Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 7. S E P T E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 227. tölublað 106. árgangur
VINNSLUSTÖÐIN
FAGNAR NÝJUM
HLUTHÖFUM
VALDAMESTA
KONA TÍSKU-
HEIMSINS
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
WINTOUR STÝRIR VOGUE 12 SÉRBLAÐ 8 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGI
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gunnar Svavarsson, framkvæmda-
stjóri Nýs Landspítala ohf., segir
tafir á byggingu sjúkrahótels við
Landspítalann hafa kostað sitt.
„Það fellur auðvitað á okkur auka-
kostnaður eins og alltaf þegar menn
fá ekki fjárfestinguna afhenta. Eftir
því sem lengri tími líður fer til dæmis
meiri tími í verkeftirlit og verkefna-
stjórn,“ segir Gunnar.
Upphaflega stóð til að afhenda
húsið vorið 2017. Gunnar segir nú
vonir bundnar við að hægt verði að
afhenda bygginguna 12. október.
Hann segir aðspurður lagt upp
með það í samningum við verktaka
að greiddar séu 300 þúsund krónur í
tafabætur á dag.
„Gera má ráð fyrir að lögfræðing-
ar muni meta heildaruppgjörið þeg-
ar þar að kemur á grundvelli
skaðabótareglna,“ segir Gunnar.
Telur markmiðið raunhæft
Framkvæmdir við nýjan meðferð-
arkjarna Landspítalans eru hafnar.
Gunnar segir áformað að þeim
ljúki 2024. Spurður hvort þetta
markmið sé raunhæft, með hliðsjón
af töfum við byggingu sjúkrahótels-
ins, segir Gunnar „að hönnunarhóp-
urinn CORPUS telji að sú tímaáætl-
un sem lagt er upp með geti staðist“.
Skoða bótarétt sinn
Lögfræðingum verður falið að meta tafir á sjúkrahóteli
Afhenda átti húsið í fyrrasumar Kannski tilbúið í haust
Hefur seinkað um ár
» Fram kom í Morgunblaðinu í
október í fyrrahaust að áætlað
væri að hótelið yrði tilbúið til
notkunar í byrjun þessa árs.
» 77 herbergi verða á sjúkra-
hótelinu við Landspítalann.
MÓvíst um verklok … »10
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir framkomna kröfu
stéttarfélagsins Framsýnar á Húsa-
vík á hendur atvinnurekendum
munu valda öllum tjóni og sér hafi
brugðið við að sjá þá kröfu Fram-
sýnar að lágmarkslaun verði 375
þúsund krónur.
„Á sama tíma og verkalýðsfélögin
eru að kalla eftir ábyrgð atvinnulífs-
ins og skilningi á stöðu þeirra sem
lægst hafa launin virðast mörg
þeirra sýna takmarkaðan skilning á
stöðu fyrirtækjanna sem félags-
menn verkalýðsfélaganna starfa
hjá,“ segir Halldór Benjamín, en að
hans sögn leiðir krafan til 200 til 300
milljarða hækkunar launakostnaðar
á ári. »24
Morgunblaðið/Ómar
Kröfugerð Framsýn krefst 375
þúsund króna lágmarkslauna.
Kröfurnar
valdi öll-
um tjóni
Meðal fyrstu verka við komu flugvéla til Egils-
staða er að koma fyrir tveimur þríhyrningslaga
kubbum við hjól vélanna til að skorða þær
tryggilega á flughlaðinu áður en vinna hefst við
affermingu.
Þessi piltur gekk rösklega til verks í votviðri á
flugvellinum á dögunum þegar tekið var á móti
flugvél Air Iceland Connect og speglaðist
skemmtilega í malbikuðu flughlaðinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spegilmynd í vætutíð á Egilsstaðaflugvelli
Ólafur Ragnar Grímsson greiðir
Þjóðskjalasafninu 3,5 milljónir
króna fyrir skráningu og frágang
einkaskjalasafns síns sem afhent
hefur verið safninu. Búist er við að
vinnunni ljúki fyrir áramót og þá
verður gerður samningur við Ólaf
um það hvernig háttað verður að-
gangi að safninu. Skjöl Ólafs Ragn-
ars mynda eitt stærsta einkaskjala-
safn landsins. Það er um 50 hillu-
metrar að lengd en var við afhend-
ingu í 223 pappakössum og þremur
skjalaskápum. »6
50 hillumetrar skjala
Morgunblaðið/Hari
Skjöl Njörður Sigurðsson og Kristjana Vigdís Ingvadóttir við frágang.
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUROG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLARSTÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504