Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 24
Náttúrufræðingurinn
24
Ásta Rut Hjartardóttir og Páll Einarsson
Sprungusveimar
Norðurgosbeltisins
og umbrotin í
Bárðarbungu 2014–2015
Gliðnunin í eldstöðvakerfi Bárðarbungu árin 2014–2015 og eldgos sem
henni tengdust vöktu mikla athygli og sýndu vel hvernig megineldstöðvar
og sprungusveimar sem liggja út frá þeim verða virk. Slíkir gliðnunarat-
burðir eru sjaldgæfir, og sjást helst á Íslandi og í austurhluta Afríku, einu
stöðunum á jörðu þar sem sjá má fleka reka í sundur ofansjávar. Sprungu-
sveimar, svo sem þeir sem sjást á Þingvöllum og í Gjástykki, myndast
og hreyfast við slíka atburði. Sprungusveimar eru ílöng svæði þar sem
sprunguþéttleiki er mikill og tengjast oft megineldstöð. Sprungusveim-
arnir eru taldir myndast þegar kvikugangar skjótast grunnt inn í jarð-
skorpuna, hún tognar í sundur, gamlar sprungur hreyfast og nýjar mynd-
ast. Sprungurnar mynda oft sigdal sem bæði víkkar og sígur þegar kviku-
gangurinn sækir fram og glennir út jarðskorpuna. Stundum nær kvikan
til yfirborðs og úr verður sprungugos, líkt og eldgosið í Holuhrauni sem
hófst í lok ágúst 2014 og stóð í sex mánuði. Norðurgosbeltið mynda
nokkrir sprungusveimar sem liggja hlið við hlið og skarast að hluta. Þeir
hafa myndast og mótast af kvikuinnskotum og eldgosum í gegnum tíðina.
Nýjasta gangainnskotið og eldgosin sem því tengdust urðu í eldstöðvakerfi
Bárðarbungu, syðst í Norðurgosbeltinu. Að norðan takmarkast gosbeltið
af Tjörnesbrotabeltinu, sem er þverbrotabelti og upptakasvæði stórra jarð-
skjálfta
Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 24–39, 2017
INNGANGUR
Flekaskilin sem liggja í gegnum
Ísland eru um margt mjög sér-
stæð. Aðeins á tveimur stöðum
á jörðinni eru fráreksbelti milli
meginfleka á þurru landi. Í Austur-
-Afríku liggja þau í gegnum megin-
landsskorpu en á Íslandi verður til
úthafsskorpa við frárekið. Hún er
raunar óvenju þykk vegna áhrifa
frá heita reitnum undir Íslandi
en ferlin sem eru að verki líkj-
ast um margt þeim sem mynda
úthafsskorpu á rekhryggjum úthaf-
anna. Á síðustu árum hefur verið
í gangi verkefni þar sem sprungu-
kerfi fráreksbeltanna á Íslandi eru
kortlögð kerfisbundið og rann-
sökuð með það að meginmarkmiði
að öðlast betri skilning á ferlum
sem fylgja frárekinu og nýmyndun
jarðskorpunnar. Niðurstöður rann-
sóknanna hingað til hafa verið
birtar í nokkrum greinum1–15 en
í þessari grein verður gefið yfirlit
um sprungusveima Norðurgosbelt-
isins.
Norðurgosbeltið kallast sá hluti
flekaskilanna sem liggur norður frá
Vatnajökli og skilur að meginflek-
ana tvo, Norður-Ameríkuflekann
og Evrasíuflekann. Undir norðvest-
urhluta Vatnajökuls er miðja heita
reitsins16 og þar eru þrískil þar sem
þrjár greinar flekaskilanna mætast,
Norðurgosbeltið, Austurgosbeltið
og Mið-Íslandsbeltið. Í Norður-
gosbeltinu eru megineldstöðvarn-
ar Kverkfjöll, Askja, Fremrinámar,
Krafla og Þeistareykir ásamt
sprungusveimum sínum (1. og
2. mynd). Auk þess liggja nyrðri
sprungusveimar Bárðarbungu inn-
an Norðurgosbeltisins. Sprungu-
sveimur Tungnafellsjökuls liggur í
syðsta hluta Norðurgosbeltisins, en
getur allt eins talist hluti af Mið-
Íslands beltinu.17 Stundum eru
Heiðarsporður í Mývatnssveit og
Hrúthálsar norðan Öskju einnig tald-
ir með sem megineldstöðvar.18–20
Ritrýnd grein /Peer reviewed