- valdanna að atlagan gegn bílaum- ferðinni auðgi mannlífið á götunum. „Ég veit ekki hvernig öllu þessu lýk- ur en ég held ekki að hamingjusamir hjólreiðamenn mæti á viðburði á göt- unum og dansi þar í janúar þegar frostið er 20 gráður og snjórinn nær þeim upp að hnjám.“ Hjólreiðamenn eru þó hæst- ánægðir með ráðstafanirnar en segja að til að minnka bílaumferðina þurfi að bæta almenningssamgöngurnar, lækka verð og auka þjónustu. Það virðist þó vera hægara sagt en gert því að margir borgarbúar hafa kvart- að yfir því að farmiðarnir séu of dýrir og tafir séu algengar, þannig að fólk þurfi oft að bíða lengi eftir almenn- ingsvögnum í nístandi vetrarkulda. Kaupmenn í miðborginni bera sig einnig illa og segja að salan hafi snarminnkað, einkum í verslunum sem selja húsgögn og annan varning sem ekki er hægt að setja á böggla- bera eða dröslast með í strætisvagna. Deilt um „stríð gegn bílum“  Gera á 1,9 ferkílómetra svæði í miðborg Óslóar bíllaust að mestu  Mark- miðið er m.a. að minnka mengun  Lýst sem atlögu að frelsi borgarbúa Maps4news.com/©HERE 1 km ÓSLÓ NOREGUR ÓSLÓ 1.9 km2svæði í mið- borg Óslóar á að vera bíllaust að mestu Óslóarfjörður Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, er talin hafa orðið fyrir miklu áfalli þegar Volker Kauder, mikil- vægur bandamaður hennar, náði ekki endurkjöri í atkvæðagreiðslu um formennsku í þingflokki kristi- legra demókrata, CDU, og systur- flokksins í Bæjaralandi, CSU. Volker Kauder hefur verið kallað- ur hægri hönd kanslarans og varð formaður þingflokksins fyrir þrettán árum þegar Merkel varð fyrst kansl- ari. Hann beið ósigur fyrir tiltölulega lítt þekktum þingmanni, Ralph Brinkhaus, sem Merkel hafði neitað að styðja í atkvæðagreiðslu sem fór fram í fyrradag. Flestir stjórnmála- skýrendur höfðu búist við því að Kauder yrði endurkjörinn en svo fór að Brinkhaus fékk 125 atkvæði gegn 112. Nokkrum mínútum fyrir at- kvæðagreiðsluna hvatti Merkel þingmennina til að styðja Kauder sem hafði alltaf verið endurkjörinn án mótframboðs í árlegri atkvæða- greiðslu í þingflokknum, þar til nú. „Við verðum að senda þau skilaboð að við getum haldið áfram að stjórna með traustum hætti,“ sagði Merkel. Stjórnmálaskýrendur og forystu- menn annarra flokka lýstu niður- stöðunni sem kjaftshöggi fyrir kanslarann. „Þetta er uppreisn gegn Merkel,“ sagði Thomas Oppermann, varaforseti þýska þingsins og einn forystumanna sósíaldemókrata, SPD, sem eru í samsteypustjórn með kristilegum demókrötum og systurflokknum í Bæjaralandi. Vefútgáfa Der Spiegel sagði fyrir atkvæðagreiðsluna að sigur Brink- haus myndi þýða að „Merkel ætti að tæma kanslaraskrifstofu sína þegar í stað – sigur hans myndi ekki geta talist neitt minna en yfirlýsing um vantraust á leiðtoga stjórnarinnar“. Alice Weidel, formaður þingflokks Annars kosts fyrir Þýskaland, AfD, fagnaði ósigri Kauders. „Þetta er upphafið að endalokunum fyrir Ang- elu Merkel og við vonum að þau verði fyrr en talið hefur verið.