Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 80

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 80
Náttúrufræðingurinn 80 Í kafla um Fléttunytjar hefði átt að gera fjallagrösum hærra undir höfði, eða vísa til heimilda um nýt- ingu þeirra, því að á þeim er enginn skortur. Ýmis fæðubótarefni er nú farið að vinna úr fjallagrösum og tilraunir með lyfjagerð úr fléttum eru sífellt í gangi. Einnig hefði mátt geta um fléttur sem mengunarvísa í borgum. Þá hefði efnafræði fléttna (fléttusýrur) mátt fá sérstaka umfjöllun. Í yfirliti um fléttukerfið á bls. 37–40 hefði verið hagræði að því að vísa í blaðsíðutöl ættanna. Meginhluti bókarinnar er lýs- ingar á 392 fléttutegundum sem vaxa á Íslandi. Þeim er raðað eftir ættum, sem raðað er í bálka og þeim aftur í bekki (flokka), en mikill meirihluti íslenskra fléttna tilheyrir diskfléttubekk (Lecanoromycetes). Stuttar lýsingar á skyggðum grunni fylgja hverri ætt en hvorki er lýst kvíslum né bekkjum og finnst mér það galli. Við uppsetningu bókarinnar var þeirri reglu fylgt að hafa eina tegund á hverri síðu. Það er að vísu handhægt, en þar sem tegundalýs- ingar eru að sjálfsögðu mislangar leiðir það víða til þess að fjórðungur til þriðjungur síðu er auður og ónot- aður. Þetta verkar dálítið ankanna- lega, einkum þegar þess er gætt að myndirnar eru allar af sömu stærð og satt að segja finnst mér þær yfir- leitt of litlar. Víða hefði plássið leyft að hafa þær allt að helmingi stærri og þar með skýrari. Höfundur hefur líklega ekki fylgst nógu vel með umbrotinu. Annars eru myndirn- ar yfirleitt ágætar og virðast hafa prentast nokkuð vel, þó finna megi undantekningar, t.d. eru fjallagrösin á bls. 116 alltof gul. Gaman hefði verið að birta nokkrar heilsíðu- eða opnumyndir af fléttugróðri á stein- um, t.d. á kaflaskilum, til að sýna það litaskraut sem þar getur að líta. Útbreiðslukort með rauðum deplum fylgir hverri tegund. Í inn- gangi bendir höfundur á að þau séu mismarktæk. Kort þeirra tegunda sem auðvelt er að greina í náttúr- unni sýna raunverulega útbreiðslu, en kort margra hrúðurfléttna eru aðeins gerð eftir safneintökum, og eru því varla marktæk. Því virðast sumar tegundir svo fágætar að þær eigi naumast erindi í bókina. Tegundalýsingar eru oftast nokk- uð ýtarlegar en hefði mátt greina betur að efnislega, svo sem með leturbreytingu eða greinaskilum. Oft eru íslensku nöfnin útskýrð og er það góð regla. Stundum er getið um náskyldar eða nauðalíkar tegundir, en það hefði mátt gera miklu oftar. Þalsvörun, þ.e. litabreytingar þalsins við áburð fjögurra eða fimm einkennisefna, er tilgreind aftan við tegundarlýsingar, sem er mikilvægt hjálpargagn við fléttugreiningu. Neikvæð svörun er táknuð með –, sem getur misskilist, betra hefði verið að nota ÷. Þessi aðferð krefst nokkurs útbúnaðar og æfingar og er varla ætlandi almennum not- anda bókarinnar. Loks er innihald sérstakra fléttuefna (fléttusýra) til- greint ef það er þekkt, en þau verða aðeins greind á rannsóknarstofum. Svipað er að segja um gróin sem teiknuð eru í bókarlok, þau verða aðeins skoðuð í góðri smásjá og til þess þarf nokkra æfingu. Þessar við- bætur eru fyrir þá sem vilja leggja sig sérstaklega eftir fléttugreiningu, en koma þó að takmörkuðu gagni vegna þess að í bókina vantar um helming íslenskra fléttutegunda. Þegar á heildina er litið er fléttu- bók Harðar falleg og gagnleg bók, sem eflaust á eftir að kalla fram áhuga hjá mörgum sem hing- að til hafa veitt þessum hlédræga en sérstæða og skrautlega gróðri litla athygli. Útgáfa hennar markar tímamót í fléttufræðum á Íslandi og var fyrir löngu orðin tímabær. Ég minnist þess þegar ég reyndi fyrst á menntaskólaárum að nafngreina fléttur með hjálp breskrar smábók- ar frá 1921, sem var lítið annað en lykill með svarthvítum teikningum, enda gafst ég fljótt upp á því. Síðan hafa margar glæsilegar fléttuflórur verið gefnar út í grannlöndum, sem einnig má nota við tegundagrein- ingar hérlendis. Við Hörður höfum frá námsár- um átt mikið og farsælt samstarf, m.a. við Sveppabók mína 2010, en þar lagði hann til allt að þriðjung mynda. Ég óska höfundinum heilla að hafa komið þessu þarfaverki frá sér í tæka tíð, áður en ellin tekur völdin. Ég þakka Ágústi H. Bjarnasyni, Ólafi S. Andréssyni og höfundi bók- arinnar fyrir gagnlegar athugasemd- ir og leiðréttingar. Helgi Hallgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.