Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 68

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 68
Náttúrufræðingurinn 68 „Nútíðin er lykilinn að fortíðinni“ Það er einkennilegt að hugsa til þess hvað jarðfræðin er ung fræði- grein. James Ussher (1581–1656) erkibiskup á Írlandi reiknaði út frá Biblíunni að sköpun jarðarinnar hefði átt sér stað um klukkan 18 hinn 22. október árið 4004 f.Kr. Löngu fyrr höfðu komið fram hug- myndir um mun hærri aldur jarðar. Aristóteles (384–322 f.Kr.) sagði: „Sama svæðið er ekki alltaf sjór eða alltaf land. Allt breytir ásýnd sinni í rás tímans.“9 Óvíd (43 f.Kr.–17/18 e.Kr.) orðar það svo: „Ekkert endist lengi í sömu mynd. Ég hef séð það sem einu sinni var fast land breyt- ast í sjó og lönd verða til þar sem áður var haf. Skeljar finnast langt frá öldum hafsins ...“10 Leonardo da Vinci (1452–1519) sá þetta líka og taldi að jörðin hlyti að vera gömul og hefði breyst í rás tímans, en jarðfræðiþankar hans lentu í glatkistunni í tvær aldir.11 Dananum Nicolaus Steno (1638–86) tókst hins vegar að koma á framfæri kenningum sínum um jarðlagasyrpur, hákarlstennur og skeljar á fjallstindum án andstöðu kirkjunnar.10 Skotinn James Hutton (1726–1797) var mikill fræðimaður. Hann lauk námi í læknisfræði frá háskólanum í Leiden með doktors- ritgerð um blóðrásina. Hutton er talinn brauðryðjandi nútíma jarð- fræði. Hann sá að jörðin hlyti að vera óendanlega gömul og að sömu lögmál ríktu í nútíð og fortíð, sem Charles Lyell (1797–1874) orðaði svo: „Nútíðin er lykillinn að fortíð- inni“ og kom á framfæri í bók sinni; The Principles of Geology, eða: Tilraun til að skýra fyrri breytingar á yfirborði jarðar með skírskotun til þeirra lögmála sem nú ríkja.12 Það ætlum við að hafa í huga. Landið okkar er furðuland, virkasta eldgosasvæði Mið-Atlants- hafs hryggjarins, en slíkir úthafs- hryggir hlykkjast um öll heimsins höf. Ísland er mjög ungt, aðeins tveggja mínútna gamalt miðað við að jörðin sé eins árs. Uppbygging landsins er talin hefjast fyrir um 25 milljónum ára. Þegar ferðalag jarðskorpunnar er skoðað er heiti reiturinn sýndur yfir núverandi Ísafjarðardjúpi fyrir um 20 milljón- um ára.13 Rannsóknir á jarðlagaskipan og segulstefnum í hraunstafla Vest- fjarðakjálkans hafa verið stundaðar í nokkra áratugi og þykkt staflans mæld.14 Kemur þá í ljós að mikið hefur sorfist ofan af hraunlagastafl- anum og eru flest Vestfjarðafjöllin flöt að ofan. Nýlega kom í ljós að elstu berglög sem hægt er að kom- ast að ofansjávar á ystu annesjum Vestfjarða eru um 17 milljón ára eða einni milljón ára eldri en áður var talið.15 Á næstu 8 milljón árum hlóðst berglagastaflinn upp við hraun og flæðigos, flest hraunin sem helluhraun en líka stöku apal- hraun og er þykkt hraunanna frá 5–15 m. Þau yngstu eru austast. Á Hvítanesi erum við um miðbik þessa svæðis. Við skulum litast betur um á Hvítanesi. Við göngum út á tang- ann Hestfjarðarmegin og skoðum klappirnar, sem eru flestar ávalar og sumar með skorum og líkjast ekki neinu sem ég hef áður séð (1., 3., 4. og 5. mynd). Einnig sjást litlar sívalar holur, um 7–8 cm í þvermál og álíka djúpar, sumar með afsteyp- um. Klappirnar á milli fjörunnar og bakkans, á Grundinni, eru margar 4. mynd. Vestan megin á tanganum, Landhólmi fjærst. Margskonar klappir en sérstakur er áberandi hnattlaga steinn með rauf. Mikið er af holóttu grjóti á Grundinni. – An isolated globular boulder at the sea with a conspicuous rift and solid crust. Ljósm./Photo: Bergþóra Sig- urðardóttir 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.