Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn 30 Sprungur voru sjáanlegar á svæð- inu áður en umbrotin hófust 2014, aðallega í hól einum í vesturhluta sigdalsins (7. mynd).8,38 Holuhraun eldra var þó ósprungið, en það hraun er talið hafa runnið í svipuð- um gliðnunaratburðum árið 1797 og hugsanlega líka á árunum 1862– 1864.39 Líklegt má telja að sprung- ur hafi einnig hreyfst á þeim tíma og sigdalur sigið en sprungurnar lítið hreyfst eftir að eldgos hófst og Holuhraun eldra lagðist yfir þær. Þannig má búast við því að hraunið hafi hulið gamlar sprungur sem svo hafi hreyfst á ný í atburðunum árið 2014 og því orðið sýnilegar á yfir- borði Holuhrauns eldra. Í gliðnunaratburðum verður á þennan hátt yfirleitt vart virkni bæði í megineldstöðvunum og sprungu- sveimum þeirra. Þó getur það gerst, líkt og í Upptyppingum á árunum 2007–2008, að kvikuinnskot komi beint undir sprungusveim án þess að umbrot eigi sér stað í megin- eldstöð á sama tíma. Þá urðu smá- vægilegar sprunguhreyfingar á yfir- borði jarðar innan sprungusveims Kverkfjalla40 þótt kvikuinnskotið hafi verið það staðbundið að ekki er hægt að flokka það sem gliðnunar- atburð, enda mældist ekki gliðnun. Mælingar í gliðnunaratburð- um hafa veitt mikilvægar upplýs- ingar um myndun sprungusveima. Sá böggull fylgir skammrifi að gliðnunaratburðir eru sjaldgæfir. Til að mynda eru gliðnunaratburðirnir í Kröflu og Bárðarbungukerfunum þeir einu sem átt hafa sér stað á Íslandi síðastliðin 100 ár. Með nákvæmri kortlagningu á sprung- um Norðurgosbeltisins og grein- ingu á þeim má þó lesa ýmislegt um gliðnunaratburði sem áttu sér stað áður en land byggðist. SPRUNGUKORTLAGNING Undanfarin ár hafa verið teknar loft- myndir af landinu með sífellt vax- andi nákvæmni og betri upplausn. Að þessum myndatökum hafa staðið fyrirtækin Loftmyndir og Samsýn, en áður fyrr sáu Landmæl- ingar Íslands um loftmyndatöku. 7. mynd. a) Upptök skjálfta dagana 11.–26. ágúst 2014 færðust frá Bárðarbungu að Holu- hrauni, þar sem eldgos hófst 29. ágúst. Jarðskjálftagögnin eru frá Veðurstofu Íslands, sprungugögnin frá Ástu Rut Hjartardóttur o.fl.9 b) Nýjar og eldri sprungur sem hreyfðust í gliðnunaratburðinum í Bárðarbungukerfinu í ágúst 2014. Sprungurnar liggja aðallega á jöðrum sigdalsins sem myndaðist. Einnig eru sýndar gossprungur þar sem gaus á þessum tíma. Bakgrunnur kortanna er frá Landmælingum Íslands og TanDEM-X-hæðarlíkani þýsku geimferðastofnunarinnar (DLR), sem sýnir landslag eins og það var fyrir umbrot áranna 2014–2015. – a) Earthquakes which occurred between 11th and 26th of August 2014 propagated away from the Bárðarbunga central volcano to the Holuhraun area, where an eruption started on the 29th of August. The earthquake data are from the Icelandic Met- eorological Office, the fracture data is from Ásta Rut Hjartardóttir et al.9 b) New fractures and/or reactivated fractures during the 2014 Bárðarbunga rifting event. The fractures are mainly located at the periphery of the subsiding graben. Erupting fissures are also shown (red lines). The background of the maps are from the National Land Survey of Iceland and the TanDEM-X digital elevation model of the German Aerospace Centre (DLR), showing the landscape before the 2014–2015 unrest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.