Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn 22 á hafsvæðinu við Svalbarða29 og í Barentshafi42 og að áætluð- um svipuðum vaxtarhraða hjá ískóði sem veiðist í botnvörpu á Íslandsmiðum, þá virðist ískóð hér við land vera að stærstum hluta 2–4 ára. Lengdardreifingar úr seiðaleið- öngrum benda hins vegar til þess að mögulega kunni hlutfall smæsta og þá yngsta hluta stofnsins að vera vanmetið í botnvörputogunum. Með hækkandi sjávarhita á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar breytingar á útbreiðslu marga fiskistofna á Íslandsmiðum. Margar suðrænar tegundir, bæði nytjastofnar,20,23,24 s.s. ýsa (Melanogrammus aeglefinus), skötu- selur (Lophius piscatorius) og makríll (Scomber scombrus), og sjaldgæfari fiskar,21,25 s.s. fjólumóri (Antimora rostrata), stóra sænál (Entelurus aequoreus), og litla brosma (Phycis blennoides), hafa leitað norður á bóginn. Þá hefur einnig orðið vart aukinna heimsókna suðrænna flæk- inga,25,43 s.s. augnasíldar (Alosa fal- lax), steinsugu (Petromyzon marinus) og tunglfisks (Mola mola). Loks hafa yfir 30 áður óþekktar suðrænar fisk- tegundir veiðst við landið á undan- förnum 20 árum.25 Loðna (Mallotus villosus), sem er eins og ískóð af hánorrænum uppruna, hefur sam- fara auknu innflæði Atlantssjávar norður fyrir land frá því um síðustu aldamót hörfað frá hefðbundnum uppeldisslóðum í Íslandshafi til kaldari hafsvæða á austur-græn- lenska landgrunninu.44 Þessum miklu breytingum í útbreiðslu fisk- tegunda hljóta að fylgja breytingar á framleiðni tegunda og samkeppni á mörgum á stigum fæðukeðjunnar í sjónum, en því miður er lítið vit- að hvernig þeim málum er háttað. Átaksverkefni á þessu sviði væri verðugt viðfangsefni hafrannsókna næstu árin. Hér hefur meðal annars verið fjallað um breytingar á útbreiðslu ískóðs við Ísland (5. og 6. mynd) og sýnt hvernig hærri sjávarhiti leiðir til afmarkaðri útbreiðslu. Útbreiðsla ískóðs undan austur- strönd Grænlands virðist nátengd ísröndinni á þeim slóðum. Líklegt er að stöðug minnkun hafíss í Grænlandshafi á undanförnum árum45 hafi ásamt staðbundinni hlýnun haft áhrif á útbreiðslu ískóðs undan austurströnd Grænlands og dregið bæði úr aðflutningi ungviðis og göngum fullorðins fisks inn á íslenska hafsvæðið. Frekari hlýnun, sem líklegt er talið að eigi sér stað á komandi árum, kann því að leiða til þess að ískóð hverfi úr vistkerfi sjávar við Ísland. SUMMARY Life history of polar cod (Boreo­ gadus saida) in the waters around Iceland Material from groundfish surveys in March 1985‒2013 and pelagic 0-group surveys in Iceland-East Greenland wa- ters in August-September 1974‒2003 was used to study the life history of po- lar cod in the area. Polar cod was most often caught in groundfish surveys on the outer shelf to the northwest and north of Iceland. In pelagic surveys 0-group polar cod was only caught spo- radically and mainly confined to the wa- ters off the northwest shelf of Iceland and the East Greenland shelf. In ground- fish surveys, the number of stations with polar cod decreased with increas- ing bottom temperature and polar cod was most widely distributed in the years 1989, 1994 and 1995. Highest numbers of polar cod per haul in bottom trawl were caught at temperatures of –0.5 to 2.5°C and at 200–450 m depth. The length of polar cod caught in bottom trawl ranged from 5‒32 cm with a mean length of 15.6 cm. The fish caught in pelagic trawl ranged in length from 2‒19 cm and with a prominent peak at 3 cm. The polar cod in the sub-Arctic waters north of Iceland most likely originate from the waters off East Greenland. In the waters around Iceland polar cod is near the southern limit of its distribution and therefore likely to be sensitive to any climatic changes. Further warming and decline in sea ice at East Greenland may eventu- ally lead to the disappearance of polar cod from Icelandic waters. Þakkir Þessi grein byggir á vinnu fjölmarga starfsmanna Hafrannsóknastofnunar sem um árabil og oft við erfiðar aðstæður hafa tekið þátt í gagnasöfnun í stofnmælingar- og seiðaleiðöngrum. Þeim er hér öllum þakkað. Heimildir 1. Leim, A.H. & Scott, W.B. 1966. Fishes of the Atlantic coast of Canada. Bulletin 155. Fisheries Research Board of Canada, Ottawa. 485 bls. 2. ACIA 2005. Arctic climate impact assessment. Cambridge University Press, Cambridge. 1042 bls. 3. Bjarni Sæmundsson 1926. Fiskarnir. Pisces Islandiae. Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar, Reykjavík. 583 bls. 4. Gunnar Jónsson 1992. Íslenskir fiskar. Fjölvaútgáfan, Reykjavík. 568 bls. 5. Gunnar Jónsson & Jónbjörn Pálsson 2013. Íslenskir fiskar. Mál og menn- ing, Reykjavík. 475 bls. 6. Hop, H. & Gjøsæter, H. 2013. Polar cod (Boreogadus saida) and capelin (Mallotus villosus) as key species in marine food webs of the Arctic and Barents Sea. Marine Biology Research 9. 878–894. 7. Ajiad, A.M. & Gjøsæter, H. 1990. Diet of polar cod, Boreogadus saida, in the Barents Sea related to fish size and geographical distribution. ICES Document CM 1994/G:48. 9 bls. 8. Lønne, O.J. & Gulliksen, B. 1989. Size, age and diet of polar cod, Boreo- gadus saida (Lepechin 1773), in ice covered waters. Polar Biology 9. 187– 191. 9. Bradstreet, M.S.W. & Cross, W.E. 1982. Thropic relationships at high arctic ice edges. Arctic 35. 1–12. 10. Welch, H.E., Crawford, R.E. & Hop, H. 1993. Occurrence of arctic cod (Boreogadus saida) schools and their vulnerability to predation in the Canadian high Arctic. Arctic 46. 331–339. 11. Sakshaug, E. & Kovacks, K.M. 2009. Introduction. Bls. 9–32 í: Ecosystem Barents Sea (ritstj. Sakshaug, E., Johnsen, G. & Kovacs, K.). Tapir Aca- demic Press, Þrándheimi. 12. Osuga, D.T. & Feeney, R.E. 1978. Antifreeze glycoproteins from arctic fishes. Journal of Biological Chemistry 253. 5.338–5.343. 13. Harding, M.M., Anderberg, P.I. & Haymet, A.D.J. 2003. Antifreeze glyco- proteins from polar fish. European Journal of Biochemistry 270. 1.381– 1.392. 14. Gjøsæter, H. 2009. Commercial fisheries (fish, seafood and marine mam- mals). Bls. 373–414 í: Ecosystem Barents Sea (ritstj. Sakshaug, E., Johnsen, G. & Kovacs, K.). Tapir Academic Press, Þrándheimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.