Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 31
31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
eru þeir breiðastir þar sem þeir
liggja í gegnum megineldstöðvar.9
Í heild sinni er Norðurgosbeltið um
200 km langt mælt frá norðri til
suðurs og um 50 km breitt mælt
frá austri til vesturs.9 Hér á eftir
verður fjallað nánar um einstaka
sprungusveima sem finna má innan
Norðurgosbeltisins eða í jaðri þess.
Sprungusveimur Kverkfjalla
Suðurhluti sprungusveims Kverk-
fjalla er undir Vatnajökli og því að
mestu óþekktur, en norðurhlutinn
er um 70 km langur, mældur frá
Kverkfjöllum að Álftadalsdyngju
og Arnardalsöldu. Á því svæði sjást
merki um að sprungur hafi hreyfst
eftir að jöklar hörfuðu af svæðinu.
Norðan Arnardalsöldu má þó finna
móbergshryggi í beinu framhaldi
8. mynd. Dæmi um nýjar sprungur og gossprungur sem mynduðust árið 2014 í Holuhrauni á meðan gliðnunaratburður í Bárðarbungu-
kerfinu stóð yfir. Á loftmyndinni frá 1987 (frá Landmælingum Íslands) sjást engar sprungur. Myndin frá því eftir atburðina (frá Loft-
myndum ehf.) var tekin árið 2015. Þar sjást nýjar sprungur sem afmarka sigdalinn sem myndaðist í gliðnunaratburðinum. – Examples of
new fractures and eruptive fissures which were formed in the Holuhraun area in 2014 during the rifting event in the Bárðarbunga volcanic
system (Nýtt hraun = new lava). The image before (Fyrir) the events is from the National Land Survey of Iceland, it was taken in 1987
and in that image, no fractures are visible. The image after (Eftir) the events is from Loftmyndir Corp, taken in 2015. There, fractures are
seen which delineate the boundary of the graben that formed during the rifting event.
af sprungusveimi Kverkfjalla.
Móbergshryggirnir myndast við
sprungugos undir jökli og benda
því til þess að sprungusveimurinn
nái enn lengra en Arnardalsalda.
Móbergshryggirnir mynda boga-
laga belti sem nær allt að Öxarfirði.
Hugmyndir hafa komið fram um
að þessi framlenging af sprungu-
sveimi Kverkfjalla sé aðallega virk
á tímabilum í lok jökulskeiða. Þá
sé spenna vegna flekahreyfinga há
og framboð á kviku úr möttlinum
mikið.3
Lítið sprungubelti liggur til aust-
urs út frá Kverkfjöllum (1. mynd).
Þetta belti er um 40 km langt og nær
allt að Hálslóni. Engin ummerki
finnast um eldvirkni á nútíma í
þessu sprungubelti. Vísbendingar
eru þó um að þar hafi sprungur
hreyfst eftir að jökla leysti.41
Hægt hefur verið að kortleggja
eftir loftmyndum sprungur í all-
miklum smáatriðum. Auk þeirra
voru gervitunglamyndir notaðar
til að fá heildarmynd yfir svæðið
og farið í könnunarleiðangra til að
skera úr um óvissuþætti. Úr þessari
vinnu hafa orðið til sprungukort af
Norðurgosbeltinu (1., 4., 7., 9. og 10.
mynd) sem nota má til að aðgreina
sprungusveima og skilgreina stærð
þeirra og lögun betur en áður var
hægt.
Sprungusveimar Norðurgos-
beltisins eru mismunandi langir og
breiðir. Til að mynda er sprungu-
sveimur Fremrináma í heild sinni
um 125 km að lengd, en sprungu-
sveimur Tungnafellsjökuls einungis
um 40–50 km að lengd.9,13 Breidd
sprungusveima í Norðurgosbeltinu
er á milli 0,5 og 15 km. Yfirleitt