Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 64

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 64
Náttúrufræðingurinn 64 Áskell Löve gerði þá breytingu í Íslenskri ferðaflóru (1970) að kalla tegundina smjörvíði.23 Það hefur þó ekki komist í almenna notkun. Á færeysku kallast grasvíðir urtapílur. Á norsku kallast hann fjell- mo og musøyre. Fyrra nafnið vís- ar til hlutar hans í fjallagróðri en það síðara er dregið af bugnum sem oft er á enda blaðanna og geta minnt á músareyra. Í Svíþjóð er hið almenna nafn dvärgvide og í Danmörku dværgpil, í Þýskalandi Krautweide, í Bretlandi dwarf willow og least willow. Á grænlensku kallast hann pilussak.24 Nytjar Eins og fram kemur í nafngiftum grasvíðis hefur hann notið mikils álits sem beitarplanta á Íslandi. Björn í Sauðlauksdal kveður sterkt að orði um þetta í Grasnytjum (bls. 78): Hér hefi eg reiknað mér 16 klyfjar af þessum víði á móti kýrfóðri, fyr- ir alslags nautpening; og hefir mér reynst, að eg hafi ei reiknað yfir, því ein hestbyrði af þessum víði er betri enn heykapall. Þennan víði má hvort er vill, slá eða rífa, þó er fljót- ara að rífa hann, þar sem mikið er af honum; hann er mikið fallegur, með sínu ljósbláa blómstri.17 Efast má um að Björn eigi hér við grasvíði, sem er að jafnaði of smár til að hægt sé að slá hann, og hefur auk þess ekki blá blóm. Fjallavíðir á betur við þessa lýsingu. Ingólfur Davíðsson segir: Sauðfé er sólgið í unga greinaendana, en virðist lítt bíta gamlar greinar. Það nær í nýsprottna sprotana á láglendi og í neðanverðum hlíðum framan af sumri, en síðsumars í snjó- dældum til fjalla. Og mikið er til af grasvíði á Íslandi. ... Fráfærur voru algengar fyrrum og fram á okkar öld. Þótti drjúg búbót að því, að gott „mjólkurland væri á dalnum“, og var þá ekki sízt átt við það, að nóg væri um smjörlauf.1 Ingólfur hefur eftir norskum heimildum að geitur og hreindýr sæki líka í grasvíði. Þá er talið að rjúpan lifi að miklu leyti á brum- um hans og árssprotum á haustin og þegar til þeirra næst á vetrum. Fylgja rjúpnahópar oft vexti hans upp eftir fjöllum síðsumars og safn- ast í grasvíðidældir. Hugsanlega getur lítill vöxtur grasvíðis valdið fækkun rjúpna.25 Eggert Ólafsson getur í Ferða- bókinni um notkun fræullar gras- víðis, sem hann kallar kotún: Kotúnslauf, Salix herbacea og Salix pyrolae facie. Fl.Sv. 800. Þetta er smávaxnasta og auðgreindasta víði- tegundin. Efst á greinunum eða reklunum (amentum) vex hýjungur, sem ekki stendur baðmull að baki að fínleika. Þar sem víðir þessi vex breiðist hýjungurinn á jörðina, og þar er honum safnað til að leggja hann á sár. Loðna þessi heitir á íslensku kotún, sem er sama heitið og aðrar Evrópuþjóðir hafa um baðm- ull og fræloðnu ýmissa plantna. ... Ull allra tegundanna [af víði], en einkum af kotúnslaufi, er lögð við hrúðurbletti á ungbörnum.15 Ekki er þó vitað til að reynt hafi verið að spinna úr kotúninu. Heimildir 1. Ingólfur Davíðsson 1968. Grasvíðir eða smjörlauf. Náttúrufræðingurinn 38 (2) 104–106. 2. Helgi Hallgrímsson og Hörður Kristinsson 1965. Um hæðarmörk plantna á Eyjafjarðarsvæðinu. Flóra. Tímarit um íslenzka grasafræði. (5. árg.). 9–74. 3. Böcher, T.W., Holmen, K. og Jakobsen, K. 1966. Grønlands Flora. 2. útg. P. Haase, Kaupmannahöfn. 