Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 48
Náttúrufræðingurinn 48 40 þús. tonnum minna en árið áður (1997 var metafli, 160 þús. tonn). Því var skoðað með ólínulegu prófi, atburðagreiningu, hvort þessi fjög- ur ár hefðu (bæði saman og ein sér) áhrif á stofnvísitölu æðarfugls. Með þessu prófi var eingöngu horft til mögulegra neikvæðra áhrifa af þessum stöku árum á stofnvísitölu æðarfugls. Niðurstöður Engin fylgni var á milli loðnuvísi- talna og fjölda æðarhreiðra 1985– 2008 á talningasvæðunum fjórum, Suðvesturlandi (R2=0,010; F=0,21; P=0,65), Breiðafirði (R2=0,022; F=0,47; P=0,50), Vestfjörðum (R2=0,028; F=0,45; P=0,51) og Norð- urlandi (R2=0,029; F=1,62; P=0,22). Leifagreining á aðhvarfsprófunum fjórum benti til þess að leifarnar uppfylltu forsendur um normal- dreifingu (Kolmogorov-Smírnov- -próf: D < 0,17; P > 0,09). Engin fylgni fannst á milli loðnuvísi- talna og stofnvísitalna æðarfugls (3. mynd). Sömu niðurstöður fengust um fylgni milli loðnuvísitalna og fjölda æðarhreiðra ári síðar (y+1) og fyrir æðarvísitölurnar fjórar lagðar saman í eina vísitölu. Ráðlagður hámarksloðnuafli var í lágmarki 1991, 1995, 1998 og 2006 (4. mynd). Fjöldi æðarhreiðra á Suðvesturlandi breyttist ekki í slík- um lágmarksárum (3. mynd A). Það var helst í Breiðafirði (3. mynd B) að æðarhreiðrum fækkaði í lágmarks- árum, þ.e. 1992 (ári seinna), 1995 (sama ár), 1999 (ári seinna) og 2006 (sama ár). Fjöldi æðarhreiðra náði sér á strik (náði svipuðu gildi og tveimur árum fyrr) strax næsta ár í öll skiptin að 2006 undanskildu. Á Vestfjörðum hækkaði æðarvísi- talan árið 2002 og loðnuvísitalan sömuleiðis en báðar vísitölurnar lækkuðu eftir það (4. mynd C). Á Norðurlandi virtust 2002–2007 slök ár bæði hjá loðnu og æðarfugli, einkum 2006 og 2007 (4. mynd D). Áðurnefnd lágmarksár í loðnu- vísitölu (1991, 1995, 1998 og 2006) voru prófuð saman eða ein sér sem skýribreytur á fjölda hreiðra. Þegar lágmarksárin voru saman í einni breytu (lágmarksárin fjög- ur=1, önnur ár=0) fannst neikvætt samband í Breiðafirði (t=-3,42, P=0,002) en ekkert samband fannst annars staðar, þ.e. á Suðvesturlandi (t=1,37, P=0,18), Vestfjörðum (t=2,01, P=0,06) og Norðurlandi (t=1,11, P=0,28). Þegar lágmarksárin voru prófuð ein sér sem skýringarbreytur á stofnvísitölu æðarfugls fannst ekk- ert samband (P>0,05) nema 1998 í Breiðafirði (t=-2,38, P=0,02) og 2006 á Norðurlandi (t=-2,40, P=0,02). Umræður Engin línuleg fylgni var milli loðnu- vísitalna og hreiðurvísitalna æðar- fugls. Hins vegar voru tengslin nei- kvæð 1998 og 2006, þegar umtals- vert minna mátti veiða af loðnu en árið áður. Líklega skiptir magn loðnunnar litlu máli fyrir æðar- fugl, komi loðnan til hrygningar á annað borð. Það virðist óhagstætt að loðnan sé í lágmarki (sbr. 1991, 1995 og 2006) og þá má vera að snögg breyting loðnuframboðs frá fyrra ári (sbr. 1998) komi æðarvarpi 3. mynd. Tengsl umbreyttrar loðnuvísitölu og umbreytts fjölda æðarhreiðra eftir landshlutum: Suðvesturland (A), Breiðafjörður (B), Vest- firðir (C) og Norðurland (D). Engin marktæk fylgni var milli breytnanna tveggja. Takið eftir mismunandi skala á y-ás. – There was no linear relationship between the Icelandic Marine Research Institute’s capelin fishing advisory (x-axis) and number of eider nests (y-axis) in Southwest Iceland (A), Breiðafjörður (B), Westfjords (C) and North Iceland (D). Note differing scales on y-axis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.