“ Sætir vaxandi gagnrýni Merkel hefur sætt vaxandi gagn- rýni í flokki sínum og systurflokkn- um eftir þá umdeildu ákvörðun hennar árið 2015 að opna landið fyrir flóttafólki frá Sýrlandi, en hún varð til þess að 1,5 milljónir hælisleitenda komu til Þýskalands. Flokkur kansl- arans og systurflokkurinn misstu 8,6 prósentustiga fylgi í þingkosningum í Þýskalandi í september á síðasta ári, fékk 32,9% atkvæða, sem er minnsta kjörfylgi þeirra frá árinu 1949. Sósíaldemókratar misstu 5,2 prósentustig og fengu 20,5% fylgi, minna en nokkru sinni fyrr frá síðari heimsstyrjöldinni. Annar kostur fyr- ir Þýskaland varð þriðji stærsti flokkurinn, fékk 12,6% atkvæða og jók fylgi sitt um 7,9 prósentustig, einkum vegna andstöðu hans við inn- flytjendastefnu stjórnarinnar. Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að fylgi AfD haldi áfram að aukast og stuðningurinn við stjórnarflokkana hafi minnkað. Fylgi CDU/CSU mældist 28%, sósíaldemókrata 17% og AfD 16%. Niðurstaða formannskjörsins í fyrradag er talin til marks um að þingmenn CDU/CSU hafi miklar áhyggjur af þessari þróun. Volker Kauder hafði gegnt mikil- vægu hlutverki í því að tryggja stjórn Merkel meirihluta á þinginu í atkvæðagreiðslum um þýðingarmik- il mál og koma í veg fyrir að íhalds- samir þingmenn gerðu uppreisn gegn henni, t.a.m. vegna stefnu hennar í innflytjendamálum eða vegna fjárhagsaðstoðar við Grikk- land til að bjarga evrunni. Talið er að ósigur Kauders geti orðið til þess að erfiðara verði fyrir Merkel að tryggja stuðning þingmanna CDU og CSU við tilslakanir sem sósíal- demókratar hafa krafist. Nýi þing- flokksformaðurinn hefur verið and- vígur tillögum Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, um sameigin- lega fjármálastefnu til að styrkja evruna og það gæti torveldað Merkel að fallast á málamiðlanir til að efla Evrópusambandið, að því er The Wall Street Journal hefur eftir stjórnmálaskýrendum. „Valdagrunnur Merkel er að leys- ast upp og staða hennar hefur veikst mjög,“ hefur blaðið eftir Thorsten Benner, forstöðumanni hugveitunn- ar Global Public Policy Institute í Berlín. „Þingmenn vilja greinilega ekki vera þöglir stuðningsmenn stefnu Merkel og hafa ákveðið að binda enda á samstöðuna.“ Merkel missti „hægri höndina“  Staða Merkel talin hafa veikst í þingflokki kristilegra demókrata þegar bandamaður hennar náði ekki endurkjöri sem formaður hans  Lýst sem uppreisn í þingflokknum og kjaftshöggi fyrir kanslarann AFP Ósigur Angela Merkel gengur út úr byggingu þýska þingsins í Berlín eftir að bandamaður hennar náði ekki endurkjöri sem þingflokksformaður. Afsögn talin ólíkleg » Stjórnmálaskýrendur segja að þótt staða Angelu Merkel hafi veikst sé ólíklegt að hún neyðist til að segja af sér sem kanslari Þýskalands á næst- unni. Til þess þyrfti þingið að samþykkja tillögu um van- traust á kanslarann. » Einnig er talið ólíklegt að Merkel verði steypt af stóli sem leiðtogi kristilegra demó- krata á næsta flokksþingi. Hún er enn á meðal vinsælustu stjórnmálamanna landsins og enginn er talinn líklegur til að geta fellt hana. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum FIMMTUDAGAR ERU HAPPADAGAR Í MORGUNBLAÐINU Veglegir vinningar dregnir út í hverri viku Ferðavinningar með Heimsferðum, leikhúsmiðar hjá Leikfélagi Akureyrar, flugmiðar með Air Iceland Connect og gisting hjá Íslandshótelum. Það borgar sig að lesa Morgunblaðið F IM M TU DAGSLEIKU R • M O RGUNBLAÐ SI N S • FINNDU HAPPATÖLUNA Í BLAÐINU – og þú gætir dottið í lukkupottinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.