308 bls. 4. Lid, Johannes, 1963. Norsk og svensk flora. Det norske samlaget, Ósló. 800 bls. 5. Steindór Steindórsson 1964. Gróður á Íslandi. Almenna bókafélagið, Reykjavík. 186 bls. 6. Steindór Steindórsson 1965–1966. Um hálendisgróður Íslands. Flóra. Tímarit um íslenzka grasafræði (3. árg.) 75–120 og (4. árg.), 49–94. 7. Helgi Hallgrímsson 2015. Mosaskorpa. Náttúrufræðingurinn 85 (3–4). 157–160. 8. Hörður Kristinsson 1998. Íslenzkar snjódældaplöntur og útbreiðsla þeirra. Bls. 82–91 í: Kvískerjabók (ritstj. Gísli Sverrir Árnason). Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu, Höfn. 303 bls. 9. Babington, C.C 1870. A revision of the flora of Iceland. Journal of the Linnean Society of London, Botany (53), 282–348. 10. Strömfelt, H.F.G. 1884. Islands kärlväxter, betraktade från växtgeografisk och floristisk synpunkt. Öfversigt av Kongl. Vetenskaps-Akademiens Förhandlingar, nr. 8, 79–124. 11. Stefán Stefánsson 1901. Flóra Íslands. Hið íslenzka bókmenntafjelag, Kaupmannahöfn. 260 bls. 12. Grøntved, J. 1942. The Pteridophyta and Spermatophyta of Iceland. Botany of Iceland IV, 1. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 428 bls. 13. Jóhann Pálsson 1994. Salix arctica Pall. and Salix lanata L. in the Faroe Islands and their affinity with the populations in Iceland. Fróðskaparrit 41. 89–98. 14. Helgi Hallgrímsson 2010. Sveppabókin. Íslenskir sveppir og sveppa- fræði. Skrudda, Reykjavík. 632 bls. 15. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson 1975. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752–1757. Þýð. Steindór Steindórsson. 3. útg. 1. bindi, (bls. 100). Örn og Örlygur hf. Reykjavík. 16. Ólafur Olavius 1964–1965/1780. Ferðabók. Landshagir í norðvestur-, norður- og norðaustursýslum Íslands 1775–1777 ... I–II. Þýð. Steindór Steindórsson. Frumútg. Kaupmannahöfn 1780. Bókfellsútgáfan, Reykja- vík. 330+384 bls. 17. Björn Halldórsson 1983. Grasnytjar, 2. útgáfa með skýringum eftir Helga Hallgrímsson, ljósprentun frumútgáfu 1783. Bókaforlag Odds Björnsson- ar o.fl. Akureyri. 286 s. 18. Steindór Steindórsson 1978. Íslensk plöntunöfn. Menningarsjóður, Reykjavík. 208 bls. 19. Mohr, N. 1786. Forsøg til en Islandsk Naturhistorie. Kaupmannahöfn. 414 bls. 20. Steindór Steindórsson 1956. Espihóll, Furubrekka, Grenitrésnes. Heima er bezt (5). 164–167. 21. Oddur J. Hjaltalín 1830. Íslenzk grasafræði. Útgefin að tilhlutun Hins íslenzka bókmentafélags. Kaupmannahöfn. 370 bls. 22. Ágúst H. Bjarnason og Eggert Pétursson 1983. Íslensk flóra með litmynd- um. Iðunn, Reykjavík. 352 bls. 23. Áskell Löve 1970. Íslensk ferðaflóra. Almenna bókafélagið, Reykjavík. 428 bls. 24. Lagerberg, T. og Holmboe, J. 1938. Våre ville planter II. J. G. Tonum, Ósló. 258 bls. 25. Arnþór Garðarsson 1982. Rjúpa. Bls. 149–164 í: Fuglar (ritstj. Arnþór Garðarsson). Landvernd, Reykjavík. 216 bls. Um höfundinn Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt. Helgi var forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis – tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd – í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum svepp- um og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk fjölda tímarits- greina. Helgi er búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk. Póst- og netfang höfundar Helgi Hallgrímsson Lagarási 2 700 Egilsstöðum hhall@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.