Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 36
Náttúrufræðingurinn 36 12. mynd. Sprungur geta komið fram sem holur á yfirborði jarðar, ýmist opnar eins og á myndinni til vinstri, eða lokaðar, eins og á myndinni til hægri. Þær eru yfirleitt hluti af línu sem samanstendur af holum og/eða sprungulínum. Myndin til vinstri er tekin í sprungu- sveimi Tungnafellsjökuls, í baksýn eru skálabyggingar Ferðafélags Íslands í Nýjadal. Myndin til hægri er tekin í nyrsta hluta sprungu- sveims Kröflu, rétt vestan Ásbyrgis. – Fractures can be seen on the surface of the Earth as holes, both open, as the one on the left picture, or closed as the one in the picture on the right. They are generally a part of a lineament of holes and/or fracture lines. The left photo is from the Tungnafellsjökull fissure swarm, the Nýidalur huts can be seen in the background. The photo on the right is from the northern part of the Krafla fissure swarm, just west of Ásbyrgi. Ljósm./Photo: Ásta Rut Hjartardóttir Sprungustefnur Sprungusveimar Norðurgosbeltis- ins eru yfirleitt nærri því hornréttir á flekarekið milli Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans, enda er það flekarekið sem ræður spennu- ástandi jarðskorpunnar á þessu svæði og veldur því að sprungurnar gliðna vegna togkrafta. Þó má finna sprungur sem ekki stefna í norð- lægar áttir. Þær eru á nokkrum afmörkuðum svæðum:9 a) Nærri öskjum Á þeim svæðum finnast sprungur sem stefna í ýmsar áttir. Oft hringa þær sig utan um öskjurnar eða geisla jafnvel út frá þeim. Lík- legt er að staðbundið spennusvið megineldstöðvarinnar ráði stefnu sprungnanna. b) Nærri Vatnajökli Í Hrímöldu og Urðarhálsi má finna bæði misgengi og gossprungur sem stefna í aust- ur-vestur. Gangainnskotið undir Upptyppingum hefur einnig svipaða stefnu.46 Þetta er afskap- lega óvanalegt innan sprungu- sveima á Íslandi. Andy Hooper o.fl.46 hafa komið með þá tilgátu að þegar jökla leysir breytist spennusvið á svæðinu, sem aftur myndi sprungur með þessar óvanalegu stefnur. c) Vest-norðvestlægar sprungur Slíkar sprungur finnast nyrst í sprungusveimi Kverkfjalla og syðst í sprungusveimi Kröflu. Þessar sprungur virðast mynda belti sem liggur þvert yfir Norð- urgosbeltið. Hugsanlegt er að sprungurnar séu leifar af gömlu þverbrotabelti, eða tengist hliðrun gliðnunarbeltisins þar sem gliðnun á Kverkfjallakerfinu hættir en Kröflukerfið tekur við. Skjálftavirkni við Herðubreiðar- tögl hefur einnig verið túlkuð út frá þessari tilgátu.47 Á mótum Norðurgosbeltisins og Húsavíkurmisgengjanna má einnig finna frávik í stefnu sprungna (9. mynd). Þar eru norðvestlægar sprungur algengar, eins og í sprungu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.