Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 15
15 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags LÍFSHÆTTIR ÍSKÓÐS VIÐ ÍSLAND Ískóð (Boreogadus saida) er smávaxin hánorræn þorsk- fiskategund, útbreidd allt í kringum norðurheim- skautið og sennilega algengasta fisktegundin í Norð- ur-Íshafinu. Ískóð gegnir mikilvægu hlutverki í fæðu- vef Íshafsins, étur dýrasvif og er fæða annarra fiska, sjávarspendýra og fugla. Samfara hlýnun jarðar og bráðnunar hafíss hefur áhugi á vistkerfi Norðurhafa aukist. Hér er gerð grein fyrir rannsóknum á ískóði við Ísland og er áhersla lögð á einkennalýsingu og stærstu drætti í útbreiðslu. Fram til þessa hefur lítið verið ritað um ískóð á íslensku. Rannsóknin er byggð á gögnum sem safnað hefur verið á vegum Hafrann- sóknastofnunar í stofnmælingu botnfiska í mars 1985– 2013 og í seiðaleiðöngrum í ágúst-september 1974– 2003. Ískóð fékkst í stofnmælingu aðallega á ytri hluta landgrunnsins undan norðvestur- og norðurströndinni. Ískóð fékkst sjaldan í seiðarannsóknum og þá nánast einungis utan við landgrunnsbrúnina norðvestur af Íslandi og yfir landgrunni Austur-Grænlands. Með hækkandi botnhita dró úr fjölda stöðva þar sem ískóð fékkst í botnvörpu. Víðfeðmust var útbreiðslan á land- grunninu á árunum 1989, 1994 og 1995. Meðalfjöldi ískóðs á stöð var mestur við –1,5 til 1,0°C botnhita og á 200–450 m dýpi. Ískóð í stofnmælingu var 5–32 cm að lengd en það sem fékkst í seiðarannsóknum 2–19 cm. Auk tiltækra upplýsinga frá nálægum hafsvæðum bendir útbreiðslan til þess að ískóð við Ísland sé upp- runnið í hrygningarstöðvum við Austur-Grænland og að með frekari hlýnun sjávar og hopi hafíss kunni það að hverfa af Íslandsmiðum. 1. mynd. Ískóð. – Polar cod (Boreogadus saida). Teikning/drawing: Jón Baldur Hlíðberg. Ritrýnd grein /Peer reviewed Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 15–23, 2017 Ólafur S. Ástþórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.