Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 67

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 67
67 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Flatir ,bólstrar‘ eins og sáust á Mið-Atlantshafshryggnum og fleiri myndanir. Ofan til hægra megin ganga klappirnar inn undir bakkann. – Flat pillows as seen on the Mid-Atlantic Ridge. To the right the formation vanishes under the bank. In the front a formation for the imagination. Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir 2010. Sveinn Pálsson (1762–1840) fór á árinu 1794 Ytri-Hestleið milli Brúar og Möðrudals en hún liggur um Hvannárgil milli móbergsfjallanna Slórfells og Bæjaraxlar. Hann segir: Vestan til í fjallgörðum þessum liggur leiðin í gegnum svo þröngan klofa, er Hvannárgil nefnist, að klyfjahestar geta með naumindum smogið gegnum. Hliðarnar eru úr eintómum litlum stuðlabergssúlum, er liggja í allar áttir, mestmegnis samfléttaðar, en samt eins og þær séu límdar hver við aðra. ... Hér og hvar glittir í hella og hvelfingar niður í þessu hálfdimma gili ... virðist það liggja í augum uppi, að allir fjallgarðarnir og hæðirnar, sem kvíslast um allt svæðið milli Jökul- dalsheiðar og Jökulsár á Fjalli, hljóti að vera af sömu gerð hið innra þótt utan frá líti þær út sem dyngjur af möl og lausagrjóti.6 Þannig höfum við einmitt lært að líta á móbergsfjöllin okkar með innviðum sínum, bólstrabergi. Að elta uppi myndun bólstrabergs Hér ætlum við hins vegar að elta uppi annars konar bólstraberg, sem myndast á ströndum og sjávar- botni, og skoða jarðmyndanirnar á Hvítanesi í Ísafjarðardjúpi í því ljósi. Sameiginlegt bólstrabergi sem myndast undir jökulhjúpi og í sjó er snögg kólnun yfirborðs bergkvik- unnar. Glóandi hraunflóðið, meira en 1.000°C heitt, rennur fram og storknar í margvísleg form en hleðst ekki upp líkt og undir jökulís. Fleirum hefur verið innanbrjósts eins og Anderson og viljað sjá með eigin augum hvernig bólstraberg myndast í sjó. Svo var um James G. Moore,b jarðfræðing á Hawaii. Hann var búinn að fá nóg af því að standa á ströndinni og svíða í augun þegar hraunflygsurnar lentu í sjónum og tættust í misstórar agnir. Moore ætlaði sér að verða fyrstur jarðfræðinga til að sjá mynd- un bólstrabergs. Þegar tækifærið gafst árið 1971 í gosinu í Mauna Ulu-gígnum (1969–74) í Kilauea- eldstöðinni elti hann hraunið í djúp- ið. Hraunelfurin féll fram af sjávar- hömrum og splundraðist í sjónum. Stöku stærri samhangandi hraun- flygsur héngu þó saman og við köf- un á grunnsævi sá hann með eigin augum hvernig hrauntungur og sep- ar urðu að bólstrum, sem hann lýsir sem ílöngum samhangandi hnykl- um, hring- eða sporöskjulaga í þver- skurði. Öðru hverju komu sprungur í 3 cm þykka glerskel hnyklanna og sást í glóandi hraunið sem gat þá myndað nýja hnúða eða sepa. Kafarar fóru það nálægt að þeir gátu krakað sýni úr glóandi hraunbólstr- um. Sjávarhitinn hækkaði aðeins um 2,5°C. Moore kafaði með kvik- myndatökumanninum Lee Tepley og gat á eftir grandskoðað atburða- rásina, en brot úr kvikmynd Tepleys, Fire under the sea, er enn til sýningar á Hawaii. Skorpa myndaðist á bólstr- unum á innan við 5 sekúndum eða 10 sinnum hraðar en undir beru lofti. Þrjú hraun runnu til sjávar frá Mauna Ula á árunum 1969–71. Kafarar hafa kannað tvö þessara hrauna, annað á meðan á gosinu stóð eins og að framan segir en hitt eftir goslok. Í júní 1969 hafði mjór taumur apalhrauns runnið út í sjó. Rann það nokkur hundruð metra niður á meira en 70 m dýpi. Á jöðr- um hraunsins mynduðust sívalir bólstrar þegar komið var á 25 m dýpi. Þeir voru um 1 m í þvermál og 10–15 m á lengd.7 Moore lýsir þeim sem sívölum samhangandi rennslistaumum og segir að bólstr- ar sem losni frá upphafi sínu séu sjaldgæfir.7,8 b Moore er m.a. þekktur fyrir að hafa sett fram kenningar um risaflóðbylgjur í Kyrrahafi með uppruna á Hawaiieyjum. Hann gat sér gott orð í FAMOUS- leiðangrinum 1974. Moore kom m.a. að rannsóknum á Surtsey og Reykjaneshrygg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.