Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 45
45 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Jón Einar Jónsson Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 45–51, 2017 Ritrýnd grein /Peer reviewed Eru tengsl milli æðarvarps og loðnugengdar? Fæðuframboð af botndýrum er sá þáttur sem helst takmarkar líkams- ástand æðarkollna fyrir varp. Hins vegar getur framboð á loðnu síðla vetrar hjálpað til við að byggja upp næringarforðann. Prófað var hvort fylgni væri milli fjölda æðarhreiðra í fjórum landshlutum og loðnuvísi- tölu Hafrannsóknastofnunar 1985–2008. Loðnuveiðar hófust við Ísland 1963 og jukust hægt í fyrstu en tóku kipp upp á við 1976–1979 og svo aftur 1983–1989 eftir hallæri 1981. Fjöldi æðarhreiðra jókst 1980–1990 og náði hámarki 1990 en loðnuvísitala stóð nokkuð í stað 1990–2000. Engin fylgni var á milli loðnuvísitölu og fjölda æðarhreiðra 1985–2008 á Suðvesturlandi, við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Hins vegar fækkaði æðar- hreiðrum um 11% tímabilið 2001–2007, á sama tíma og loðnuvísitalan var í sögulegu lágmarki í kjölfar breytinga á farleiðum loðnunnar. Æðarkollur sleppa stundum úr varpárum, eða verpa seint, einkum ef næringarástand þeirra er slakt að vori. Æðarhreiðrum fækkaði skyndilega við Breiðafjörð 1992, 1995, 1999, 2006. Öll árin var loðnuhallæri sama ár eða árið áður, en hreiðrin náðu strax svipuðum fjölda árið eftir. Í slíkum árum er mögulegt að loðnan gangi ekki inn á Breiðafjörð á leið sinni norðvestur á bóginn. Tengsl stakra, slakra ára í fjölda æðarhreiðra við stök loðnuhallæri virðast vera einu tengslin milli æðarvarps og loðnuvísitölu. Inngangur Fuglar þarfnast næringarríkrar fæðu í aðdraganda varps en mis- jafnt er hvort fuglategundir nærast á álegutíma eða þreyja áleguna með uppsöfnuðum næringarforða.1,2,3 Orkurík fæða hjálpar kvenfuglum að búa sig undir varp og álegu og því ræður aðgengi að fæðu síðla vetrar miklu um varpárangur,3 bæði hjá tegundum sem treysta á upp- safnaðan orkuforða og þeim sem getið étið á álegutíma. Margir andfuglar (Anatidae) éta meðan á álegu stendur en sumar stærri tegundir treysta nánast ein- göngu á næringarforða.4,5 Fæðuval anda er talsvert breytilegt milli stofna, 1. mynd. Æðarfuglar sækja víða í hafnir, eins og þessi hópur í Stykkishólmi í febrúar 2016 / Common eiders frequently flock in harbours around Iceland, like these eiders in Stykkishólmur in February 2016. Ljósm./Photo: Jón Einar Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.