Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 4
Náttúrufræðingurinn 4 Inngangur Eftirspurn eftir endurnýjanlegri raf- orku hefur aukist mikið í flestum vestrænum ríkum á undanförnum áratugum og í flestum tilfellum þarf að byggja upp og styrkja dreifikerfin til að mæta henni.1 Helsta hindrunin í vegi frekari upp- byggingar á dreifikerfum raforku er andstaða almennings við lagn- ingu háspennulína.2 Furby o.fl.3 segja viðhorf almennings til raflína í Viðhorf ferðamanna til raflína í náttúru Íslands Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað hratt síðustu ár og um leið hefur umfang ferðaþjónustunnar aukist verulega. Flestir ferðamenn koma til landsins vegna náttúrunnar og því þarf að vanda til verka þegar ásýnd hennar er breytt. Vaxandi eftirspurn eftir raforku hefur aukið þörf fyrir öflugra dreifikerfi um landið og til stendur að styrkja það með frekari uppbyggingu háspennulína, annaðhvort á svipuðum slóðum og núver- andi byggðalína liggur eða yfir Sprengisand. Vegna mikilvægis ferða- þjónustunnar og aukinnar þarfar fyrir að styrkja raforkuflutningskerfið er brýnt að vita hvert viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustuaðila er til raflína í náttúrunni. Engar birtar rannsóknir um áhrif raflína á náttúruupplifun ferðamanna finnast nema þær sem gerðar hafa verið sem liður í mati á umhverfisáhrifum bæði hérlendis og erlendis. Í þessari rannsókn voru viðhorf ferðamanna könnuð með spurningalista á sjö stöðum þar sem virkjanir eru til skoðunar. Niðurstöður sýna að ferðamenn eru almennt neikvæðir gagnvart raflínum, sérstaklega á hálendinu. Þær þykja meðal óæskilegustu mannvirkja og fæstir telja þær eiga heima á víðernum. Þá hefðu fyrirhugaðar raflínur neikvæð áhrif á áhuga meirihluta ferðamanna á að ferðast um svæðin í framtíðinni. Jafnframt er töluverður munur á viðhorfum eftir þjóðerni og er andstaðan við raflínur mest meðal íslenskra ferðamanna. Þorkell Stefánsson og Anna Dóra Sæþórsdóttir gegnum tíðina hafa verið breytilega eftir efnahagsaðstæðum: Jákvætt í aðstæðum þar sem skortur er á rafmagni og hagkerfi eru að vaxa en neikvæðara þegar rafmagn er nægt og vöxtur er hægari. Síðari ár eru menn farnir að taka rafmagni sem gefnum hlut og sjaldgæfara er en áður að raflínur séu túlkaðar á jákvæðan hátt sem tákn um velferð. Svæði þar sem áformað er að reisa raforkumannvirki geta haft tákn- ræna merkingu í hugum fólks3,4 og oft er litið á þau sem vettvang þar sem andstæð öfl – náttúra og iðnað- ur – takast á. Því má búast við mik- illi andstöðu við raforkumannvirki á svæðum sem fólk álítur náttúruleg eða óröskuð.4 Raflínur hafa oft verið lagðar á slíkum svæðum og skera sig því úr umhverfinu5 og þótt ein- hverjir séu hrifnir af menningar- landslagi með raflínum,6 þá þykja raflínur almennt hafa neikvæð áhrif á landslag.6,7 Fólk myndar gjarnan sterk tilf- inningaleg tengsl við svæði sem það nýtir til útivistar og sækir heim til að upplifa kyrrð og endurnæringu, en slík upplifun fæst helst á náttúru- legum svæðum þar sem lítið er um mannvirki.8 Rannsóknir um skynj- un á landslagi leiða í ljós að fólk tengir fegurð landslags oft við það hversu náttúrulegt það telur svæðið vera.9,10 Því þykja mannvirki á borð við raflínur, vegir og verksmiðjur á náttúrulegum svæðum draga úr fegurð þeirra.11 Á svæðum þar sem gæði landslags eru talin mikil má því búast við harðari andstöðu við orkumannvirki12 en á svæðum þar sem fyrir eru önnur mannvirki, svo sem uppbyggðir vegir.7 Þegar stór og áberandi mannvirki eru reist í slíku umhverfi gerist það oftast andstöðu við tilfinningar, ímynd og Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 4–14, 2017 Ritrýnd grein /Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.