Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 43
43 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags er að finna skýringu á tiltölulega hárri tíðni hægviðris niðri við jörð í október. Við vitum hins vegar ekki hversu þykkt þetta hægviðrisloftlag er, kannski er það mjög þunnt. Freistandi gæti verið að leyfa haf- golunni að skýra lága tíðni hæg- viðris að degi til á sumrin, sem opinberast á 6. mynd. Það stangast þó illilega á við mælingarnar sem sýna að tíðni hægviðris fellur hratt að morgni, löngu áður en hafgolan lætur á sér kræla. Hér hlýtur því að vera um að ræða niðurbrot á hitahvarfi næturinnar sem er nægi- lega veikt og þunnt til að morgun- sólin nái að eyða því. Hægviðrið endist lengur fram eftir morgni á Hjarðarlandi sem er langt frá sjó, en í Reykjavík. Það hlýtur að eiga rætur í því að næturhitahvarfið sé sterkara eða kalda loftlagið niðri við jörð þykkara en úti við ströndina, nema hvort tveggja sé. Tíðniferill hægviðris á Hjarðarlandi kemur í fljótu bragði dálítið á óvart. Tíðnin eykst jafnt og þétt eftir því sem líður á kvöldið, eins og búast má við, en lækkar síðan um miðja nótt og segja má að næturlágmark í tíðni hæg- viðris sé um fimmleytið, einmitt þegar hvað kaldast er og búast hefði mátt við að hægviðri væri algeng- ast. Líklega eru hér á ferð áhrif frá fallvindum niður af hálendinu eða fjöllunum sem þó eru spottakorn frá Hjarðarlandi. Morgunsólin nær að spilla þeim vindum áður en hita- hvarf næturinnar eyðist að fullu og því eykst tíðni hægviðris fram eftir morgni, en hún nær hámarki um kl. 8, þ.e. 3–4 klukkustundum eftir sólarupprás. Spárnar Fróðlegt er að vita hvar, hvenær árs og hvenær sólarhrings helst sé að vænta hægviðris, en enn betra er þó að vita fyrirfram hvort vindur verður hægur eða ekki. Þegar þetta er skrifað er helstu vindaspár fyrir Ísland að finna á vefsíðum Veð- urstofu Íslands og Belgings eða Reiknistofu í veðurfræði. Veður- stofan beitir reiknilíkaninu Harm- onie við reikninga á veðurspám, en þeir reikningar hvíla í neti með 2,5 km víðum möskvum og jaðar- gildum frá Evrópsku veðurstofunni (ECMWF).3,4,5 Reiknilíkön þróast í sífellu svo erfitt getur verið að draga nú ályktanir um áreiðanleika spár af spám og veðri fyrir nokkrum árum. Við skoðum því aðeins spár fyrir eitt ár, og eru þær sýndar á 8. mynd. Þar er sýndur árangur spáreikninga 24 klst. fram í tímann á veðurstöð- inni í Reykjavík. Þegar vindur er undir 1 m/s hljóðaði spáin í öllum tilvikum nema tveimur upp á vind undir 6 m/s og oftar en ekki undir 2 m/s. Það verður að teljast þokka- legur árangur. Svipað er uppi á teningnum þegar spáð er hægum vindi. Það gerist aðeins einu sinni að vindur fari yfir 6 m/s þegar spáð hefur verið vindi undir 1 m/s. Hugsa nú ugglaust margir lesendur að ofangreindar villur hljóti að skýrast af skekkjum í dýpt eða gangi lægða sem jafnan er kennt um skakkar veðurspár. Þegar bet- ur er að gáð er þetta ekki raunin. Stóru skekkjurnar eiga sér rætur í veðurlagi þar sem vindur breytist oft hratt frá einni stund til annarrar. Þannig er stundum í skúraveðri eða éljagangi. Í éli hvessir, en þegar élið er gengið yfir lygnir stundum hratt. Þá er oft stutt á milli vindrastar og stillu sem báðar eiga rætur að rekja til fjalla. Röstin kemur meðfram fjallshlíðinni, en stillan er þar sem vindur í nokkurri hæð yfir jörðu stendur af toppi fjallsins. Oft sveifl- ast röstin og sá sem er í jaðri hennar 6. mynd. Meðaldægursveifla hlutfalls hægviðrisathugana í Reykjavík og á Hjarðarlandi í Biskupstungum (%; 2005–2015). – Diurnal cycle of relative frequency of calm winds in Reykjavík and at Hjarðarland (Inland, S-Iceland) (%; 2005–2015). 7. mynd. Meðaltíðni vinds undir 5 m/s í sérhverjum mánuði á Skálafelli í 771 m hæð yfir sjó (% X 0,1) og meðaltíðni hitahvarfa milli Skálafells og Korpu í Mosfellsbæ (%). Gögn áranna 1997–2016. – Seasonal variability of the frequency of winds below 5 m/s at the top of Skálafell at 771 m a.s.l. (% X 0.1), SW-Iceland, and the mean frequency of inversions (%) between Skálafell and Korpa. Data from 1997–2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.