Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 35
35 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags færst lárétt og samsíða hvor öðrum, og einnig siggengi, þar sem annar sprunguveggurinn sígur. Sambland af þessum hreyfingum má einnig sjá á stöku misgengjum. ÚTLIT SPRUNGNA Bergsprungur sem einkenna sprungu sveima eru flestar af tveimur gerðum. Annars vegar eru gjár þar sem barmar sprungnanna ganga í sundur, og hins vegar siggengi þar sem annar veggur- inn (slútveggurinn) sígur miðað við hinn (flávegginn) (3. mynd). Sprungusveimar hafa flestir form sigdals þar sem miðhlutinn sígur miðað við barmana, sem þá mark- ast af siggengjum. Dalbotninn er oft gegnumsprunginn af gjám. Sprungurnar eru oft hlykkjóttar þótt þær hafi sömu meginstefnu og sprungusveimurinn sjálfur. Sprungur innan sprungusveima geta verið ólíkar ásýndum, eftir því hvort þær eru í hrauni, móbergi eða sandi. Ásýnd þeirra fer einnig eftir aldri. Misgengisstallurinn get- ur verið skýr til að byrja með en veðrast með aldrinum og verður að aflíðandi brekku (2., 6., 11. og 12. mynd). Lengst endast sprungurnar í hrauni og þar fer ásýndin mest eftir aldri hraunsins. Nýjustu hraunin eru allajafna ósprungin. Ef yfirborðið er hulið laus- um jarðlögum koma sprungur í berggrunninum oft fram á yfir- borðinu sem röð af niðurföllum. Lausa efnið hrynur eða skolast nið- ur í sprunguna. Minnsta hreyfing á sprungubörmunum getur þá leitt til ferskra niðurfalla. Niðurföllin fyrn- ast síðan með aldrinum þegar roföfl- in ná að vinna á þeim og gróður festir þar rætur (12. mynd). Þau má því nota til hjálpar við að meta aldur síðustu hreyfinga á sprungunni.13 ELDGOS OG KVIKU- HREYFINGAR Gossprungur í sprungusveimum Norðurgosbeltisins eru algengastar innan 30 km frá þeirri megineldstöð sem sprungusveimurinn tilheyrir.9 Þó finnast gossprungur einnig á fjarlægari svæðum sprungusveima. Þetta gefur til kynna að innan sprungusveims séu mestar líkur á eldgosi nálægt megineldstöðinni þótt eldsumbrot geti átt sér stað hvar sem er innan sprungusveimanna. Sprungur innan sprungusveims hreyfast alla jafnan lítið milli gliðnunaratburða. Nokkrar aldir eða jafnvel þúsaldir geta liðið milli gliðnunaratburða innan tiltekins sprungusveims.32,45 Þó er ljóst að kvikugangar leita aftur og aftur í sömu hluta sprungusveimanna. Það sést á því að sprunguþéttleiki hrauna fylgir aldri þeirra. Í hraun- um sem runnið hafa eftir ísöld má þannig sjá að þau elstu eru allajafna sprungnust en þau yngstu nánast ósprungin.6 Þannig mynda endur- tekin gangainnskot smám saman fleiri og fleiri sprungur á yfirborði jarðar, og stækka þær sem fyrir eru. 11. mynd. Sumar sprungur líta út sem brekkur á yfirborði jarðar. Hér má sjá tvö dæmi um það, a) í sunnanverðum sprungusveimi Kröflu, og b) í sprungusveimi Þeistareykja. Á mynd b má sjá síðustu færslurnar sem orðið hafa á misgenginu. Ummerkin eru sprungu- línan sem liggur þvert í brekkunni. Öll brekkan er þó siggengi, ekki bara línan sjálf. – Some faults have the appearance of hills on the surface of the earth. Here are two examples of such features, a) in the southern part of the Krafla fissure swarm, and b) in the Þeistareykir fissure swarm. In Fig. b, the last movement of the fault is visible as a fracture line in the hill. The entire hill is nevertheless a fault, not just the line itself. Ljósm./Photo: Ásta Rut Hjart- ardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.